Þjóðviljinn - 26.10.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1979, Síða 7
Föstudagur 26. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Leikfélag Reykjavíkur sýnir OFVITANN eftir Þórberg Þórðarson í leikgerð Kjartans Ragnarssonar Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Það þótti mörgum fyrirfram nokkuð alvarleg fifldirfska að ætla sér að gera leiksýningu úr hinu margslungna snilldarverki Þórbergs, en að lokinni frumsýn- ingu gatvarla nokkrum blandast hugur um að hér var betur af stað farið en heima setið, að hér var unninn sá frækilegi sigur að skapa lifandi og áhrifamikið leik- húsverk úr miklu bókmennta- verki. Það er augljóst mál að þetta verk verður aldrei unnið svo að öllum liki til fullnustu né hafið sé yfir alla gagnrýni, en ég hygg að Kjartani hafi tekist furðu vel að halda trúnað við Þórberg og skapa um leið fullburða drama- tiskt verk, laust við þann vand- ræðagang sem oft fylgir sviös- gerðum skáldsagna. Sú aðferð hans að skipta aðalpersónu i ,,Sú aðferð hans að skipta aðalpersónunni i tvennt, sögumann og sögu- persónu, gerir Kjartani kleift að koma sjálfsskoðunum og ihugunum höfundar til skila...” Meistarinn lifir tvennt, sögumann og söguper- sónu.er auðvitað einföldun á sam- bandi þessara tveggja aðila i bók- inni, þvi að Þórbergur er einhver flóknasti irónisti hemsbókmennt- anna, en þessiaöferð gerir Kjart- ani kleift að koma sjálfskoðun og ihugunum höfundar til skila, og þar er auðvitað sá kjarni bókar- innar sem ekki er unnt að nema brott án þess að falsa verkiö. Með þessum klofningi aðalper- sónunnar er einnig opin leiö til að varpa fyrir róða öllum nátúraliskum kröfum og setja leikinn upp i mjög stilfærða um- gerð sem gefur endalausa mögu- leika á leikrænni tjáningu, auk þess sem sýningin rennur áfram órofa og allar skiptingar eru full- komlega áreynslulausar. Kjart- ani hefur reyndar tekist ekki sið- ur upp að leikstýra verkinu, þaö er I alla staði vandlega unnið og smekklegt verk, viða bráösnjallt, og fær þar frábæran stuðning af einfaldri og stilhreinni leikmynd Steinþórs. Grundvallarstyrkur sýningar- innar er auðvitað fólginn i tærum og óviðjafnanlegum texta Þór- bergs, þar sem hver setning er svo meitluö og hnitmiöuð að hún gengur beint inn i hugskot áheyr- andans. Gildi þessarar sýningar er ekki hvaö sist i þvi fólgið að færa okkur nær þessum texta, gefa honum nýtt og nákomið lif I þeirri sameiginlegu reynslu sem við öölumst i leikhúsi. Og með þeirri einföldun sem gerð hefur verið á skáldsögunni hygg ég að mörgum verði ljósari en áður bygging og stefna Ofvitans, hin þrotlausa leit Þórbergs aö sann- leika og speki i skóla og lifi og ást og skáldskap. Þetta er leit sem liggur um myrkar og torfarnar slóðir, vörðuö sifelldum von- brigðum, en endar með uppljóm- aðri heimkomu til hins fyrir- heitna lands. Þessi þráður er skýrt markaður i sýningunni og lokaatriðið er undurfallegt, þar sem ofvitinn situr i hlýrri birtu Unuhúss umvafinn kærleik og skilningi og hámar i sig mat. Sú mynd liður seint úr minni. Það er ekki minnst um vert fyrir velgengni þessarar sýningar hversu framúrskarandi vel Jón Hjartarson fer með hlutverk meistarans. Það er æði vanda- samur hlutur að leika á sviði mann sem er tiltölulega nýlega burtgenginn úr forheimskunar- landinu og lifir enn i minni manna sem hann sáu, en Jóni tekst þetta óaðfinnanlega. Með þvi að stæla ákveöin atriði I útliti og fasi Þór- bergs , alltaf með þeirri hófsemi að ekki verður að beinni eftir- hermu, tekst honum að likamna meistarann á sviðinu og er þaö afrek sem lengi verður i minnum haft. Emil Guðmundsson á við ramman reip að draga i hlutverki ofvitans unga, þar sem hlutverkið er einstaklega margþætt, hann verður að slá á strengi einfeldni, sveitamennsku, einlægni ,hroka, stærilætis, alvöru og gáska.nán- ast allt i senn. Það er varla von að ungur og litt reyndur leikari nái slíku hlutverki algerlega á sitt vald, en hitt er merkilegra hversu langt Emil fer með að sannfæra áhorfendur. Það hygg ég hann geri fyrst og fremst i krafti ein- lægni sinnar og sannfæringar- krafts, leikur hans er oft á tiðum mjög fallegur. Hins vegar varð hann helst til of striður þegar Emil lýsir hrokagikkrium Þór- bergi. En hvað um það, þetta er þrekraun sem hinn ungi leikari stenst af mikilli prýði. önnur hlutverk eru minni en öll leyst af hendi misfellulaust. Traustir og skemmtilegir eru þeir Harald G. Haralds og Hjalti Rögnvaldsson i hlutverkum vina Þórbergs, Rögnvalds og Þorleifs. Lilja Þórisdóttir fer fallega með hlutverk elskunnar og Margrét Helga er fönguleg herkerling. Karl Guðmundsson, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson, Soffia Jakobsdóttir, Jón Sigur- björnsson og Valgerður Dan bregða öll upp minnisstæðum smámyndum, og þau Jón Július- son og Margrét Ölafsdóttir eru upphafin I tign sinni sem mæðgin- in i Unuhúsi. Tónlist Atla Heimis er i nákvæmlega réttum stíl og gerð af hófsemi og nærgætni, loka- söngurinn er stórfallegur. Lýsing er til hreinnar fyrirmyndar. Þessi sýning er öllum aðstand endum sinum til mikils sóma, húr telst til meiriháttar tiðinda i is- lensku leikhúslifi og hún er verð- ugur virðingarvottur viö höfuð- snilling islensks nútimamáls, Þórberg Þórðarson. Sverrir Hólmarsson Borðhald hjá dr. Jóni forna —hungurmeistari flytur kvæði.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.