Þjóðviljinn - 15.08.1980, Page 16

Þjóðviljinn - 15.08.1980, Page 16
UOÐVIUINN Föstudagur 15. ágúst 1980 — AðalsIPii Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L'tan þess tlma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum slmum : Hitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími kvöldsími Afgreiðsla 81285, Ijósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I afgreiðslu blaösins isfma 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Jl Vestfirsku frystihúsin: á mánudag Opna — Við byrjum núna á mánu- daginn kemur eins og til stóð og ég veit ekki betur en að húsin hér á svæöinu geri það, sagöi Hans Haraldsson hjá hraöfrystihúsinu Norðurtanganum á tsafirði, er blaðið hafði tal af honum í gær. Eins og kunnugt er lokuöu frystihús á Vestfjörðum i júli- mánuöi.; (þó ekki öll). Geymslu- rými frystihúsanna var þá fullt orðið og losun á þvi ekki i sjón- máli. Var þvi brugðið á það ráð, að veita starfsfólkinu „sumar- leyfi” um sinn. Áformað var i öndverðu að opna húsin aftur þann 18. ágúst og stenst sú áætl- un. — Þetta er allt aö komast i eðli- legt horf, sagði Hans Haralds- son, — og togarinn fer út á morg- un (i dag). Frystigeymslurnar eru að visu enn fullar en einhver smá útskipun verður á morg- un, — föstudag — , og fleiri eru framundan. Þetta ætlar þvi allt að koma heim og saman þannig að rými losnar jafnóðum og á þvi þarf að halda. Taldi Hans að rekstrartruflanir vegna rúm- leysis I húsunum ættu þvi ekki að koma til á næstunni. ,,t reynd hefur þetta komiö út sem „nor- malt” sumarleyfi”, sagði Hans Haraldsson. — mhg Kjötbirgðirnar 1. ágúst Hefðu átt að duga tíl haustslátrunar „Punkturinn” vill 100 hernáms- andstæðinga Aðstandendur kvikmyndar- innar „Punktur, punktur, komma, strik” hafa beðið Þjóö- viljann um að koma þeirri mála- leitan á framfæri aö um eitt hundrað hernámsandstæðinga vanti til að leika þátt i hernáms- andstæðingagöngu, sem gerast á áriö 1963, en verður kvikmynduð á Snorrabraut i Reykjavik laugardaginn 23. ágúst um kl. 13. Þeir sem vildu vera með I göngu þessari, eru beðnir aö gefa sig fram i bækistöð „Punktsins” I Hagaskóla viö Fornhaga sunnu- daginn 17. ágúst kl. 10-17 og hafa helst meðferðis gömlu gönguföt- in. Eitthvað mun þó vera til af búningum t.d. á yngra fólk sem ekki á gömul föt i fórum sinum. Fjórir hinna rúmlega 60 höfunda voru á fundinum meö biaðamönnum í g*rj frá v. Knútur Eðvarðsson, Klara Björg Jakobsdóttir, úlfhildur Dagsdóttir og Arna Einarsdóttir. Ljósm. Ella Menntamálaráðuneytið gefur át bók: „Börn”- eM í myndum og máli „Börn” nefnist bók sem menntamálaráðuneytið hefur gefið út. t hana rita börn, sögur, ritgeröir og Ijóð og fjöidi mynda eftir börn prýðir bókina. A barnaárinu var ákveðið að efna til samkeppni um ritað efni og myndir, svo börn gætu komið á framfæri eigin hugarverkum. Arangurinn getur að lita I ákaf- lega fallegu verki og það kemur i ljós að krakkarnir hafa ýmislegt að segja um veröldina og full- orðna fólkiö sem er hreint ekki til fyrirmyndar að þeirra dómi. Börnin eru á aldrinum 6-15 ára og skrifa um allt milli himins og jarðar. Hér er eitt dæmi, ljóð eftir Rögnvald Sæmundsson 11 ára. Frimerkjaljóð Ég á frimerki óstimplað ekki er það nú gaman annaö er nú ofprentaö ónýtt og lfmt saman. Ég safnaði áður lýðveldinu en það gekk ekki vel. Það er út af uppeldinu að nú ég bara sel. Það voru þau Pétur Bjarnason, Sigriður Thorlacius, Vilborg Dag- bjartsdóttir og Hinrik Bjarnason sem völdu efnið, en fram- kvæmdanefnd barnaárs sá um út- gáfuna. Blaöamönnum var kynnt bókin I gær og þar voru fjórir höfundar mættir, Arna Einarsdóttir, Knút- ur Eðvarðsson, Clfhildur Dags- dóttir og Klara Björg Jakobs- dóttir ásamt forsvarsmönnum barnaársnefndarinnar. Þau voru hin hressustu yfir bókinni, en þetta mun vera i þriðja sinn sem bók með efni eftir börn er gefin út hér á landi. Svandis Skúladóttir formaöur Barnaársnefndarinnar sagðist vilja leggja áherslu á að bókin væri bæði fyrir börn og fullorðna. Bókin kemur á markað næstu daga, en Skólavörubúðin sér um dreifingu. Verðið er kr. 5000. Sigriður Thorlacius bætti þvi viö aö á kvennaráðstefnunni I Kaupmannahöfn i siðasta mánuði hefðu þær kynnt bókina og hún verið rifin út. Þaö voru allir sam- mála um að bókin gæfi ýmsar hugmyndir um skoöanir barna á heiminum og væri fullorðnum holl lesning. —ká Viku fyr en áætlað var liggja nú fyrir tölur um kjötbirgðir landsmanna 1. ágúst sl. og voru þær þá 1378/4 tonn í öllum verð- flokkum. Höfðu birgðirnar þá minnkað um 619 tonn frá l. júlí sem er meira en sem nemur meðalmánað- arneyslu landsmanna. Birgðirnar 1. ágúst hefðu þó átt að duga fram að haustslátrun, segir i frétt frá Framleiðsluráði land- búnaðarins. Hjá Afurðasölu SÍS voru 1. ágúst til 140,8 tonn og hjá Slátur- félagi Suðurlands 237 tonn. Afurðasala SIS hefur auk þess fengið utan af landi nú i ágúst 80 tonn. Einnig má gera ráð fyrir að margir kjötkaupmenn hafi átt eitthvað af dilkakjöti i upphafi mánaðarins. Meðalsala þessara tveggja stærstu dreifingaraðila i Reykja- vik var fyrstu 7 mánuði ársins 361,5 tonn af dilkakjöti á mánuði en frá 1. ágúst hafa birgðir og að- flutt kjöt verið 458 tonn. Þetta magn hefði átt að duga út þennan mánuð og vel þaö, miðað við eðli- lega sölu. Það má gera ráð fyrir að nokkuð af dilkakjöti ■ veröi flutt utan af landi beint I verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Einnig má reikna með að Afurðasalan fái eitthvað af dilkakjötinu utan af landi áður en slátrun hefst i haust. Nokkrir sláturleyfishafiar hafa þegar selt allt sitt kjöt. Mest var til á Húsavik 1. ágúst, eða 116 tonn, i Búðardal voru til 94 tonn, á Sauðarkróki 82 tonn, I Borgarnesi 77 tonn og á Egilsstöðum 77 tonn. Samtals voru til hjá sláturleyfis- höfum utan Reykjavikur 1000,6 tonn af dilkakjöti 1 ágúst sl. Mið- að viö eðlilega sölu og neyslu á dilkakjöti eins og hún hefur verið undanfarin ár, hefði þetta kjöt átt að duga fram að haustslátrun. — mhg Efnahagsnefndin skilaði áliti i gær: . i Fjölþætt hugmyndaskrá Útvarp og sjónvarp 25% hækkun segir Ólafur Ragnar Grimsson sem sœti á í nefndinni „Efnahagsnefndin hefur sent rikisstjórninni hugmyndaskrá yf- ir ýmis þau atriði sem fram hafa komiö i nefndinni, en okkur þykir rétt að rikisstjórnin og þingflokk- arnir taki afstöðu til þessara til- lagna áður en lengra er haldið I störfum nefndarinnar” sagði Ólafur Ragnar Grimsson sem sæti á I efnahagsnefnd rikis- stjórnarinnar, en nefndin skilaði áliti til stjórnarinnar I gær. Þótt innan nefndarinnar hafi komið fram mismunandi áhersl- ur á einstök atriði” sagði Ólafur Ragnar ennfremur „þá tel ég aöþessi hugmyndaskrá geti orðið grundvöllur að heilsteyptri stefnu I efnahagsmálum sem feli i sér viðtækar aðg. gegn veröbölgu á næstu misserum; verulegar breytingar á rekstrargrundvelli atvinnuvegann a; nýskipan bankakerfisins, afurðalánum og uppstokkun vaxtamálanna. 12. kafla álitsins eru ennfremur viðtækar tillögur um stjórnkerfis- breytingar sem til samans gætu lagt grundvöll að verulegri kerfisnýsköpun á sviði hagstjórn- ar. 13. kaflanum er svo fjallað um almenna stefnu i atvinnumálum, fjárfestingarstjórn og sveiflu- jöfnun” sagöi Ólafur Ragnar að lokum. Að sögn Jóns Orms Halldórs- sonar aðstoðarmanns forsætis- ráðherra sem er formaður efna- hagsnefndarinnar þá mun rikis- stjórnin fjalla um tillögur nefnd- arinnarnæstu 1-2 vikur. Jón Orm- ur vildi ekki frekar en ólafur Ragnar tjá sig um einstök atriði tillagnanna og sagði að þær væru á þessu stigi algjört trúnaðarmál. Fram kom þó hjá Jóni eins og hjá ólafi Ragnari að hér væri um mjög viðtækar hugmyndir að ræöa er tækju til flestra þeirra þátta er áhrif hafa á verðbólgu- þróunina. Jón Ormur sagðist vilja láta það koma fram að fullyrðingar sem birtst hafa i fjölmiðlum um að nefndin gerði tillögu um skerð- ingu verðbótavisitölu væru al- gjörlega rangar. Efnahagsnefndin hefur nú starfaö i um einn og hálfan mán- uð og af hálfu Sjálfstæöismanna hafa starfað i nefndinni þeir Jón Ormur og Eggert Haukdal. Alþýðubandalagið tilnefndi Ólaf Ragnar Grimsson og Geir Gunn- arsson, en Þröstur ólafsson hefur starfað að mestu i stað Geirs i nefndinni. Frá Framsóknar- mönnum hafa verið Guðmundur G. Þórarinsson, Bjarni Einarsson og Margeir Danielsson, en þeir tveir síðast nefndu hafa setið fundina sem varamenn Halldórs Asgrimssonar. — þni Ríkisstjórnin heimilaði í gær 25% hækkun á gjald- skrá ríkisútvarpsins og 30 og 40% hækkun á auglýs- ingaverðinu. Eftir þessa ákvörðun kostar hálfs árs afnotagjald af útvarpi og litsjónvarpi 41.200 krónur, af útvarpi og svart-hvitu tæki 32.800 kr. og afnotagjald útvarps er 10.700. Auglýsingagjaldskrá útvarps- ins hækkar um 30% 1. september n.k. en 1. október hækka auglýs- ingataxtar sjónvarps um 40%. Kostar hver minúta i auglýsinga- timanum þá 350.000 kr. en kostar 250.000 núna. —AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.