Þjóðviljinn - 15.08.1980, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.08.1980, Qupperneq 5
Föstudagur 15. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Hefur innrásín gert Afgani að þjóð? Þegar ekki var lengur við að eiga óvinsœla stjórn í Kabúl, heldur innrásarher úr framandi heimshluta, skapaðist með Afgönum meiri samstaða en ef til vill nokkurntima áður i sögu landsins Meö hernaöi sinum i Afganist- an ætlar Sovétmönnum liklega aötakast þaö, sem engum hefur tekist áöur, aö gera Ibúa lands- ins aö þjóö. A þá leiö skrifar Martin Woollaeott, greinahöf- undur breska blaösins The Guardian, i þaö blaö fyrir fáum dögum. Hann heldur þvi fram, aö hatrið á innrásariiöinu og baráttan gegn þvi hafi samein- aö Afgani af ýmsum stéttum og þjóðflokkum i miklu rikara mæli en nokkru sinni hafi þekkst áöur I sögu þess lands, og aö nú sé I fyrsta sinn hægt aö tala um eitthvað þaö i Afganistan er minni á þjóðerniskennd. Liklegt er aö eitthvað sé til i þessu. Rikið Afganistan sem slikt varð ekki til fyrr en um miðja átjándu öld, er upplausn- arástand var sem oft bæði fyrr og siðar i Persaveldi, er svæðið haföi þá um hrið tilheyrt. Mörg tungumál Afganir voru þá sem enn tals- verðir bardagamenn, herjuðu niður á Indland og voru sigur- sælir, en höfðu litið útúr þvi, mest kannski vegna eigin sundrungar. Um það leyti magnaöist mjög riki Sika I Pun- jab, og náði það að minnsta kosti formlega undir sig drjúg- um hluta þess fjallendis, er byggt er fólki þvi er talar pústú (eða pastó). Þegar Bretar lögðu svo undir sig riki Sika, fylgdi þessi hluti afgönsku fjallanna meö og lenti, þegar Bretar fóru, undir Pakistan. Sumir ætla að um helmingur pústúfólksins (sem i Pakibtan er kallað Patanar) búi nú þar i landi. Þar sem Pústúnar eða Patan- ar voru einskonar kjarnaþjóð Afganistans, varð innlimun stórs hluta lands þeirra I breska heimsveldið til þess að draga mjög úr möguleikunum á þvi að gera Afganistan að riki með miðstjórn og stjórnkerfi i venjulegum skilningi þess orðs, enda vill Woollacott meina að varla eða ekki sé hægt aö tala um Afganistan sem eiginlegt riki fyrr en fyrir svo sem hundr- að árum. Og allt til þessa dags hefur flest verið frekar hægt um Afganiaösegja en að þeir stæðu sameinaöir. Tungumál og þjóð- erni eru mörg, pústúmælandi menn liklega fjölmennastir, þó varla nema rúmur helmingur landsmanna, ef til vill ekki nema rúmur þriðjungur. Næst- ir að fjölda eru persneskumæl- andi menn, sem stundum eru kallaðir Tarisjikar eins og i- búar sovétlýðveldisins Tadsjik- istan handan landamæranna 1 noröri, þar sem persneska er einnig töluð. Norðan til er tyrk- neskt fólk, sem talar sömu mál og ganga i sovétlýðveldunum ÍJsbekistan og Túrkmenistan. Óvild milli stéttá Samlyndi þessara þjóðerna hefur löngum verið lftið, og hið sama á við um hinar ýmsu stétt- ir, sem landsfólkið skiptist i. Ibúar borganna, sérstaklega Kabúl, höfðu tiltölulega mikil samskipti við útlendinga og voru ekki sérstaklega strang- trúaðir? þeir voru ekkert hrifnir af strangtrúaðri múhameðsku bændanna f dölunum og óttuðust beinlfnis fjallabúana, sem höfðu orð á sér fyrir stigamennsku. Bændurnir höföu vissa andúð á fjallafólkinu af svipuðum á- stæðum og á Kabúlbúum fyrir meinta léttúð og snikjulif. Fjallafólkiö býr enn við ætt- bálkaskipulag og stundar eink- um kvikfjárrækt. Við þessi skil- yrði voru völd emira þeirra og sjaa (eða konunga) er sátu i Kabúl ekki mikil utan höfuö- borgarinnar. Til þess að fá ein- hverja hlýðni og þjónustu frá fólki utan Kabúl, sérstaklega þó fjallamönnum, varð að fara að með lempni, forðast áberandi ráöriki og frumkvæði að veru- legum breytingum. Illa undirbúnar umbætur Núverandi valdhafar i Kabúl, sem tóku völdin með stjórnar- byltingu 1978 (um aðra aðferð viðað skipta um stjórn i Afgan- istan hefur aldrei verið að ræða), breyttu hér út af venj- unni og varð hált á þvi. Fylgi þeirra var litið og fyrst og fremst tengt Kabúl, forustan úr hinum fámenna menntamanna- hópi höfuðborgarinnar (for- ingjarnir, þótt undarlegt kunni að virðast, flestir skólaðir á vesturlöndum fremur en i Sovét, Hafisúlla Amin þannig menntaður i Columbia-háskól- anum i Bandarikjunum), en fylgið einkum meðal fámennrar verkamannastéttar sömu borg- ar og sovétskólaðra herfor- ingjastéttarinnar; það var sið- asttaldi aðilinn, sem fram- kvæmdi stjórnarbyltinguna. Þessinýja stjórn dreif undireins i gang viðtæka en illa undirbúna umbótaáætlun. Umbætur i jarðamálum voru til dæmis svo illa skipulagðar og fram- kvæmdar af það miklum þjösnaskap að ekki einungis vakti andstöðu stórjarðeigenda, sem sáu hagsmununum sinum ógnaö, heldur og bænda. Lestrarkennsla fyrir konur Annaö, sem vakti mikla reiöi almennings gegn stjórn Alþýðu- lýðræðisflokksins, eins og flokk- ur þeirra Tarakis, Amins og Karmals nefnist, var sá ásetn- ingur stjórnarinnar að kenna konum að lesa og banna að þær væru mundi keyptar. 1 Afgan- istan, sem og liklega flestum Múhameðstrúar- og Afrikulönd- um, er það siður að tilvonandi eiginmenn gjaldi föður eða fjöi- skyldu brúðarinnar verð nokk- urt fyrir hana. Enda þótt erfitt sé aö sjá að ráðstafanir, sem þær, að veita konum lágmarks- menntun og banna að þær gangi kaupum og sölum, geti talist annað en sjálfsagðar umbætur, þá ber þess að gæta að leitun mun á þvf fólki á jörðinni sem tórir fastar I miðöldinni en Af- ganir. Þarað auki mun stjórnin hafa gengið að þessum umbót- um sem fleirum af þjösnaskap og lítilli gætni. Þetta allt og fleira leiddi til magnaðrar uppreisnar gegn stjórninni, og ekki uröu vaxandi Itök Sovétmanna í landinu til að gera hana vinsælli. Heiftúðugar innbyrðis erjur drógu mátt úr stjórninni og liði hennar, uns þar kom að Sovétmenn skárust i leikinn með stórfelldri hernað- arihlutun til að forða Alþýðulýð- ræðisflokknum frá falli. Innrásin skapaði samstöðu En sú staðreynd, að uppreisn- armenn höfðu þá ekki lengur fyrst og fremst á móti sér óvin- sæla stjórn i Kabúl, breytti miklu. Hversu margskiptir sem ibúar Afganistans eru i þjóðerni og stéttir, þjappaöi mikill þorri þeirra sér að meira eða minna leyti saman þegar við var að etja innrásarher, erlenda menn, sem taka ráðin af landsmönnum og eru liklegir til að vilja troða upp á þá nýjum siðum og menn- ingu, hvort sem Afgönum sjálf- um er ljúft eða leitt. Hörð Mú- hameðstrú er samofin þessari nýju sameinandi þjóöernis- kennd, enda íslam áður nánast eina sameiningarafl þessa sundurleita og vanþróaða sam- félags, auk þess sem innrásar- mennirnir eru að mati lands- manna vantrúaðir eöa guðlausir vesturlandamenn. Jafnvel svokallaður Kalk-armur Alþýðulýðræðis- flokksins virðist kominn I bland við þessa breiðu þjóðarand- stööu; uppreisnir i afganska hernum nýlega, sem sovéskar hersveitir börðu niður eftir haröa bardaga, virðast hafa gosið upp er Karmal-stjórnin ætlaði að setja af herforingja hlynnta Kalk. Woollacott dregur fyrir sitt leyti i efa, að uppreisnarmönn- um muni takast að reka Rússa úr landi, en hann álitur að sú þjóðernishyggja og þjóölega samstaða, sem barátta gegn innrásarhernum hafi vakið muni áfram lifa i landinu, hvernig sem stjórnarfarið og sambönd við önnur lönd verða i framtiöinni. — dþ. Afganskir skæruliðar — Woolacott telur að jafnvel þótt þeir biði ösigur að lokum, muni áfram lifa sú sameinandi þjóðerniskennd, er vaknað hafi við baráttu þeirra. Muskie snidgenginn 'Akvörðun um breytta stefnu vidvíkjandi hugsanlegu kjarnorkustriöi ekki borin undir hann Edmund Muskie, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, hefur I einkasamtölum látib i ljós undrun og beiskju yfir þvi, að hann var ekki hafður með i ráðum þegar Bandarikjastjórn fyrir skömmu ákvaö að breyta um stefnu við- vikjandi kjarnórkuhervæðingu að sögn AFP-fréttastofunnar. Öðr- um Nató-rikjum var tilkynnt þessi stefnubreyting fyrir nokkr- um dögum. Samkvæmt hinni nýju stefnu I þessum málum er gert ráð fyrir, aö Bandarikin leggi ef til kjarn- orkustriðs kemur, megináherslu á svokallaðar takmarkaðar árás- ir á hernaðarlega mikilvæga staði, iönaðarsvæði sem eru mik- ilvæg herbúnaöi andstæðingsins og mikilvægustu staöi stjórn- kerfis Sovétrikjanna. Er þvi lýst yfir, að hér sé um frávik að ræöa frá fyrri áætlun, sem miðast hafi við allsherjarárás á óbreytta borgara ekki siður en önnur skot- mörk. Slikar árásir eru þó ekki útilokaðar samkvæmt hinni nýju árásaráætlun. Framhald á bls. 13 Muskie — las það i blöðunum. Saúdi-Arabía beitir Norðmenn hótunum Viðræðum Noregs og Saudi-Arabíu um við- skipti norska kaupskipa- f lotans og saudiarabískra aðila hefur verið frestað um óákveðinn tíma, vegna þess að Saudi- Arabar hafa frábeðið sér heimsókn Reiulfs Steen, verslunar- og siglinga- málaráðherra Norð- manna og formanns Verkamannaf lokksins norska. Steen var i þann veginn að leggja af stað til Saudi-Arabíu sem odd- viti stórrar nefndar áhrifamanna í siglinga- málum Norðmanna er Saudi-Arabía tilkynnti að ráðherran væri „óæskilegur" þar í landi. Norska sjónvarpið hefur ákveöiö aö sýna þá margumtöl- uöu kvikmynd Dauði prinsessu, og er talið, að það valdi ein- hverju um framkomu Saudi- Araba. En raunar mun langt siðan aö Norðmenn fóru aö fara i taugarnar á arabiskum ráða- mönnum meö þvi að taka ein- dregnari afstöðu með ísrael en flest vesturlandariki önnur. Þannig mun Saudi-Arabiu og fleiri Arabarikjum hafa mislik- að, er nýlega fór fram á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna atkvæðagreiösla viövikjandi Palestinumálinu, og Noregur var eitt fárra Evrópurikja, sem greiddi atkvæði á móti ályktun þess efnis, að Palestinumenn skyldu hafa rétt á eigin þjóð- landi Að saúdiarabiskir valdhafar séu Norðmönnum gramir út af Dauöa prinsessu er ekki ný saga, þvi að fyrr i sumar aflýsti siglingamálaráðherra Saudi - Reiulf Steen — ,,óæskileg persóna” I Saudi-Arabiu. Arabiu á siöustu stundu heim- sókn til Noregs. Norðmenn gerðu sér þó vonir um að þetta mál væri úr sögunni þar eö allt viröist nú vera að falla I ljúfa löð með Bretlandi og Saudi-Arabiu, en saddiarabíska konungsfjöl- skyldan reiddist sem kunnugt er Bretum ákaflega út af téðri kvikmynd. Hér er um að ræða alvarlegt mál fyrir Norðmenn, þvi að hinn stóri kaupskipafloti þeirra hefur mikil og arðvænleg viöskipti við Saudi-Arabiu. Nema tekjur norsku kaupskipanna af flutn- ingnum fyrir Saudi-Araba þremur til fjórum miljörðum norskra króna árlega. Samband norskra kaupskipaútgeröar- manna hefur þvi beðið norska sjónvarpið að endurskoða þá ákvörðun að sýna kvikmyndina. Norska sjómannasambandiö hefur tekið i sama streng. (Byggt á Dagens Nyheter.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.