Þjóðviljinn - 11.04.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.04.1980, Blaðsíða 3
Trésmiðafélag Reykjavikur Föstudagur 11. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — StDA 3 Átelur seinagang í samningamálum Aöalfundur Trésmiöafélags Reykjavikur i sl. viku átaldi harölega seinagang i samninga- viðræöum um nýja kjarasamn- inga og skoraöi á verkalýöshreyf- inguna aö undirbúa sameiginieg- ar aögeröir, sem knúiö gætu at- vinnurekendur til samninga. I ályktun félagsins segir ma. um seinlætiö. „Bent skal á i þvi sambandi, aö nú eru liönir 3 mánuðir frá þvi aö samningar runnu út og rúmur mánuöur frá þvi að kröfur Sam- bands byggingamanna voru lagö- ar fram, án þess aö nokkrar raun- hæfar samningaviðræður hafi átt sér stað. Fundurinn beinir þvi til samn- inganefndar Sambands bygg- ingamanna og fulltrúa þess I samninganefnd Alþýðusambands tslands, aö knýja á við viösemj- endur okkar, að taka nú þegar upp markvissar viðræður. Verði ekki breytingar á við- horfum viðsemjenda okkar til viðræðna innan skamms tima, skorar fundurinn á verkalýðs- hreyfing'una að undirbúa sameig- inlegar aðgerðir, sem knúið gætu atvinnurekendur til samninga.” Alþýðusamband Vesturlands: Það er kaupmátturínn sem skiptír máli Þaö er kaupmátturinn sem máii skiptir og kjörin má bæta meö öörum hætti en einungis beinum krúnutöluhækkunum, tel- ur sambandsstjórn Alþýöusam- bands Vesturlands, sem fjallaöi um kjaramálin á fundi sinum sl. laugardag og geröi þá eftirfar- andi ályktun: „Sambandsstjórn Alþýöusam- bands Vesturlands, haldinn i Stykkishólmi 5.4. 1980 harmar, að ekki skuli betur ganga að leiö- rétta kjör launafólks i landinu og telur, að ekki verði mikið lengur við unað. Stjórnin minnir á, að kröfur heildarsamtakanna miðast við að ná fyrst og fremst fram bættum kjörum handa þeim sem lægt laun hafa. Fundurinn telur, að það megi gera með öðrum hætti en með einungis beinum kaup- hækkunum. Það sé kaupmáttur- inn sem skipti máli. Þá bendir fundurinn á nauðsyn þess að leiðrétta þann launamis- mun sem viðgengst milli ein- stakra starfsstétta á landinu.” Eigendur Straums Stefna Álfélaginu „Þaö kom i ljós núna Stuttu fyr- ir mánaöamótin siöustu, aö ts- lenska álfélagiö vildi alis ekki semja um neinar skaöabætur, eftir aö viö höföum staöiö i þrefi viö þá i þrjú ár, og þvf var ekki um neitt annaö aö gera en stefna þeim fyrir dómi”, sagöi Haf- steinn Baldvinsson hrl. I samtaii viö Þjóöviljann i gær. Það eru eigendur Straumslands ins viö álverið, Sigurjón Ragnars- son i Hressingarskálanum og fl. og hinsvegar eigendur alifugla- bús sem þar var rekið til skamms tima sem Hafsteinn stefnir Alfé- laginu fyrir, og eru skaöabóta- kröfur uppá 67 miljónir kr. „Astæðan er sú, að vegna mengunar og þá aðallega flúor- mengunar hefur allur búrekstur lagst niður að Straumi, þ.m.t. stórt alifuglabú, sem varð aö hætta rekstri, þar sem vanhöld voru orðin allt að 54%. Hafsteinn sagði að Heilbrigöis- nefnd Hafnarfjarðar i samráði við Flúornefnd hefði fyrir nokkru siðan gert samþykkt þar sem ein- dregið var lagst gegn frekari bú- setu á Straumi. Mengun frá Alverksmiðjunni væri geypimikil við Straum, sem kæmi skýrast i ljós i skýrslu Flú- ornefndarinnar frá árinu 1977. Þar er getið um samanburðar- tilraunir i flúormælingum, ann- arsvegar viö Straum og hinsveg- ar að Hurðarbaki i Borgarfirði. Meðan 1 mg af flúorin mældist i einum rúmmetra af regnvatni i Borgarfirðinum, mældust 471 mg. I regnvatnsrúmmetra við Straum. Einnig var flúormagn i barr- nálum mælt og kom i ljós aö 0,1 po. flúorin var á barrnál viö Hurðarbak, en 5.07 po. á barrnál- um við Straum. Þessar upplýsingar og ýmsar fleiri yrðu helstu röksemdir i greinargerð með stefnunni, en að sögn Hafsteins mun hann leggja greinargerðina fram 7. mai n.k. „Þetta verða sjálfsagt löng mála- ferli, en viö látum á það reyna” sagði Hafsteinn að lokum. — lg Ólafur Ragnar Grimsson um viðbrögð Geirs og Vilmundar Hafa eytt milljónatugum af almannafé í NATO-fundi „Þaö er greiniiegt aö þingmenn Sjálfstæöisflokksins og Alþýöu- flokksins vilja sitja einir aö umfjöllun um herstöövamáliö. Reiöi Morgunblaösins og mót- mæli Vilmundar Gylfasonar i for- ystugrein Alþýöublaösins sýna aö greinargerö þingflokks Alþýöu- bandaiagsins um andstööuna gegn herstööinni truflar mjög sálarlif þingmanna þessara flokka, sem vilja greinilega rang- færa afstööu Islensku þjóöarinnar viö erlenda ráöamenn,” sagöi Ólafur Ragnar Grlmsson for- maöur þingflokks Alþýöubanda- lagsins I samtali viö blaöiö. ólaf- ur Ragnar rakti siöan gang þessa máls. Bað um viðræðufund „Þegar tilkynnt var að banda- riskir þingmenn væru væntanleg- ir i tveggja daga heimsókn til Islands bar ég upp þá tillögu i þingflokki Alþýðubandalagsins að við óskuðum eftir sérstökum viðræðufundi með þeim til þess að kynna þær margvislegu röksemdir sem Alþýðubanda- lagsmenn og aðrir herstöðvaand- stæðingar beittu i málflutningi sinum. Sendiherra Bandarikj- anna tjáði mér að ekki væri rúm i dagskránni fyrir sérstakan við- ræðufund af þessu tagi en benti á móttöku Alþingis og önnur tæki- færi sem þegar væru ákveðin i dagskránni til að kynna sjónar- mið okkar. A vegum þingflokksins var þvi samin stutt greinargerö þar sem rakið var hve viðtæk andstaöan við herinn hefur verið, og reifuð nokkur kjarnaatriöi i sögu-, menningar-, efnahags-, félags- og öryggislegum röksemdum gegn herstöðinni. 1 móttöku Alþingis i hádeginu laugardaginn fyrir páska tilkynnti forseti Sameinaðs þings og sú samkoma væri ekki aðeins ætluð til þess að snæða saman, heldur einnig til þess að menn kynntust skoðun hvers ann- ars. Ég hélt siðan stutta ræðu þar sem ég kynnti greinargerð þing- flokks Alþýðubandalagsins og var siðan hverjum þingmanni afhent eintak af henni og einnig þeim starfsmönnum Bandarikjaþings sem þarna voru staddir. Ný kenning Skömmu siðar stóð Geir Geir Halígrímsson: Þaö má ekki tala um herstöövamál viö bandariska þingmenn. Hallgrimsson á fætur og var greinilega þungt niðri fyrir. Lét hann i ljós óánægju sina með það að slik sjónarmið væru þarna flutt, og kynnti þá skoðun sina að herstöðvamálið ættu Islendingar eingöngu að ræða i sinn hóp en ekki við þingmenn annarra rikja. Var greinilegt að honum og öðr- um viðstöddum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins leið illa undir ábendingum um þær röksemdir sem herstöðvaandstæðingar beittu i sinum málflutningi. Þessi kenning Geirs Hallgrimssonar að ekki eigi að ræða herstöövamáliö við bandariska þingmenn né aðra út- lendinga, kenning sém Morgun- en segja nú að ekki megi ræða herstöðvamálið við bandaríska þingmenn Viimundur Gylfason; hvaö ræöa krataþingmenn um á fundum meö NATÓ-þingmönnum? blaðið hefur nú tekið undir og Vil- mundur Gylfason gert að sinni i leiðara Alþýöublaðsins, hljómar nú ærið undarlega i munni þess- ara manna. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýöuflokks- ins hafa áratugum saman fjallað um herstöðvamálið i þingfundum NATÖ. Ólafur G. Einarsson og Sighvatur Björgvinsson formenn þingflokka Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks voru fyrir nokkrum vikum I slikri þingmannaferö NATÓ, og Matthias A. Mathiesen hefur gegnt formennsku i Þing- mannasambandi NATÓ. Allir þessar ferðir Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksþingm anna eru greiddaraf Alþingi Islendinga, og þannig staðinn straumur af þeim með almannafé. Ætli sá kostnaö- ur sem Alþingi hefur lagt út til þess aö standa undir feröum þessara herramanna til þess aö þcir geti rætt málefni herstöövar- innar og önnur NATó-málefni nemi ekki tugum miljóna króna á siöari árum. Það þykir semsé engin goðgá að láta rikið kosta undir sig á sérstaka þingmanna- fundi erlendis til þess að ræða við bandariska þingmenn og aðra þingmenn NATO-rikja þótt upp- hlaup verði er sjónarmið her- stöövaandstæðingar eru kynnt bandariskum þingmönnum i heimsókn hér. Sjálfsháð Geirs Það hljómar þvi sem ósmekk- legur brandari eða sjálfsháð þégar Geir Hallgrimsson og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Vilmundur Gylfason og aðrir þingmenn Alþýðuflokksins boða nú að ekki megi ræða herstöðva- málið við erlenda þingmenn. Þar að auki er rétt að minna á að bandariska þingið fjallar á ári hverju um herstööina i Keflavik. Þar eru samþykktar fjárveit- ingar til starfsemi herstöövar- innar og allar þær breytingar sem gerðar eru á starfseminni, sam- anber fjárveitingu til byggingar flugstöövarinnar sem rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar tókst að harka út úr bandariskum þing- mönnum eftir margra ára þóf, svo kannski hefur Geir verið bú- inn að gleyma fjárbeiðnum eigin rikisstjórnar til bandariska þingsins þegar hann flutti ræðuna laugardaginn fyrir páska. Afleiðing hersetunnar Auk þess kveður bandariska - stjórnarskráin svo á að allir samningar við erlend riki skuli hljóta samþykki Oldungadeildar- innar. Það er þvi óhjákvæmileg afleiðing hersetunnar i landinu að bandariskir þingmenn hafa i ÓlafurRagnarGrlmsson: Forseti Sameinaös þings sagöi samkom- una ætlaöa til þess aö menn kynntust skoöunum hvers annars. áratugi fjallað um málefni her- stöövarinnar á Islandi. Athygiis- vert er að þá fyrst þegar Alþýðu- bandalagið fer aö útskýra rök- semdir herstöðvarandstæðinga fyrir bandarlskum þingmönnum koma þeir félagar Geir Hallgrimsson og Vilmundur Gylfason og segja aö ekki megi tala við bandariska þingmenn um herstööina. Gagnleg kynning Ég varð greiniiega var við það I einkaviðræðum við þingmennina á eftir að þeim fannst mjög gagn- legt að fá upplýsingar um rök- semdir herstöðvaandstæðinga þvi að málin hefðu hingað tii veriö túlkuð mjög einhliða fyrir þeim. Einn öidungardeildarþingmaður- inn lét jafnvel i ljósi þá skoðun að kannski værum viö sammála eftir alltsaman, þvi hann teldi að Bandarikjamenn ættu að fækka mjög herstöövum sinum erlendis. Ég tel þvi að Alþýðubandalagið og herstöðvaandstæðingar eigi að fylgja eftir þvi upphafskerfi sem nú hefur verið stigið i þvi aö kynna málstað herstöðvaand- stæðinga ýtarlega fyrir bandariskum þingmönnum og öðrum þeim ráöamönnum þar I landi sem taka ákvarðanir um herstöðina i Keflavik.” — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.