Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.10.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Eins og fljúgi flugvél yfir fjallatind með drunum þungum, þannig veit ég, þjóð min, lifir þrieinn guð i hjörtum ungum. É g held að þessi hemámsguð með drunum þungum hafi þvi miður tekið sér bústaö i svo mörgum hjörtum, gömlum og ungum, að öllum sé full þörf á að rannsaka þann falsguð og upp- ræta hjá sjálfum sér og öörum. Að nota timann Þrieinn hernámsguð Stundum minnir hernám hugarfarsins á guðsótta, sem hefur með ósjálfráðum hætti á- hrif á allar geröir manna. Rit- stjóri Morgunblaðsins hefur œ-t sálm, sem mér finnst eiga undar- lega vel viö þennan þrieina her- námsguð I hjartanu. Þar i er þetta vers: -á' Úr göngunni. (Ljósm. eik.) Páll Bergþórsson flytur ávarp sitt. Þessa siðustu daga hefur mér orðið tiðhugsað um það sem stundum er kallað hernám hugar- farsins, þau ósýnilegu tök, sem hernámsliðið og fylgifiskar þess hafa reynt að ná á fólkinu i landinu og tekist það að nokkru leyti.Égskalnefna nokkur dæmi. Hneykslaður hestaslátr- ari Það er sagt að hestamennska sé heilsusamlegt sport fyrir sál og likama. Fyrir stuttu gerðist það að einn af talsmönnum hesta- manna hneykslaðist mjög i blöð- um á þvi framferði að setja hrosshaus á niðstöng til höfuðs NATO-flota sem var hér i heim- sókn. Með þessu taldi hann þarf- asta þjóninum sýnda mikla svi- viröu. En hvað er þetta móti þeirri kveðju, sem hestamenn sjálfir senda þessum þarfasta þjóni að siðustu, þegar þeir senda haglasúpu inn i enni hans, skera að höfuðið og leggja sér svo skrokkin til munns eða bjóða hann sam- borgurum sinum til kaups á sann- Hernámsguð með drunum þungum Ávarp Páls Bergþórssonar viö lok Hvaleyrargöngu s.L laugardag gjörnu verði sexmannanefndar? Ég skal viðurkenna að búfjár- haldi fylgja leiðinlegar hliðar slátrunarinnar, hvort sem bónd- inn eða hestamaðurinn er með eða móti hernum og þaö sama gildir um okkur kjötætur. En kemur það nú ekki úr hörðustu átt, þegar einn af þessum hesta- slátrurum gerist svona blindur á eigin gerðir,af þviaö hann langar til að koma höggi á hemámsand- stæðinga? Er þetta ekki vottur um þá stiflun sanngirninnar og skynseminnar sem af hernámi hugarfarsins leiðir? Hrjáðar höfuðstöðvar Annað dæmi nýlegt má nefna um það hvernig menn breyta af- stöðu til atburða, sem eru i sjálfu sér mjög áþekkir, eftir þvi hvort hernám hugans ræður ferðinni eða ekki. Hér er það lögreglan Brunahanar Vatnsveita Reykjavikur vill, að gefnu til- efni benda á að öllum öðrum en Slökkviliði Reykjavikur við skyldustörf og starfs- mönnum vatnsveitunnar er stranglega bannað að taka vatn úr brunahönum. Vegna frosthættu hafa brunahanar verið vatnstæmdir fyrir veturinn. Vatnsveitan vill benda á, að hver sá sem notar bruna- hana án leyfis getur orðið valdur að eigna- tjóni og skapað margvislegar hættur. Vatnsveita Reykjavikur. eða öllu heldur yfirstjórn hennar, sem verður uppvis að þvi að mis- muna borgurum, þó að hún eigi einmitt að gæta réttarins. I land- helgisstriðinu var svo komið, að ráðsettum útgerðarmönnum á Suðurnesjum ofbuðu árásir Nato-skipa á varðskipokkar. Þeir gerðu sér litið fyrir og dembdu stórgrýti á aðdráttaleiðir Kan- anna við Grindavik. Ekki var þetta alveg saklaust og gat jafn- gilt hótun um aösvelta mennina i hel. En hvað gerði lögreglan? Hún hreyföi hvorki legg né lið, og ekki skal ég andmæla þvi um- burðarlyndi. En hvað gerist svo þegar aftur er farið aö andmæla Nato-flota fyrir fáum dögum meðal annars einni freigátunni, sem grimmust var i landhelgis- striðinu? Þá var ekki verið að loka fyrir neinar lifsbjargarleiðir dátanna, þvi að grófasta fram- koman var einmitt sú að færa þeim þjóðlega björg i bú, þar sem voru þorskhausar. Þá eru ungar stúlkur lamdar og kramdar til blóðs, og er það þó almenn réttar- farsregla, að léttar sé tekið á yfir- sjónum ef þær eru gerðar fyrir æsku sakir. Nú efast ég ekki um, að meðal lögreglumanna séu margir sæmdar- og rósemdar- menn. En þrátt fyrir það geta þeir verið með snert af þvi her- námi hugarfarsins, sem hrjáir sérstaklega höfuðstöðvar lögregl- unnar i Reykjavik, og þess vegna geta góðir drengir misst alla dómgreind á þaö, hvað er viðeig- andi og mannsæmandi. Meinbugir á leikreglum Eigum við að lita á enn eitt dæmi um valinkunn ljúfmenni og undarleg viðbrögð þeirra? Þegar embættismenn útvarpsins voru að velta þvi fyrir sér, hvort birta mætti auglýsingar um fund her- stöðvaandstæöinga á Keflavikur- flugvelli, þá visuðu þeir málinu ekki til næstu yfirmanna sinna, svo sem útvarpsráðs. Nei þeir fundu vist einhverja meinbugi á að hlita þeim leikreglum að þessu sinni. I staðinn slógu þeir á þráð- inn til lögreglustjórans suður á Miðnesheiöi og létu hann skera úr þvi hvernig skyldi túlka innan- hússreglur útvarpsins um aug- lýsingar. Þetta er þvi miður dæmi um hvernig menn missa alla heil- brigða dómgreind, ef þeir eru haldnir af hernámi hugarfarsins. Björgunarmál og lágkúra Eitt lágkúrulegasta dæmið um skipulagthernámhugarfarsinser það, að menn hafa látið það undir höfuðleggjastaðtslendingar réðu yfir loftfari til þess að koma slös- uöu fólki sem skjótast i læknis- hendur. Jafnvel heitustu her- námsandstæðingar hafa oröiö að sæta þvi að vera bjargað af her- þyrlum Kanans, með tilheyrandi myndatökum og lofgerðarrollum um elsku varnarliðiö og lifsnauð- synlega starfsemi þess. (Hér má benda á Morgunblaðið daginn eftir að þessi ræða var flutt). En þess skal getið sem gert er. Nú mun ákveöið aö binda loks enda á þessa smán, svo þess vegna get- um við hernámsandstæðingar létt af okkur þeirri kvölinni ef við slösum okkur. Þátt i þessu mun eiga Steingrimur Hermannsson dómsmálaráðherra, og fyrir það ætti hann skilið klapp, og um leið getum við hitað okkur á regnköld- um höndum. Samtimis mætti stinga þvi að honum að leggja undirmönnum sinum i lögregl- , unni holl ráð um mannsæmandi framkomu við sanna Islendinga til jafns við aðra landsmenn. Herseta á tslkndi er nú nærri 40 ára. Meirihluti þjóðarinnar hefur aldrei lifaö í herstöðvalausu landi. Stundum hefur veriö gerð hörð hrið að þessari meinsemd, og legið nærri að setuliðinu yrði stuggaö á brott. Þvi nefni ég þetta, að hernámssinnar eiga það heppni að þakka að hafa alltaf sloppið fyrir horn I þessari viöur- eign. Þaö væri sannarlega undarlegt, ef lánið ætti ekki eftir að snúast okkur i hag I þessum viðskiptum. Hitt er ljóst, að við verðum að vera þvi viðbúin, að það geti dregist, að við sigrum. Þann tima, sem þannig gefst þarf að nota vel til þess að leggja á ráöin um aðferðir og markmiö. Það þarf að athuga vel, hvort hugsanlegt er, að þingræðislegur meirihluti geti komið þvi i kring á einu kjörtimabili að koma hern- um úr landi, eða hvort stefna beri fremur að þvi að þjóðaratkvæða- greiðsla skeri úr um örlög hers- ins. Slik atkvæðagreiðsla hefur alltaf verið eitur i beinum her- námssinna, frá þvi að fyrsti for- seti lýðveldisins lagði á ráð um það á leynifundi, aðkomiðskyldi i veg fyrir, að þjóðin fengi þannig að segja álit sitt á þessu máli. En hvað sem þessu liður er það frumskilyrði, að hernámsand- stæðingar nái sem sterkastri samstööu og treysti fjöldafyigi sitt. Þeir eru i öllum stjórnmála- flokkum þvi megium við ekki gleyma, og það er grundvallarat- riði, að við gerum ekkert, sem getur orðið til þess að hrinda fólki frá okkur af stjórnmálaástæðum, og það verður að ætlast til að fólk geri sér ekki leik að slikum að- ferðum. Hitt þurfum við samt sem áöur að muna, að við erum misjöfn aö skaplyndi. Þeir sem rólegrieruað eðlisfari.hafalitinn rétt til að hneykslast á hinum, sem hefur hitnaö meira i geöi af þeirri smán og svivirðingu, sem hemámið hefur leitt yfir okkur. Og þið sem ákafari eruð, verið svo elskuleg að láta ekki koma ykkur úr jafnvægi þær starfsað- feröir, sem okkur rosknari mönn- um eru tamari. Að lokum vil ég taka fram, aö ég er ekki hjátrúarfullur og hef ekki mikið traust á töframætti hrosshausa. En þægileg tilviljun er það, aö nú nokkrum dögum eftir að niðstöng er reist gegn Nato og henni siðan stolið (kannski er það einmitt af þvi að henni var stolið), þá hefur það gerst, að Nato-vigdreki vaggar sér vélarvana og bilaður i land- synningnum viö togarabryggjuna i Reykjavik. Megi fleiri sllk hag- stæð atvik gerast, og leiða að lok- um til þess með markvissri og fórnfúsri baráttu, að af landi okk- ar verði létt öllu hernámi, her- námi heiða og fjarða og hugar- fars. Fram til sigursællar bar- áttu! Lifið heil! ÚTBOЮ Tilboð óskast I að byggja dagheimili-leikskóla við Hálsa- sel. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik, gegn kr. 20 þús. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað þriöjudaginn 23. okt. n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.