Þjóðviljinn - 05.03.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.03.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Niðurgreiðslur á ull auknar á kostnað kjötsins? Rekstrarhalli á ullarvöruiðnaði Erlendur Patursson Fjórtán fulltrúar menntastofnana og listamannasamtaka ganga á fund fjárveitinganefndar: Vinnuhópur skilar áliti til rikisstjómarinnar á næstunni Frá framkvæmdanefndarfundi MFA á Norðurlöndum, sem haldinn var á Hótel Esju. (Ljósm. &el) Fundur framkvæmdanefnd- ar MFA á Norðurlöndum Framkvæmdanefnd Menn- ingar- og fræðslusambanda alþýðu á Norðurlöndum kom saman til fundar I Heykjavik I gær og I fyrradag. Fundir þessir eru haldnir til skiptis á Norður- löpdum fimm og er haldinn fund- ur hér á landi annað hvert ár. A fundinum var m.a. fjallað um þau fjölmörgu verkefni sem nefndin gengst fyrir hjá aðildar- samböndunum. Farið var yfir stööu samstarfsverkefna þeirra sem nú er unnið að i hinum ýmsu löndum. Einnig var rætt um dag- skrá næsta þings sambandsins, sem verður haldið i Sviþjóð i april næstkomandi. Einn fundarmanna er nýkom- inn frá Nicaragua, þar sem hann kynnti sér ástandið eftir bylting- una i landinu. Verkalýðshreyfing- in á Norðurlöndum hefur leitast við að fylgjast með og styöja þá lýðræðisþróun sem þar er að stiga fyrstu skrefin eftir byltinguna. -eös Vandamál ullariðnaðar- ins hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Ul larvöruiðnaðurinn er rekinn með verulegu tapi og nam rekstrarhallinn um 5% af veltu í febrúar sl. 1. mars hækkuðu laun og hrá- efni og telja útflytjendur að númegi reikna með að 10-11% vanti upp á að end- ar mái saman. Jan Mayen hluti af norsku ströndinni sagði KáreWilloch Ummælin flýta ekki lausn deilunnar sagði Stefán Jónsson um Jan Mayen „Ummæli Kare Willoch, þing- manns Hægri fokksins i Noregi, hér á fundi Norðurlandaráðs á mánudaginn, um að Jan Mayen sé hluti af norsku ströndinni, eru sist til þess fallin að flýta fyrir lausn Jan Mayen deilunnar”, sagði Stefán Jónsson alþm. á fundi Norðurlandaráðs i gær. Stefáni varð tiðrætt um deiluna við Norðmenn út af lögsögunni við Jan Mayen og sagði, að þar þyrfti að finnast sem fyrst lausn á, sem báðar þjóðirnar gætu sætt sig við. Þá kom Stefán nokkuð inn á veru tslands i Nato og ameriska hersins á Miðnesheiði. Einnig gerði hann að umtalsefni tillögu Ankers Jörgensen um að þingið ályktaði um ihlutun Sovétmanna i Afghanistan. „Þetta mál snertir Islendinga þó nokkuð,” sagði Stefán, „þvi að stjórnvöld i Afghanistan virðast hafa viðhaft nákvæmlega sömu vinnubrögö, þegar þau kölluðu á ihlutun Sovétmanna þar, og þegar islensk stjórnvöld ákváðu áriö 1951 að kalla hingað til lands- ins bandariskt herlið, án þess að spyrja þing né þjóð hið minnsta.” -lg- Stefán Jónsson Sú hugmynd hefur m.a. komiö fram, að ullin verði greidd niður meira en nú er, en kjötið aftur á moti minna. Slikar millifærslur mundu ekki kosta rikið meira fé en nú gerist. — Vinnuhópur hefur verið að störfum i tvær vikur til að athuga þessi mál, sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaöarráðherra i sam- tali við blaðið i gær. — Við eigum von á að hann skili áliti til rikis- stjórnarinnar fljótlega. — Það er mjög eðlileg krafa frá ullariðnaöinum að fá islenska ull sem næst heimsmarkaðsverði, sagði Hjörleifur. — En þetta snertir einnig kjaramál bænda, hvaö þeir eigi að fá 1 sinn hlut. Það er siðan fyrirkomulagsatriði, hvernig þess hlutar er aflað, og hvort það er i gegnum kjötverðið eða ullarverðið. Sexmannanefndin gerði nú til- lögu um talsverða hækkun á ullarverðinu. Tillaga mun hins- vegar hafa komið fram i nefnd- inni frá framleiðendum um að það yrði ekki hækkað að þessu sinni, heldur kæmi þeim mun meiri hækkun á kjötverðið. En þessi mál þurfa athugunar við og verðlagningarkerfi land- búnaðarafurða yfirleitt, með til- liti til hagsmuna islensks iönaðar meöal annars, sagði iðnaðarráð- herra. Hann sagði að þaö yrði að sjálf- sögðu fyrirtækjunum til hagsbóta að ullin yrði meira niðurgreidd á kostnaö kjötsins. - eös Minna á þarfir menningarinnar Röng mynd Með viðtali Þjóðviljans við Erlend Patursson sem birtist á forsiðu blaðsins I gær fylgdi röng mynd. 1 stað myndar af Erlendi birtist mynd af Rolf Sellgren frá Sviþjóð. Viðkomandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna Stuðningur við frjálst Zimbubwe A fundi utanrikisráðherra Norðurlandanna í gær, var samþykkt ályktun, þar sem fagnað er að kosningar i Zimbabwe-Rhódesiu hafi fariö fram samkvæmtlögum, og er það von ráöherranna að þessi mála- lok leggi grundvöll að sjálfstæðu og lýðræöislegu Zimbabwe. Þá er óskað eftir þvi að alþjóðleg samtök og stofnanir sýni hinu frjálsa Zimbabwe stuðning um leið og lýst er yfir að Norður- landaþjóðirnar muni með jákvæðu hugarfari leita leiöa til að styðja sjálfstætt Zimbabwe. Fjórtán fulltrúar ýmíssa menntastofnana og lista- mannasamtaka gengu ný- lega á fund fjárveitinga- nefndar Alþingis til að minna hana á þarf ir menn- ingarinnar. Sveinn Einars- son þjóðleikhússtjóri hafði orð fyrir hópnum og kvað þetta vera kurteisisheim- sókn. Afhenti hann Eiði Guðnasyni, formanni nef ndarinnar, stutta áskorun. Þeir sem undir áskorunina skrifa eru þessir: Andrés Björns- son útvarpsstjóri, Einar Laxness formaður Menntamálaráðs, Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður, Jónas Kristjánsson forstööumaður Stofnunar Arna Magnússonar, Knútur Hallsson skrifstofustjóri menntamála- ráðuneytisins, Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri, Vigdis Finnbogadóttir formaður Leik- listarráðs, Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður, Erlendur Einarsson forstöðumaður Kvik- myndasafns Islands, Jón Aðal- steinn Jónsson orðabókarrit- stjóri, Karla Kristjánsdóttir frá Listasafni tslands, Njörður P. Njarðvik formaður Rithöfunda- sambandsins og Listahátiðar, Thor Vilhjálmsson formaður Bandalags isl. listamanna og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Askorunin er svohljóðandi: „Við undirrituð biðjum ykkur, háttvirtu alþingismenn, að gleyma ekki menningunni þegar þið setjið fjárlög ársins 1980. Við erum fulltrúar nokkurra stofnana og samtaka sem öll eiga það sam- merkt að vinna að menningar- málum. Sumar þessar stofnanir eiga sér gamla sögu og merki- lega, aðrar eru yngri, en virðast þó hafa fariö vel af stað. En á siðari árum hefur starfsemi okkar verið vængstýfð fyrir fátæktar sakir, og sigur æ meir á ógæfuhliö. Dýrtiðin magnast jafnt og þétt, og fé það sem okkur er veitt á f járlögum brennur i báli verðbólgunnar. Við berum ekki fram harðar kröfur. Viö minnum aðeins á nauðsyn þess að fjárveitingar til okkar hækki ár frá ári til sam- ræmis við verðlag i landinu. Jafn- framt bendum við á það að hóf- samlegar óskir okkar eru aðeins örlitið brot af þeim milljarða- tugum sem rikið veitir árlega til margvislegrar starfsemi og framkvæmda. Okkur er ljóst að við drögum engan veraidarauö i rikisbúið, en þó eru störf okkar engan veginn litils verð. Islensk tunga og bók- menntir, tónlist og myndlist, fornar minjar og ný hugvisindi eru undirstaða þjóðernis okkar og sjálfstæöis. Það mun verða satt ef menningin deyr i landi okkar, að þá mun þjóðin einnig liða undir lok.” 1 ■ I I Listir og menningarstarfsemi: jTekjur ríkisins 300 milj. ikr. umfram gjöld Fréttastofa útvarpsins ■ hefur látið Hagstofu . íslands reikna fyrir sig | tekjur af listum og ■ menningarstarfsemi og I ýmsu sem tengist þeim. J Skv. grófum útreikningi ■ eru tekjur rikisins öllu | meiri af þessum greinum ■ heldur en sú f járhæð sem | ætluð er af f járlögum til ■ lista og listtúlkunar. R-.«............. Tekjur ríkisins skv. þessum útreikningi er um 1700 miljónir króna en gjöld á fjárlögum eru áætluð 1467 milj. króna. Þær tekjur sem reiknaðar eru þannig eru söluskattur af bók- um og timaritum i fyrra, sölu- skattur af tónleikum, leik- sýningum og kvikmynda- sýningum 9 mánuði ársins, skemmtanaskattur og miða- gjald til menningarsjóðs skv. fjárlögum, álagt sölugjald i fyrra á þá atvinnugrein þar sem rekstur félagsheimila flokkast með ýmsu öðru og söluskattur og vörugjald af hljóðfærum og vörum til listmálunar og kvik- myndunar. Inni I dæminu eru ekki undanþágur og ýmis frá- vik. Þá eru framlög rikisút- varpsins til lista og listtúlkunar ekki meö i dæminu, ekki gjöld og tekjur sveitafélaga af listum og ekki afnot fólks af bóka- söfnum ef þau verða metin til fjár. —GFr I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ,.JÍ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.