Þjóðviljinn - 15.08.1980, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 15.08.1980, Qupperneq 3
Föstudagur 15. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3’ Rekstrarleyfið til Vegas Full- komið hneyksli segir Adda Bára Sigfúsdóttir um afgreiðslu borgar- ráðs Eins og skýrt var frá I Þjóö- viljanum I gær endurskoöaöi borgarráö á þriöjudag fyrri af- stööu sina til rekstrarleyfis leik- tækjasalarnins Vegas á Lauga- vegi 92 og samþykkti aö mæla meö ieyfisveitingunni til ára- móta. Adda Bára Sigfúsdóttir, borg- arfulltrúi, sem mikiö hefur látiö mál leiktækjasalanna til sfn taka og átti m.a. stóran þátt i þvi aö lögreglusamþykkt var breytt og salirnir gerðir leyfis- skyldir, sagöist I gær vera mjög undr andi á þessari málsmeðferö borgarraös. Ráöið heföi fyrr i sumar sam- þykkt meö fimm samhljóöa at- kvæöum aö leggjast gegn rekstri þessa leiktækjasalar en áhugamenn um reksturinn heföu greinilega ekki lagt árar i bát við þau málalok heldur fengiö þeirri niöurstööu breytt. Adda sagöi aö þaö væri full- komiö hneyksli aö heimila nú leyfi til rekstrar á þeirri for- sendu að engar kvartanir heföu borist til lögreglunnar frá þvi i fyrrahaust. „Strax eftir aö þessi rekstur hófst og fram eftir vetri I fyrra linnti ekki kvörtun- um, bæöi frá ibúum og kaup- mönnum I grenndinni, auk þess sem lögreglan og kennarar vör- uöu viö þessari starfsemi,” sagöi Adda. „Viö þessum kvört- unum var brugöist og fólkinu sagt aö veriö væri aö vinna i málinu. Siöan er leyfiö nú veitt vegna þess aö fólk hefur ekki taliö ástæöu til aö itreka kvartanir sinar heldur beöiö niöurstööunnar meö þolin- mæöi”, sagði hún. „Nú er þaö látið gjalda þess tima sem þaö tók borgina aö fá lögreglusam- þykktinni breytt.” Aö lokum sagöist Adda ekki skilja hvernig borgarráö gæti á svo stuttum tima án þess aö nokkrar forsendur heföu breyst, gerbreytt fyrri ákvöröunum sinum og hlyti slikt aö leiða til almenns vantrausts á geröum ráösins. _ Aj Samband íslenskra bankamanna: Boðar verkfall ef ekki kemst skriður á samningamálin Samband islenskra banka- manna hefur óskaö eftir milii- göngu rikissáttasemjara i kjara- deilu sambandsins viö banka og sparisjóði. Kjarasamningar hafa veriö lausir frá 1. október 1979 og hefur rikissáttasemjari ekki haft afskipti af deilunni fram aö þessu. A fundi stjórnar og samninga- nefndar Sambands islenskra bankamanna og formanna aöildarfélaga sambandsins sem haldinn var i fyrradag, 13. ágúst, var átalin harölega sú stöönun sem átt hefur sér staö I samn- ingamálunum og taldi fundurinn timabært að hafinn yröi undir- búningur verkfalls bankamanna ef ekki kæmist skriður á samn- ingamálin. Hinn 15. júli siöastlið- inn lagði samningsnefnd bank- anna fram formlega tillögu aö nýjum kjarasamningi þar sem undan voru skilin mánaöarlaun, verðbótaákvæöi og gildistimi samninga. Þetta tilboö er alger- lega óaögengilegt aö dómi samninganefndar Sambands Is - lenskrabankamanna.Einungis er fjallaö um lítilfjörleg atriöi og ekki tekiö á neinum af þeim at- riöum sem skipta máli fyrir Sam- band islenskra bankamanna og kröfur voru settar fram um. Þaö kom fram i samtali viö Vil- helm G. Kristinsson hjá Sam- bandi islenskra bankamanna aö helsta krafa þeirra i samninga- málinu væri endurskoöun launa- stiga og fjölgun launaflokka úr 12 114. Sagöi hann aö samþjöppunin i launum væri oröin svo mikil aö nauösynlegt væri aö fjölga launa- flokkum. Samfara fjölgun launa- flokka sagði hann aö ráö væri gert fyrir tilfærslum milli flokka. Vil- helm sagöi að engar kröfur heföu veriö settar formlega fram um prósentuhækkun, heldur ætti aö biöa meö þaö þangaö til samist heföi um launaflokkaskipan. Aörar kröfur sem samninga- nefndin heföi sett fram sagöi Vilhelm m.a. vera fjölgun launa- þrepa miðað viö starfs- aldur, — óskertar verölags- bætur, — leiöréttingar á vakta- álagi, — ákvæöi gömlu samning- anna um aö starfsmenn ljúki dagsverkefnum, þó þeir þurfi lengri vinnutima en sem nemur Viihelm G. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri SIB. dagvinnu, falli út, — ýmislegt ákvæöi um vaktavinnu, — aö laugardagar teljist ekki sem orlofsdagar, — aö orlofsfé hækki úr 8,33% i 9,7% og veröi visitölu- tryggt, — ýmis tryggingar- mál, — barnsburöarleyfi á laun- um fyrir foreldra og aö komiö veröi á starfsþjálfun og endur- hæfingu fyrir starfsfólk bank- anna. Þaö siöastnefnda væri mikilvægt vegna þeirrar nýju tækni sem ryddi sér nú til rúms i bankastarfsemi og kæmi þaö oft illa niöur á miöaldra og eldra fólki. Einnig sagði Vilhelm aö settar heföu veriö fram kröfur um atvinnulýöræöi, aö bankarnir geti ekki ráöskast meö vinnutima fólksins og ekki sé hægt aö færa til opnunartima nema meö sam- komulagi starfsfólks. Þá sagöi Vilhelm þaö vera mikiö hags- munamál á timum tölvuvæðingar aö starfsfólk fái aö vera meö i ráöum, þvi aö mikil hætta væri á þvi aö sölumenn stórfyrirtækja sem framleiða slika gripi, réðu hvaöa tækni og tækjabúnaöur væri innleiddur. Yröi i upphafi aö gera sér grein fyrir hvert væri hlutverk og hvaöa afleiöingar slik tæknivæöing heföi I för meö sér. Benti hann i þvi sambandi á reynslu Frakka, þar sem 30% starfsmanna banka- og trygg- ingafélaga hafi oröiö atvinnu- lausir vegna innleiddra tækninýj- unga. Hér sé þvi um mál aö ræöa sem snerti þjóöféiagið i heild og stjórnvöld ættu aö hafa afskipti af. Framhald á bls. 13 Kaupliður BSRB-samkomulagsins: 7-8% kauphækkun til láglaunafólks þegar grunnkaupshœkkunin og launaflokks- tilfœrslurnar eru lagðar saman Eins og komiö hefur fram þá er gert ráö fyrir að grunnkaupshækkun til opinberra starfsmanna nái til I.—18. launaflokks BSRB. I 1.—15. flokki hækka launin um 14 þús./ í 16. flokki hækka þau um 10 þús./ og í 17. og 18. flokki hækka þau um 6 þús. krón- ur. Hér á eftir fer taf la yf- ir launaflokka BSRB upp að 19. launaflokki og sýnir hún hvernig kaupið verður eftir breytinguna. Auk þessara hækkana er gert ráð fyrir nokkrum tilfærslum i neöstu launaflokkunum sem þýö- ir aö launahækkunin i neöstu flokkunum veröur I heild um 7—8%. Kveöið er á um aö starfs- maöur i þremur lægstu iauna- flokkunum skuli ekki vera lengur en eitt ár i hverjum þessara flokka. Starfsmaöur skal á sama hátt eigi vera lengur en tvö starfsár i 4. eöa 5. launaflokki. Aö lokinni tilskilinni veru i ofan- greindum launaflokkum skal hann hækka um einn launaflokk og i þaö launaþrep sem starfsald- ur eöa lifaldur segja til um á hverjum tima. Starfsmaöur sem gegnir starfi sem grunnraöaö er i 6.—10. launaflokk skal hækka um einn launaflokk eftir 4ra ára starfsald- ur. Hækkun þessi gildir þó ekki um þá starfsmenn sem njóta hag- stæöari hækkunarreglna fyrir starfsaldur eöa stigagjöf I sér- kjarasamningum aöildarfélaga BSRB. Starfsaldurshækkanir sem óhagstæðari eru falla niöur, en þessi regla kemur i staöinn. Þá er gert ráð fyrir aö starfs- maöur fái eftir 8 ára starf greidda persónuuppbót sem nemi 24% af desemberlaunum I 3. þrepi 11. launaflokks. 1 samningnum er ákvæöi þess efnis aö greitt skuli fyrir eyöur i vinnutima meö vaktaálagi. Greiösla fyrir eyöur óg útkalls- vakt á dagvinnutimabili er 33,33% vaktaálag. —þm 1.-18. flokkur í launatöflu BSRB 1. þrep 2. þrep 1 3. þrep 01 289.177 312.719 316.209 02 302.045 316.209 322.008 03 ' 312.719 322.008 329.688 04 316.209 329.688 342.210 05 326.246 346.414 360.345 06 333.781 360.345 369.959 07 346.414 369.959 382.227 08 360.345 382.227 397.617 09 369.959 397.617 413.238 10 378.087 409.111 424.733 11 393.483 424.733 440.706 12 409.111 440.706 456.823 13 424.733 456.803 472.896 14 440.706 472.896 488.992 15 456.803 488.992 505.082 16 472.896 505.082 517.177 17 488.992 517.177 529.273 . 18 505.082 529.273 545.367 HÍjornfloild ^kkaj landsfræga ágúst- hófst í morgun VERÐ,<3PGN IL DÆMIS: EINNIG: Plötur kvrtnr frá kr 9 QHH ▼ PlÖtUr TIL DÆMIS: EINN Skyrtur frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 6.900 Háskólabolir frá kr. 3.900 Peysur frá kr. 6.900 Röndót^ir bolir frá kr. 3.900 Stakir jakkar, kuldajakkar ^ o.fl. o.fl. o.fl. 4?* Komið og fáið Bfyrir lítið Laugavegi 37 og 89 ■ ■ BYc^Ílí? í/fVerð >jy frá kr. r' 1.000 mikið Laugavegi 89

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.