Þjóðviljinn - 07.05.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.05.1980, Blaðsíða 5
Norræn verkalýðssambönd Mttvikudagur 7. mai 1980 ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 5 Nýtt meiriháttar kókbann í aðsigi Samráðsnefnd verka- lýðssambanda Norður- landa/ NFS, hefur á fundi, sem haldinn var í Kaup- mannahöfn fyrir skemmstu, hvatttil þess að efnt verði til einskonar neyslubanns á Kókakóla til að mótmæla ofsóknum á hendur starfsfólki Kóka- kóla-verksmiðjunnar í Guatemala. Sagt var frá þessum samnor - rænu ráöstöfunum á blaða- mannafundi i Kaupmannahöfn i fyrri viku. Þar kom fram m.a. Israel Marquez, fulltrúi verka- mannanna við hina illræmdu verksmiðju i Guatemala, full- trúar stjórnar og starfsmanna Kókakóla-verksmiðjanna i Arós- um (Wilian og Madsen) sem mót- mæltu banninu — og svo fulltrúar sambands starfsfólks veitinga- og gistihúsa, sem brugðust reiðir við málflutningi Kókakólafólksins. Þetta mál er að verða merkur prófsteinn bæðliá skilning manna á alþjóðlegri samstöðu verka- fólks og svo á skilning á ábyrgð fjölþjóðafyrirtækja á þvi sem fram fer undir þeirra vörumerki. ,,Kemur það okkur við?” Trúnaðarmaður verkafólks hjá Kókverksmiðjunni i Álaborg sagði sem svo, að hann vissi ekki hvað það sem gerðist I Guate- mala kæmi sinu fólki við. „Þegar við vitum um almennt ástand i Rómönsku Ameriku, hversvegna ætti það að koma niður á okkur. Auk þess er kókneyslan hér i Danmörku aðeins dropi i haf kók- neyslunnar i heiminum”. Trúnaðarmaðurinn var hræddur vib að samdráttur i framleiöslu vegna herferðar gegn kókneyslu mundileiða tiluppsagna. Fulltrúi fyrirtækisins, „Wilian og Mad- sens”, kvaðst harma það sem gerst hefði i Guatemala, en „við getum ekki blandaö okkur i innri mál annarra fyrirtækja” sagði hann. Þeir eru verstir Israel Marquez skýrði frá að- stæðum i Embotelladora Guate- malteca, en svo heitir fyrirtæki það i Guatemala sem hefur einkaleyfi á kókframleiðslu. Hann lagði áherslu á að einmitt kókakólaverkamenn hefðu sætt miklum ofsóknum, og sjálfum honum hefði þrisvar verið sýnt banatilræði vegna starfs sem trúnaöarmaður verkafólksins, þvi hefði hann orðið að flýja land. Hér i blaðinu hefur þetta mál verið rakið nokkrum sinnum áður. Guatemala er eitt þeirra rikja sem stjórnað hefur verið með fasiskum hætti eða svo gott sem og fátt algengara en pólitisk morð og hermdarverk á vinstri- sinnum og verkalýðsforingjum. En einna verst hefur ástandið samt verið á fyrrnefndum kóka- kólaverksmiöjum, sem eru reyndar i eigu Bandarikjamanns sem John heitir Trotter. Ýmis fyrirtæki i landinu hafa með sem- ingi viðurkennt tilverurétt sam- taka launafólks, en Trotter hefur ekki skirrst við að beita mis- þyrmingum og morðum til að kveða þau niður hjá sér. Höfuðstöðvar kókakóla- hringsins i Atlanta i Banda- Framhald á bls. 13 ÍFrú Thatcher þáði ekki gjöf kavaléranna Er það mln belja eða þln? — athugasemd fransks teiknara viö landbúnaðarstefnu Efnahagsbandalagsins. Efnahagsbandalagið á í meiriháttar erfiðleik- um. Aðalástæðan er sú, að breska stjórnin á ekki samleið með sessunaut- um sínum átta í Bruxelies í landbúnaðarpólitík, og hefur Thatcher forsætis- ráðherra nú síðast um mánaðamótin hleypt öllu i bál og brand á fundi æðstu manna EBE með því að neita að fallast á hækkun landbúnaðarvöru og með því að þiggja ekki tilboð hinna EBE-ríkj- anna um niðurskurð á framlagi Breta til Efna- hagsbandalagsins. Sjónvarpiö minnti Islendinga reyndar á þessi mál í mynd sem sýnd var á mánudagskvöld: þar var fjallað um svindl og refskap i meðferö þeirra fjármuna sem varið er til að halda uppi verði á landbúnaðarafurðum til fram- leiðenda. Myndin var bresk, og það er engin tilviljun. Þegar deilt var um inngöngu Breta i Efnahagsbandalagiö var það mjög haft á oddi hjá þeim sem andvlgir voru aöild Breta, að nú myndu hinir miklu innflytj- endur matvæla, sem þeir eru, missa af ódýrum afurðum frá samveldislöndunum (Astrallu, Nýja Sjálandi ofl) og fá yfir sig I staðinn evrópska matvöru sem styrkjapólitik EBE skrúfaði upp I óeðlilega hátt verð. Eru Bretar á leið út úr EBE? Fimm prósenta deilan Nú um mánaðamótin stóðu málin þannig, að stjórnir átta aðildarrikja Efnahagsbanda- lagsins höföu samþykkt fimm prósent verðhækkun til bænda. Hvert riki hefur neitunarvald i þessum efnum — og Bretar beittu þvi nú. Thatcher, járn- kerling svonefnd, vildi ekki samþykkja verðhækkunina nema aö EBE gengi aö kröfum hennar um minna framlag Breta til hinna sameiginlegu sjóða bandalagsins. Það dæmi gekk ekki upp og skildu höfö- ingjar Vestur-Evrópu i fússi. Franska stjórnín er sú sem á einna mest i húfi I þessu máli. Þar verða forsetakosningar á næsta ári, og Giscard d’Estaing forseti telur sig ekki hafa efni á að stefna reiöi franskra bænda gegn sér. Nú, þegar fimm prósent hækkunin til bænda hefur strandað á Bretum, ætlar forsetinn að gripa til sérstakra ráðstafana til að bliðka sina bændur meöan beðiö er og vonað að járnfrúin iðrist synda sinna. Framlag Breta Meginlandshöföingjarnir, Giscard og Helmut Schmidt, Anker Jörgensen og Martens hinn belgiski, voru reyndar mjög sárir við frú Thatcher. Þeir töldu sig nefnilega hafa gert henni boð sem hún gæti ekki verið þekkt fyrir að neita. Þeir ætluðu að færa henni sem svarar 720 milljörðum króna að morgungjöf sem vott um þær ástir samlyndra hjóna sem Efnahagsbandalagið á að vera samkvæmt skilgreiningu. Sam- kvæmt gildandi reglum áttu Bretar að greiða um 1040 milj- Margaret Thatcher þurfti á þvi að halda að hressa upp á vin- sældirnar heima fyrir. arði króna til EBE á þessu ári, en rikin átta voru fús til að leyfa þeim að sleppa með ca 320 milj- arði. Frú Thatcher hefði getað fengið hérumbil sama afslátt af þessum framlögum næstu tvö árin, en hún stóð fast við kröfu sina um aö fá tryggingu fyrir niðurskuröinum næstu sexárin. Meginlandshöfðingjum þótti nóg um slika frekju. Meira að segja kurteis Frakkaforseti missti um stund stjórn á sér og sagði: „Nú get ég ekki gert meira fyrir yður, madame”. Það var kannski ekki nema von að mennirnir væru reiðir. Þeir höfðu lagt töluvert á sig. Til FRETTASKYRING dæmis að taka: ef að Bretar heföu þegið tilboðið um niður- skurð, hefði það þýtt að Danir hefðu af fátækt sinni.orðiö að bæta á sig aukagreiðslum til EBE sem nema 28 miljöröum króna — og aörir þaðan af meira. Ástandið heima fyrir Rétt eins og landbúnaöar- verðið er pólitiskt kappsmál Frakklandsforseta heima fyrir, svo er hörð stefna frú Thatcher gagnvart EBE lika þáttur I póli- tiskri baráttu heima. Frú Thatcher er ekki sérlega vinsæl um þessar myndir — verð- bólgan er komin I 20%, atvinnu- leysi eykst, kóngafólkið og her- foringjarnir fá dágóðar kaup- hækkanir meöan félagsleg þjón- usta er skorin niður. Þá fer for- sætisráðherra sem mörgum öðrum leiðtoga: hún reynir aö ná sér upp I almenningsáliti meö þvi að brjótast um hart á alþjóðlegum vettvangi. Frétta- skýrendur telja reyndar, aö þetta beri nokkurn árangur. Glima frú Thatcher við kollega sina i Efnahagsbandalaginu er firna vinsæl heima fyrir. Skoð- anakannanir segja reyndar, aö breskur almenningur liti ekki svo á að EBE sé „minn tebolli” og um helmingur landsmanna lætur upp þá skoöun, að þeir mundu varpa öndinni léttara ef þeir fréttu það yfir sinum eigin morguniebolla, aö það skelfi- lega bákn væri úr sögunni. Afleiðingar Báðir flokkar, íhaldið og Verkamannaflokkurinn, munu hvetja frú Thatcher til að láta hvergi deigan siga — enda þótt mörgum sýnist að hún hafi nú þegar ofmetið möguleika sina á að fá ýtrustu kröfum sinum framgengt i höfuðstöðvum EBE i Bruxelles. Frú Thatcher hefur lagt áherslu á að hún ætli ekki með Breta út úr EBE þótt ýmis- legt slettist upp á vinskapinn. En i Verkamannaflokknum er nú að skapast meirihluti fyrir þvi, að þegar flokkurinn næst taki við stjórnartaumum, þá veröi sú stjórn skuldbundin til aö segja Bretland úr bandalag- inu. Hvað þá veröur veit nú eng- inn. En á meginlandinu munu ýmsir áhrifamenn naga sig i 'iandarbökin yfir þvi að þegar Rómarsamningurinn um EBE var gerður, þá gleymdist aö setja I hann klausu um brott- rekstur aðildarrlkis sem svo heföi brotið af sér, að þaö teldist ekki lengur I húsum hæft. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.