Þjóðviljinn - 23.12.1980, Page 6

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Page 6
6 SÍÐA — Jólablaö Þjóöviljans Jólablaö Þjóöviljans — SÍÐA 7 „ÞETTA VAR SKEMMTILEGT BALL” A Stukkscvri var lllöðver skóla stjorii !«ár.. ..tstt lii'lil að ntruli'ga margir Islrmiiiigar furðist lilátl alraiu að li iða iiiigaiin að |n i lnað (irssí liiMstiið inIInili li iða \lir jijuðiiia i l slurv clilasl v rjölil ln stist út " mhg rœðir við Hlöðver Sigurðsson fyrrverandi skólastjóra um barnakennslu, pólitík, hernám og ball á Stóru-Ökrum Hlööver Sigurösson. — Ég er nú eiginlega allra sveita kvikindi. Hlýt að eiga ættmenn um allt land. Veit um suma, aðra ekki, og sjálfsagt eru þeir miklu fleiri. Langafi minn einn var faktor hjá örum og Wulf svo þú sérð að ég er sæmilega ættaður. En fæddur er ég á Reyðará í Lóni 29. apríl 1906 og vorum við sex, bræðurnir. Þessi tiöindi sagði mér Hlöðver Sigurðsson, fyrrum skólastjóri þegar ég leit inn til hans á Miklu- brautina á dögunum. Þar dvaldi hann hjá dóttur sinni á meðan hann beiðþess að komast norður i sinn kæra Siglufjörð. Kennaranám — Hleyptiirðu snemma heim- draganum? — Já, svo má vist segja, en fór þó ekki langt til að byrja með. En upp úr fermingu gerðist ég vinnu- piltur hjá Sigurði bónda á Stafa- felli i Lóni, þeim heiðurs- og sómamanni. — Nú hefur þú löngum stundað kennslu og skólastjórn, Hlööver. Bjóstu þig undir þaö starf með námi i Kennaraskólanum? — Ég gerði það, já. Mamma kenndi okkur nú heima i ung- lingaskóla á Djúpavogi, hjá Sigurði Thorlacius. En tvitugur fór ég i Kennaraskólann og náði inntökuprófi upp i annan bekk, en nám i Kennaraskólanum var þá orðið þrir vetur. Ég útskrifaðist svo úr skólanum vorið 1928. Á Súðavík og viðar — Hófstu þá strax kennslu- störf? — Já, það gerði ég. Fyrstu þrjá veturna eftir að ég lauk námi við Kennaraskólann var ég farkenn- ari i Nesjum i Austur-Skaftafells- sýslu. En 1931 var ég settur skóla- stjóri vestur á Súðavik. Settist þar i sæti Hannibals Valdimars- sonar sem þá fluttist frá Súðavik til tsafjarðar. Kannski hafa ein- hverjir ætlast til þess aö ég yrði þarna arftaki Hannibals á fleiri sviðum en við skólastjórnina. En þaö kom þá á daginn að þeir vildu ekkert með mig hafa þarna vestra eftir þennan eina vetur, og ég hef svo sem aldrei erft það neitt við þá. \ Utanför — Hvert lá svo leiðin frá Súða- vik? — Ja, það var nú þannig, að eftir að ég hafði verið á Súðavik gat ég ekki hugsað mér að fara aftur 1 farkénnsluna, en á öðru var tæpast völ. Mér datt þvi i hug að reyna að komast úr landi en fjárhagurinn var nú ekki beysinn En mér tókst aö slá vlxil og fékk meira að segja Magnús heitinn Helgason, Kennaraskólastjóra, til þess að skrifa upp á hann. Að þvi búnu ákvað ég að fara til Kaupmannahafnar I þvi augna- miði að kynna mér skólamál i Danmörku auk þess sem ég sótti þar ýmis námskeið, eftir þvi, sem tækifæri gáfust til. Sigurður Neigaard, sálfræð- ingur og leiðandi maður meðal lýðskólamanna, var einskonar ráðunautur minn um hvað ég skyldi helst kynna mér og hvar þaö væri að finna. Auk þess voru starfsmenn fræðsluskrifstof- unnar I Kaupmannahöfn mér innan handar með að benda mér á ýmsa skóla. Ég hafði ekki hvað sist áhuga á að kynna mér hug- myndir, sem uppi voru um svo- kallaða nýskóla og skóla fyrir vangefin börn. Kannski má lika nefna það, að ég lagði mig eftir þvi að læra aö smiða einföld áhöld til kennslu i eölisfræði. Löngu siðar var fariö að kenna slikt i Handiðaskól- anum. Þessi áhöld notaði ég alltaf dálitið á meðan eðlisfræði var kennd i barnaskólanum. Frá Danmörku fór ég til Svi- þjóðar og lagði mig á sama hátt eftir nýungum i skólahaldi og kennsluháttum þar. — Fannst þér einhver munur á dönskum og sænskum skólum? — Ekki fannst mér hann nú áberandi en þó tel ég að sænsku skólarnir hafi verið það sem kannski má kalla opnari. Skólastjóri í 40 ár — Hvað tók svo við er þú komst úr utanförinni? — Það lá náttúrlega beinast við að snúa sér að kennslustörfunum úr þvi að ég var aö kynna mér þau á annað borð. Við heimkomuna bauðst mér skólastjórastaöa á Stokkseyri. Er ekki að orðlengja það, að þar var ég skólastjóri i 10 ár, frá 1933-1943. — Og hvaða ástæður lágu til þess að þú hættir þar? — Nú, það stóð nú þannig á, að Friðrik Hjartar, skólastjóri Barnaskólans á Siglufirði, var að hætta. Fræðslumálastjóri var beðinn að útvega mann i hans stað og benti á mig. Ég sló til, sótti og fékk starfið. Og siðan hef ég haldið mig á Siglufirði og likað vistin vel. A Siglufirði var ég fyrst kennari i tvo vetur en tók þá við skólastjórninni og gegndi henni i 30 ár. Siðan kenndi ég svo við skólann I þrjú ár eftir að ég lét af skólastjórn. Las greinar eftir Jónas meðan Sigurður rakaði sig — Hefur þú alltaf verið póli- tiskur, Hlööver? — Ja, jú, liklega má segja þaö. Ég byrjaði ansi snemma að þefa af pólitik og komst I kynni við hana. Þegar ég var á Stafafelli hjá Sigurði, laust eftir ferm- inguna eins og fyrr er að vikið, þá lét hann mig lesa fyrir sig upp úr Tlmanum greinar eftir Jónas frá Hriflu, meðan hann var að þvo sér og raka á kvöldin. — Og varðst snemma róttækur? — Já, ég býst viö þvi. Fyrstu kynni min af sósialisma komu til fyrir lestur greina i Eimreiðinni og Iðunni, sem voru á sinum tima merk og mikilsvirt timarit. Agúst H. Bjarnason skrifaði I Iðunni fræðilegar greinar um sósialisma og Snæbjörn Jónsson i Eimreið- inni um byltinguna i Rússlandi, og fjailaði um hana alveg for- dómalaust. í Kennaraskólanum stofnuðum við leshring, 10 saman. Lásum þar fræðirit um jafnaðarstefnuna og rökræddum um hana. Seinni veturinn minn i Kennaraskól- anum gerðist ég einn af stofn- endum Félags ungra jafnaðar- manna. „Reif kjaft" á fundum Svo gerðist það þingrofsvorið 1931 að Héðinn Valdimarsson hringdi i mig og bað mig að fara i framboö fyrir Alþýöuflokkinn i Austur-Skaftafellssýslu. Þá var ég 25 ára, þannig að ekki mátti tæpara standa með að hægt væri að fara þessu á flot viö mig. Þetta var feykihörð kosningabarátta og var deilt um kjördæmabreyting- una. — Og bænheyrðirðu Héðin? — Nei, ég kom mér hjá þvi að fara I framboðið en mætti hins- vegar á fundinum og „reif þar kjaft”, eins og strákarnir segja. Svo fór, aö enginn fékkst I fram- boö fyrir Alþýðuflokkinn þarna að þessu sinni,en 30 skiluöu auðu og er ekki ósennilegt að ég hefði fengiö þau atkvæði. Annars var Þorleifur I Hólum, sem þá var þingmaður Austur-Skaftfellinga og hafði verið mjög lengi — mig minnir að hann hafi verið kosinn á þing 1908 — og allt hans fólk alveg sérstakir vinir minir. Þegar ég svo kom úr utanför- inni lagöi ég pólitisk afskipti að mestu á hilluna um sinn. Ég hugsaði mér að helga mig bara þvi starfi, sem ég hafði búið mig undir að sinna. Ég hafði alltaf taugar til Alþýðuflokksins og ég býst við að segja megi að ég hafi staöið svona mitt á milli Alþýðu- flokksins og Sósialistaflokksins á þessum árum. Við alþingiskosn- ingarnar 1937 kaus ég Fram- sóknarflokkinn. Þá var Breið- fylkingin svonefnda, kosninga- bandalag Sjálfstæðis- og Bænda- flokksins á ferðinni og i sumum kjördæmum bauð Sósialistaflokk- urinn ekki fram en hvatti sina menn þar til þess að kjósa Fram- sókn. „Finnagaldurinn" skar úr — En nú endaði það með þvl, að þú gekkst I Sósialistaflokkinn. Hvað reið baggamuninn? — Já, ég gekk i Sósialistaflokk- inn og siðan Alþýðubandalagið. Og það, sem úrslitum réði um af- stöðu mína, var „Finnagaldur- inn” og svo að ritstjórar Þjóð- viljans voru teknir höndum og fluttir úr landi. Ég gat ekki betur fundið en að þaö ofbeldi væri mjög að skapi Alþýöublaðsins og ýmissa Alþýðuflokksforingja. Þá fann ég það glöggt, að með Al- þýðuflokknum gat ég enga sam- leið átt. Mér fannst það hart, að minir gömlu flokksmenn skyldu taka þessa afstöðu en Arni frá Múla, sjálfstæðismaðurinn, — þótt farið væri að visu að losna um hann I þeim flokki þá, — geröist hinsvegar einhver skel- eggasti baráttumaðurinn fyrir þvi að snúa almenningsálitinu gegn þessari ósvinnu og ofbeldi. Þegar svona var komið gat ég ekki lengur setið hjá. í framboð — Fórstu þá á ný aö taka virkan þátt i pólitíkinni? — Jú, við getum orðað það þannig, þó að opinber afskipti min af stjórnmálum hafi reyndar aldrei verið mikil. Svo fór þó, að ég gaf kost á mér i framboð fyrir Sósialistaflokkinn i Vestur-Skaftafellssýslu viö vor- kosningarnar 1942. Gerði ég það raunar einkum fyrir beiöni vinar mins, sr. Gunnars Benedikts- sonar. Það var nú varla, miðað við fyrri reynslu, mikillar upp- skeru að vænta á þessum vig- stöðvum, enda reyndist það svo. En sjálfsagt þótti að safna þarna þeim atkvæðum, sem unnt væri að ná. Guðjón B. Baldvinsson var þarna i framboði fyrir kratana og svo þeir sr. Sveinbjörn Högnason og Gisli Sveinsson fyrir Fram- sóknar- og Sjálfstæöisflokkinn. Auövitað varð kosningabaráttan fyrst og fremst einvigi milli þeirra Sveinbjörns og Gisla. Þeir létu eins og viö Guðjón værum ekki til. Og undirtektir fengum við náttúrlega daufar. Þó man ég það, að þeir klöppuðu mikið fyrir mér i Meðallandinu. Við haustkosningarnar 1942 var ég svo aftur i framboði og þá i Árnessýslu. Þá var komin á lista- kosning i tvimenningskjör- dæmum. Gunnar Benediktsson var i fyrsta sæti á okkar lista, ég I öðru. I þriöja sætið fengum við Guðmund Egilsson, formann Ungmennafélags Biskupstungna og i fjórða Sigurð Jónsson, bónda á Torfastööum I Grafningi, föður Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, rit- höfundar. Ég man, að mér þótti ákaflega ánægjulegt að skipa lista með þessum úrvalsmönnum. Oftar en þetta hef ég nú ekki verið I framboði við alþingiskosn- ingar og sannast að segja efast ég um aö ég hefði nokkurntima gefið kost á mér I framboð þar sem kosning hefði mátt teljast örugg. — Hversvegna? — Af þvi ég hafði ekki áhuga á þingsetu og þar að auki er ég viss um að ég hefði oröið lélegur þing- maður. — En hafðirðu aldrei afskipti af sveitarstjórnarmálum? — Litið var nú um að ég hefði bein afskipti af þeim. Eitt ár var ég hreppsnefndarmaður á Stokkseyri og eitt kjörtímabil varamaður I bæjarstjórn Siglu- fjarðar. En auövitað tók ég þátt i baráttunni með minum félögum þegar kosið var til hreppsnefnda og bæjarstjórna. Baráttan gegn hernáminu — Nú hefur þú alla stund staðið i brjóstfylkingu hernámsand- stæðinga, Hlöðver, hvernig finnst þér horfa um það mál? —- Já, ég hef frá upphafi fylgst með þeirri baráttu og talið mig liðsmann þar; við skulum ekki taka dýpra i árinni. Og ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hvað litið hefur þokast i þvi máli og sjálfsagt vilja ýmsir segja, og með miklum sannindum, að ekkert hafi þokast. Ekki finnst mér þó vera hægt að kenna Al- þýðubandalaginu um það. Það er þó eini stjórnmálaflokkurinn, sem stendur heill og óskiptur gegn hernum. Sem betur fer nær þó andstaöan við hernámið inn i alla stjórnmálaflokka. Hinsvegar vitum við um afstöðu forystuliðs Sjálístæðis- og Alþýðuflokksins. Framsókn er búin árum saman að samþykkja að hún sé andstæð hernámi „á friðartimum”. En ætli það verði ekki nokkuö djúpt á „friðartímum” Framsóknar? Eölilegt er að spyrja: Hvað getur og má Alþýðubandalagiö ganga oft til myndunar rikis- stjórnar án þess að fá nokkru um þokað i þessu máli? t hæsta lagi að við þaö sama sitji. A næst siöasta landsfundi Alþýðu- bandalagsins var m.a. um þaö rætt, hvort Alþýðubandalagið ætti að fara i rikisstjórn ef ekki næðist samstaöa um brottför hersins. Þá sagði ég m.a.: Við megum ekki semja upp á það, að þetta verði svikið i þriðja sinn. Við höfum tvisvar sinnum verið sviknir. í bæði skiptin var þvi borið við, að landhelgismálið hefði „algeran forgang” og ekkert það mætti aöhafast, sem tafið gæti eða spillt fyrir sigri okkar i þeirri deilu. Að sjálfsögðu voru það sterk rök og vissulega var landhelgisbaráttan sjálf- stæðisbarátta. En að gervirökum getum við ekki lotið. Fyrir mörgum er hersetan fyrst og fremst hagsmunamál. Það er leitun á þeim manni, sem heldur þvi lengur fram i fullri al- vöru, að herinn geti varið okkur ef til árásar kemur. En hann egnir á okkur árás, öðrum til hugsanlegrar hjálpar. En „budd- unnar lifæð” slær sterkt I brjósti margs Islendingsins. Jafnvel samvinnumennirnir okkar lúta að spenanum. Hvað skyldu þeir Jakob á Grimsstöðum, Sigurður i Ysta-Felli, Pétur á Gautlöndum, Jón I Múla og Benedikt frá Auönum segja um þessa „sjálf- stæðisbaráttu” „arftaka”. sinna ef þeir mættu mæla? Ég held, að ótrúlega margir Islendingar blátt áfram foröist að leiöa hugann að þvi hvað þessi herstöð mundi leiða yfir þjóðina ef stórveldastyrjöld brytist úr. Einu sinni dreymdi mig um að lifa það aö landið yröi herlaust en ég er nú farinn að eldast og sú von veikist meö ári hverju. Ráðvilltir flokkar — Hefurðu áhuga á þvl að segja eitthvað almennt um pólitikina hér eins og hún kemur þér fyrir sjónir? — Þaö gæti nú orðið talsverð ræða ef farið væri ofan I þá sauma að ráði svo þvi verðum við að sleppa. En mér virðist andstööu- flokkar okkar Alþýðubandalags- manna i ýmsu ráövilltir, einkum Sjálfstæðisflokkurinn. Hann keppist nú við að boða þá kenn- ingu, að „lýöræðisflokkarnir”, sem hann nefnir svo, verði að sameinast gegn „kommúnist- unum” og á þá við Alþýöubanda- lagið. Ekki er þó langt siðan sömu menn lögðu mikla áherslu á nauð- syn þess að koma á laggirnar rikisstjórn, með þessum sömu „kommúnistum”. Af þvi varð nú ekki að Geir tækist það,en Gunnar greip boltann. Og þá er það allt I einu orðin lifsnauðsyn að ein- angra þessa æskilegu banda- menn. Hver finnur heila brú i þessu? Framsóknarflokkurinn býr við það innanmein, að vera annars- vegar samsettur af frjálslyndum mönnum og vinstri sinnuðum og að hinu leytinu af mjög dökklit- uðum ihaldsmönnum, en þetta þekkir þú nú auðvitað betur en ég. Alþýðuflokkurinn minnir mest á lélega popphljómsveit, sem fyrst og fremst reynir að vekja á sér athygli með hávaða og hvers- kyns skipalátum en þokast þó alltaf neðar og neðar á vinsælda - listanum, enda ekki að furða, ef forráöamennirnir, ýmsir hverjir, eru bara „skitapakk”. Ég verö að játa, að mér rennur mjög til rifja hvernig komið er fyrir þessum flokki, sem einu sinni var minn flokkur. Ekki ætla ég að halda þvi fram, aö enginn ágreiningur sé um neitt i Alþýðubandalaginu. Hinsvegar held ég þvi hiklaust fram, að eng- inn islenskur stjórnmálaflokkur standi heilli . i afstöðu sinni til allra megin mála en Alþýöu- bandalagið. Við Hlöðver höldum áfram spjalli okkar enn um stund og sötrum svart kaffiö. Ber margt á góma, sem hér er þó sleppt. Balliö á ökrum — Þú kannast auðvitaö við sr. Lárus Arnórsson á Miklabæ, segir Hlöðver. Ég kannast við hann. Hann var minn prestur I mörg ár. Sr. Lárus var i engu meðalmaður. Mér þótti vænt um hann. Við deildum stundum óvægilega á fundum en það breytti engu okkar I milli. — Eftir að ég kom að utan var ég eitt sumar kaupamaður hjá sr. Lárusi á Miklabæ. Mér likaði vel viö hann en mikið vorum við búnir að þjarka um pólitlk um þaö er vistinni lauk. Eitthvað var ég búinn að heyra um það að treg- lega gæti gengið að fá kaupiö hjá presti. Annað reyndist mér. Samkvæmt samningi okkar átti hann að greiða mér aðra ferðina; hina skyldi ég kosta sjálfur. En þegar upp var gert kom ekki annað til greina hjá sr. Lárusi en að hann borgaði báðar feröirnar. Þannig reyndist hann mér i við- skiptum. Einverntlma um sumarið fór ég á ball út að Stóru-ökrum. Þar var margt um manninn, gott veður og fólk út um allt. Ég labbaöi ofan á tún. Þar rakst ég á þá sitjandi hvorn á sinni þúfunni sr. Lárus og pabba þinn. Þeir tóku mig þegar inn I þetta samfélag og buöu mér i staupinu. Umræðuefniö hjá þeim var náttúrlega pólitlk og bar margt og mikiö á milli. En þrátt fyrir skylmingarnar fann ég það fljótt, að þarna voru menn, sem þekktust vel, miklir mátar og sjálfsagt ekki óvanir þvl, að „slá i eina bröndótta” I orðum. Er ekki aö orðlengja það, að þarna sátum við alla nóttina. Ég gat ekki á mér setið að blanda mér I tal þeirra félaga og allt I einu sagði Gisli: „Hann hefur miklu meira vit á pólitik en þú þessi vinnumaður þinn”. Og hlógu báöir. Þetta var skemmtilegt ball. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.