Þjóðviljinn - 28.08.1979, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 28. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Stofna unglinga-
klúbb í Reykjavík
Fyrsta samkoman í Tónabæ laugardagskvöldið 1. sept.
Borgarráð hefur nýlega
úthlutað áhugahópi ung-
linga um stofnun unglinga-
klúbbs umráð yfir Tónabæ
i átta laugardagskvöld
fram til áramóta.
Fyrsta starfskvöldið veröur nú
laugardaginn 1. september og
stendur þá til aö kynna hugmynd-
ir um klúbbinn, og fá fram hug-
myndir unglinga um starfsemi
hans auk þess sem kosiö veröur I
undirbúningsnefnd fyrir form-
legan stofnfund klúbbsins sem
veröur þá væntanlega slöar I
september mánuöi.
Þaö er tólf manna áhugahópur
unglinga úr Reykjavik sem unnið
hefur að framgangi þessa máls i
allt sumar og ræddi Þjóðviljinn
stuttlega við einn tólfmenning-
anna Reyni Ragnarsson um að-
dragandanna að stofnum klúbbs-
Sjóréttur
um kæruna
á Hval 6
A föstudag var settur sjó-
réttur út af kæru Grænfrið-
unga á Rainbow Warrior á
hendur Hval 6 fyrir að hafa
siglt án lögmætra siglinga-
ljósa út af mynni Hval-
fjarðar aðfaranótt 18. ágúst
s.l. Fyrir réttinn komu þrir
skipverjar af Rainbow
Warrior, en réttinum var
siðan frestað þar sem Hvalur
6 er nú á veiðum og kemur
ekki til hafnar fyrr en i
þessari viku. Verða þá kall-
aðir fyrir réttinn skipstjóri
bátsins og þeir sem voru á
vakt þegar meint brot á silg-
ingalögunum var framið.
— GFr
ins og þær hugmyndir sem uppi
eru um framtið hans.
Ragnar sagði að um siðustu
áramót hefði hann ásamt þremur
félögum sinum gengist fyrir skoð-
anakönnun meðal unglinga á
Hallærisplaninu um hvað helst
væri til ráða til að skapa aðstöðu
fyrir þennan aldurshóp.
Af um 300 manns sem tóku þátt
i skoðanakönnuninni vildu riflega
70% að stofnaður yrði einhvers-
konar unglingaklúbbur með við-
tæku starfssviði.
Þá var stofnaður þessi 12
manna starfshópur sem starfað
hefur I allt sumar við að gera
þessar hugmyndir unglinganna
að veruleika. Leitað var til bæði
borgarráös og æskulýðsráðs
borgarinnar en ekki fengust und-
irtektir við málaleitan tólfmenn -
inganna fyrr en nú i þessum mán*
uði, að borgarráð ákvað að leigja
þessum fyrirhugaða unglinga-
klúbbi átta laugardagskvöld i
Tónabæ til umráða fram til ára-
móta, en eins og kunnugt er af
öðrum fréttum ákvað borgarráð
að fengnum tillögum æskulýðs-
ráðs að opna Tónabæ aftur til
reynslu fram til áramóta. Hefur
tveimur öörum aðiljum verið
veitt leyfi fyrir aðstöðu i Tónabæ
þennan tima, þ.e. Diskólandi og
Hljómplötuútgáfunni. Sagði
Reynir að sér fyndist ekki rétt að
staðiö hjá borgaryfirvöldum að
leigja Tónabæ i svo miklum mæli
til hinna tveggja áðurnefndu að-
ila, þvi starfsemi þeirra byggist
eingöngu á gróðasjónarmiði.
Hins vegar væri tilgangurinn
með unglingaklúbbnum sá, að ná
fram fjöldavirkni meðal félags-
manna og hafa ýmsar hugmyndir
skotið upp kollinum meðal hóps-
ins um alls kyns starfsemi sem
klúbburinn gæti staðið að s.s. að
halda þjóðlagakvöld, spilakvöld,
stofna ferðaklúbb, efna til hæfi-
leikakeppni fyrir unglinga og
margt fleira.
Leigan fyrir Tónabæ hvert
laugardagskvöld er 233 þús. kr.,
og er innifalið i þvi verði umsjón-
armaður með húsinu og diskótek-
Færeyska hljómsveitin ,,SpæIimenninir i Höydölum”.
Tónleikar í Norræna
húsinu í kvöld kl. 20.30
t kvöld, þriðjud. ki. 20.30, halda
Spæiimenninir i Höydöium tón-
leika i Norræna húsinu. Þessi
færeyska hijómsveit var stofnuð
árið 1974 og starfaði upphaflega i
tengsium við menntaskólann
HÖydaiar f Þórshöfn.
Spælimenninir I Hoydölum
hafa síðan fært út kvíarnar, og er
hljómsveitin nú talinn miðpunkt-
ur þjóðlegrar danstónlistar i Fær-
eyjum. Spseliawnninir hafa stað-
iö fyrir fjölda dansleikja og tón-
leika i Færeyjum, Orkneyjum,
Shetlandseyjum, Bandarlkjunum
og Danmörku. Þeir hafa leikið inn
á tvær breiðskifur.
Nú er flokkurinn á leið til
Bandarikjanna þar sem hann
mun dveljast i 6 vikur við tón-
leikahald og dansleiki. Flokkinn
skipa I þessari ferð: ívar Bær-
entsen, Janne Danielsson, Sharon
Weiss og Kristian Blak.
ari. Allt annað starf innan húss
ætlar klúbburinn að sjá um.
Eins og áður sagði verður
fyrsta starfskvöld klúbbsins I
Tónabæ nk. laugardagskvöld
þann 1. september, en nú i vik-
unni munu aðstandendur klúbbs-
ins kynna fyrirhugaða starfsemi
hans i Austurstræti, auk þess sem
þeir munu selja félagasklrteini til
þeirra sem vilja taka þátt I starf-
inu. Félagar geta allir þeir orðið
sem eru fæddir 1964 eða fyrr og er
félagsgjald 1500 kr. Veitir félags-
skírteini forgangsrétt til inn-
göngu á samkomur klúbbsins i
vetur auk þess sem þeir munu
þurfa að borga eitthvað minni að-
gangseyri að skemmtunum
klúbbsins en utanfélaesmenn.
„Það er full ástæða til að hvetja
unglinga til að taka þátt i þessari
starfsemi sem við ætlum að koma
á fót, þvl starfsemin kemur al-
gjörlega til með að byggjast á
vilja unglinganna sjálfra við að
vera með” sagði Reynir að
lokum. —lg.
Tónabær.
Vélstjórar í
endurmenntun
Dagana 20. — 24. ágúst voru
haldin endurmenntunarnámskeið
fyrir starfandi vélstjóra sem
iokið hafa prófi úr Vélskólanum.
Véistjórafélag tslands auglýsti
eftir þátttakendum siðast liðið
vor og tóku um 40 vélstjórar þátt i
þessum námskeiðum.
Ætlunin er að slik námskeið
verði haldin árlega I Vélskólanum
I Reykjavik I samvinnu við Vél-
stjórafélagið. Ekki þykir leika á
þvi vafi að námskeið sem þessi
séu mjög þýðingarmikil á timum
örrar þróunar I tæknibúnaði. Vél-
skólinn hefur mikinn hug á þvi að
hjálpa starfandi vélstjórum til
þess að afla sér viðbótarþekking-
ar af þessari ástæðu, segir i frétta-
tilkynningu frá skólanum. Hann
hefur á að skipa mjög færum
kennurum meö mikla starfs-
reynslu til þess að veita þessa
fræöslu en nokkuð skortir á að
skólanum hafi tekist að afla
tækjabúnaðar til þessara hluta.
RAUDA
DáGATALID
1. septil?-1. sept.80
i
HINN FERSKI BLÆR
í BmnuNNi
'0MI55/\NDI HJAíFARJÆKI
l/£í?D kr.3coo
Dreifing Mál og menning, simi 15199.