Þjóðviljinn - 30.11.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.11.1979, Blaðsíða 19
Föstudagur 30. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Gög og Gokke komnir i nýlenduherinn breska. Gög og Gokke á skjánum Föstudagsmynd sjón- varpsins er greinilega valin af mikilli umhyggju fyrir skammdegis- og kosninga- leibum áhorfendum. Viö fáum aö sjá sjálfa Gög og Gokke, æskuvininna okkar allra, i kvöld'. Myndin heitir Bonnie Scotland, sem i islenskri þýöingu þeirra sjónvarps- manna er oröiö aö Hugdirfska og hetjulund. Gög og Gokke hétu reyndar Stan Laurel og Oliver Hardy. Þeir byrjuöu aö leika saman i gamanmyndum áriö 1926 og slógu fljótlega i gegn. Samtals léku þeir i rúmlega 100 kvik- myndum, stuttum og löngum. Myndin i kvöld segir frá Skotlandsferö þeirra félaga. Þeir eru aö vitja arfs i Skot- Sjónvarp kl. 22.45 landi, en eru þá svo óheppnir aö vera skráöir i herinn og sendir til Indlands. —ih Formenn ræðast við Þriöja og siöasta framboös- kynningin I sjónvarpinu er á dagskrá i kvöld. Þá veröa hringborösumræöur, sem Guöjón Einarsson stjórnar. Þátttakendur eru formenn þeirra fjögurra stjórn- málaflokka sem bjóöa fram um allt land: Benedikt, Geir, Lúövik og Steingrimur. — Þeir munu ræöa þau mál sem hafa verið efst á baugi i þessari kosningabaráttu, — sagöi Guöjón. — Ég geri ráö fyrir aö þeir skiptist á skoöunum og einnig aö þeir muni deila hver á annan. Nú eiga flokkarnir aöeins eitt tækifæri eftir til að messa yfir lýönum: i fréttatimanum á laugardaginn veröur full- trúum flokkanna fjögurra gefinn kostur á aö svara nokkrum spurningum frétta- Sjónvarp kl. 21.15 manna. Smáflokkarnir og flokksbrotin veröa aö bita i þaö súra aö vera útilokuö frá rikisfjölmiölunum, en sem kunnugt er fengu þau aöeins aö vera meö i fyrstu fram- boöskynningunni. —ih Finnskt ævintýri í morgunstund Aö sögn Baldurs Pálma- sonar hjá útvarpinu þýddi Sigurjón Guðjónsson þetta ævintýri úr nýnorsku, en áöur haföi norskur fræöimaöur, búsettur i Finnlandi, þýtt þaö úr finnsku. Sigurjón hefur þýtt fleiri finnsk ævintýri og var eitt þeirra lesiö i siöustu viku. Jónina H. Jónsdóttir les ævintýriö i dag. —ih 1 gærmorgun lauk lestri sögunnar um Snata og Snotru i Morgunstund barnanna, og i dag verður lesiö finnskt ævin- týri, „Fátæka stúlkan sem varö drottning”. Utvarp kl. 9.05 Þulur Theódóru TV Athygli ljóðelskra útvarps- hlustenda skal vakin á þvi, aö á Kvöldvökunni, sem hefst kl. 20.45 I kvöld, les Ingibjörg Stephensen úr þulum Theó- dóru Thoroddsen. Theódóra Thoroddsen orti 12 þulur um ævina, og birtust hinar fyrstu þeirra i Skirni 1914. Þær voru siöan gefnar út á bók tveimur árum siðar, og áriö 1938 var gefin út önnur út- gáfa, aukin. Þulurnar er einn- ig aö finna i Ritsafni, sem út kom 1960, meö ritgerð eftir Sigurö Nordal um þessa ást- sælu skáldkonu. — ih. Theódóra Thoroddsen. Utvarp kl. 20.45 ISl frá Hringið í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík. lesendum ISLAND í HÆTTU Þaö fer ekkert á milli mála hverjar fyrirætlanir Sjálf- stæöisflokksins eru ef flokk- urinn næöi meirihluta aöstööu á Alþingi eftir þessar vetrarkosn- inbar. Aö skera niöur f járlög þjóöar- innar um 35 milljaröa þýöir aö sjálfsögöu ekkert annaö en bull- andi atvinnuleysi, og landflótta fólks i stórum stil, þannig aö viö komum til meö aö missa mikiö af fólki og kannski mest af þvi sem er búiö aö kosta sig i dýru námi, og vill aö sjálfsögöu þjóna ættjöröinni, en veröur aö flýja undan þvi stjórnmálaskrímsli sem Sjálfstæöisflokkurinn aö mörgu leyti er. En hvaö er þaö raunverulega, sem vakir fyrir þessum stærsta flokki þjóöarinnar? Viö skulum ekki álita aö þetta séu neinir kjánar, og þó aö menn taki nokkuö stórt upp I sig stundum og hafi uppi gifuryrði, þá er I þessum fiokki margt af góöu og þjóöhollu fólki er ann þjóö sinni og vill veg hennar sem mestan* en það eru I flokknum stór- hættulegir fjármálajaxlar er svifast einskis ef þvi er aö skipta og hika ekki viö aö setja þjóö sina i fjárhagslega og efna- hagslega hættu ef hagsmunir þeirra eru i veöi. Áætlun þessara fjármála- spekúlanta er aö skapa atvinnu- leysi og óánægju um stund meö höröum aögeröum sem bitnar aö sjálfsögöu mest á láglauna- stéttunum, þvi fólki sem hefur veriö tröllriðiö af veröbólgu árum saman og oröiö aö þola gifurlegt vinnuálag, oröiö fórnardýr fjármálaprakkara, sem árum saman hafa mokaö saman gróöa úr þorski sild og loönu, þannig þegar þetta verö- bólgufólk, sem þessi óvættur, bitnar mest á, á allt I einu aö fara aö lifa viö upplausn og at- vinnuleysi, þá er stundin runnin upp fyrir stærsta flokk þjóöarinnar. Og hvaö skildi þaö nú vera? Þaö á aö hleypa inn erlendum auöhringum, sem hafa beöiö eins og rjómakettir eftir aö komast I auölindir landsins og þurrka svo út allt atvinnuleysi meö gifurlegu erlendu fjár- magni, komast yfir vatnsorku og jarövarma til aö koma hér stóriöju á laggirnar sem um munar, og ná undirtökunum á is. fjármálalifi og ná I ódýra orku. Þetta er sú frelsun er viö megum eiga von á ef viö erum ekki á veröi fyrir þessum skálk- um. Og hverju hvisla svo þessir veröbólguherrar núna i eyrun á fólki fyrir þessar desember- kosningar: Viljiö þiö ekki vinna? Halda húsinu, bilnum, sumar- bústaönum, sólarferöum, og gera sér glaöan dag um helgar eftir stranga vinnuviku? Jú, auövitaö viljiö þiö þaö. Þannig hugsar ihaldiö. Atvinnuastandiö á Islandi er nú þannig aö þaö er eins og brot- hætt egg. Veröbólga og vinnu- spenna er slik aö engu lagi er likt. Fólk hefur auraö saman i þessi lifsþægindi meö sliku álagi aö þaö er aö sligast undir byrö- inni, en vill og getur ekki sleppt neinu, þó auövitaö sé þetta gervilif, og þaö er þarna sem Sjálfstæðisflokkurinn sér sterk- an leik á boröi, og býr til at- vinnuleysi og kreppu um stund af ásettu ráöi til þess eins aö ná tökum á fólkinu og slá sér svo upp á þvi aö þurrka þetta sama atvinnuleysi meö þvi aö ryöja erl. auöhringum greiöa leiö aö auðlindum Islands. Þaö er gjaldiö. Nú skal enginn halda þaö aö ég sé svo skyni skroppinn aö viö tslendingar þurfum alls ekki á erlendu fjármagni aö halda til aö koma i framkvæmd stórum áætlunum um uppbyggingu landsins til langrar framtiöar, en slikt fjármagn á aö vera skil- yröislaust undir Islensku hús- bóndavaldi, og um þaö ættu allir þjóðhollir og góöir Islendingar aö geta sameinast. Draumurinn um gott lif á ekki aö vera neitt vandamál hér á Islandi. Þetta blessaöa land okkar hefur upp á aö bjóöa margt.af þvi sem aörar þjóöir öfunda okkur af,en þaö er fyrst og fremst hreint og tært loft og næg orka, sem er aö veröa al- gjör forsenda þess aö lifa ham- ingjusömu lifi hér á jörö. Sumir segja aö viö lifum I erfiöu norö- lægu landi meö lágu hitastigi, þegar á meðaltal er litiö, en viö höfum I staöinn þann frumkraft sem viö getum notaö okkur til aö lifa hér góöu lifi I heimi tækni og vi'sinda. Þessvegna veröum viö aö vera vel á veröi aö sleppa ekki tilkalli til landsins, um aö fá aöráða okkur sjálf, og byggja upp frjálst Island fram- tiöarinnar, en ekki aö hlaupa inn i náöarskjól erlendra auö- hringa sem leita uppialla byggi- lega framtiðarstaöi til aö fjár- festa ránsgróöa sinn. Þaö er þetta sem kjósendur desemberkosninganna ættu aö hafa i huga, þegar þeir ganga inn I kjörklefann þessa örlaga- riku skammdegisdaga. Páll Hildiþórs Vilmundar- raunir Þessi visa, og meöfylgjandi mynd, lágu hér I forstofunni einn morguninn þegar viö mættum til vinnu: 1 fiokkinn vindbelgja vöxtur fór meö Vimma gjammandi kátan. En margt er nú annað og mæöan stór þvi möppudýrin þau át’ann. Myndin i gær var af Svövu Jakobsdóttur, fyrrv. alþingismanni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.