Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 14
Sérrit Þjódviljans um húsnæðis- og skipulagsmál „Þaö má eiginlega segja aö verklegar framkvæmdir hér á reitnum hafi byrjaö voriö 1978. Um áramótin 1978—79 voru öll húsin oröin fokheld og inn i fyrstu ibúöirnar var fiutt voriö 1979, en á reitnum eru 13 hús öll mismun- andi aö gerö og stærö en eftir er aö reisa þaö f jórtánda sem veröur menningarmiöstöö og sameigin- leg eign allra ibúanna i reitnum.” Þaö er Hrafn Magnússon formaöur Byggingasamvinnu- félagsins Vinnunnar, sem mælir þessi orö, en viö erum staddir á heimili hans aö Hálsaseli 12 i Seljahverfi I Breiöholti. „Byggingasamvinnufélagiö fékk úthlutaö þessum byggingar- reit sem tilraunareit, þ.e. viö fengum aö ráöa sjálf skipulagi innan þessa svæðis I samráöi viö Þróunarstofnun Reykjavikur- borgar, og var þetta i fyrsta sinn sem byggingarsamvinnufélag fékk aö ráöa húsagerö og skipu- lagi sjálft. Hérna viö hliöina á okkur var úthlutaö til einstakl- inga öörum tilraunareit á sama SAMHENT FÖLK segir Hrafn Magnússon formaður Byggingar- samvinnu- félagsins Vinnunnar sem fékk úthlutað tilraunareit í Seljahverfi tima og þar voru byggö timbur- hús, en hér eru aftur á móti steinhús, sem Hjörleifur Stefánsson arkitekt teiknaöi.” Hrafn bauð okkur út á svalirnar á efri hæö húss sins, en öll húsin eru portbyggb meö háu risi, og visa svalirnir inn aö sameigin- legu lokuðu svæði á milli húsanna, en húsarööin myndar bókstafinn G. „Eins og þiö sjáiö þá eru húsin byggö mjög þétt, en þau standa samt nokkuð sjálfstætt þótt þau séu samtengd, þvi aö viö brugö- um á þaö ráö aö láta húsin ekki standa 1 beinni linu heldur skarast. Þaö var samhljóða skoöun allra i byggingahópnum aö einkalóðir hvers og eins yröu sem minnstar, en hinsvegar væri stórt sameiginlegt svæöi fyrir all- ar ibúöirnar og þaö þá aöallega hugsaö fyrir börnin. Húsin eru öíl keimlik en þó er ekkert þeirra eins aö utan né aö innanmáli. Þegar búiö var aö ákveöa hvar hvert hús átti aö standa á reitn- um, var fariö aö raöa niöur, og útkoman varö sú aö allir virtust hafa fengiö bann staö sem þeir vildu búa á. Samstarfiö og sam- vinna þeirra sem byggöu hér hefur veriö alveg stórgóö, og ég held aö þaö hafi lánast alveg sér- lega vel, aö allir Ibúarnir voru meö frá upphafi, þegar byrjaö var aö skipuleggja reitinn. Þvi starfi er ekki enn lokiö þvi næsta sumar veröur lóöin tekin i gegn, auk þess sem viö eigum eftir aö byggja menningarmiöstööina okkar.” u Húsin eru öll portbyggðog þvigott rýmiá efri hæöinni þar sem þessi mynd er tekin. Upp undir risinu er einnig pláss fyrir rúmgott barnaherbergi. Hrafn bendir ofan af svölunum á ibúö sinni, á sameiginlega svæöi Ibúanna sem húsin eru byggðutan um. — Myndir: —eik. ^ var fleira nýstárlegt framkvæmt en samvinna um skipulagsmál. Bygging húsanna á svæöinu fór fram meö öörum hætti en áöur hefur þekkst. „Viö steyptum þessi hús upp meö sérstökum álsteypumótum sem viö fengum frá Sviþjóö. Húsin voru sett saman ur litlum og frekar léttum einingum, sem voru mjög meöfærilegar enda þurfti aldrei kranabil inn á svæö- iö, auk þess sem mikill sparnaöur varö af þessari framkvæmd viö bygginguna. Þessi byggingar- máti var mjög fljótvirkur, enginn uppsláttur og ekkert timbur, hverfiö hreinlega sprakk upp og húsin uröu fokheld á mjög skömmum tfma. Þá eru þökin alveg nýlunda hérlendis. Það eru margir sem halda aö þetta sé asbest, en reyndar eru þetta sænskar stál- plötur. Húsin eru byggö þaö brött, aö okkur fannst nauösyn- legt aö þökin litu reisulega út, enda ber mikið á þeim úr nágrenninu. Þaö veröur þó aö segjast, þrátt fyrir aö sjálft þakefniö hafi ekki veriö dýrt I innkaupum, þá var alldýrt aö leggja það. Hinsvegar rennur mjög vel af þökunum og i vetur settist aldrei snjór á þökin. Þaö getur veriö aö mönnum sýnist þessi hús litil þegar horft er utan frá, en portbyggingin gefur mikla möguleika á efri hæöinni” sagði Hrafn þegar viö vorum komnir inn af svölunum og höföum tyllt okkur niöur i setu- stofunni á efri hæöinni. Þakiö er klætt aö innan meö furupanel og setur skemmtilegan svip á húsiö. A hæöinni eru tvö stór barnaherbergi, hjóna- herbergi, stórt baö og setustofa þar sem reyndar átti aö vera herbergi, en á háaloftinu sem liggur upp undir risinu er gott pláss og þar er ætlunin að útbúa þriöja barnaherbergiö. En hvaö er Byggingasam- vinnufélagiö Vinnan gamalt spuröum viö Hrafn. „Félagið var stofnaö fyrir fjórum árum. Þaö er opiö félag og ekkert frekar fyrir Reykvikinga en aöra. Þessi byggingareitur eru fyrstu byggingarnar sem félagiö stendur fyrir, og þaö er nokkuö nýstárlegt aö byggingasam- vinnufélag basli sér völl meö byggingu raöhúsa. Félagið hefur fengiö úthlutaö ööru byggingar- svæöi hér I Seljahverfi sem einnig er tilraunareitur en þar veröa byggöar samtals 25 ibúöir bæöi raöhús og einbýlishús, öll húsin úr tré. A þessum byggingareit er starfandi sérstök stjórn, en viö reynum aö dreifa valdinu sem mest á íbúana, þvi hér býr alveg sérstaklega samhentfólk saman” sagöi Hrafn að lokum. -ig Hrafn bendir okkur siöan, beint fram afsvölunum, áþrjá bilskúra sem liggja samhliöa, en þar ofaná mun menningarmiöstööin risa. „Þannig er, aö bilskúrar fylgja hverju húsi og eru staösettir á milli húsa, en á einum staö lenda þrir bilskúrar saman og þar ofan á veröur byggt porthús. Þaö eru ýmsar hugmyndir á lofti hvernig best sé aö nýta þetta sameiginlega hús okkar sem veröur um 60 ferm aö innanmáli. Þaö er rætt um gufubaö, aöstööu fyrir myndsegulband fyrir sam- eiginlegt sjónvarpskerfi, en öll húsin á reitnum eru samtengd, sameiginlega fundaraöstööu, og ekki sist aöstööu fyrir börnin, nokkurs konar leikheimili þeirra, en núna eru um 30 börn I þessum 13 Ibúðum.” En á tilraunareit Bygginga- samvinnufélagsins Vinnunnar Lóðir i kringum hvert hús og eins sameigninlega svæöið er ennþá ófrágengið, en næsta sumar er ætlunin að laga til og græða upp lóðirnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.