Þjóðviljinn - 04.02.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.02.1981, Blaðsíða 5
Miövikudagur 4. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 um^úðUh”orkiVi6fyr7; Hvert muiidi stefna í Afganistan? Bandarikin né Kina, né S "t “t * P x heldur óðalsherrana ^ Tll 111 TYl Pt’t’1 QlTllT* gömlu. Við berjumst 9 9 WJ J.JL LL LLAXl ViViVl CLXLLil fyrir frelsi þjóðar sem 11** $ $ vm sp é6a framuö íensveldisins Svo mælir Najibullah Roshan, sem er sendimaður afganskra samtaka sem nefnast „Fylking heilagra striðsmannaHann hefur verið á ferð um m.a. Norðurlönd til að útskýra fyrir mönnum ástandiö i heimkynnum sinum. Fréttaflækjur Margir fréttaskýrendur hafa yfir þvi kvartað að erfitt væri að gera sér grein fyrir ástandinu i Afganistan af fréttum og þá ekki siður fyrir markmiðum þeirra sem berjast gegn stjórn Karmals i Kabúl og sovéska hernum sem hann styðst við. Mönnum ber saman um að andstaða gegn stjórninni og hinum erlenda her sé mikil. Að Sovétmenn reyni, sem Bandarikjamenn áður i Viet- nam, að halda borgum og sam- gönguleiðum og herja á þorp með þvi að neyta tæknilegra yfir- burða, ekki sist i lofti. Mönnum ber saman um að barist sé af mikilli heift. En ailar tölur um mannfall, sigra og ósigra eru sagðar meira eða minna út i hött (sbr. t.d. Peter Niesewand, Guardian 4. janúar). Og einkum og sér i lagi er erfitt að afla upp- lýsinga um einstaka hópa and- stöðunnar, herstyrk þeirra, markmið og samkomulag. Hvers konar framtið? Roshan sá sem fyrr var vitnaö til (viðtal i norska vikuritinu Ny tid) er mikið i mun að menn á Vesturlöndum telji ekki að skæruherirnir afgönsku berjist fyrir afturhvarfi til fyrri tima. Altént vilja hans samtök ekki snúavið til miðalda. Hannsegir á þessa leið: Afganistan, sem laust væri undan sovéskum her, mundi ekki hverfa aftur til smákónga- og landeigendavalds. 85% ibúanna eru bændur, það þýðir að við verðum að framkvæma uppskipt- ingu jarðeigna. Niu af hverjum tiueruhvorki læsir né skrifandi — þar er einnig mjög stórt verkefni að glima við. Najibullah Roshan segir, að byltingarstjórnin sem tók völd 1978 (Tarakistjórnin sem er eins- konar fyrirrennari þeirrar sem núsitur) hafihaft jákvæða áætlun um bæði jarðaskiptingu og baráttu gegn ólæsi. Gallinn er sá „að það eru heimsvaldasinnar sem reyna að framkvæma hana eins og þeim likar” segir hann. Og, segir hann, við mundum i sjálfstæðu og óháðu Aíganistan framkvæma umbætur i samvinnu við bændurnar, hvað sem liði hugsanlegu andófi presta og land- eigenda. Fólkið mun hafna gömlu yfirstéttinni, segir hann eins og það hafnar Sovétmönnum. Roshan viðurkennir að ástandið sé flókið, einstakir hópar and- 'stöðunnar séu einangraöir hver FRETTA SKÝRING frá öðrum, bæði vegna sam- gönguerfiðleika og vegna þess að þeir eru af mörgum ólikum þjóð- um. En hann segir að allir séu sammála um þrennt: Að sovéski herinn skuli úr landi. Að Afganir fái sjálfir að velja sér stjórnkerfi. Að það val endurspegli þjóðar- viljann. Fleiri viðhorf Ekkert verður hér um þaö íull- yrt hve öflug slik viðhorf séu i fjölskrúöugu litrófi afganskra uppreisnarafla. 1 nýlegri grein i bandarisku tímariti Problems of C'omniunism, voru taldir upp all- margir hópar, og þar virtist bera Najibullah Roshan: fólkið mun hafna fyrri yfirstétt rétt eins og hinu sovéska valdi. Grannvara allt áríð í stað skammtíma Lækkað verð á mörgum Lll U \/ L/ Q helstu neysluvörum ... ekki fyrir þá, heldur fyrir okkur... Endurheimt gíslanna — fögnuður og gagnrýni Blöðum ber saman um að þær fagnaðarmót- tökur sem bandarisku gislarnir fengu þegar þeir komu heim úr 440 daga prisund i íran hafi tekið flestum hátiðum fram. Og það voru hvergi sparaðar athuga- semdir á borð við að „þjóðin er sameinuð á ný” og „allir höfum við getað byrjað upp á nýtt” eða eitthvað þvi likt. Fögnuðinum hefur svo fylgt mikil heift út i Irani og kannski tslam vegna þeirrar meðferðar sem gislarnir sættu, en hún var verri miklu en menn höfðu gert ráð fyrir. Gislarnir sjálfir hafa, sumir a.m.k., verið lágmæltari en ýmsir ábyrgðarmenn um þá hluti. En i sterkum kór glóheitrar þjóðernishyggju og svo heiftar hafa heyrst nokkrar gagnrýnar raddir, sem finnst nóg um og vilja koma löndum sinum niður á jörðina aftur. William Rasperry skrifar i Washington Post og viðurkennir að skrúðgöngurnar og sjónvarpstilstandið sé „ekki fyrir gislana heldur okkur sjálfa”. Hann heldur áfram: „Við höfum nýlega gengið i gegnum auðmýkingu þjóðarinnar sem stóð i 444 daga, og við höfum þörf fyrir hreinsunarbað, fyrir helgiathöfn til aö reka út skelfi- lega ringlaðar tilfinningar okkar. Gislarnir sem heim sneru hafa verið valdir til að gegna þessu hlutverki, en fyrst urðum við að gera þá nógu mikla i vitund okkar til að þeir gætu gegnt hlutverkinu, og þvi gerðum við þá að hetjum”. „Minnisleysi” Michael Harrongton, sósial- demókrati, sem hefur látið að sér kveða á vinstri armi Demókrata- fl(*ksins, varar við því i grein i New York Times.að það sé hætta á þvi að Bandarikjamenn láti at- burðina valda sér „siðferðilegu minnisleysi”. Hann útskýrir þetta nánar: andstyggðin á illri meðferð gislanna muni fá landa sina til að gleyma að leynilög- regla keisarans, sem naut stuðnings Bandarikjanna, framdi miklu grimmdarlegri glæpi gegn jafnsaklausu fólki og þeir voru. Harrington segir ennfremur: „Um leið og reiðin gegn slæmum villimönnum i Iran fór vaxandi, voru stjórnvöld i Wash- ington að taka upp stuðning við gdðu villimennina i Rómönsku Ameriku.... Við lærðum það i Vietnam, að meiriháttar til- kvaðning mannafla, peninga og vopna getur ekki haldiö uppi spilltri kúgunarstjórn. Viö komumst að sama sannleika i tran... Viljum við nú eignast nýtt Iran i Mið-Ameriku?” (og á vita- skuld við E1 Salvador). En gagnrýni af þessu tagi er, segir Bandarikjafréttaritari Information, sem hér er stuðst við, undantekning. Flestir eru á einu máli um að nú þegar gisl- arnir eru komnir heim þá hafi þjóðin sameinast i ekta föður- landsást. ábtók saman. Nú er að byrja nýtt fyrirkomulag með afsláttar- og tilboðsvörur, sem leiða mun til varanlegrar lækkunar vöruverðs í matvöru- búðunum. I þeim stóra hópi, sem mynda Grunnvöruna, en þannig eru þær einkenndar í búðunum, eru margar helstu neysluvörur, sem hvert heimili þarfnast svo sem hveiti, sykur, grænmeti, ávextir og þvottaefni. Þessi nýbreytni mun fela í sér umtalsverða lækkun á matar- reikningum þeirra, sem við kaup- félagsbúðimar skipta, félags- menn sem og annarra jafnt. Það býður engin önnur verslun Gmnnvöm á gmnnverði. $ Kaupfélagið -mru -vero Skæruliði: hver býr undir vefja- hetti: konungsinni, umbótamað- ur, vinur ajatollana? allmikið á islömskum byltingar- mönnum, sem vilja fara svipaðar leiðir og ajatollar i lran og eiga um margt samstöðu við þá. (Þeim heittrúarmönnum verður það svo ekki höfuðatriði hvort „hinn mikli Satan” er banda- riskur kapitalismi eða sovét- kommúnismi). Það timarit talaði og um annan allþungan straum sem vildi að fyrri ráðamenn, jafnvel konungurinn sem var og er nú i útlegð, fengju allveruleg áhrif i nýrri skipan mála i Af- ganistan. Gallinn við flestar útskýringar sem menn hafa reynt að gefa þróun mála i Afganistan er ekki sist sá, að flestir fara i rikari mæli en ástæða er til að draga fram hliðstæður milli evrópskra stjórnmála og raunveruleikans i landi eins og Afganistan. Liklega er það eitt af þvi fáa sem treysta má i þeim efnum, að engir geta leyst mál Afgana nema þeir sjálf- ir. Og eins og fyrrgreindur Ros- han segir, þá munu jafnvel skyn- samleg umbótaáform snúast upp i andhverfu sina þegar á að reka þau með öðru ofan i fólki með er- lendum vopnum. —áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.