Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Blaðsíða 2
2 ■ SÍÐA'— Jólablaö Þjóöviljans MEIRA VERK EN MARGUR HELDUR Rætt við Baldvin Björnsson leikmyndagerðarmann hjá Sjónvarpinu Mér finnst oft eins og það vilji gleymast í um- fjöllun manna um leikrit eða sjónvarpsdagskrá að til er nokkuð sem heitir leikmynd og þetta er þeim mun furðulegra þar sem leikmyndin er hálft leikritið eða skemmtiþátturinn i sjón- varpinu/ alla vega hvað augað snertir. Það var Baldvin Björnsson, leikmyndagerðarmaður hjá sjónvarpinu, sem sagði þetta þegar við ræddum saman á dög- unum um leikmyndir og þátt leikmyndagerðarmannsins i tam. gerð skemmtidagskrár hjá sjónvarpinu, sem er það svið leikmyndar sem Baldvin þekkir best. Leikmyndin i sjónvarps- þætti Hauks Morthens á dögun- um vakti óskipta athygli, og slikt er fátitt, en það var einmitt Baldvin sem gerði þessa leik- mynd. Að móta leikmynd Hvernig verður leikmynd i sjónvarpinu til Baldvin? begar dagskrárgerðarmaður hefurfengið verkefni, skemmti- þátt eða leikrit, svo dæmi séu nefnd, þá er haldinn fundur dag- skrárgerðarmanns og leik- myndagerðarmanns. Stundum er til handrit, sem segir til hvernig leikmyndin á að vera svona i grófum dráttum til að mynda þegar um leikrit er að ræða. Stundum er bara um punkta að ræöa og stundum verður hugmyndin til á þessum fyrsta fundi. Oftast er það samt þannig, að leikmyndagerðar- maðurinn fær frjálsar hendur um gerð leikmyndarinnar. Og næsta skref? Ja, maður reynir að gera sér hugmynd um hvernig leik- myndin eigi að vera og maður rissar þessar hugmyndir sinar niður á blað. Þvi miður er það of oft svo, að litill timi gefst til heilabrota um málið og maður verður að reyna sem allra fyrst að koma sér niöur á hvað hægt er að gera á þeim tímá sem gefst, bæði með búninga og sviðsmynd. Eftir að maður hef- ur komið sér niður á ákveðna hugmynd teiknar maður mynd- ina upp og stundum er gert likan eða figúrur af leikmyndinni. Siðan ber maður hugmyndina undir smiðina sem smiða eiga leikmyndina og þegar þeir hafa samþykkt hana er haldinn fund- ur meö tæknimönnum og öðr- um, sem munu vinna að gerð þáttarins. Þar er málið enn rætt og oftast gengið endanlega frá þvi. Siðan er hugsanlegt að ein- hverjar smálagfæringareigi sér staö þegar stillt er upp i stúdiói. Svona 2 til 5 dagar Sennilega er ekki hægtað nota meðaltalsregluna, Baldvin, þegar talað er um leikmynda- gerð.en hvað tekur langan tima að gera venjulega leikmynd fyr- ir sjónvarpsþátt? Þessu er nú dálitiö erfitt að svara, en ætli það taki ekki svona 2—5 daga, það fer eftir svo mörgu hve langan tima þetta tekur. Er leikmynd dýrasti póstur- inn i gerð þátta? Ég hygg að svo sé, ef undan er skilin leiga á stúdiói og svo ef um leikrit er að ræða hygg ég að laun leikara séu hærri upp- hæð en leikmyndin. En að ööru jöfnu mun leikmyndin vera dýr- asti pósturinn. Hvernig er búið aö leik- myndageröarmönnum hjá sjón- varpinu ? Aöbúnaðurinn er ekki slæmur og trésmiöaverkstæði er einnig sæmilegt, nema að þvi leyti að þegar upptökur i stúdiói standa yfir verður að slökkva á öllum trésmiðavélum. Upptökusalur- innogverkstæðið liggja samsiða i húsinu og þar heyrist á milli.| betta er auðvitaö óskaplegur galli og tefur smiðina mikið. En stóra vandamálið okkar hjá sjónvarpinu, er skortur á geymsluplássi. Sannleikurinn er sá að við getum ekki geymt nokkurn skapaðan hlut ef svo má segja. Hugsum okkur til að mynda Þjóðlifsþættina i fyrra- vetur. 1 þeim var alltaf sama leikmyndin og það var heljar mikið vandamál að geyma leik- myndina milli þátta. Sem þýðir þá, að öllum leik- myndum er fleygt eftir að þátt- ur hefur verið tekinn upp? Já, nema i undantekningu eins og Þjóölifsþáttunum. Skemmtilegt starf Af þvi að við vorum aö tala um að leikmyndagerð væri nokkuð dýr; er tilhneiging til að spara við hana i sjónvarpinu? Nei, alls ekki. Ég man ekki til aö okkur hafi verið fyrirskip- að það. Hitt er annað mál að maður reynir að fara eins vel með og mögulegt er. Nú ert þú teiknari Baldvin, en ekki lærður leikmyndagerðar- maður; er ekki nauðsynlegt fyr- ir ykkur sem vinnið við þetta að komast til útlanda að fylgjast með þvi sem starfsbræður ykk- ar þar eru að gera, komast á námskeið o.s.frv.? Vissulega er það nauðsynlegt, sérstaklega þar sem framfarir á þessu sviði eru miklar, bæöi Módel eru oft gerð að leikmynd- inni og hér er Baldvin Björnsson að huga að undirbúningi eins sliks. hvað gerð leikmynda varðar og ekki sist i efnum til leikmynda- gerðar. bvi miður er endur- menntun hjá okkur mjög litil, nánast engin. Það vantar þó ekki að okkur bjóðist námskeiö og að skoða hjá erlendum sjón- varpsstöðvum, það er bara ekki hægt að leyfa okkur að taka þátt i þessu. Við erum aðeins 3 sem vinnum að leikmyndagerð hjá sjónvarpinu. Er leikmyndagerð skemmti- legt starf? Ef manni þykir gaman að skapa eitthvað, þá er hún skemmtilegt starf; mér þykir gaman að vinna að þessu. Fyrst til að byrja með þótti mér það einkennilegast við þetta starf að vera kannski búinn að vinna i 2 til 3 vikur við gerð eins þáttar, sem er svo bara 30 til 40 minútur i útsendingu. Mér þótti þetta litill afrakstur langrar vinnu og maður fylltist ein- hverjum tómleik. Þetta er ekki ósvipuð tilfinning og um ára- mót. Arið er liðið og kemur ekki aftur. Og svo er maður oftast að horfa á einhver smáatriði i út- sendingunni, sem aðrir taka vart eftir. Auðvitað er maður aldrei ánægður, en þó er það svo að ef allt hefur gengiö vel fyllist maður einhverri sigurgleði, þó svo að maður sjái að eitthvað hefði mátt fara betur. Vanþekking eða... Þú haföir orð á þvi i upphafi að menn tækju litið eftir leik- myndum eða i það minnsta væri þeirra litið getið i umfjöllun um leikrit, eða skemmtiþætti; hvers vegna heldur þú að þetta sé svona? Mér þykir liklegast að þetta stafi af vanþekkingu á hvað leikmynd er i raun og veru. Sjáðu til, það voru margir sem héldu að Þjóölifsþættir Sigrúnar Stefánsdóttur væru teknir heima hjá henni sjálfri og töluðu um að hún ætti þarna bráð- fallega stofu. Ég veit heldur ekki hvort fólk gerir sér fulla grein fyrir hve mikið verk leik- mynd er i kvikmynd eins og til að mynda Snorra Sturlusyni, sem við unnum aö hjá sjónvarp- imTí sumar er leið. Við byggð- um bæi, konungsbústaði, Val- höll á ÞingvöUum og fleirafýrir utanalla aðra leikmuni. Við vor- um bara tveir sem geröum þessa leikmynd, ég og Snorri Sveinn, og ég er alveg viss um það, að ef almenningur hefði verið viöstaddur upptökuna, þá sæi fólk leikmynd og leik- myndagerð 1 nýju ljósi. Hún er meira verk e‘n margur heldur. — S.dór. Úr þættinum með Brimkló s.l. laugardag. Þessa leikmynd gerði Baldvin, eins konar vöruskemmu- stemmning.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.