Þjóðviljinn - 24.07.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.07.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. júll 1980 skáh Umsjón: Helgi ólafsson Einvígi Kortsnoj og Polugajevskí í Buenos Aires: Jafntefli í 2. skák Hiin var ekki ýkja rishá önnur viöureign Levs Polugajevskis og Viktors Kortsnojs sem háö var I Buenos Aires á þriöjudags- kvöldiö. Skákinni lauk meö jafn- tefli eftir 24 leiki og er staöan I einvfginu þvi sú, aö báöir hafa hlotið 1 vinning. Þaö þarf ekki aö vera svo óeölilegt aö jafnteflin setji nokkurt markiá fyrstu skákir þessara einvigja og þarf ekki aö leita lengra aftur en til einvigis Karpovs og Kortsnojs á Filipps- eyjum 1978 þegar 7 fyrstu skák- irnar enduöu i jafntefli. Skákin gekk þannig fyrir sig: 1. einvigisskák: Hvltt: Lev Polugajevski Svart: Viktor Kortsnoj Drottningarindversk vörn 1. Rf3-Rf6 2. c4-b6 5. 0-0-Be7 3. g3-Bb7 6. d4-0-0 4. Bg2-e6 7. Rc3-Re4 (Ein af leiöinlegri leiöum mann- taflsins. Svartur reynir aö ná uppskiptum á sem flestum mönnum og einfalda þvi tafliö. Karpov heimsmeistari hefur nokkrum sinnum reynt 7. -d5 8. Re5-Ra6 meö góöum árangri.) 8. Dc2-Rxc3 9. Dxc3-f5 (Kortsnoj á heiöurinn af öörum leiksem þykir öruggt vopn, nefni- lega 9. -c5. Karpov beitti þeim leiksiöar á ferli sinum og hygg ég aö öllum skákum hans, u.þ.b. 20, hafi lokiö meö jafntefli. Þess má aö lokum geta aö Kortsnoj beitti textaleiknum i 2. einvigisskák sinni við Polugajevski i einvigi þeirra 1977 — og vann!) 10. b3-Bf6 13. Rel-Bxg2 11. Bb2-d6 14. Rxg2-Rc6 12. Hadl-a5 15. Df3 (Hér átti Polugajevski kost á tveimur öörum sæmilega hald- góöum drottningarleikjum, 15. Dc2 og 15. Dd2. Gegn fyrrnefnda leiknum þarf svartur aö finna einhvern nytsaman biöleik þvi 16. d5 er svaraö meö 16. -Rb4 17. Dd2- Bxb2 18. Dxb2 e5 meö jafnri stööu. 15. Dd2 má svara meö 15. - e5.) 15.. -Dd7 16. Rf4 16. ..-Bxd4 (Oruggasta leiöin til jafnteflis.) 17. Bxd4-Rxd4 19. Hd5-exf4 18. Hxd4-e5 20. Dxf4 (NU blasir jafnteflið viö.) 20. ..-Hae8 23. Hld4-Hfe8 21. Df3-He4 24. e3 22. Hfdi-g6 — Jafntefli. Staöan: Kortsnoj 1 Polugajevski 1 Húsnæði óskast Herbergi óskast með aðgangi að snyrt- ingu, sem fyrst. Vinsamlegast hringið i sima 71987. HERINNBURT Herstöðvaandstæðingar Herstöðvaandstæðingar á Norðurlandi hafa ákveðið að halda sumarmót i Hrisey um verslunarmannahelgina — sambland af útilegu, samveru og umræðum. Herstöðvaandstæðingar á Austurlandi efna til fjölskylduhátiðar i Hallormsstaða- skógi um verslunarmannahelgina, þar sem m.a. verður afhjúpaður minnisvarði um Þorstein Valdimarsson. Þeir herstöðvaandstæðingar i Reykjavik og nágrenni sem hafa hug á að fara til Hris- eyjar eða i Hallormsstaðaskóg um verslunarmannahelgina eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Samtaka herstöðvaandstæðinga (simi 17966) sem fyrst til skrafs og ráðagerða. Höfuöbóliö Grund I Eyjafiröi. Guðmundur Steindórsson, ráðunautur, Akureyri: Horfir vídast vel með heyskapinn — Og hvernig gengur svo hey- skapurinn, Guömundur? —- Nú hann gengur vel, aö visu hægt þessa slöustu daga, þaö hefur veriö þurrklítiö. Þaö var Guömundur Steindórsson, ráöunautur á Ak- ureyri, sem sagöi okkur þessar fréttir af heyskaparhorfum hjá þeim Eyfiröingum. — Þeir, sem lengst eru á veg komnir, eru aö veröa búnir aö hiröa, þeir hafa lokiö slættinum en eiga nokkuö óþurrt. Þessum bændum nægöisvona tveggja til þriggja daga þurrkur til þess aö alhiröa. En svo er nú á þessu allur gangur, en þegar á heild- ina er litið þá horfir vel meö heyskapinn hjá okkur Eyfirð- ingum. L Nýtt bíla- verkstæði Frá fréttaritara okkar I Vest- mannaeyjum: Hafinn er rekstur bllaverk- stæöis aö Búhamri 41 af þeim Tryggva Garöarssyni og Hrafni Karlssyni og hafa þeir lagt aöal áherslu á vélastillingar ásamt almennri viögeröavinnu. Til stillinganna hafa þeir fest kaup á einni fullkomnustu still- ingartækjasamstæöu, sem völ er á og munu tækin vera þau fullkomnustu á landinu. Meö tækjum þessum má greina hin- ar minnstu veilur I gangkerfi vélarinnar og til gamans má geta þess, aö meö þeim má greina I afgasi eldsneyti, sem nemur 1/1000000 hluta afgass og gefur þaö kannski nokkra hug- mynd um nákvæmni tækjanna. Tæki þessi gera þeim mögulegt aö draga úr eldsneytisþörf vél- arinnar og auka brunanýtni sttírlega, sem kemur fram I minni loftmengun. Bilaframleiöendur mæla ein- dregið meö þvi aö vélarnar séu stilltar tvisvar á ári, til aö koma i veg fyrir gangtruflanir og óþarfa slit á vélum og vélahlut- um og gæti þaö veriö hvati til bíleigenda, sem eru alltaf að bölvast út I bllana vegna gang- tregöu, sem I flestum tilfellum á rót slna aö rekja til trassa- skapar er varöar viöhald bif- reiöarinnar. Þeir félagar hafa komiö sér upp lager af vara- hlutum I kveikjukerfi bifreiöa. M. Jóh. Slöustu viku hefur þurrkur veriö daufur, ekki rignt aö ráöi en komiö skúrir sumstaöar en annarsstaöar veriö þaö, sem maöur kallar aögeröarlaust veöur. Auövitað eru bændur hér út meðfiröinum, á Arskógsströnd, I Svarfaöardal og I ólafsfiröi eítthvaö skemmra á veg komnir. Spretta var þar seinna á ferö, og I Clafsfiröi var mjög mikiö um kal, ég hygg aö bændur þar séu rétt aö byrja slátt. Ég er hræddur um aö hey- fengur veröi þar heldur rýr. Betra er þetta út með firöinum aö austan, þar spratt fyrr og betur og ekkert alvarlegt kal á Svalbarösströndinni eöa I Höfðahverfinu, þaö er ekki fyrr en lengra kemur austur. Mjólkurframleiöslan hefur dregist verulega saman upp á siökastiö hjá bændum á fram- leiöslusvæði Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfiröinga á Akur- eyri. Reiknaö var aö visu meö töluveröum samdrætti vegna fækkunar á gripum I fyrra haust, m.a. á kúm, sem annars heföu boriö I vor. En svo segir fóöurbætisskatturinn auðvitaö eittþvaö til sin llka, enda skilst mér aö einstaka bóndi hafi brugöist þannig viö honum, aö hann hafi bara steinhætt aö gefa fóöurbæti. Og hér held ég aö bændur séu almennt óhressir yfir fóöurbætisskattinum. —mhg Umsjón: Magnús H. Gislason íslandssól Forsetakosningarnar hafa ýmsum orðið aö yrkisefni og er raunar lltiö lát á, enda hefur sjálfsagt oft veriö sett saman vlsa af ómerkara tilefni. 1 gær bárust Landpósti eftirfarandi stökur: Afram brýst vor islandssól, umvöfö lýönum bragna. Haslar vöil á veldisstói, vinir henni fagna. Hátfölegust heilladis, — helst á aldri miöjum — ávallt þegar ársól rfs allir þig við styðjum. A fund meö henni færi á ný, fjöll þtítt tækju aö gjósa. Mér finnst konan mæt og hlý, mun þvi hana kjósa. L.H. Gekk vel í Hong Kong A ársfundi Norræna sam- vinnusambandsins, sem hald- inn var I Svlþjóö I siöasta mánuöi kom m.a. I ljós, aö nýja skrifstofan, sem opnuö var á árinu I Hong Kong gekk vel. Gerðir voru langtimasamn- ingar um kaup á sérvörum viö fimm stærstu útflutningsfyrir- tæki Kína. Gera þeir aöildar- samböndum NAF og INTER- COOP kleift aö kaupa beint frá Kina gegnum þessa aðila. Af- leiöing af þessu var sú aö þegar á árinu 1979 voru gerö kaup frá Kina á ýmsum sérvörum, sem námu samtals rúmum 4 milj. dollara. 1 skýrslu fundarins kom m.a. fram aö heildarveltan 1979 varö 1.859,0 m.d. kr. Jókst um 5% frá árinu áöur. Tekjuafgangur varö 3, 7 m.d.kr. Arsvelta útflutn- ingsfyrirtækisins Nordisk Andels-Export varö 64, 9 m.d. kr. Eins og kunnugt er hefur NAF innkaup á margvislegum vöru- tegundum frá flestum heims- hornum aö meginverkefni og I þeim tilgangi rekur það skrif- stofur vlöa um heim. Meöal annars kemur fram I skýrslunni aö af nýjum ávöxtum og græn- meti voru á árinu keyptar 56 þús. lestir, af olluhráefnum 37 þús. lestir, af kaffi 56 þús. lestir og af niöursuöuvörum 24 þús. lestir. Eru þá aöeins nefndir umfangsmestu vöruflokkarnir en samtalskeypti NAF á árinu 241 þús. lestir af ýmsum vörum. —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.