Þjóðviljinn - 15.08.1980, Page 6

Þjóðviljinn - 15.08.1980, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. ágúst 1980 Listakonur allra landa sameinist Stofnun alþjóðasambands í bígerð ' Lokaorö um kvennalist i Köben Þaö stendur til aö stofna „Alþjóölegt samband kvenna i íistgreinum” (International Association of Women in the Arts) og væri æskilegt aö islensk- ar konur létu sig þa6 einhverju skipta. A sama tima og kvenna- ráðstefnurnar stóðu hér voru haldnir þrir undirbúnings- og um- ræðu-fundir. Ég var á þessum fundum og vil hér með koma á framfæri þvi sem fjallaö var um, i þeirri von að þær sem áhuga hafa á þessu máU ræði það sín á milli og hafi siöan samband við þá tengla sem voru kosnir til að annast frum-undirbúning. Aðdragandinn er sá að fyrir ári höföu bandariskar konur for- göngu um aö stofnaðir voru tveir vinnuhópar sem skyldu sjá um undirbúning vegna kvennalista- hátiöar i Kaupmannahöfn I tengslum viö alternativukvenna- ráðstefnuna. Annar hópurinn var 1 Kaupmannahöfn og hinn i New York. Þrátt fyrir takmörkuð f jár- ráðoglitinn tima var stórkostlegt að sjá og heyra afraksturinn af starfi þessara hópa á kvenna- listahátiðinni. SU hátið átti sér ekkert ákveöið tema eins og ráð- stefnurnar og þvi var það mjög tilviljunarkennt hvað fram var fært. Það má segja að list al- mennt hafi verið miðpunkturinn og þaö að konur geti fjallað um sinn eigin veruleika af meiri skilningi en karlar. 1 örstuttu máli var það helsta sem fram fór á hátiðinni þetta: Myndlist: t „Galleri 14” var sýning á nálægt tvöþúsund að- sendum verkum í póstkortastærö. Siðar mun þessi sýning verða sett upp viða i Bandarikjunum. A Glyptótekinu voru sýningar á verkum kvenna á litskyggnum og myndsegulböndum, framkvæmd- irgjörningar, haldnir fyrirlestrar Vlveca Lindfors flytur þætti úr „Ég er kona”. og umræðufundir. Hin ýmsu söfn settu upp sýningar á verkum kvenna og t.d. er enn mjög góð sýning á Rlkislistasafninu á verk- um danskra myndlistarkvenna frá 19. og 20. öld. Leikiist: Hópar og einstakling- ar frá Danmörku, Sviþjóð, Finn- landi, Italiu og Bandarikjunum sýndu mörg leikverk. Tónlist: Það voru haldnir margir hljómleikar þar sem kon- ur léku verk eftir konur. Þá var lika sýnd athyglisverö kvikmynd um hljómsveitarstýruna Antonia Brico. Kvikmyndir: Fjöldinn allur af kvikmyndum umog/eðaeftir kon- ur voru sýndar. Þeim var skipt niður eftir efni og voru tvær til sex myndir i hverjum flokk, sem voru m.a. „Sambandið milli mæðra og dætra”, „Vinna og at- vinna”, „Konur I listum” og „Konur þriðja heimsins”. Bókmenntir: Konur lásu úr verkum sinum, — danskar, enskar, sænskar, ftalskar og bandariskar. Þaö voru haldnar danssýning- ar, sýning á hugmyndum kvenna Ibyggingalist um hvernig viö ætt- um að móta umhverfi okkar og ýmislegt fleira. Eitt af verkefnum þessa sam- bands sem er 1 uppsiglingu yrði að halda kvennalistahátlðar viða. Þegar er ein slik I bigerö I Vlnar- borg að þremur árum liönum, en þaöhvort hún veröur haldin ræöst af þvi hvort yfirvöld þar eru til- leiðanleg tilað styrkja fyrirtækið. önnur verkefni sambandsins yröu að skapa tengsl á milli hópa i ýmsum löndum sem eru aö fást viösvipuö verkefniog á allan hátt að stuðla að kynningu og sam- skiptum. Á þessum þrem um- ræddu fundum hér var almennur áhugi á aö stofna sllkt samband, en þaö var ágreiningur um hvort slikt samband ætti að verða eins- konar breiðfylking allra kvenna I öllum listgreinum eða hvort það ætti að miða þátttökuna á ein- hvern hátt með kvenfrelsisbar- áttuna sem útgangspunkt. Fyrra sjónarmiöiö varð ofan á á á fund- inum, en þaö er ekki þar með sagt að það geti ekki breyst þegar á liður þvi þær konur sem voru mættar á fundina voru frá ein- ungis átta löndum. Að sjálfsögðu er miðað aö þvi aö konur frá sem flestum löndum taki þátt i tilvon- andi starfi. Það liggur I augum uppi að það kemur til með aö fylgja þvi tölu- verð vinna að taka þátt I þessari sambandsstofnun og því er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers megi vænta af þvi starfi. Frá minum sjónarhóli er þaö m jög já- kvætt að konur taki sig saman og hugleiði hvernig þær geti með ráðum og dáö stutt hverja aðra I baráttunni gegn kvennakúgun, i listgreinunum sem á öörum sviö- um. En mér finnst það neikvætt að ekki eigi að skilgreina á neinn hátt hvernig ætlunin sé að berjast gegn kvennakúgun meö þessu sambandi. Endanlega hlýtur markmiðið að vera það aö starfiö eigi að vera kvennabaráttunni al- mennt til framdráttar en ekki aðalega einstifeum konum. Mig langar til að taka dæmi frá nýlok- inni kvennalistahátið. Sænska leikkonan Viveca Lindfors sem er búsett i New York, flutti hér þættiúr verkinu „Ég er kona”,og ræddi við áhorfendur aö þvi loknu. Hún sagði þá m.a. aö allar leikkonur yrðu fyrir þvi að um fertugt þegar þeim fyndist þær loks vita vel hvað þær væru að gera, þá væru ekki lengur nein hlutverk i leikritum fyrir þær. Þegar hún sjálf var að fara i gegnum þetta tók maðurinn hennar saman við unga stúlku þannig að hún fór að hugleiða stöðu sina og kvenna almennt af kappi. Hún gerði uppkast að þessu léikriti „Ég er kona” og fór meö þaö til kunningja sins og saman endurskrifuðu þau það. Hún tók fram að hún hefði farið i gegnum allan „kvennalitteratúr” sem þá var til. Það var nokkuð sem hún þurfti ekki að taka fram þvi flestar þær sem i salnum voru könnuðust við ýmislegt I verkinu. T.d. var lltið breytt grein, sem birtist I MS-timaritinu á fyrstu árum þess og nefndist „Ég vil fá eiginkonu og hver skyldi ekki viljaþaö?”,tekin næstum óbreytt inn I verkið. Því var Viveca Lind- fors spurð um tengsl sin við bandarisku kvennahreyfinguna og þótt svörin væru loðin var nið- urstaðan sú að hún hefur engin tengsl við hana önnur en þau að taka skrif hennar og nota sem sin væru. Þannig hefur hún komiö sjálfri sér yfir þann þröskuld I karlveldis-leikhúsunum í New York sem flestum öðrum leikkon- um verður óyfirstiganlegur. Nú er hún aö leika I Lear konungi. Sú spurning hlýtur að vakna hvort það sé ekki réttlát krafa kvenna almennt, að þær konur sem ílist- greinunum vinni verk sín undir merkjum kvenfrelsisbaráttunn- ar, geri það til að ljá baráttunni liö en ekki beinllnis til að þeirra persónulega framabraut verði sem sléttust. Mál sem þessi finnst mér ástæða til að ihuga I tengsl- um við stofnun þessa sambands. Tenglarnir eru: Annelise Hansen (myndlistarkona) KIK-Niels Hemmingsensgade 10. 2 sal 1153 Köbenhavn, Danmark. og Cindy Lyle (ritstj. blaðs um myndlistarkon- ur) Box 3304, Grand Central Station, New York 10163 USA. Svala Sigurleifsdóttir, Kaupmannahöfn. Kvennalist í Köben Dulúð í danskrí myndlist .Hugsýnir sem frelsunarferli” („Visualization as a process of liberation”) hét einn þeirra fyrir- lestra sem fluttir voru á kvennalistahátiðinni sem hér er nýlokið. Flytjandinn var danska myndlistarkonan Helen Lait Kluge. Ég hef séð verk þessarar konu viöa, á sýningum, á forslöu timaritsins ,,HUG!” (no. 24) og svo t.d. utan á ljóöabók Vitu Andersen sem nefnist „Náunga- kærleikur”. Þessar myndir eru I lit, samklipptar og fjaUa um kon- ur, og eru að minum dómi áhuga- vekjandi. Þvi var ég forvitin að heyra hvað Kluge segöi i fyrirlestrinum um sina myndgerð og þvi er ekki aö leyna aö heldur var ég hissa. Hún lagði sterka áherslu á að hún notaði eins konar „hugarflæöi” og ynni sinar myndir án þess aö hugleiða að nokkru marki hvaða merking fælist I myndunum. Hvernig fer maður I hugleiðslu út I búð með myndir i framköllun og sækir þær viku seinna i sama hugarástandi til að fara með þær heim til aö klippa og llma? Þetta og ým islegt annað var til þess að ég átti við hana nokkur orð þegar ég hitti hana nokkru seinna. Þá kom I ljós að hún vinnur sfnar myndir ekki i neinu dularfullu hugarástandi, heldur lætur hún þegar hún hefur frið og ró alls kyns myndir renna fyrir hug- skotssjónum sinum. Þær myndir sem henni birtast á slikum stund- um reynir hún svo að endurskapa i klippimyndum. Til þess notar hún myndir úr blööum eða hún tekur sjálf myndir sem hún svo klippir til. Þannig reynir hún aö nálgast i myndum ýmislegt sem konur almennt byrgja meö sér, t.d. þá andúö sem konum er innrættá líkama sfnum. Aöspurð sagði Kluge að hún, og þær sem ynnu á svipaðan hátt I Danmörku, væru ekki I neinu verulegu sam- bandi við þær bandarisku mynd- listakonur sem setja dulúð sem aðalatriði i' myndgerð. Helen Lait Kluge vann hvaö mest danskra aö -undirbúningi kvennalistahátiöar- innar, og ef til vill er það einhver skýring á því hve fjölmennar dulúðar-myndlistakonurnar bandarisku voru hér. Svo ákveðið dæmi sé tekið um eitt slfkt verk má nefna gjörning önnu Mavor „Samkomu hafmeyjanna”. öllum var frjálst að taka þátt i gjörningnum og þátttakendur fengu blað sem á stóð m.a. að haf- meyjar heföu endur fyrir löngu veriðgyðjur sem kenndu fólki allt um hafið, en uröu seinna aö léttúðugum konum sem tældu saklausa sjómenn út i opinn dauð- „Kraftur” eftir Helen Lait Kluge frá ’78. ann. Til að komast i tengsl við hinn upphaflega kraft i hinni fornu goðsögn var lagt af stað með strætó út á Löngulínu með blóm og bjöllur (svona eins og ajipelsinugulu Hari-Krisna- munkarnir nota!). „Litla haf- meyjan” sat i rólegheitunum út á LönguJinu og átti sér einskis ills von, hvaðþá heldur átti hún von á þvi að hópur kvenna kæmi til að skrýða hana blómum. Konurnar mynduðu hring, héldust i hendur ogsungu mér ókunnan helgisöng. Égfór ekkert kraftmeiri heim til mln en ég kom, — en mér virtist ég vera ein um þaö. Helen Lait Kluge er ein þeirra myndlistarkvenna sem um árabil hefur lagt megin áherslu á að vinna verk sem tengjast kven- frelsisbaráttunni. Ariö 1973 tók Frá gjörningnum „Samkoma hafmeyjanna” á Löngulinu. hún og fleiri myndlistakonur sig saman um að undirbúa kvenna- sýhingu. tJtkoman var sýnd á Charlottenborg 1975 og var eftir þvi sem fróöar konur herma, mjög athyglisverö sýning. Bókar- útgáfa og gallerístofnun voru framhald af samstarfinu við Charlottenborgar-sýninguna. Um tuttugu konur skrifuðu og skipu- lögðu bókina „Myndir sem baráttutæki, Kvennamyndir frá 1968 til 1977.” Það tók tvö ár að fullvinna bókina þvl áhersla var lögð á samvinnu, og allar konurn- ar lásu allar greinarnar og gagn- rýndu o.s.frv. Þær lærðu mikiö af þessari vinnu. Aðrar konur vildu heldur nota orkuna til að koma kvennagallerli á laggirnar. Þaö gekk vel og var starfrækt I nokkur ár. en fyrir nokkrum mánuöum var starfsemin stokkuð upp og flutt I nýtt og stærra húsnæöi. Nú er Kvennagalleríið meö athyglis- verðustu gallerfum I bænum. Kluge var ein þeirra sem sömdu „Myndir sem baráttu- tæki” og þvl spurði ég hana hvort hún áliti ekki að myndir hennar gætu orðið sterkara baráttutæki efhún ynni þær meira meðvitað. Svarið var á þá lund að við vær- um svo mótaðar á alla lund af hugsunarhætti karla aö við gæt- um aldrei veriö vissar hvénær við værum aö gera myndir eftir þeirra forskrift, dullinni eða ljósri. Hún tæki þann valkost aö reyna að kanna sérlegt myndmál kvenna og liti á það sem sitt framlag til leitarinnar aö nýjum sjálfumleika (identity) kvenna. Og lagði áherslu á að leitin að nýjum sjálfumleika væri mikil- vægur þáttur kvenfrelsisbarátt- unnar. Svala Sigurleifsdóttir. Kaupmannahöfn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.