Þjóðviljinn - 23.12.1980, Page 1

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Page 1
Frásagnir frá hernámsárum VII Oskar Þórðarson frá Haga skrifar Flutningaskip Breta á ytri höfninni I Reykjavik. Til vinstri er pólskur tundurspillir. Her námsj ól Veturinn 1942—1943 hafði breski sjóherinn all- marga islenska vélbáta i sinni þjónustu. Einnig nokkur skip sem kölluð voru linuveiðarar og var svo öll striðsárin, allt frá þeim degi er herinn steig hér á land. Fleytur þessar önnuðust margskonar flutninga fyrir her og flota Breta. Stærri bátarnir voru einkum i ferðum kringum land og i flutningum á allskonar vörum á staði þar sem herinn hafði aðsetur, en smærri bátarnir i þvi sem kallast gat snatt og annað þvi um likt. Þessi vinna gekk undir nafninu „transport” og var eftirsótt af eigendum vélbáta og fengu færri en vildu. Sá hét Oddur, sem annaðist samninga við heriijn fyrir hönd islensku vélbátaeigendanna og átti, að sögn, nokkra þeirra sjálfur. Ekki verður sagt um þá báta, sem voru i þjónustu Breta i Hvalfirði þennan vetur, að þeir væru allir sérstök úrvalsskip, enda tæpast þörf jafngóðra báta og á vertíð, þar sem hér var um að ræða flutning á mönnum og vörum innfjarðar auk ferða til Reykjavikur hálfsmánaöarlega eöa þar um bil. Nokkrir bátanna hurfu frá þessari vinnu eftir áramót, sumir liklega á vertíð. Um miðjan nóvember 1942 vantaði kokk á einn þessara „transport’Sbáta. Ég var þá á lausum kili hvað vinnu snerti, nýlega kominn til Reykjavfkur frá Hvitanesi i Hvalfirði, vann hér og þar smátima i einu m.a. viö höfnina. Starfið var auglýst og ég var einn i hópi umsækjenda. Ég hafði heppnina með mér og fékk vinnuna. Báturinn hét Sævar og hafði áður veriö á Siglufiröi en var nú gerður út frá Sandgerði. Sævar var 29 smálestir. . Við vorum þrir á bátnum, Guðmundur Bæringsson formaðurinn, Sæmundur Helgason vélamaöurinn og svo ég, kokkurinn. 1 sameiningu hjálpuðumstvið Sæmuridur við aö vinna þau störf önnur- sem til féllu. Timinn leið og jólin nálguðust. Samkvæmt röðinni áttum við „frihhelgi” um jólin. Oljósan grun höfðum við þó um að Bretarnir myndu fresta ferðaleyfi okkar. Siðustu dagana fyrir jólin var óvenjumikið að gera hjá okkur. Jafnvel á svo ömurlegum stað og i bresku flotastöðinni i Hvalfirði var jólaundirbúningur { fullum gangi. Bandariskt birgðaskip kom með allskonar vörur og a.m.k. sumar þeirra voru i augum okkar sannkallaðar jólavörur svosem ferskir ávextir, epli og appelsinur svo að eitthvað sé nefnt. Og allt þetta þurfti að flytja, fyrst i breska birgðaskipið Blenheim og siðan að dreifa þvi til annarra skipa og i land i Hvltanesi. Sem að likum lætur þótti okkur ekki nærri gott að „missa af jólunum” á þennan hátt. Guðmundur átti heimili og fjölskyldu I Reykjavik. Viö Sæmundur vorum einhleypir en af sjálfum mér var það að segja að þetta yrði I fyrsta sinni sem ég værifjarriheimili foreldra minna um jólin. En strið er harður húsbóndi. Viö vissum aö ef Bretarnir teldu sig þurfa á okkur að halda yrðu umsamin réttindi okkar að vikja. Sú varð llka raunin. Það er aðfangadagur jóla árið 1942. Veörið sem verið hefur umhleypingasamt jólaföstu- Breskur hermaður i Hvalfirði árið 1941. dagana er nú stillt og heldur þungbúiö, eins og annarleg ró hvili yfir öllu. Ef að nú færi aö snjóa, yröi jólalegt. Allan daginn höfum við verið önnum kafnir viö að flytja sjóliöana af herskipunum „i bjórinn”, eins og þeir kalla það, I land I Hvitanesi þangað sem bjór- sjoppurnar eru og til baka. Um borð I herskipunum má ekki drekka bjór. Ef svo væri væru þessir flutningar á hundruðum manna, fram og aftur, óþarfir. Þá væri nóg að flytja bjórinn út i skipin. — En nú verðum við að flytja hvorutveggja, segjum við i gamni. Við furðum okkur á þessu bjórþambi, en Bretarnir eru á ööru máli og þeir láta ekki deigan siga við drykkjuna. Þegar sjóliðarnir koma til baka eru flestir þeirra undir áhrifum drykkjunnar, sumir um of. Þeir renna út á dekkiö eins og fjárhjörð. Samlitur búningurinn gerir þá áþekka hvern öðrum. Þegar hvert rúm i bátnum er skipað (við töldum einu sinni 120 upp úr bátnum) er lagt frá landi á ný. Þrátt fyrir drykkjuna er friöur og samlyndi. En það er mikið sungið og þrengslin eru óskapleg. Ég verð að taka mér stöðu fram i stafni áöur en ferðin hefst, annars kæmist ég þangað ekki. Ég get losað spottann, sem báturinn er bundinn með og við höldum af stað. Sem betur fer eru farþegarnir ekki alltaf svona margir. en þó alltof oft of margir. Þannig höldum við áfram, skilum einum hópi út I skipin og tökum annan til baka og þegar siöasta ferðin er farin er komið fram yfir miiðnætti. Allan daginn er látlaus straumur manna upp og niður bryggjuna. Menn leiðast, faðmast, syngja og dansa. Það er dansað á bryggjunni eftir hljóm- falli söngsins, stappaö og skrækt. 1 bátnum dansa þeir enn, það þrengist um dansarana þegar fleiri koma um borð. Aö lokum veröur ekki dansað meira og söngurinn verður hjáróma I þvögunni. Piltarnir sem merktir eru með M.P.-borða um handlegginn og eiga að sjá um að allt fari vel og Framhald á bls. 3 i i Tjaldbúðir amerlskra hermanna I desember 1941. Hvalfjörður á strlðsárum. Skipiðtil vlnstrler New Mexico.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.