Þjóðviljinn - 23.12.1980, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Qupperneq 5
Jólablað Þjóðviljans — SIÐA 5 vill leyna því fyrir öðrum. Hann sér lika að mamma reynir aö fela drykkju pabba. Hún hringir f vinnuna og segir að hann sé mð inflúensu og svarar ekki dyra- simanum þegar ættingjar eða vinir koma i heimsókn, svo þeir sjái ekki hvernig ástatt er. „Við verðum að vera dugleg, Páll minn.” Páll kinkar kolli, en einhvernveginnllöurhonum samt ekki eins illa og áðan, þrátt fyrir þessar slæmu fréttir. Nú veit hann hvað er aö og hvers vegna mamma lét svona. Hann skilur núna framkomu mömmu og veit lika að hann hagaöi sér eins við Miásu og mamma við hann. En Mjása virðist ekkert erfa þetta við hann. Hún strýkur sér upp við hann. Pálltekur Mjásu i fangið og strýkur henni bliðlega. Með atlot- um sinum biður hann hana fyrir- gefningar og hún malar ánægju- lega við strokum hans. „Mamma, jólatréð?” „Já, eigum við ekki að_skreppa og kaupa þaö?” segir mamma. Þauklæðasig i hlýjar yfirhafn- ir og eru að leggja af stað, þegár úthuröin er opnuð með lykli. Þau hrökkva við, standa kyrr, segja ekki neitt, en hugsa bæöi það sama.Pabbi. Jú, pabbi er kominn heim. Hann tekur stigann i nokkr- um stökkum eins og þegar það liggur vel á honum. Hann er lika glaður aö sjá. Hann stansar þegar hann sér mæðginin, horfir á þau og segir glaðlega: „Ætlar mamma litla með að velja jólatréð?” Mamma og Páll svara engu. Þau stara bara undrandi á pabba. Hann virðist vera allsgáður. Loks segir mamma: „Það er gott að sjá þig” og rödd hennar titrar örlitið. „Mig langar að segja ykkur hvað gerðist”, segir pabbi. „Ég drakk eitt vinglas með strákunum og þá fylltist ég svo miklu hatri og fyrirlitningu á sjálf- um mér. Ég vissiaðþú,Páll minn beiðst eftir mér, svo við gætum farið aö kaupa jólatréð. Ég sá ykkur fyrir mér og vissi að ég var aðeyðileggja jólin fyrirokkuröll- um. Ég byrjaði að rifast við strákana. Það er nú oft svo að þegar maður er reiður út i sjálfan sig, lætur maöur það bitna á öðr- um og telur sér trú um að það séu þeir, sem séu ómögulegir. Stjáni bað mig að koma meðsér fram og þar spurði hann mig hvað væri að. Við fórum að tala saman og hann fékk mig til að fara og leita mér hjálpar við drykkjusýkinni. Nú, ég veit að ég er ekki læknaöur af þessarri hræðilegu drykkju- löngun, en mér finnst ég vera frjálsog eitt er vist, ég drekk ekki um jólin. Eftir áramótin fer ég I meðferð og þá vonast ég til að verða heilbrigöur af þessum sjúkdómi.” Páll og mamma eru ánægð aö heyra þetta. Þau fara öll saman og velja jólatréð. Þau eru svo glöð og kát aö fólk, sem sér þau brosir lika. Gleðin er svo smitandi. Lausnir á skákdæmum 1) 1. Bc4!! (Leikið 1 gin 7 manna svarts, enda getur svartur orðið mát á 7 vegu!) 2) 1. Ba4 og mát i næsta. 3) 1. Dfl og mát i næsta. 4) 1. Re6 og mát i næsta. 5) 1. Dg4 og mát i næsta. 6) 1. Bb2! og svartur má ekki taka biskupinn með drottningu vegna 2. Hd8+! og mátar eða vinnur drottningu svarts. 7) 1. Bd3-Ka5 2. Hcl-Kb4 3. Hal-Kb3 4. Bbl! og vinnur. 8) Hgl-Dg4 (annars kemur 2. Bd7 mát) 2. Bxg4-hxg4 3. Hcl-c3 4. Hdl-d3 5. Hel-e3 6. Hfl-f3 7. Hgl- g3 8. Hhlog mátar i öðrum leik. 9) 1. b4-Kd8 2. h4-Ke8 3. h5-Kf8 4. h6- Ke8 5. h7og mátar i næsta. Annar möguleiki: 1. b4-Kf8 2. Hc7!-Ke8 3. b5-Kd8 4. b6-Ke8 5. b7 og mátar i næsta leik. 10) 1. Bc3!-Bxc3 2. Kf8-Bb4+ 3. c5-Bxc5 4. Kf7-Bd4 5. Hxa4-Dal 6. e5-Bxe5 7. Hh4! og mát i næsta leik. — eik — Sigurgeir Jónsson: r Jólakveðja frá Islandi Þá eru jólin að ganga í garð/ gleðileg, skulum við vona. AAeð gjafaflóði að gömlum sið það gengur nú yfirleitt svona. Og fæðingahátíð frelsarans með fögnuði vonandi höldum og minnumst þess atviks sem átti sér stað fyrir um það bil tuttugu öldum. Og væntanlega þess minnumst við þá að þegar hann Jesús birtist fyrir hann var hvergi rúm að fá (Nema í fjárhúsi að því er virtist). Og strax eftir fæðingu f lýja hann varð þ'ví fávísir menn vildu ei hafa'hann. Ó. guð minn, hvað þessi gyðingaþjóð gat verið harðbrjósta við 'hann. Nei, svona hlutir gætu ekki gerst hjá göfugri þjóð eins og okkur. Ég dreg það í efa að á Islandi í dag sé yfirleitt manneskja nokkur sem hafi þvílíkan þankagang sem þrjóturinn Heródes forðum. Nei það er með öllu ósæmilegt að eyða að því fleiri orðum. Svo bar hér um daginn að garði gest eins og gengur um okkar hagi. Og pilturinn þessi var prúður og vænn, en — passinn hans var ekki i lagi. Og því var það beinlínis borin von með búsetu af nokkru tagi (og allt annað mál með Guðs eingetinn son með alla pappira í lagi). Og svo hafði' hann f leiri syndir drýgt (sem raunar kom bráðlega á daginn). Frá Danmörku fréttist um drenginnþann — at der var sgu noget í vejen — Hann hafði jú framið þann fáheyrða glæp Fransmanna að hlíta ekki lögum og neitað að reka slíkt réttlætisverk að ráða mannfólk af dögum. Og brottvísan hans er því eðlilegt verk (og auðvitað framvegis bannað að inn í vort land sé að álpast fólk sem ekki vill drepa hvort annað). Já landsfeðrum okkar ber heiður og hól það hrópa mun guðsbarnaskarinn. Nú getum við haldið heilög jól, fyrst hann Gervasoni er farinn. \JVf>P N/\00 io9aS A9& A.053 20.368 ^qA.90A A50^aV MýV-i- A00.000 50.000 90.000 A0.000 5-0°O A.000 500 MýV.L g0° °00 A5°°00 abo.ooo A 980 -000 V'sj, éí ur,vero'e9" 500 W 20 A35.000 A25.00° 000 90.f^° SNO

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.