Þjóðviljinn - 04.09.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.09.1980, Blaðsíða 13
Björgunar- beltið Markús kynnt Markús B. Þorgeirsson skip- stjóri sýnir og kynnir björgunar- beltiö Markús almenningi kl. 16.30-18.00 i dag i húsi Slysa- varnarfélagsins á Grandagaröi i Reykjavik. Skipstjórar og út- geröarmenn loðnu- og sildar- veiðiskipa eru sérstaklega hvattir til aö mæta. Blöð og tímarit Húsnæðis- og bygg- ingamál SVEITARSTJORNARMAL, 4. tbl. 1980, er nylega komið út. Alexander Stefánsson, alþm, skrifar þar um nýja heildarlög- gjöf um Húsnæðisstofnun riki- sins, Siguröur E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri, um verka- mannabústaðalögin 50 ára, og birt er yfirlit um útboð á leigu- Ibúðum sveitarfélaga i ár. Hákon Ölafsson, yfirverkfræðingur, á grein um eftirlit á byggingarefni, kynntar eru reglur um greiðslu oliustyrks og jöfnun oliukostn- aðar, og Vilhjálmur Grimsson, bæjartæknifræðingur skrifar um verklegar framkvæmdir sveitar- félaga. Guömundur H. Ingólfs- son, forseti bæjarstjórnar á Isa- firði, ritar um reynsluna af sam- einingu Isafjarðar og Eyrar- hrepps fyrir tiu árum, Heimir Steinsson, Skálholtsrektor, á grein um Skálholtsskóla og sam- töl eru við verkfræðingana Gutt- orm Þormar og Gunnar I. Ragnarsson um umferðarað- stæöur við grunnskóla. Fimmta Sigga Viggan Út er komin 5. vasabrotsbókin um teiknimyndafigáruna Siggu Viggu og félaga, eftir Gisla J. Ástþórsson. Nafn bókarinnar er „STATTU KLAR SIGGA VIGGA”. Teiknimyndasögurnar um Siggu Viggu eru einu Islensku myndasögurnar sem koma út I vasabroti. r A dagskrá Framhald af bls. 9. ana, sem hingað til hafa látið smáfuglana klekja út og ala upp afkvæmi sin, sjá einn daginn smáfuglahreiðrin auð og yfirgef- in, en I þeirra stað fullbúin hreið- ur ránfugla erlendrar stóriðju. Trúlega yrðu hlutverkaskipti. Gráöugir ránfuglsungarnir myndu trúlega sparka þessum al- kunnu snlkjudýrum úr hreiðrinu. Lögmál frumskógarins yrðu sem sé I fullu gildi. Það verður gaman að lifa hér á landi þegar syndahafurinn, land- búnaðurinn, er allur og syndahaf- ur nr. 2, sjávarútvegurinn treður helslóðna, en viö blasa blámóðu- ský frá fjölda álvera umhverfis landið. Landpóstur Framhald af bls. 12 áttu von á i upphafi. Kvótinn miðar að þvi að koma I veg fyrir kaupphlaupið um sifellt stærri bú. Fóðurbætisskatturinn er ósanngjarn gágnvart þeim kúabændum, sem búnir eru, vegna kvótans, aö draga úr framleiðslunni. Hvað um lágan, flatan fóðurbætisskatt á alla jafnt? Bændur verða að njóta forgangs um fyrirgreiðslu við aukabúgreinar en ekki spekulantar. — mhg TOMMI OG BOMMI Fimmtudagur 4. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 íþróttir Framhald af bls. 11. Þaö er engin ástæða til þess aö hrósa Islensku strákunum fyrir fyrri hálfleikinn i gærkvöldi. Þeir virtust ekki vera þá með á nót- unum langtimum saman og voru hreinlega heppnir að fá ekki á sig nokkur mörk. I seinni hálfleikn- um brá hins vegar svo við aö þeir fóru að halda knettinum, sem var bein afleiöing af meiri dýpt I leik varnarinnar. Þetta gaf góða raun og siðasta hluta leiksins má segja að við höfum átt I fullu tré við sovéska liðið. Baráttukrafturinn I liðinu mest allan leikinn var aðdáunarverður og það er einmitt það sem áhorf- endur vilja sjá. Þorsteinn átti stórleik i markinu að þessu sinni og eins voru bakverðir liðsins,. Orn og Viðar, traustir. Magnús, Guðmundur, Arni og Albert börð- ust vel á miðjunni og i framlin- unni var Sigurður Grétarsson mjög sprækur. Efnilegur strákur á ferðinni þar. Að lokum segi ég einungis takk fyrir mig og meira af sliku. — IngH Nýlagnir, breyting- ar, hitaveítuteng- ingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin). Síminn er 81333 Múonum ALÞÝÐU b an d al ag ið Kjördæmarádstefna Alþýöubandalagsins á Vestfjöröum Alþýðubandalagið á Vestf jörðum boðar til kjördæmisráðstefnu að Holti i önundarfirði dagana 6. og 7. september n.k. Ráðstefnan hefst laugardaginn 6. september kl. 2 eftir hádegi. A kjördæmisráöstefnunni verður rætt um stjórnmálaviðhorfiö, um hagsmunamál kjördæmisins og um félagsstarf Alþýðubanda- lagsfélaganna á Vestfjöröum. Þá veröur einnig fjallaö sérstaklega uni húsnæöismál. Kosin verður stjórn fyrir kjördæmisráðið og aðrar nefndir eftir ákvörðun fundarins. Gestir á kjördæmisráöstefnunni veröa Svavar Gestsson, félags- nálaráðherra og Kjartan Ólafsson, ritstjóri. Stjórn kjiirdæmisráðsins. Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur. alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni heldur almenna félagsfund fimmtudaginn 11. september kl. 20.30að Kirkjuvegi7 Selfossi. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kynnt tillaga að reglum um forval. 3. Nýja húsnæðislöggjöfin. Framsögumaður Ólafur Jónsson. 4. Garðar Sigurðsson og Baldur Oskarsson ræöa stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. Alþýðubandalagið i Reykjavík Umræðufundur um kjaramál. 1. fundur i umræðufundarröð um kjaramál verður fimmtudaginn 4. sept. kl. 20.00 á Grettisgötu 3. Á fundinum hefur Hrafn Magnússon framsögu um lifeyrissjóöamál. Stjórn ABR. Kvakk FOLDA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.