Þjóðviljinn - 11.03.1980, Page 5

Þjóðviljinn - 11.03.1980, Page 5
Þriöjudagur 11. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hver er madurinn? Róbert Mugabe kristinn marxisti Flokkur Roberts Mugab- es, ZANU, vann frægan sigur í kosningunum í Zim- babwe — Ródesíu, fékk nær 63% atkvæða svarta meirihlutans og 57 þing- sæti. Sá pólitískur leiðtogi hafði sigrað sem hvíti minnihlutinn og Vestur- veldin höfðu óttast mest — en það fyrsta sem hann gerði eftir að kunnugt var um úrslit kosninganna var að boða sættir þeirra afla sem í sjö ár hafa háð harða borgarastyrjöld um fram- tíð landsins. Mugabe er yfirlýstur marxisti, en hann hefur reynt ah róa bæöi svarta og hvita andstæöinga sina með þvi, að hann hafi ekki i hyggju aö steypa yfir landsmenn i skyndingu róttækum sósialisma. Hann hefur einnig lýst sig reiðu- búinn til að halda uppi nánum efnahagslegum tengslum við Suö- ur-Afriku, enda þótt hann sé að sjálfsögðu andvigur kynþátta- stefnu yfirvalda þar i landi. Kaþólskur að uppeldi Mugabe er fæddur á kristni- boðsstöð, þar sem faöir hans starfaði og uppalinn til kaþólsku. Hin kristna lifsskoðun hefur vikið fyrir sósialisma, en um leið vill Mugabe halda þvi fram að hanri sé sannfærður um að kristinn dómur og sósialismi eigi samleið. „Sósialisk heimspeki er nú grundvöllur lifsviöhorfa minna,” segir hann, ,,en i henni hefi ég fundið marga hluti sem ég lærði af kristindómi”. I Suður-Afríku og Ghana Robert Mugabe fæddist árið 1924. Hann hlaut kennaramennt- un og kenndi við ýmsa trúboðs- skóla. Ariö 1949 fékk hann náms- styrk til að nema viö Fort Hare, svertingjaháskóla i Suður-Afriku. bar tók Mugabe i fyrsta skipti þátt i pólitiskri baráttu, og var þá ekki sist undir áhrifum frjá sjálf- stæöisbaráttu Indverja og ný- fengnu sjálfstæði Indlands (Það má minr.a á að Mahatma Gandhi, einn áhrifamesti foringi ind- verskrar sjálfstæöisbaráttu, dróst fyrst inn i pólitiska baráttu þegar hann kom til starfa i Dur- ban og kynntist kynþáttakúgun I þáverandi nýlendum Breta i Suð- ur-Afrlku.) Mugabe hélt siðan áfram kennslu f Ródesiu og 1958 fékk hann starf i Ghana sem þá haföi nýlega fengiö sjálfstæöi. Þar starfaði hann i tvö ár, og varð fyr- ir sterkum áhrifum af þjóðernis- hyggju meö róttæku ivafi sem Nkrumah forseti boðaði meðan hann var og hét. 1 Ghana kynntist hann konu sinni, Sally. Þau eignuöust son sem dó árið 1966 þegar Mugabe Framhald á bls. 13 j Fyrsta vantrauststillagan kom fram Vinsældir frú hafa aldrei verið minni Á dögunum striddi Verkamannaflokkurinn breski íhaldsstjórn Margaret Thatchers með því að bera fram van- traustsMllögu á þingi. Ihaldsflokkurinn fór að sjálfsögðu létt með að fella hana, eins og hann hefur þingstyrk til. En Gallaghan og öðrum leið- togum Verkamanna- flokksins gafst með van- traustinu tækifæri til að benda á ófarir stjórnar- innar og „leiftursóknar" hennar. Margaret Thatcher ber sig mjög mannalega á opinberum vettvangi og leggur bersýnilega áherslu á að hún sé engin kveif. En hún hefur reyndar af ákaf- lega litlu að státa. Verkfall stál- verkamanna hefur nú staðið i þrjá mánuöi og er farið að hafa mjög lamandi áhrif á marga þætti efnahagslifsins, og stjórn- in býður ekki upp á nein þau úr- ræði sem leysa mættu þá deilu. Verðbólgan er komin upp i 18% sem er tvisvar sinnum meira en i fyrra og atvinnuleysið jókst i febrúar meira en nokkru sinni fyrr á einum mánuði siðan 1975. Er nú hálf önnur miljón vinn- andi manna atvinnulaus. Að- hald i lánveitingum og vaxta- hækkanir hafa stefnt miklum fjölda smærri fyrirtækja og meðalstórra i hættu. Er blóðtaka hressandi? Talsmenn einkaframtaksins halda að sönnu áfram að bera lof á Margréti járnfrú og segja hana á réttri leið. En vinsældir hennar i öðrum hópum fara mjög rýrnandi: nýleg skoðana- könnun á vegum Gallup segir að jákvæðar undirtektir við stefnu frú Thatcher séu komnar niður i 37% kjósenda og stjarna hennar ekki fyrr staðið svo lagt á valdaferli hennar. Gagnrýnin kemur úr ýmsum áttum. Frank Blackaby, að- FRETTASKYRING Thatcher Margaret Thatcher hefur sett upp hjálm stálverkamanna og leitar vinsælda á hefðbundinn hátt. En þaö eru takmörk fyrir þvi hvað fólk þolir... stoöarforstjóri Þjóðhagsstofn- unarinnar bresku, segir að „Efnahagsmálakenning frú Thatcher er eins og trú mið- aldalækna á að fólk hressist við að þvi sé tekið blóð.” Mörgum sem annars væru hliðhollir viss- um niðurskurði rikisútgjalda þykir að þannig sé að þeim mál- um staðið, að yfirvöld freistist fyrst og fremst til að draga úr þjónustu við almenning i staö þess aö fækka i skriffinnsku- bákninu. Ahrifamenn i flokki forsætisráðherrans eru einnig farnir að nöldra eins og Sir Ian Gilmour, ráðherra, sem segir: „Það eru takmörk fyrir þvi hvaö fólk getur sætt sig við. Það verður erfitt að halda þó ekki væri nema lágmarkssamúð hjá almenningi og stuðningi af hans hálfu, ef aö lifskjör venjulegs fólks versna snögglega.” Ekki kona... Enginn er þó reiöari frú That- cher en þeir Bretar sem hafa látið jafnréttismál til sin taka. Hún hefur skorið niður fjárveit- ingar til skóla og dagheimila og auk þess fækkaö menntunar- tækifærum fyrir fullorðnar kon- ur og takmarkað ýmsa þá opin- bera þjónustu sem veitti all- mörgum konum úr efnalitlum fjölskyldum möguleika á að vinna a.m.k. hálfan daginn. „Hún er ekki einu sinni kona,” segir rithöfundurinn Germaine Greer um járnfrúna. „Hún er maskina. Hún hefur verið Ihald siðan hún var barn”... áb tók saman ■ ■ Danska ríkisstjórnin í kröggum: Hættlr við umbætur í skattamálum Anker Jörgensen, forsætisráðherra Dana, á sjónvarpsskerminum sl. sunnudag. Þreytulegur i bragði sagði hann, að stjórn sin væri alls ekki nógu sterk eða samhent, en hann myndi leggja allt kapp á að bæta úr því á næstu vikum. Rlkisstjórn Anker Jörgensen er nd valtari i sessi en um langa hrið. Henni gengur ekki einungis illa að fá þingmeirihluta fyrir stefnu sinni, heldur hrjáir hana sundrung I eigin liði. Vandræöi krata tengjast einkum misheppn- aðri tilraun þeirra til umbóta I skattamálum. I kreppunni hafa danskir kratar fylgt þeirri stefnu að skerða kjör launþega en bæta þeim það upp með umbótastarfsemi. Anker Jörgensen hefur haldiö fast viö þá skoöun aö slika kreppupólitik sé aðeins hægt aö reka með sam- starfi krata og hægfara borgara- afla. Borgaraflokkarnir hafa óðfúsir lagt hönd á plóg kjara- skerðinga en reynst tregari til umbótastarfsemi. Hvað eftir ann- að hafa þeir hafnaö tillögum og úrslitakostum krata um s.n. efna- hagslýðræöi, eða hlutdeild starfs- fólks i gróöa fyrirtækja, og má nú segja að sú hugmynd sé pólitiskt dauð. Kratar veigra sér við að láta verkafólk þola einhliöa kjara- skerðingu, og sl. desember, þegar ljóst var aö efnahagslýöræðið væri úr sögunni um langa hrfö, hugðust kratar fara nýjar leiöir I umbótaviðleitninni. Reynt skyldi aö minnka skattbyrði almenn- ings, að hluta til með niðurskurði rikisútgjalda, en að hluta til meö aukinni skattheimtu á fyrirtæki og efnafólk. Minni frádráttur vegna vaxtagreiðslna 1 síöustu viku kunngjörðu kratar, að þeir heföu skapaö þingmeirihluta fyrir nýrri skatta- löggjöf. Megininntak hennar varöaöi frádrátt vegna vaxta- greiöslna. I stað þess að draga vaxtatekjur frá vaxtagjöldum og færa mismuninn sem frádráttar- lið, eins og nú er gert, var ætlunin að skattleggja vaxtatekjur að fullu, en vaxtagjöldkæmu aðeins til frádráttar að tæplega hálfu leyti.Meðþessu móti átti aðklipa af skattafrádrætti skulda- kónganna, og auk krata stóðu rót- tæki vinstriflokkurinn, sósiallski þjóöarflokkurinn og vinstri- sósialistar að þingmeirihlutan- um. Borgarar og hægri- kratar gagnrýna Þegar kunngert var um væntanlegar skattabreytingar varð uppi fótur og fit I atvinnu- lifinu. Atvinnurekendur, bankar og lánastofnanir kepptust um að boða samdrátt i atvinnulifinu, ef Gestur Guö- ■ 'v?, mundsson , W’, skrifar frá ai* : i Kaup- aím i ’Á* mannahöfn. breytingarnar yröu lögfestar. Harmatölur auðherranna komu engum á óvart, en þeim bættist óvæntur liðsauki frá hægri kröt- um, einkum Erling Olsen hús- næðismálaráöherra. Erling þessi Olsen er dæmi- gerður hægrikrati. Hann er hag- fræðingur að mennt og hefur sinnt ótal skipulagsverkefnum, s.s. endurskipulagningu almennings- vagnakerfis og uppbyggingu háskólamiðstöðvarinnar I Hróarskeldu. Hann hefur ekki notiö sérstakrar alþýöuhylli, m.a. vegna þess aö hann hefur verið opinskár og harður talsmaöur launaforréttinda háskólamanna, og ráðherra varð hann fyrst I nýjasta ráðuneyti Anker Jörgen- sens sl. haust. Sem húsnæöis- málaráðherra hefur hann vakið athygli fyrir óbilgirni i viðskipt- um viö leigjendur hins opinbera. Undanfarin ár hafa leigjendur beitt þvi baráttutæki i vaxandi mæli að þverskallast við að greiöa húsaleiguhækkanir, og oft náö verulegum árangri. Erling Olsen svipti leigjendur þessu baráttutæki með þvi að setja reglugerö um að hið opinbera geti tekið vangoldna húsaleigu beint af launum fólks eða námslánum. Fram til þessa hefur enginn húsnæöismálaráðherra viljaö gripa til slikra óyndisúrræöa, en Erling Olsen vill gjarnan sýnast harður I horn að taka. Hann varð meöal hinna fyrstu til aö gagnrýna væntanlegar lagabreytingar um vaxta- frádrátt. Einkum vakti hann athygli á afleiðingum breyt- inganna fyrir fólk sem væri að festakaup á eigin húsnæöi, en þar gerir þaö gjarnan gæfumuninn aö vaxtagjöld eru frádráttarbær frá skatti. Erling Olsen gagnrýndi að þennan frádrátt átti aö minnka um helming. Anker Jörgensen reyndi aö þagga niður i ráðherra slnum en án árangurs og siðar tók Alþýöusambandið undir gagnrýni Erling Olsens. Þegar svo var komiö þótti róttæka vinstri- flokknum i óefni komið, og féllu þeir frá stuðningi sinum við laga- frumvarpið. Það nýtur þvi ekki lengur þingmeirihluta og er þar með úr sögunni. Kunnugir segja, aö ekki verði lagt fram nýtt skattalagafrumvarp á þessu ári. Róttækir eru enn hlynntir skattalagabreytingunni, en gagn- rýni atvinnurekenda og þó eink- um Erlings Olsens og alþýöusam- bandsins, egndi almenning til andstööu við breytinguna, aö þeirra mati. Þvi verði að leita nýrra ráða. Stjórnarkreppa Þessi rás viöburða hefur veikt stöðu rikisstjórnarinnar veru- lega. Styrkur Anker Jörgensens hefur falist i þvi að standa undir nafni; á úfnum sjó kreppunnar þykir flestum þessi óþreytandi forsætisráðherra vera þjóöar- skútunni traust akkeri. En draumur Ankers um traust sam- starf við borgaraöflin hefur ekki ræst.Þess i stað leitar hann sam- starfs við þau um kjara- skerðingar en til róttækari afla um umbætur. örlög skattafrum- varpsins benda til þess aö slikur tviskinnungur gangi ekki til lengdar. Ýmsir krefjast þess nú að Anker viki úr embætti fyrir yngri og hæfari manni. Hann sýnir hins vegar engin uppgjafarmerki, — Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.