Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 11
;.lkbyggiretohus U að vera emhvers- ;taðar heldur td að v nft sér um^ver^1 skapa sei u þar sem Þaö ætlar aö búa i síðasta mánuði voru veitt verðlaun i samkeppni um íbúðabyggðog skipulag Ástúnslands i Kópavogi, sem bæjarstjórn Kópavogs efndi til fyrr á þessu ári. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga arkitektanna Árna Fr iðrikssonar, Knúts Jeppesen og Páls Gunn- laugssonar. Samstarfs- maður þeirra við tillögu- gerðina var Stanislas Bo- hic og aðstoðarmaður Valdemar Harðarson. Þeir Árni og Páll starfa á arkitektastofu Knúts að Bergstaðastræti 44 og þangaö fór blaðamaður Þjóðviljans fyrir skömmu til að hitta þremenningana að máli. Fyrst voru þeir beðnir að lýsa verðlauna- tillögunni. Arkitektarnir á vinnustofunni viö Bergstaöastræti. F.v. Páll Gunnlaugsson, Árni Friöriksson og Knútur Jeppesen. — Mynd: — gel. Á þessari loftmynd sést vel yfir Ástúnslandiö sem samkeppnin stóö um. Bærinn Ástún ofarlega til hægri á myndinni umvafinn trjágróöri. — Mynd: — gel. „Setjum manneskjulegt umhverfi í öndvegi” „Viö leggjum til aö á þessu svæöi veröi byggö svokölluö par- hús, þ.e. tvö sambyggö „enda- hús”, einnig nokkur einbýlis- og þríbýlishús. 011 húsin eru meö risi, portbyggö. Byggingarlandiö er mjög bratt og þvl leggjum viö til aö byggöinni veröi skipt I tvö aöalstvæöi, Efra-tún meö um 30 Ibúöum og Neðra-tún meö um 40 Ibúöum, en svæöiö þar á milli þar sem brattast er veröi opiö úti- vistarsvæöi. Viö stillum húsunum talsvert þétt, sem getur skapaö fjöl- breytta og góða rýmismyndun þegar best til tekst. Reynslan hef- ur kennt okkur aö þétt byggö stakstæðra húsa er skjólmynd- andi, en aftur á móti hafa sam- felldar húsalengjur oft valdiö erf- iöum vindgangi. Einnig gefa stakstæö hús talsverða möguleika á útsýni milli húsa. Þar sem land- hallinn er mjög mikill á bygg- ingarsvæðinu viöa yfir 1:0 leggj- um viö til að húsin séu reist á til- búnum stöllum. Þaö bæöi dregur úr skuggamyndun I noröurbrekku og eins geta jarövegsstallar og garöar gefiö byggðinni skemmti- legt einkenni. Ganagandi vegfarendur hafaforgang Umferöarkerfi hverfisins er skipulagt þannig, aö gangandi vegfarendur hafa. forgang. Létt bflskyli standa þétt aö hellulögö- um húsagöröum, en eitt bilskýli er fyrir hverja Ibúö. Húsagöturn- ar eru lokaöar svo aö ekki er mögulegur gegnumakstur og hindrunum er komiö fyrir sem halda niöri ökuhraöa. Aöalgangstlgar liggja þvert yf- ir húsagöturnar og njóta for- gangs, en á húsagötunum er blönduð umferö gangandi og ak- andi. Hver húsagata er um 100 m. aö lengd. Aðalleiksvæöi er eins og áöur sagöi á milli Efra- og Neðra-túns, en auk þess veröa minni leiksvæði á lokuöum svæöum milli húsaþyrpinga og tengjast þau saman meö göngustigum innan hverfanna. Bærinn Astún sem stendur sunnan megin viö byggingar- svæöiö sem viö hann er kennt, á samkvæmt eldra skipulagi aö hverfa. Viö leggjum til I tillögu okkar aö hann fái aö standa áfram sem óumdeilanlegt verö- mæti, og tengist hann þessu nýja hverfi meö þvl aö loka fyrir gegn- um akstur á akbraut (Astún) sem liggur i gegnum bæjarhlaöiö. Þessi akbraut er tenging Ný- býlavegar , /iö hiö nýja hverfi og nieö þvi aö hindra gegnum akstur opnast einnig greiö gönguleiö fyr- ir ibúa væntanlegra fjölbýlishúsa niöur I Fossvögsdalinn. Mikill og fallegur gróöur er I bæjartúninu og viö látum okkur detta I hug aö býlið sjálft veröi nýtt annaöhvort sem æskulýös- heimili og eöa þá dagvistunar- heimili barna. Einfalt húsaform sem gefur mikla möguleika Veröur þetta dýrt hverfi, þ.e. dýrt aö byggja þar miöaö viö tillögur ykkar aö húsagerö á svæöinu? „Alls ekki, húsaformiö er mjög einfalt, hæö og ris, lltill grunnflöt- ur, með möguleikum á útbygg- ingum t.d. gróöurskála, inngang, útigeymslu o.s.frv. Samkvæmt okkar tillögum er enginn hvöð hvaöa byggingarefni nota skal. Viö stingum uppá byggö þar sem steinsteypa og timbur er notaö saman og mynda skemmtilega og lifandi heild. Nú er þetta ekki ýkja stórt svæði sem samkeppnin stóö um. Er þetta þaö sem koma skai, aö skipuleggja i fleiri og smærri ein- ingum? „Viö álltum þetta alveg hæfi- lega stórt skipulagssvæöi. A síö- ustu árum er fariö aö deiliskipu- leggja minni svæöi heldur en áöur og er þaö rétt stefna. Viö þykjumstoft sjá eftir á, aö mistök hafi átt sér staö viö skipulagningu Ibúöarhverfa. Hitt og þetta hefði mátt gera betur og ööruvísi, en allt er þetta liöur I örri þróun I áttina aö betri lausnum þar sem samspil mannlegra og efnahags- legra sjónarmiöa móta heilbrigða heild.” Eigiö þiö von á aö ykkar tiliaga veröi útfærö á þessu byggingar- svæöi? „Þaö er lltill tilgangur meö þvi aö hida samkeppnir ef ekki er unniö eftir þvl sem út úr þeim fæst og.viöurkennt er. Samkeppn- ir eru til þess haldnar aö fá fram nýjar og oft djarfar lausnir. Fólk finnur út nýja möguleika þegar þaö hefur tiltölulega frjálsar hendur viö lausn verkefna. Þaö er alveg nauösynlegur hluti af fram- þróun I skiðulagsmálum aö sam- keppnir séu haldnar. Þær eru öllum til góös, þvi sveitarfélögin fá tillögur og hug- myndir sem eru hvetjandi og nauösynlegur hluti til endur- menntunar allra er hlut eiga aö máli. Einnig fá nýjir kraftar tækifæri til þess aö reyna sig til jafns á viö aöra. Þaö hefur varla veriö nóg hald- iö af sllkum samkeppnum, en þaö hefur samt veriö aö aukast á síö- ustu árum. Aö taka þátt I sllkri samkeppni kostar mikla vinnu og aldrei veit maöur fyrirfram hver árangurinn verður og er metinn. Er almenningur aö vakna til meiri vitundar um skipulagsmál, hafiö þiö t.d. orðiö varir viö ein- hverjar breytingar I þessa átt? „Flestir hugsa furðulega mikiö um bilskúrana, miöaö viö aöra þýöingarmikla eöa þýöingar- meiri þætti, s.s. aökomu, rýmiö milli húsanna, stæröarhlutföll, leiksvæði birtugæöi o.s.frv. Þaö má þó segja að örli á vissri meövitund hjá sumu fólki. Það gerír sér betur grein fyrir þvi, aö þaö er að byggja I borg. Ekki ein- ungis aö byggja hús til aö vera einhversstaöar heldur til aö skapa sér umhverfi þar sem þaö ætlar aö lifa og búa. Látum ekki reglustrikuna ráöa Þiö eruö ekki hræddir um aö þetta nýja hverfi veröi aö svefn- bæ samkvæmt ykkar tillögum? „Þetta er frekar spurning um aöalskipulag en deiliskipulag. Svefnhverfi veröa til þegar at- vinnutækifæri og búseta eru f jarri hvort öðru. Báöir foreldrar vinna e.t.v. utan heimilisins og börnin oft á dagvistunarstofnun I öörum bæjarhluta. — Þáveröa Ibúöar- hverfin aö svefnhverfum. 1 tillögu okkar leggjum viö mik- iö upp úr möguleikum til úti- vistar, gróöri og aö umhverfið bjóöi uppá llf milli húsanna. Meö þessu, svo ekki sé nú talaö um aö færa inn I hverfiö minni háttar at- vinnutækifæri, má gera umhverf- iö liflegra skemmtilegra. Ibúöardreifingin I hverfinu er þannig aö minnst er af stærstu og minnsstu Ibúöunum eöa 10 og 20% en 70% ibúðanna eru 4—5 her- bergja, 120—150 fermetrar. Þá gerum við llka ráö fyrir þvi aö fatlaö fólk geti komist um á auöveldan hátt bæöi innandyra á neöri hæöum húsanna og um allt hverfiö. Engar tröppur eöa stallar eru á aöalstlgum og gesta- salerni íbúðanna er þannig, aö auövelt er aö útbúa þau fyrir hjólastól. Við erum meö þessum tillögum, aö reyna aö setja manneskjulegt umhverfi I öndvegi og látum ekki reglustrikuna eöa stlfar skipu- lagskenningar ráöa feröinni.’2_ jg / / AsS’T U M Rætt viö arkitektana Árna Friðriksson, Knút Jeppesen og Pál Gunnlaugsson sem hlutu r • 1. verðlaun fyrir tillögu að íbúðabyggð og skipulagi Aslands í Kópavogi Sérþekking okkar er lítið notuð varöandi val á gluggatjöldum, áklæöum og gólfteppum Það þótti vel við hæfi að hafa hér i húsablaði við- tal við textilhönnuð, þar sem þeir færast nú mjög i aukana, s.s. Galleri Langbrók og hið ört vaxandi Textilfélag. Blaðið hafði samband við formann félagsins, Ás- rúnu Kristjánsdóttir, hún er kennari við mynd- og handmenntadeild Fjölbrautaskólann i Breiðholti, og var einn af stofnendum Galleri Sólon íslandus og Galleri Langbrók. Ásrún hefur meðal annars gert gluggatjöld fyrir Liknarhúsið svonefnda i Arbæjarsafni, sem nú er skrifstofa safnsins! Ég spurði Ásrúnu hvernig þvi verki hafi verið háttað. „Nanna Hermannsdóttir sá eftir mig þrykkt efni I Galleri Langbrók og vildi fá mig til aö þrykkja gluggatjöld fyrir húsiö. Ég fór og skoðaöi húsið sem var sérlega skemmtilega uppgert og mjög til alls vandaö. Ég byrjaöi á þvl aö mæla upp alla glugga sem voru af ýmsum gerðum og skrifa niöur hjá mér litasamsetningu i hverju herbergi fyrir sig. Ég valdi tvö hliöstæö munstur og haföi annaö á neöri hæöinni og hitt á efri hæöinni. Síöan þrykkti ég gluggatjöldin i litum sem áttu viö hvert herbergi fyrir sig. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni fyrir textilhönnuö. En umfang svona verks er þó svo mikiö, aö aðstaöa min i dag er ekki nógu góö til aö ég treysti mér til að taka mikiö af svona verk- efnum aö mér. Viö sem erum i Gallerl Langbrók höfum allar skapaö okkur sæmilega aöstööu hver I sinu lagi en draumurinn er þó að koma upp stóru sameigin- legu tauþrykkverkstæöi, þar sem allir sem fást viö þrykk gætu haft aögang aö. Þá gætum viö sameiginlega keypt okkur þau ýmsu tæki sem til þarf. Fullkomiö verkstæöi gæti annað stórum verkefnum og ein- faldaö alla vinnuframkvæmd og jafnvel lækkaö kostnaö. Við textllhönnuöir höfum fullan hug á og höfum gert tilraun til aö kynna innanhúsarkitektum okkar verksviö i von um að þeir not- færöu sér okkar sérþekkingu. Þvi miöur hefur ennþá litiö veriö um slika samvinnu aö ræöa. Þaö ætti aö hafa okkur með i ráöum t.d. þegar velja á giuggatjöld, áklæöi og gólfteppi I ýmiss konar opin- berar byggingar. Textilhönnuöir hafa sérþekk- ingu á efni og eiga þannig auövelt meö aö finna út hvaöa tegund textils hæfir hverju sinni. Textil- menntun er mjög yfirgripsmikil s.s. listvefnaður, almennur vefn- aöur, hand og verksmiðjuunnið þrykk, fatahönnun, prjón, hekl og saumur og er mismunandi hvað hver og einn hefur valiö sér sem aöalgrein. 1 öllu þvi flóöi teppa, áklæöa og gluggatjalda sem streymir inn I landiö er mikilvægt aö hafa sér- þekkingu viö val á sliku. Þá má vekja athygli á þeirri gömlu minnimáttarkennd Islendinga aö halda aö allt sé betra sem kemur frá útlöndum, þegar eitthvert besta efni sem völ er á fyrir textfliönað er Islenska ullin. Rætt viö Ásrúnu Kristjánsdóttur textílhönnuö Allar þær tilraunir sem geröar hafa verið til þess að vinna ullina á þann hátt aö gera hana sam- keppnisfæra hafa koðnaö niöur vegna þess aö stjórnvöld hafa ekki stutt þær nógu markvisst. Þvi vissulega þurfum viö vélar til þess að ná út úr ullinni öllum þeim eiginleikum sem hún býr yfir. Ég tel ástæöuna fyrir þvi, aö fólk er svo fálmandi þegar þaö stendur frammi fyrir vali á ein- hverri vöru þá.að þarna er gat i skólakerfinu, verkmenntun hefur veriö forsmáö á tslandi frá þvi aö baöstofulifiö leið undir lok. Mér er óskiljanlegt hvernig hægt er aö sleppa svo veigamiklu atriöi — sem þekking á sinu nán- asta umhverfi er. Þaö er ekki fyrr en verkmennt- un er oröin stór þáttur I námi allra unglinga I landinu, sem von er til þess aö þau kunni aö meta góöa hönnun og rækta og taka þátt I aö móta umhverfi sitt. S.J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.