Þjóðviljinn - 03.03.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Blaðsíða 7
Þri&judagur 3. mars 1981. ÞJÓDVILJINN — SIDA 7 8. Helgar- skákmótiö i Vík: 8. Helgarmót tímaritsins Skákar og Skáksambands íslands/ sem fram fór i Vik í Mýrdal um síðustu helgi/ var hið langfjölmennasta til þessa/ en þátttakendur voru alls 102. Það mót sem næst hefur komist var á Akureyri/ með 64 kepp- endur. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda fór mótið fram með miklum glæsi- brag, og er þar framtaki heimamanna, með Stefán Þórmar Guðmundsson í broddi fylkingar, að þakka, en þrotlaust undir- búningsstarf þeirra varð til að gera mót þetta ógleymanlegt ölium þeim er þátt tóku og á horfðu. 5. Sævar Bjarnason 5 — 6. Magnús Sólmundarson 5 — 7. Arni A. Arnason 5 — 8. Jóhann Hjartarson 4.5 — 9. Guðmundur Sigurjónsson 4.5.— 10. Jóhannes G. Jónsson 4.5 — 11. Hilmar Karlsson 4.5 — Þetta mót var hið þriðja i röö- inni, þar sem keppt er um miljón- ina hina nýju. Helgi Ölafsson stendur nú best að vigi með 53 stig, en næstur kemur Margeir Pétursson með 38 stig. Kvennaverðlaun hlutu þær Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Ólöf Þráinsdóttir, en Arnór Björnsson hlaut unglingaverðlaun, sem eru vist á skákskólanum á Kirkju- bæjarklaustri. Ungur drengur úr Reykjavik, Georg Páll Skúlason, vakti at- hygli fyrir góðan árangur. Hann gerði jafntefli við þá Leif Jósteinsson og Sturlu Pétursson og vann Áskel örn Kárason. Einnig má minnast á Gunnar Frey Rúnarsson, sem náði jafn- tefli við Elvar Guðmundsson og vann Leif Jósteinsson. Frá til þess að gera nýstofnuðu taflfélagi heyrnardaufra, tefldu þeir bræður Olgeir og Jónas Jóhannessynir, og stóðu sig með ágætum. Ekki verður skilist við mót þetta án þess að minnast á stór- kostlega kökuveislu, sem kven- félagskonur i Vik héldu keppendum á laugardagskvöldið. Tema veislunnar var Njálssaga, og héldu þeir fræðimenn Jón Gislason og Benóný Benediktsson athygli veislugesta óskiptri meö stórfróðlegum skoðanaskiptum, sem ekki verður nánar lýst hér. —eik— Helgi Ólafsson og Bragi Krist- jánsson efstir aö vinningum Það hlýtur að vera heimsmet að svo fjölmennt skákmót skuli vera haldið á stað sem telur tæp- lega 400!'. Keppendur voru viða að, flestir úr Reykjavik og af Suðurlandi. Eins og venja hefur verið, var keppendum raðað eftir styrk- leika, og tefldi stigahæsti maður við keppanda númer 51 o.s.frv. Litið var um óvænt úrslit i fyrstu 3 umferðunum, en litum á helstu úrslit i seinni hluta mótsins. I 4. umfe 'ö bar það helst til tið- inda að Guðn.undur Sigurjónsson varð að sætta sig við jafntefli við Jóhannes Gisla Jónsson, Helgi Ólafsson vann Sævar Bjarnason, Jón L. Arnason vann Margeir Pétursson og Bragi Kristjánsson gerði jafntefli við Jóhann 'Hjartarson. 1 5. umferð, sem tefld var óguð- lega snemma á sunnudags- morgun, vann Helgi Ólafsson Stefán Þórisson, sem kom mjög á óvart i mótinu með þvi að vinna fyrstu fjórar skákirnar, þar á meðal Benóný Benediktsson og Asgeir Þór Árnason. Bragi — Kvenfélagskonur i Vik, ásamt veisluborðið á iaugardagskvöld. Kristjánsson vann Guðmund Sigurjónsson, Jón L. vann Jóhannes Gisla og Margeir vann Jóhann Hjartarson. Staðan fyrir siðustu umferð var þá sú að Helgi var efstur með 5 vinninga, en næstir komu Bragi og Jón L. með 4.5 vinninga. Nokkrir skákmenn komu siðan með 4 vinninga. Sögulegustu viðureignir siðustu umferðar voru án efa skákir Benónýs Benediktssonar og Stefáni Þormar Guðmundssyni, viö Guðmundar Sigurjónssonar, og Braga Kristjánssonar og Asgeirs Þórs Arnasonar. Benóný var þarna kominn i toppbaráttuna, en varð að sætta sig við ósigur gegn stórmeistaranum. Bragi Kristjánsson þurfti að vinna Asgeir til að eiga möguleika á að ná Helga. Hann náði yfirburða- stöðu og átti ekki annað eftir en að máta þegar honum urðu á hrikaleg mistök. Bragi er með hvitt: abcdefgh Hér lék Bragi 29.De6-t-??? en Asgeir er óverjandi mát eftir 29. De4! Nú lék svartur 29..—Kh8og Bragi svaraði 30.De4. Þá gerðist hið furðulega, Asgeir gafst upp!!, en eftir 30..— Dg8! er hann auð- vitað með gjörunnið tafl. Rétt er að taka það fram að Asgeir átti aðeins um 10 sekúndur eftir á klukkunni til að ljúka sinum 30. leik, og þá hefði hann haft hálf- tima til að ljúka skákinni. önnur úrslit siðustu umferðar: Helgi.gerði jafntefli við Jón L., Margeir vann Guðmund Halldórsson Magnús Sólmundar- son vann Karl Þor^teinsson og Sævar vann Stefán Þórisson. Efstir urðu sem hér segir, þegar stig höfðu verið reiknuð: 1. Helgi ólafsson • 5.5. vin. 2. Bragi Kristjánsson 5.5. —. 3. Jón L. Árnason 5.— 4. Margeir Pétursson 5 — Metþátttaka á glæsilegu móti i i I ■ I Sigur Jacquillat Oft fer maður á sin- fóníutónleika með kvíða- blöndum huga. Svo var > L Umsion: Leif ur Þorarinsson tónbálkur einnig í fyrrakvöld. En sá kvíði reyndist sannarlega ástæðulaus. Þarna voru leikin og sungin verk eftir þrjá öndvegis snillinga, Pulcinellasvitan eftir Stravinsky, Píanokonsert í B dúr nr. 27 (sá síðasti?) eftir Mozart og Daf nis og Klói eftir Maurice Ravel. Það var siðast talda verkið þ.e.a.s. flutningur þess sem kom mér algjörlega á óvart. Hann var i einu orði sagt: Stór- kostlegur. Ég hef aldrei svo ég muni heyrt hljómsveitina leika i likingu við þetta. Nákvæmni i nótnaspili er nokkuð sem kannski er sjálfsagur hlutur, en þvi miður hefur oft vantað tals- vert á að hafa hana i lagi. Hins- vegar heyrði maður aldrei falskan tón svo að skifti máli að þessu sinni. En það var andinn á bak við leikinn, uppbygging þessa stóra og magnaða forms, fullt með fingerða og fágaða núansa sem hleypti manni i slikt fitonsstuð, að ég man varla eftir öðru eins á tónleikum hér á landi. Vitaskuld var það stjórnand- inn Jean-Pierre Jacquillat sem stóð fyrir þessu. Maður hefur oft heyrt hann gera fallega (þó ekki Brahms og svoleiðis), en þetta var eitthvað sem lengi verður munað og i sérflokki. Hamrahliðarkórinn var þarna mættur að syngja orðlausa kór- hlutverkið og ekki brást hann frekar en fyrri daginn. Nú held ofan Mistök á mistök Stjórnandinn Jean-Pierre Jacquillat stóð fyrir þessu öllu. ég að ég, þú og jafnvel Kavel i gröfinni getum fagnað lengi og innilega. Ýmislegt fór úrskeiðis i I Sunnudagsblaði Þjóðviljans og bitnaði það ekki sist á Tónbálki , Leifs Þórarinssonar. Hausinn á i siðuná vantaði t.d. með öllu og einnig lék prentvillupúkinn I hana grátt. Varð sumt óskiljan- legt og er Leifur Þórarinsson beðinn afsökunar á meðferð- inni. Hér er birtur á ný dómur um tónleika Sinfóniuhljóm- sveitarinnar og er vonandi að I hann komi nú óbrenglaöur. Þá er siðasta visan i bálki sem nefnist „Ópera er upplagt skraf” svona rétt: „Skýtur hann i skorsteininn skáldið onúr Firði Oft er tóna angistin ekki mikils virði” Umsjónarmaður ■ Sunnudagsblaðs I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.