Þjóðviljinn - 27.03.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.03.1980, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1980 Fimmtudagur 27. mars 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIDA 9 Um næstu mánaöamót ganga i gildi uppsagnir fjögurra gamal- gróinna starfsmanna I smiðjum Kaupfélags Árnesinga og mánuði sfðar tvær til viöbótar. Þjóö- viljinn leit þangað inná mánudag og varsama við hverja var talað. Allir voru hneykslaöir á fram- ferði kaupfélagsstjórans og töldu þetta ruddalega framkomu við menn sem starfaö hafa hjá kaup- félaginu í 30-40 ár. „Það er allur samvinnuandinn rokinn út i veöur og vind” eða „þetta er einræöis- stefna en ekki samvinna” voru algengar athugasemdir sem heyrðust á þessum vinnustað. Ekki að undirlagi verkstjórans Oddur Sigurbergsson hefur látiðþaðuppi opinberlega að upp- sagnirnar væru geröar i sam- vinnu við verkstjóra á bifreiða- verkstæðinu sem teldi nauðsyn á aösegja upp eldrimönnum þvi ef yngri mönnum yröi sagt upp þá væri ekki möguleiki á að reka verkstæðiö. Þjóöviljinn bar þessi ummæli undir viðkomandi verkstjóra, Sigurð Sighvatsson. Hann mót- mæiti þvi að uppsagnirnar væru að hans undirlagi. „Þegar uppsagnirnar komu til greina”, sagði Siguröur, „kom kaupfélagsstjórinn að máli við migog spurði mig hvort hann ætti að segja upp yngri mönnum. Ég svaraði einfaldlega: „Þá er eins gott að loka verkstæðinu. Það sem ég átti við var að ótækt væri að segja þeim ungu bifvéla- virkjum, upp sem hafa lært hér á verkstæðinu vegna þess að með því móti yngist verkstæðiö ekkert upp. Ég lét hins vegar engin orð uppi um að segja ætti upp þeim eldri.” Vilja ekki verða gamlir í fyrirtækinu Siðan smiöjurnar voru fluttar i nýtt húsnæði hafa fjórir bifvéla- virkjar lært á bifreiðaverk- stæðinu. Einn er hættur fyrir all- löngu siðan en tveir af þeim þremur sem eftir eru hafa nú sagt upp I mótmælaskyni viö upp- sagnir þeirra eldri. Hvað hafa þeir um málið að segja? Jóhannes Kristinsson sagðist hafa verið á verkstæðinu í fimm ár og nýoröinn útlærður. Nú sæi hann sér ekki annað fært en að fara frá fyrirtækinu vegna þess aö hann vildi ekki hætta á að lenda f sömu sporum og þeir eldri þegar þar aö kæmi. Þetta væri ekkert atvinnuöryggi. Fyrir sig væri mun einfaldara að fara nú en hina eldri þvi að hann ætti ekki hús á staðnum og væri laus og liöugur. Oddur kaupfélagsstjóri hefur sagt opinberlega aö allt aörar ástæður séu fyrir upp- sögnum hinna yngri heldur en þær sem þeirgefaupp. „Hvernig veit hann það?” spurði Jóhannes. „Ég hef aldrei séö þennan mann i öll þau 5 ár sem ég hef starfaö hér. Hann hlýtur aö vita hugsanir okkar betur en við. ÞásagðiJóhannes aösamskipti starfsmanna við kaupfélags- stjórann væru i algjöru lágmarki enda væru tið mannaskipti og hefði t.d. fjöldi manns sagt upp á skrifstofu kaupfélagsins. Rekstrarstjórar yfir smiöjunum hefðu veriö jafnmargir og árin sem Jóhannes heföi starfaö þar. Hann hefur nú hug á þvi aö fara út á land þar sem húsnæði og at- vinna er i boði þvi að aðrir at- vinnumöguleikar i bifvélavirkjun eru ekki á Selfossi. Gisli Nilsen frá Eyrarbakka erannar ungur maður sem einnig hefur sagt upp og sagöi hann að uppsagnir eldri manna heföu gert útslagið með það þó aö hann væri lengi búinn að hugsa um það. Hefndarr áðs töf un Auðunn Friðriksson bifvélavirki er einn þeirra manna sem sagt hefur verið upp. Hann er búinn aö starfa hjá fyrirtækinu i 21 ár en búið á Selfossi i 40 ár. Hann á hús á staðnum og stórt heimili. Börnin eru 6 og það 7. á leiöinni og auk þess hefur hann fyrir móður sinni að sjá sem verður 100 ára á þessu ári. Við spurðum hverja hann teldi vera orsökina fyrir uppsögninni. „Þetta er mjög lik- lega hefndarráðstöfun þvi að ég var trúnaöarmaöur verkamanna I verkfallinu 1975” sagði Auöunn aö bragði. Hann sagöi að ekki horfði björgulega fyrir sér þvi aö nógu erfiðlega hefði hingað til gengið að reka heimiliö þó aö hann yröi ekki atvinnulaus núna en atvinnuhorfur væru afar litlar á Selfossi. „Ég á heldur ekki gott með að leita mér að vinnu annað með konuna á steypirnum og mikla ómegð. Og ekki fer ég að skriða fyrir kaupfélagsstjór- anum. Hann hefur alltaf verið upp á kant við okkur og þolir ekki að maöur hafi sjálfstæðar skoöanir.” Þekkist hvergi annars staðar Guðjón Stefánsson er bila- smiður og hefur nú einnig sagt upp af eigin hvötum. Hann segir aðbilasmiöir séu alls staöar yfir- borgaöir nema hér og þvi borgi sig engan veginn að vinna hér. „Maður hefur hærra kaup sem lærlingur I trésmiöi en meistari i bilasmiði hér”, segir hann. Um uppsagnir hinna eldri segir Guðjón aö þær séu mjög ósann- gjarnar og ruddalega sé farið að mönnum sem hafi unnið svo lengi hjá fyrirtækinu og séu ekki einu sinni komnir á eftirlaunaaldur. Hann sagði að svona aöfarir þekktust ekki annars staðar. Hann hefði t.d. unniö á bilaverk- stæði Egils Vilhjálmssonar i Reykjavik. Þar var aldraður starfsmaður, 78 ára gamall, og honum hafi verið tilky nnt aö hann mætti vinna eins lengi og hann vildi og hefði þrek til. Ekki samvinnufyrirtæki siðan þessi maður tók við Ormur Hreinssonhefur starfað i smiðjunum i 31 ár og fær nú reisupassann. Hann er hálf- sextugur. Hann sagðist engar skýringar hafa á uppsögninni en sæi nú ekki fram á annaö en að flytja af staðnum meö öllu þvi raski sem þvi fylgir. Hann á konu og uppkomin börn og hús á staðnum. Ormur er einlægur samvinnumaður og segist alls ekki vera sama um þetta fyrir- tæki. Þorsteinn Bjarnasoner sá eini af þeim sem sagt hefur verið upp sem er orðinn sjötugur. Hann hefur starfað hjá Kaupfélagi Arnesinga I 38 ár. „Ég skil ekki þetta háttalag og botna ekkert i þeim hvernig þeir ætla að reka verkstæöiö meö engum mann- skap. Einnig finnst mér skrýtið að segja upp öllum þessum mönnum núna þegar háannna- timi fer I hönd”segir Þorsteinn. Honum finnst það lika einkenni- legt að reka menn út á almennan vinnumarkað sem hafa starfað svo lengi hjá fyrirtækinu og eiga svo stutta starfsævi eftir. „Mér sýnist þetta kaupfélag ekki hafa verið neitt samvinnufyrirtæki siðan þessi maður tók við. Þetta er einræðisstefna en ekki sam- vinna”, segir Þorsteinn að lokum. Guðlaugur Magnússon lager- maður segist ekki sætta sig við svona aöfarir. „Ég hef 40 ára starfsaldur hér og.er þá liklega kominn á hættustig”,segir hann og kimir við. „Ég hef hingaö til talið mig samvinnumann þó að samvinnuandinn sé farinn út i veður og vind”. Hann segir að táknrænt fyrir ástandið séu hin tiöuframkvæmdastjóraskipti yfir smiðjunum. Siðan húsnæðið var flutt hingað austur hafi orðiö fast að árleg skipti og liklega sé sá sem tók nú viö um áramótin sjötti i röðinni á þessu timabili. Stefnumarkandi ákvörðun Viö ræðum aö lokum við Kol- bein Guðnason bifvélavirkja, 65 ára, en hann hefur unnið i 40 ár i smiðjunum. Hann sagðist vilja gera athugasemdir viö það að stjórnarformaöur kaupfélagsins hefði visað málinu af höndum sér ogsagt að kaupfélagsstjórinn sæi um allan daglegan rekstur. „Ég tel hins vegar að hér sé um stefnumarkandi ákvarðanir aö ræða fyrir samvinnuhreyfinguna i heild og stjórn kaupfélagsins hljóti þess vegna aö láta málið til sin taka”,sagði Kolbeinn. I fyrsta lagi er þaö fyrirsjáan- legt að verkstæðiö leggst niður þegar örfáir menn verða eftir og yngri menn fást ekki til að starfa viö þær aöstæður að þeir megi ekki verða gamlir I fyrirtækinu. „Ég tel”, sagði Kolbeinn, „að Kaupfélag Arnesinga sé skylt gagnvart félagsmönnum sinum og viðskiptamönnum að reka þessa þjónustu jafnvel þótt hún bæri sig ekki. 1 ööru lagi er þaö stefnu- markandi ákvöröun fyrir sam- vinnuhreyfinguna iheild aö segja upp eldri mönnum og hún hlýtur að taka ábyrgö á þvi. Þaö er alveg forkastanlegt að slikt geti skeö hjá samvinnufyrirtæki og þó að daglegur rekstur sé i höndum framkvæmdastjóra er hér um miklu stærra mál að ræöa. Oddur kaupfélagsstjóri hefur látið hafa þaö eftir sér aö hann skilji ekkert i þeim látum sem fylgi þessum uppsögnum. Ef hann segði upp af sanngimi yrði ekki um nein læti að ræða.” Kolbeinn kvaðst ekki vilja draga sina persónu inn i þetta þó að óneitanlega væri þaö ekki alveg sársaukalaust aö láta slita sigupp með rótum og ekki heldur að fara frá fyrirtæki sem honum væri vel til. „Okkur er eins innanbrjósts og gömlum bónda sem þarf að yfir- gefa bú sitt”, sagöi Kolbeinn að lokum. —GFr Þorsteinn Bjarnason bifvéia- virki: Þetta er einræðisstefna en ekki samvinna. Svo viröist vera aö kaupfélagsstjórinn stefni aö því aö leggja smiöjur skiptavini þess. KA niður og þar meö mikilvæga þjónustu fyrir féiagsmenn og viö- UPPSAGNIRNAR ÁSTÆÐU L AUSAR Auöunn Friöriksson hefur nú fengiö reisupassann. Hann á 6 börn og þaö 7. er á leiöinni. Einnig hefur hann fyrir 100 ára gamalli móöur sinni aö sjá. Jóhannes Kristinsson hefur sagt upp f mótmælaskyni viö uppsagn- ir hinna eldri: „Ég vil ekki veröa gamall f þessu fyrirtæki”. Kolbeinn Guönason: Þetta er stefnumarkandi ákvöröun bæöi varöandi verkstæöiö sjálft og uppsagnir þeirra sem eldri eru. Stjórn kaupfélags- ins veröur þess vegna aö láta máliðtil sin taka. Guölaugur Magnússon lager- maður sagðist nú vera farinn aö óttast um sinn hag enda hefði hann 40 ára starfsaldur hjá kaup- félaginu. Guöjón Stefánsson biiasmiöur: Uppsagnirnar eru ósanngjarnar og ruddalegar i garö starfsmanna sem hafa unniö áratugum saman hjá fyrirtækinu. Ég er undrandi á þessum ummælum Þórarins Sigur- jónssonar formanns stjórnar Kaupfélags Arnesinga i Helgar- póstinum á föstudag þar sem hann segir kaupfélagsstjórnina ekkert hafa meö máliö aö gera. Ég taldi eftir viöræöur minar viö Þórarin aöhann og stjórnin ætluöu aö beita sér af öllum mætti fyrir þvi aö útvega þeim bifvélavirkj- um, sem sagt hefur veriö upp og eru á góöum starfsaldri,einhver störf hjá fyrirtækinu þó aö ekki yröi um bDaviögeröir aö ræða. Þórarinn sagöist í samtalinu viö mig ekki trúa aö hjá svo stóru fyrirtæki væri ekki hægt aö finna störf handa tveim gömium starfs- mönnum ef engin leiö væri aö fá uppsögnum þeirra breytt svo aö þeir fengju áfram aö vinna viö sina iön. Þetta sagöi Snorri Sig- finnsson trúnaöarmaöur bifvéla- virkja ismiöjum KA isamtaii viö Þjóöviljann á mánudag. Snorri sagðist hafa átt viðræður við Sæmund Ingólfsson rekstrar- stjóra smiðjanna fyrstu daga marsmánaðar en Sæmundur tók viö þvi starfi um siðustu áramót. Hann hefði þá lýst yfir þeirri skoðun sinni að þessir tveir bif- vélavirkjar gætu engin störf feng- ið hjá fyrirtækinu. Um þetta sagöi Snorri Sigfinns- son: „Min skoðuner sú að heföi mál- ið verið rætt I upphafi við starfs- menn þáhefði ekki verið þörf á að segja upp neinum bifvélavirkja. Þessi skoðun mlna byggi ég á eft- irfarandi atriöum: Er fjórar af uppsögnunum höfðu birst ræddi ég við Odd kaupfélagsstjóra strax upp úr áramótum og tjáöi hann mér þá aö verkefnaskortur á bilaverk- stæði virtist samsvara u.þ.b. tveimur mannskaupum. Nú vita allir, sem þekkja til þjónustuverkstæða af þessu tagi, aö jafnvel þótt um örfáa starfs- menn sé að ræöa,og kannski ekkert siður fyrir það, er alltaf töluvert um svokallaöan „ókúrant”i tima að ræða, þ.e. tima sem fellur niöur á milli verkefna, endurvinnsluá einstaka verkefni o.s.frv. Ég hygg aö verkstæöisálagningin sé leyfö svo há.sem húner með tilliti til þessa. En hvernig hefði veriö hægt að fækka um tvo menn á dauöum tima án uppsagnar? Einn bifvélavirkjanna, sem sagt var upp, er orðinn sjötugur. Ég er þess fullviss að hefði þetta verið rætt við hann heföi hann hætt að vinna samdægurs gegn þvit.d. aö kallað væri I hann Ormur Hreinsson hefur unniö hjá fyrirtækinu i 31 ár og er hálfsex- tugur. Nú sér hann fram á aö þurfa aö flvtja frá Selfossi meö öllu þvi raski sem þvi fylgir. Siguröur Sighvatsson verk- stjóri: Ég hef engin orö látiö uppi um þaö aö segja ætti upp þeim eldri. þegar meira væri að gera og hann fengi þá aðvinnat.d. 4 tíma á dag. Þar hefði fyrirtækiö tryggt sér viðbótarstarfskráft þegar mikið væri aðgera, þessi fullorðni vin- ur okkar heföi enn um sinn fengiö að njóta þeirrar llfsfyllingar sem vinnan og félagarnir geta gefiö öldruöum erfiðsmönnum. Sem betur fer hefur þessi maöur ennþá heilmikla starfsgetu og löngun til vinnu. Hinn maðurinn, sem hægt var að fæta án uppsagnar, er járn- smiður sem hér hefur unnið viö viðgeröir á bilum og landbúnað- arvélum yfir 20 ár. Hann er hægt aö færa iim I smiöju alveg orða- laust skv. samningum. Hitt er svo annað mál að ég tel það gat I samningum að ekki skuli vera skylda með menn sem hafa unnið svo lengi á sama staö aö tilkynna slikan flutning meö a.m.k. mán- aöar fyrirvara. Hefði svona verið að málum staðiö og rætt við starfsmenn þá hefði kaupfélagsstjóri náð þeim markmiðum, sem mér virtist hann stefna að þegar við ræddum saman, án átaka. Ég vil taka skýrt fram til þess aö á engan sé hallaö að ég er hér eingöngu að ræða afmarkað um málefnibflaverkstæðisins en ekki járniðnaðarins I heild. Sé hins vegar málið tekiö fyrir I heild fyrir allan járniönaöinn þá er vandamálið verkefnaskotur alls ekki til eöa frá 1 1/2% upp I 2% nú mörg undanfarin ár og visast þar beint til reikninga fyr- irtækisins, isem kaupfélagsstjóri gerði sjálfur. Menn geta haft hinar margvis- legustu skoöanir á þvi hvernig eigiaövera háttað sambandi for- stjóra og starfsfólk. Þar um er ég ekki maður til að dæma þó svo að ég hafi oft óskað aö betra isamband væri hér i þeim málum. Mér er sagt að l félagsmála- skólaalþýðu, iHáskóla Islands og i félagsfræöi i ýmsum mennta- skólum landsins. sé meðal náms- efnis 5 ára igömul deila sem átti sér stað hér. Þar er málið tekið sem dæmi um hvernig fólk eigi að standa að málum þegar það er rangindum beitt. Hitt vakti þó frekar athygli mina og segir kannski langtum meiri sögu ef sönn er (sem ég hygg aðsé) aö I Stjórnunarskóla atvinnurekenda er kennt um þessa sömu deilu og þá sem skólabókardæmi um það hvernig forsvarsmenn fyrirtækja eiga alls ekki að haga sér gagnvart starfs- fólki. — GFr ■k Snorri Sigfinnsson viö störf I bifreiöaverkstæöi KA á mánudag. Hann segir aö verkefnaskortur hafi alis ekki veriö til staöar undanfarin ár I járniönaöinum I smiöjum KA og visar þar i reikninga fyrirtækisins, geröa af kaupfélagsstjóranum sjálfum. — (Ljósm.: —gel) Gisli Nilsen: Uppsagnir hinna eldri geröu útsiagiö meö aö ég ákvaö aö segja upp. EINRÆÐI SAMVINNA EKKI 99 segja starfsmenn í smiöjum Kaupfélags Arnesinga um framferði kaupfélagsstjórans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.