Þjóðviljinn - 04.02.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.02.1981, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. febrúar 1981 Miövikudagur 4. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Hiti og Ibarátta 1 þjóðmála- umræðunni í Vél- smiðjunni Héðni Eitt af grónari atvinnu- fyrirtækjum í Reykjavik er Vélsmiðjan Héðinn. Þetta fyrirtæki á sér langa og merka sögu og hefur verið sjávarútvegi og fisk- vinnslu mikilvægur þjón- ustuaðili. Það eru varla nema elstu menn i Reykjavik sem minnast þess að Héðinn var stofnsettur 1. nóvem- ber 1922 af þeim Bjarna Þor- steinssyni og Markúsi ívarssyni. Þeir félagar keyptu þá smiðju er átt haföi Bjarnhéðinn Jónsson og starfrækt i Aðalstræti 6b, en starfsemi hennar hafði þá legið niðri i 2 ár eftir andlát hans. Frá árinu 1895 hafði járnsmiöja Sig- urðar Jónssonar verið rekin i Aðalstrætinu, en Bjarnhéðinn keypti hana um aldamótin. Flestir borgarbúar kannast aftur á móti við stórhýsi það sem Héðinn kom upp i miðju heim- striðinu mikla og stendur við Seljaveg i Reykjavik. Núverandi eigendur Héðins munu vera erfingjar Markúsar ívarssonar, þess er fyrr er nefndur. Heldur mun á brattann að sækja hjá fyrirtækinu um þessar mundir og einhver verk- efnaskortur. Þrátt fyrir það vinna þar nú 180 manns, einkum vélvirkjar, plötusmiðir og rennismiðir. Þegar Þjóðviljinn leit þar inn i siðustu viku var enginn upp- gjafartónn i starfsmönnum, nema siður væri. Rösklega fjörutíu ára starf. Eftir þennan formála fór vel á þvi að hitta fyrstan fyrir Guö- mund Mariusson vélvirkja. Hann er á sinn hátt samgróinn fyrir- tækinu eftir að hafa starfað þar i 41 ár eöa siðan 1940. Guðmundur er kunnur hagleiksmaður og starfsmaður góður. Hann tók blaðamönnum afar vinsamlega, en var þó tregur til meiriháttar blaðaviðtals og vildi augljóslega leiða talið frá eigin persónu. Þó var ekki hægt annað en veita þvi athygli að heyrn Guðmundar var tekin aö dofna, og er hér augljós- lega dæmi um atvinnusjúkdóm, sem einn af mörgum fylgir þessu erfiöa smiðjustarfi. Ekki kvart- aöi Guðmundur þó yfir vinnuað- stöðunni, en hann starfar yfirleitt viö viðgerðir i skipum og vélum, ýmist um borð eða i húsnæöi Héð- ins við Seljaveginn. Guðmundur var ófús að ræða kjaramálin við blaðasnápa en að- spurður um rikisstjórnina sagði hann aö menn tryöu þvi að hún gerði sitt besta, og við fáum fréttir af þvi að æ fleiri treysti þessum mönnum, sagði Guð- mundur. Slæmt að missa óþrifa- álögín. Næst hittum við fyrir mann afyngri kynslóð, Þorleif Gislason. Hann er að ljúka sveinsprófi i járnsmíöi og hefur unnið i Héöni i tvö ár. Hann kann heidur vel við sig i faginu, vinnur mest við skipaviðgerðir en gripur þó i önnur verkefni. Eins og þið getið sjálfir séð þá Nú er farið að hitna í kolunum. Stjórnin gerir allt rétt segir Stefán. Þið látið fhaldskurf stjórna ykkur, svarar Páll að bragði. — Ljósm.: eik. Þurfum betri vinnuaðstöðu GUÐIÓN Á ÞING” Stefán Olsen: Skilaðu þvi inn á Þjóðvilja að við viljum Guðjón á þing en ekki ein- hverja háskólastráka. — Ljósm.: eik. er aðbúnaðurinn hér á vinnu- staðnum lélegur og vinnuplássið of litið, sagði Þorleifur. Ekki kvartaði hann beinlinis yfir kjörunum, en taldi mikla meinbugi á siðustu samningum að óþrifaálög járnsmiða hefðu verið felld niður. Það er harla litil von til þess áð fá menn i skipa- vinnu i skit og kulda við erfið vinnuskilyrði ef menn fá aðeins sama kaup og innivið i þrifnaði og hlýju, sagði Þorleifur. Ekki vildi hann tjá sig of mikið um stjórnina eða efnahagsað- gerðir hennar, en spurði á móti á þá leið hvort ekki væri nú um sama krukkið i kaupið að ræða og alltaf þegar þyrfti að bjarga þjóðarbúinu við. Guöjón á þing. En nú fór að færast hiti i leik- inn. Þrir vaskir og vörpulegir menn, þeir Vilberg Helgason, Páll Karlsson og Vignir Eyþórs- son komu stormandi i hádegismat eftir annasaman morgun i Katrinu VE-47, sem þá var ný- komin af strandstað. Þeir töldu að viðgerð gæti tekið töluverðan tima. Aðspurðir kváðust þeir mjög óánægðir með kjörin. Þeir töldu enga hemju að það tæki tiu mánuði að semja um svo til ekki neitt, eins og gerst hefði á sl. ári. Nú þyrfti að taka sig til og berjast fyrir betri kjörum. 1 þeim töluö- um orðum bar að eldri félaga úr verkalýðsbaráttunni, Stefán O. 01sen.,,Ójá, eruð þið frá Þjóðvilj- anum. Eg skal segja ykkur það piltar minir, að þið eigið að sjá til þess að forystumenn verkalýðs- félaganna fari á þing fyrir Al- þýðubandalagið en ekki ein- hverjir háskólastrákar sem þekkja ekki okkar kjör. Við vilj- um hann Guðjón okkar Jónsson á þing”. Nú dreif að fleiri og fyrr en varði var upphafinn hinn fjörug- asti fundur. „Já, við styöjum allir stjórnina, hún er alveg prýðileg”, sagði Stefán. Ekki vildu allir syngja stjórninni lof og dýrð og Páll Karlsson sagði við Stefán. „Það er nú alveg nýtt að Alþýðubanda- lagið sé ánægt með að láta gamlan ihaldskurf stjórna sér”. „Og þú helvitis lýgur þvi, það er allt gott sem stjórnin gerir og algert jafnræði með mönnum”, kvað við i einhverjum. En nú upphófust áköf skot á blaðamanninn og hann látinn svara fyrir stjórnina eins og við á Þjóðviljanum bærum ábyrgð á öllum hennar verkum. Minnti hiti umræðunnar einna helst á þing- málafundi austur i Vik, sem undirritaður sótti á unglingsár- um, en fyrir kom að þeir enduöu i handalögmálum. Var þvi ekki seinna vænna að hypja sig af vett- vangi. — Bó. Guðmundur Mariusson, vélstjóri. Hefur unnið i Héðni i rösklega 40 ár. — Ljósm.: eik. Frá vinstri: Vilberg Helgason, Páll Karlsson og Vignir Eyþórsson. Siðustu samningar stóðu I 10 mánuði án þess nokkuð teljandi kæmi út úr þeim. — Ljósm.: eik. Þorleifur Gislason: Menn fást ekki til að vinna I skit og kulda fyrir sama kaup og viö inni- vinnu. — Ljósm.: eik. á dagskrá Minnumst þess að meðan við ræktum upp minnimáttarkennd meðal vinnandi fólks i undirstöðuatvinnuvegum þjóð félagsins þá búum vi ð til múg sem hvaða öfl sem eru geta notað sjálfum sér til framdráttar. -Er það kannski markmiðið? Agusta Þorkelsdottir, Refstað, Vopnafiröi: Um vinnufyrirlitningu Fram undir tvitugt trúði ég þvi að „vinnan göfgaði manninn”. En þá komst ég i kynni við fram- sækna gáfumenn, sem töluðu mikið og fræðilega um að bæta hag alþýðunnar. Þeir töldu mér trú um að þetta gamla máltæki væri vopn i höndum kúgunarafla sem ætluðu sér það eitt að halda alþýöu manna niðri i kjörum og pina út úr lýðnum sem mesta vinnu. Framan sagt rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég fór að hugleiða málefni sem oft hefur verið á dagskrá i samtölum manna á meðal á liðnu ári. Ötrúlega oft hefur umræöan snúist um vinnu- fyrirlitningu þá sem skýtur stöð- ugt upp kollinum i bókum og blaðagreinum. Þar les maður um vinnuna sem illa nauðsyn, eitt- hvað sem fáir ættu að leggja sig niður við, skitapúl (svo ég noti skitseyðisorðbragð nýkrata), sem ekki er samboðið virðingu minni og þinni, heldur einhverra annara óskilgreindra. Fyrir ung- lingum er prédikað aö þeir verði „aö mennta sig” svo þeir sleppi undan kvöð vinnunnar. Þó nokkrir standast ekki kröfur framhaldsskólanna og verða að fara „að vinna” Og þá þarf ekki að ganga i grafgötur um með hvers konar hugarfari slikt fólk gengur til vinnu sinnar, teljandi sig vera nánast með vottorð upp á að vera misheppnaðir annars flokks þjóðfélagsþegnar. Enn er þó til einn og einn maður i erfiöis- mannastétt sem hefur ánægju af vinnu innan ákveðinnar tima- lengdar, en hann reynir að sjálf- sögðu að leyna þeirri ánægju, svo umhverfið dæmi hann ekki vit- grannan úr hófi fram. Auðvitað geri ég mér grein fyrir þvi að skólaganga er vinna og það sem viðtekur að loknu námi er lika vinna. En skyldu nú allir nemendur dagsins i dag gera sérgrein fyrir þvi eða skyldu þeir ekki hafa trú á þvi að störf þau sem taka við að loknu prófi séu i það minnsta mun merkilegri vinna, en sú vinna sem ólærðir inna af hendi. Hver ber ábyrgðina á þessum öfgasnúna hugsunarhætti? Æöi- margir sjálfsagt; kannski eiga fyrrnefndir gáfumenn einhvern þátt i ábyrgðinni. Sumir þeirra berjast nú hetjulegri baráttu innan sinna stéttarsamtaka að halda sér dæmdum kjarabótum vitandi það að nái þeir þvi sem þeir kalla mannsæmandi laun er ansi litið eftir af þjóðarkökunni til að skipta milli alþýðumanna, sem þeir töldu og telja vist enn að eigi að gera það gott. Þessir gáfumenn og aðrir hafa gjarnan leitað til Norðurlandanna um fyrirmyndir aö bættu lifi landans. Nú væri ráð aö beir minntust systranna á Akureyri i dentið sem háðfuglinn örlygur Sigurðsson sagöi frá að hefðu flutt Parisartiskuna til höfuðstaðar Norðurlands, mig minnir 5—10 árum eftir að hún leit dagsins ljós iborginni viö Signu. Nú ættu þeir að draga lærdóm af ástandi þvi sem er i dag i velferðarriki norðursins Sviþjóð, þar súpa þeir nú seyðið af vinnufyrirlitningu þeirri sem ég hef rætt um. Fyrir rúmum áratug, nánar tiltekið 1969 stundaði ég i nokkra mánuöi störf hjá svenskum, störf sem þeir töldu fyrir neðan virðingu innfæddra þegna velferðarrikis- ms. Þá rann mér til rifja viðhorf „Svensons” til aðflutts vinnuafls sunnan úr Evrópu, fólks sem þeir fluttu inn til að vinna áreynslu- og óþrifastörf. 1 dag er þetta fólk fyrir Svenson á vinnumarkaði, nú getur hann ekki lengur lifað á atvinnuleysisbótum, þar sem færri og færri hágöfugir hafa vinnu og geta borgað skatta til að standa undir féiagsmálahjálp- inni. Væri ekki ráö fyrir okkur að spyrna við fótum og flytja tiskuna frá i dag hingað heim og sleppa þessari tiskubylgju — vinnu- fyrirlitningu — farandverkafólk, ganga bara til vinnu án þess að flokka hana i fina vinnu og ófina. Ekki fyrir svo löngu siðan áttu verkamenn úr röðum sósialista sér þann draum að vinnan yrði metin aö verðleikum og allir þeir sem „vildu” leita sér þekkingar i skólum gætu þaö. Eigum viö nú ekki i raun að láta þennan draum rætast? Meta vinnu hvers þjóð- félagsþegns eftir gæðum vinn- unar. Og þá á ég við að við metum vinnú sem vel er af hendi leyst jafnt, hvort heldur sem hún er unnin á heimili, i verksmiðju, á skrifstofu eða i skóla. Hættum þeirri flokkun sem i dag við- gengst. Þeir sem framhalds- menntunar njóta fá næga umbun fyrir sitt streð i skólum i mun opnari möguleikum að leita sér lifsfyllingar á ýmsum sviöum si- menntunar til að auðga anda sinn. Minnumst þess að meðan við ræktum upp minnimáttarkennd meðal vinnandi fólks i undirstöðu atvinnuvegum þjóðfélagsins þá búum við til múg sem hvaða öfl sem eru geta notað sjálfum sér til framdráttar. Er það kannske markmiðið? Almannavarnír í V-Skaftafellssýslu Tryggt er tvöfallt vara öryggi endurvarpsins Almannavarnir rikisins hafa beðiö um birtingu eftirfarandi athugasemdar: t útvarpserindi um daginn og veginn mánudaginn 26. jan. sl., var þvi haldið fram, að i tiðum og langvarandi bilunum á rafmagni og sima nú s.l. desember og i byrjun janúar, hafi fjarskipta- stöðvar almannavarna á Kötlu- svæöi brugðist og verið óvirkar. Það rétta er, að fjarskiptakerf- ið á Kötlusvæði var á sinum tima sett til að tryggja neyðarsam- band fyrir byggðirnar við sinar almannavarnamiðstöðvar. Þaö samband rofnaði aldrei. I annan staö er endurvarpssamband milli almannavarna svæða i V-Skafta- fellssýslu og rofnaöi það samband aðeins i einn sólarhring, þegar öryggi fór i vararafstöð á Háfelli, sem gefur endurvarpsstöðinni vararafmagn. Viö uppgötvun þess veikleika er nú unnið að þvi að tryggja tvöfalt varaöryggi með tengingu rafgeyma á endur- varpsstöðina. Er mál manna á svæöinu aö lengst af hafi almannavarnakerfiö verið eina Frá Kötlusvæöinu. virka fjarskiptasambandið á svæðinu. Við gerð neyðaráætlunar fyrir V- Skaftafellssýslu var gert ráð fyrir aö neyðarfjarskiptum út af svæöinu við umheiminn, yrði sinnt meö H.F. millibylgju-tal- stöðvum björgunarsveitarinnar ogKaupfélags V-Skaftafellssýslu. Voru þær stöövar notaöar, en reyndusf illa á nóttinni vegna truflana, sem eru mjög algengar á slikum stöðvum. Vegna þessa var tafarlaust i janúarbyrjun aukið við rás i fjar- skiptakerfi almannavarna á S- landi, þannig aö allt Kötlusvæðið er nú hlustað á sambandskerfi almannavarna allan sólarhring- inn af lögreglunni á Selfossi. Er allt talstöðvakerfið rafhlöðudrifið i rafmagnsbilunum. Tekið er undir mikilvægi þess að tryggja öruggt neyðarsam- band milli byggða og er vonast til aö unnt verði að stórauka öryggissamband almannavarna á þessu ári. t sama erindi er einnig haldið fram að hvorki almannavarnir né oliufélögin hafi sinnt ábendingu um öryggisleysi við bensin- stöðvar, ef rafmagnsdælur stöðv- ast i rafmagnsleysi, og fólk þyrfti aö flýja á bilum slnum. Almannavarnir þökkuðu ábendinguna á sinum tima og sinntu henni. Fullyrt er af oliu- félögunum að unnt sé að hand- dæla tafarlaust úr öllum birgða- tönkum á bensinstöövum, ef neyð krefst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.