Þjóðviljinn - 04.09.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.09.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. september 1980. ÞJÓÐVIL^INN — SÍÐA 11 íþróttir íþróttir Þorsteinn sýndi snilldartilþrif þegar hann varöi skot Blokhin og sýndi þar og sannaði aö hann er markvöröur i fremstu röö. Mynd: — gel. Sigurður slasaðist A myndinni hér aö ofan séstþegar Þorsteinn varöi vltaspyrnu frd Buzjak. Þetta var einstaklega snaggaralega gerthjá Steina og fögnuöu áhorfendur honum innilega aö ieikslokum. Mynd: —eik. Islensku landsliðsstrákarnir stóðu sig vel þrátt fyrir 1:2 tap: Sovéska biminum velgt hressilega undir uggum //Þetta var eins og viö vissum fyrirfram. Viö yrö- um að halda knettinum til þess aö eiga möguleika á að fá marktækifæri. Það gerðum við ekki í fyrri hálfleiknum, bárum hrein- lega of mikla virðingu fyr- ir Sovétmönnunum. i seinni hálfleiknum fór þetta að lagast og þá tókst okkur að sækja," sagði Guðni Kjartansson, lands- liðsþjálfari í knattspyrnu í gærkvöldi að afloknum leik islands og Sovétríkj- anna. Leiknum lauk með naumum sigri þeirra sovésku, 2-1 og er óhætt að fullyrða að þessi árangur strákanna okkar er mun betri en gert var ráð fyr- ir, því að með liðinu i gær- kvöldi lék enginn af okkar frægu atvinnumönnum. Yfirburöir Sovétmannanna i hraða, tækni og snerpu komu mjög fljótlega i ljós, islensku strákarnir hlupu eins og óðir hundar um allan völl án sýnilegs árangurs. A 18. min komst Andrev innfyrir islensku vörnina, gaf fyrir en kollspyrna hins fræga Bolkhin fór naumlega yfir. Aðeins 2 min siðar var Andrev enn aö hrella varnarmennina okkar og Orn Óskarsson þurfti að gripa til þess óyndisúrræöis að fella kapp- ann i vitateignum. Vitaspyrna. Leikmanni no. 10 Buzjak, var fal- iö aö taka spyrnuna, en Þorsteinn Bjarnason gerði sér litiö fyrir og varði (sjá mynd hér að ofan)!! Glæsileg markvarsla. Sovét- mennirnir héldu yfirburöum sin- um og þeir sóttu aö íslenska markinu, en án mikils árangurs. Þeir fengu að leika sér að vild ut- an vitateigs, en þegar nær dró markinu voru þeir teknir meö tveimur hrútshornum. Sóknarþungi Sovétmanna hlaul þó að gefa af sér mark, fyrr en Árni Sveinsson skoraði mark Islands af 30 m færi inn hrökk út I teiginn til Guð- mundar Þorbjörnssonar. Honum tókst að skalla en nú bjargaöi markvörðurinn sovéski naum- lega. Sannarlega spennandi loka- minútur. seinna og á 35. min uppskáru þeir laun erfiöis sins. Marteinn var að gaufa með knöttinn á miöju vall- arins og missti hann. Boltanum var kýlt inn i vitateig Islands, beint til leikmanns no. 9, Gavri- lov, og hann skoraði örugglega undir Þorstein, markvörð. í upphafi seinni hálfleiks fór landinn að koma meira inn I myndina, en undirtökin voru samt Sovétmannanna. Þeir fengu 2 mjög góö færi, Bessonov skall- aði rétt framhjá og Blokhin lét Þorstein verja frá sér úr sann- kölluðu dauðafæri. Sá sovéski var kominn á auöan sjó og hugðist vippa snyrtilega yfir Þorstein og I markið. Steini sá við honum og varði með miklum tilþrifum, eins og sést á myndinni efst i hægra horninu. Um miöbik hálfleiksins fóru sóknarlotur islenska liðsins loks að gefa af sér marktækifæri. A 69. min komst Guðmundur Þor- björnsson innfyrir sovésku vörn- ina, en fast skot hans fór naum- lega framhjá. Aðeins 2 min. seinna varö sovéski markvörður- inn að taka á honum stóra slnum til þess að bjarga skoti frá Arna úr aukaspyrnu. Þeir félagarnir Árni og sá sovéski áttust aftur viö 3 min. siðar og nú reið Arni feit- um hesti frá viðureigninni. Marteinn tók aukaspyrnu á miðj- um vellinum, sendi langt inn i vitateiginn og sovéski mark- vörðurinn sló boltann út á völlinn á nýjan leik. Arni tók knöttinn á lofti og sendi hann i stórum sveig yfir alla sovesku varnarmennina og markvöröinn og i markiö, 1-1. Ahorfendur á Laugardalsvellin- um beinlinis ærðust af fögnuði. Var virkilega möguleiki á að ná stigi af sovéska birninum? Eftir markiö keyrðu Sovét- mennirnir upp hraöann sem mest þeir máttu og áttu islensku strák- arnir fullt I fangi með aö verjast. A 79 min. brunaði Blokhin upp aö endamorKum og þrumaöi bolt- anum fyrir markið. Tittnefndur Andrev kom á fleygiferö á móti boltanum og skailaði hann firna- fast i markiö, án þess aö Þor- steinn kæmi vörnum viö, 2-1, Nú vareins og Sovétmenn drægju sig inn i skel, þeir virtust ánægðir með aö sleppa héðan með stigin tvö. Islensku strákarnir mögn- uðust er þeir fundu þetta og hófu stórsókn. A siðustu min leiksins máttu Sovétmennirnir vera heppnir að fá ekki á sig mark. Eftir langt innkast barst boltinn til Sigurðar Grétarssonar I mark- teignum og hann kastaði sér fram og skallaði að marki. Einum sov- esku varnarmannanna tókst að bjarga á marklinunni, en knöttur- Sovétmennirnir eru meö mjög sterkt landsliö, en þaö leikur ósköp svipað og önnur austan- tjaldslið. Mest er byggt á hrööu þrihyrningaspili, sem reyndar getur verið mjög árangursrikt. Þeirra helsti veikleiki er að þeir eru of rigbundir i leikkerfi og eng- inn virtist hafa kjark til þess aö brjótast úr viðjum leikkerfisins. Hvaö um það, þetta er sparða- tinsla þvi það er skoðun undirrit- aðs að þetta sovéska landslið sé mun sterkara en landslið Wales, sem viö töpuöum fyrir i vor 0-4. Bestur leikmenn sovéska liðs- ins i gærkvöldi voru no 5. Gavri- lov, no 8, Bessonov og no 7, And- rev. tFramhald á bls. 13 „Barátta liðsins góð” Mike Engiand, landsliösein- valdur welska landsliðsins i knattspyrnu var meöal áhorfenda á leik tslands og Sovétrikjanna i gærkvöldi. Var hann að viða að sér upplýsingum um sovéska landsliðið. 1 stuttu spjalli við Þjv. i gær sagði England, að rússneska liðið sem keppti hér væri „týpiskt” rússneskt landslið. Þeir væru vel þjálfaðir og með góöa knatttækni. Þó væru augljósir vankantar á leik liðsins, eins og t.d. hvernig aftasti maður varnarinnar léki. „Hann er alltof aftarlega, þeir eru þarna með atvinnulausan mann”. „Þrátt fyrir allt held ég að við Walesbúar þurfum ekki aö óttast úrslitin þegar við leikum gegn sovéska landsliöinu, við erum ekkert hræddir við þá,” sagði Mike England ennfremur. —IngH „Lét mig vaða í hornið” „Þessir hægrifótarkarla r sparka i 75% tilvika I vinstra hornið og ég tók sénsinn á þvl að þessi gerði það einnig. Þetta tókst siðan og ég varði”, sagöi Þor- steinn markvörður Bjarnason aö leikslokum aöspurður um það hvort hann hefði fundiö á sér I hvort horniö sá sovéski myndi sparka I vltaspyrnunni, sem - Steini varði. „Þegar Blokhin komst innfyrir reyndi hann að vippa yfir mig, en boltinn var heldur neðarlega hjá honum og það var þvi ekki mjög erfitt að góma hann”, sagði Þor- steinn og bætti viö: „þessi úrslit sýna að við erum á réttri leið og viö getum staðið i þessum stóru körlum ef við viljum”. — IngH Sigurður Grétarsson, hinn ungi miðherji landsliðsins, fékk það slæmt högg undir bringuspalirnar I leiknum I gærkvöldi aö flytja þurfti hann á slysavaröstofuna til rannsóknar. Eftir þvi sem næst verður komist voru meiðsli hans ekki aivarleg. A lokaminútu leiksins kastaði Siguröur sér fram og skallaöi á sovéska markið, en rakst um leið i einn sovéskan leikmann með framangreindum afleiðingum. Þá fékk Pétur Ormslev mikiö högg á hnéð og hann þurfti að yfirgefa leikvöllinn. „Skrautleg- ast” voru hins vegar meiðslin sem Sigurlás Þorleifsson hlaut A honum voru takkaförin frá brjóstkassanum og niöur að..... — IngH „Við sigrum >» „Eftir að við jöfnuðum var eins og aukinn baráttukraftur færðist I okkur og jafnframt fórum við að halda boltanum og spila. Þá feng- um við nokkur góð færi, sem við hefðum getað skorað úr. Anægð- astur er ég samt með hvað baráttan I liðinu var góð allan timann og það er góðs viti,” sagði fyrirliði landsliðsins, Marteinn Geirsson eftir leikinn I gærkvöldi. „Rússarnir eru geysilega sterkir og ég hef trú á að þeir eigi eftir að sigra i riðlinum,” sagði Marteinn ennfremur. —IngH Sigur og tap Landslið tslands I badminton lék tvo fyrstu leiki slna I Austur- riki s.l. laugardag og þriðjudag A laugardag sigraði landsliðið úrvalslið Vinarborgar 6:5, en tapaði á þriðjudag fyrir landsliði Austurrikis með 2:5. Úrslit Helstu úrslit I 2. umferð enska deildarbikarsins I gærkvöldi urðu þessi (feitletruð lið áfram): Sunderland—Stockport 1:2 Leicester— WBA 0:1 Tottenham —Orient 3:1 Peterb. — Forest 1:1 Bla ckpool — Everton 2:2 Leeds — Aston V. 1:3 Man.City—Stoke 3:0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.