Þjóðviljinn - 11.03.1980, Side 7

Þjóðviljinn - 11.03.1980, Side 7
Þriöjudagur ll. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Theodor Pauckstadt vinnur hér aö skreytingum ásamt nemendum Fjölbrautaskólinn á Akranesi: ,Opin vika’ verður haldin 9.til 16. mars með mjög jjölbreyttri dagskrá Hin svonefnda #/opna vika" Fjölbrautaskólans á Akranesi/ sú önnur í röð- inni/ verður vikuna 9. til 15. mars nk. Dagskráin verður að þessu sinni mjög fjöl- breytt jafnvel f jölbreyttari en hún var í fyrra. Alls munu dagskrárliöir vik- unnar veröa 60. Af þvi helsta má. nefna frumsýningu á leikritinu „Elsku Rut” eftir Norman Krasna, en þaö veröur frumsýnt, nk. sunnudagskvöld. Þá má nefna heimsókn listamannsins Theodor Pauckstadt, sem mun ásamt nemendum skreyta skólann. Fyrirlestrar veröa um þróunar- löndin, tölvur, sjálfvirkni, tónlist, vistfræöileg vandamál o.fl. Miövikudaginn 12. mars munu þær Auöur Haralds og Ása Solveig standa fyrir bókmennta- kynningu svo og plötukynningu. Daginn eftir, fimmtudaginn 13. mars mun svo Þursaflokkurinn halda hljómleika i skólahúsinu. Opnu vikunni lýkur svo meö iþróttahátiö i iþróttahúsinu á Akranesi. -S.dór Mikið byggt á ísafirði Undanfarin ár hefur mikill kraftur veriö i byggingafram- kvæmdum á tsafiröi og I frétt frá byggingafulltrúanum þar kemur fram aö lokiö var smiöi 33 Ibúöa áriö 1979 og 36 ibúöa áriö 1978. Þá hefur þaö sem af er þessu ári veriö úthlutaö lóöum fyrir 49 ibúöir. Alls voru i smiöum áriö 1979 112 ibúöir, 19 iönaöar- og þjónustuhús og 10 opinberar byggingar. Flestar ibúöirnar eru i einbýlis- húsum og af þeim 112 sem voru i smíöum á siöasta ári voru 64 i einbýlishúsum, 25 i raöhúsum og 24 i fjölbýlishúsum. Af þeim ibúöum er lokiö var á árinu eru 10 5 herbergja, 9 4 herbergja, 7 6 herbergja, 3 3 herbergja, 2 7 her- bergja en engin 2 herbergja. Af þeim lóöum sem úthlutaö hefur veriö áriö 1980 eru flestar i Holtahverfi inni i Firöi. Þar er Frá tsafiröi um aö ræöa 10 lóöir undir ein- býlishús, 5 undir raöhús og 2 undir fjölbýlishús. Auk þessa hefur veriö úthlutaö 6 lóöum undir einbýlishús i Hnifsdal og 10 undir raöhús viö Uröarveg. A árinu 1979 var m.a. hafin smiöi á dagheimili og leikskóla við Eyrargötu og leikskóla við Bakkaveg i Hnifsdal.Lokiö var viö byggingu skrifstofuhúss Vegageröar rikisins á Dagveröar- dal og bensinstöövar viö Hafnar- stræti. Þá voru m.a. i byggingu á siöastliðnu ári sjúkrahús og heilsugæslustöb, Ibúbir fyrir aldr- aöa, iþróttavallarhús á Torfnesi, stækkun slökkvistöðvar viö Fjaröarstræti og skólahús Menntaskólans á tsafiröi á Torf- nesi. —GFr MINNING Stefán Sturla Stefánsson A föstudaginn var, þann 7. mars, var sungin sálumessa fyrir Stefán Sturlu Stefánsson. Sú sálu- messa var fögur og kirkjugestir sameinuðust i bæn fyrir sálu hins látna og þökkuöu honum það sem liðið var. Við bekkjarsystkini Stefáns kvöddum hann þar hinstu kveöju og bekkjarbræður okkar báru kistu hans úr kirkju. En eitt vantaöi af okkar hálfu: kveðjuorð til að þakka honum samvistina hér á jörö. Kannske erum við svona svifasein, kannski er bekkurinn svo samheldinn að við höfum treyst þvi að einhver ann- ar úr bekknum mundi minnast hans i blöðum. En ef til vill var þriöja ástæöan veigamest og trú- legust, að hið sviplega andlát Stefáns Sturlu hafi slegið okkur svo, aö sjálfsagðir hlutir urðu út- undan. Þaö er eitt af lögmálum lifsins og mælikvaröi á kærleika aö þeir sem maður kynnist á unga aldri, þeir veröa hluti af manns eigin lifi. Þegar einn hverfur úr hópn- um, þá kveöur maöur jafnframt hluta af sjálfum sér. Minningarn- ar um Stefán Sturlu eru jafnframt minningar um tilvist manns sjálfs á vissu æfiskeiði. Fyrir þær minningar er mér ljúft að þakka. Viö fyrstu kynni veitti maöur þvi athygli hvað lifsgleðin var rikjandi þáttur i eðli hans. Siöar þegar við eltumst og þroskuðumst og kynntumst betur, var þaö viðkvæmnin 1 fari hans sem maður skynjaði helst. Og ég man, þegar ég frétti að Stefán Sturla var oröinn bankastjóri, þá hugsaöi ég: hvernig getur svona viökvæmur maður staöiö i sliku starfi? En svo komst ég aö þvi gegnum árin, aö þessi fyrsta hugsun min var röng, þvi-Stefán Sturla rækti starf sitt ekki bara óaöfinnanlega, heldur starfaöi þannig, aö einmitt þeir sem þurftu helst á hjálp að halda, áttu hauk i horni þar sem hann var og ég vil bæta þvi hér við að skáldin sem svo margir i háum embætt- um eiga bágt meö aö skilja, þau áttu sálufélaga þar sem Stefán Sturla var. Það er ekki meining min aö rekja æfiatriöi Stefáns Sturlu. Þaö hefur þegar veriö gert i blöð- um. Með þessum linum vakir ekki annaö fyrir mér en þakka honum samfylgdina fyrir hönd okkar bekkjarsystkina hans og tjá Kötu og Sofiu Erlu okkar dýpstu samúö. Þaö er von min, aö viö bekkjarsystkinin sem áttum svo margar glaöar stundir með Sturlu og Kötu, megum reynast menn til aö vera þeim mæðgum vinir i sorg þeirra og i framtiö- inni. Blessuö sé minning Stefáns Sturlu. Svava Jakobsdóttir Heildarútgáfa á Jóhanni G. á 5 plötum (Rgáfufyrirtækin Sólspil og ÁA- hljómplötur hafa sett á markaö heildarútgáfu á verkum Jóhanns G. Jóhannssonar tónlistarmanns. 1 útgáfunni eru þessar plötur er spanna 10 ár af tónlistarferli höf- undar sem laga- og textahöfund- ar, söngvara og hljóöfæraleik- ara: Óömenn (tvöfalt albúm) 1970, Langspil 1974, Mannlif 1976 og Is- lensk kjötsúpa 1979. Hljómsveitin Óömenn þótti vera framúrstefnuhljómsveit, en hana skipuðu auk Jóhanns G. þeir Finnur Torfi Stefánsson og ólafur Garöarsson. Siöar tók Reynir Haröarson sæti ólafs i hljóm- sveitinni. Albúm þeirra Óömanna var kósin plata ársins 1970 ásamt þvi aö Jóhann G. var kosinn lagahöf- undur ársins og i ööru sæti sem textahöfundur, á eftir Jónasi Arnasyni alþingismanni. A þessari plötu eru m.a. lög og textar úr poppleiknum ÓLA, sem var fyrsta leikhúsverk sinnar teg- undar sem samiö var og flutt hér á landi. Sennilega er þekktasta lag höf. á þessari plötu „Kærleik- ur”, textinn saminn upp úr Kor- intubréfi Páls postula. Hljómplatan Langspil, var fyrsta sólóplata höfundar, tekin upp i Bretlandi I Ólympic-studios. Platan hlut mjög góöar viötökur og hefur veriö ófáanleg.Vinsæl- ustu lögin á þessari plötu voru „Don’t try to fool me” og I Need a Woman. Árið 1973 var Jóhann G. kosinn lagahöfundur og söngvari ársins. Hljómplatan Mannlif önnur sólóplata höfundar, útg. Sólspil 1976 er fyrsta stóra platan er höf- undur tekur upp á tslandi, enda haföi þá nýlega skapast hér viö- unandi upptökuaðstaöa. Mannlif þótti mjög vönduö plata, enda tók hún yfir 200 tima i vinnslu, sem þótti mikill timi þá. Þau lög sem einna mest heyrb- ust i óskalagaþáttum útvarpsins voru: „Enginn vegur — engan veginn” og „Annan mann”. ts- lensk Kjötsúpa er nýjasta verk Jóhann G. höfundar og kom út á vegum AA- hljómplatna sl. sumar 1979, og þarf varla aö kynna nánar, þvi sjaldan hefur nokkur önnur is- lensk hljómplata hlotiö jafn mikil blaöaskrif og umtal. Þaö vakti athygli aö gagn- rýnendur rökkuðu þessa plötu niður og hlutust af mikil blaöa- skrif þar sem m.a. höf. svaraði gagnrýnendum og vefengdi for- sendur dómanna og m.a. birti hann umsagnir 6 virtra tónlistar- manna um plötuna. Heildarútgáfan inniheldur þvi E stórar hljómplötur frá árunurr 1970-1980 meö um 50 lögum og textum flestum eftir Jóhann. G Hönnun og prentun albúms: Kassagerö Reykjavikur. Prentun textabókar: Svansprent Kópa- vogi. Formála að útgáfunni skrif- ar: Þorgeir Astvaldsson. Upplag iö er takmarkaö og eru 500 eintök af þvi tölusett og árituð af höf- undi. Verðiö 15.900.- Fyrirlestur í Háskólanum: Sjónarmið Norðmanna í Jan Mayen deilunni Prófessorinn i þjóðarétti vib Oslóarháskóla, dr. Carl August Fleischer, mun flytja almennan fyrirlestur um sjónarmiö Norö- manna i Jan Mayen deilunni og þjóöréttaratriöi i sambandi viö hana, n.k. fimmtudagskvöld, 13. mars i Lögbergi, Háskóla Is- lands. Verður fyrirlesturinn flutt- ur á vegum lagadeildar Háskól- ans og Lögfræðingafélags Is- lands. Prófessor Fleischer hefur kynnt sér sérstaklega Jan Mayen máliö, en sérgrein hans eru haf- réttarmál. Hefur hann mörg und- anfarin ár veriö ráöunautur norsku rikisstjórnarinnar I haf- réttarmálum og öðrum þjóörétt- arefnum. í fyrirlestrinum mun hann skýra þau fræðilegu sjónarmiö, sem liggja að baki afstööu Norö- manna i Jan Mayen málinu og fjalla einnig um ástandiö i þess- um efnum i dag. Aö fyrirlestrin- um loknum mun próf. Fleischer svara fyrirspurnum frá fundar- mönnum. Fyrirlesturinn hefst kl. 8.30 fimmtudaginn 13. mars og verður haldinn i stofu L 101 i Lögbergi. Öllum er heimill aðgangur. Þýski rithöfundurinn PETER RUHMKORF les úr eigin verkum föstudaginn 14. mars kl. 20.30 1 stofu 102, Lögbergi Þýska bókasafnið

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.