Þjóðviljinn - 03.03.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.03.1981, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. mars 1981. Þriöjudagur 3. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Júri Vladimirov, einn þekktasti eindansari Bolsjoiballettsins. Elita Erkina og V. Majmúsov. Ljúbov Gersjúnova og Anatoli Berdysjev i „Rómeó og Júliu Sovéskar ballett stjörnur á sviði Þjóðleikhússins í næstu viku Þriöjudaginn 10, mars n.k. er 30 manna sovéskur ballettflokkur væntanlegur hingaö tii lands i boöi Þjóöleikhússins. I hópnum eru margir af fremstu eindöns- urum nokkurra stærstu óperu- og ballettleikhúsa Sovétrikjanna, m.a. Bolsoj-leihússins i Moskvu, Kiev-óperunnar, Estonia-leik- hússins I Tallinn o.fl. Ráögeröar eru 4 sýningar i Þjóöleikhúsinu, 11., 12., 13. og 15. mars. Sovésku dansararnir koma hingaö til lands frá Stokkhólmi, en þeir hafa verið á sýningaferöa- lagi um Danmörku, Noreg og Svi- þjóð undanfarnar vikur og hvar- vetna sýnt við mikla aðsókn og hrifningu. 1 hópnum eru dansarar starf- andi við óperu- og ballettleikhús i fjórum sovétlýðveldum: Rúss- landi, Úkrainu, Grúsiu og Eist- landi. Skal nú getið nokkurra þeirra: Frá Stóra leikhúsinu i Moskvu (Bolsoj) koma ma Marina Sidor- ovaog Júri Vladimirov.Þau hafa bæði verið um árabil i hópi fremstu eindansara við leikhúsið og dansað f jöldann allan af hlut- verkum, stórum og smáum. Viöfrægur varð Vladimirov fyrir túlkun sina á hlutverki Ivans grimma i samnefndri ballettkvik- mynd sem sýnd hefur verið hér á landi. Hann hefur hlotið verðlaun i alþjóðlegri samkeppni ballett- dansara i Varna, Búlgariu, og Moskvu. Frá rikisóperúnni i Kiev koma þau Alla Lagoda, Tatjana Tajak- ina, Valeri Kovtun, Ljúdmila Smorgatsjeva og Sergei Lúkin, allt dansarar i fremstu röð. Þannig hefur Tatjana Tajakina t.d. hlotið verðlaun i 5. alþjóðlegu ballettkeppninni i Moskvu og æskulýðshátið i Berlin. Aðaldans- félagi hennar, Valeri Kovtun, hlaut m.a. verðlaun i alþjóðlegu ballettkeppninni i Varna 1970 og silfurverðlaun i keppninni i Moskvu 1973, en árið 1977 sæmdi Dansakademian i Paris Valeri minningarverðlaunum V. Nisjin- skis sem besta dansara heims. Ljúdmila Smorgatsjeva og dans- félagi hennar, Sergei Lúkin, eru einnig i hópi helstu eindansara við Kiev-óperuna og þau unnu til verðlauna i alþjóðlegri keppni dansara i Tokió 1978. Frá óperu- og ballettleikhúsinu I Novosibirsk koma Ljúbov Gersjúnova og Anatoli Berdys- jev, bæði verðlaunahafar i sam- keppni dansara innan og utan Sovétrikjanna. L f gær birtíst hér í blað- inu fyrri hluti þeirra orð- ræðna, sem okkur Ját- varði Jökli Júlíussyni fóru á milli nú fyrir skemmstu. Hér á eftir fer framhaldið. 111 nauðsyn en óumflýjanleg — Hvermg nugsa Dændui* i Reykhólasveit til framtiöar- innar og vill unga fólkiö setjast ■ - ,Ef Jesús frá Nasaret hefði komið passa- laus með S Og færri hafa fengiö en vildu aö komast aö viö Þörungavinnsluna á Reykhólum. aö heima? — Það er nú svo margt sinniö sem skinnið. Hér er fremur litið rót á bændum og viöasthvar hefur ekki staöið á að fylla 1 sköröin þegar til hefur þurft. Og færri hafa fengiö en vildu að komast að við Þörungavinnsl- una á Reykhólum. Þaö hefur margsýnt sig. Það vantar bara fleiri járn I eldinn. Þá yrðu nógir hamrar á lofti. — Hvað segiröu um þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa veriö til aö takmarka búvörufram- leiösluna? — Ég held aö flestallir eða allir telji þær illa og óumflýjan- lega nauösyn. Ég held, að margir bændur taki þeim likt og hverju ööru mótlæti, harðindum eöa náttúruhamförum. Þaö er fyrst og brýnast að þær geri engum ólift við búskapinn. Þörfin fyrir að draga saman seglin knýr fólk til að vera hyggiö og hagsýnt enn frekar en ella. Þeir,. sem halda fingurgóm- unum á slagæð framleiöslunnar hjá bændum, verða að geta sveigt til eftir aðstæðum, ef ekki á illa aö fara. Ég nefni t.d. að fyrir vestan Gilsfjörö má kúm ekki fækk^ þá væru mjólkur- flutningarnir þaöan dauða- dæmdir. Það á við á þessu sviði aö engin regla er án undantekn- ingar. Annars hef ég sagt það áður og segi þaö enn, að bændum er betra aö fækka á fóörum um 10. hverja kind en að láta 10. hvert lamb fyrir ekkert I veröjöfn- unargjald. Þetta er ofureinföld staöreynd. Atvinnurógur ef hann er til — Hvernig list þér á áróðurinn gegn bændum? — Það eru til lög um atvinnu- róg. Mörg hver gýfuryrðin, sem hafa verið sögð og skrifuð um atvinnu bænda af sollinni ill- girni og inngróinni heimsku og/eöa fáfræði, hafa verið hreinn og klár atvinnurógur, sé hann á annað borð einhvers- staöar að finna. Þeir verstu meðal þeirra ill- kynjuöu skriffinna, sem ganga lengst i niöi um bændastéttina, ganga fram af heiðvirðu fólki. Liklega réttlætir þaö og þaö eitt þá linkind, aö lögsækja þá ekki. Annars liggur ábyggilega fiskur undir steini. ósvifnustu spekúlantar og braskhyggju- menn þola bændum ekki tvennt: Þeir þola þeim ekki umráð yfir jörðunum, vilja ná þeim I brask, hlunnindum, auðlindum, nátt- úrufegurð. Svo þola þeir bænd- um ekki hitt heldur, að enn eru þeir menningarkjölfesta I þjóö- lifinu, eöa hafa veriö allt til þessa. Þeir vilja aö þjóðin öll, undantekningarlaust, sé þeim auðsveipt og meðfærilegt markaðssviö, hvar og hvenær sem þeim býður við að horfa að beita sér. Sist af öllu þola þeir bændum samvinnufélög þeirra, sjálfstæö og jákvæð lffsviðhorf og lifsmáta. Gegn þessu öllu hefur veriö blásið til atlögu 1 niðstriði þvi, sem háð hefur verið gegn bændum og búaliði. Þar liggur fiskur undir steini. Ekkert gefið um klíkuverkföll —- Eigum við kannski að vikja eitthvað að þjóömálunum? — Það væri nú vist að bera i bakkafullan lækinn. Jú, annars. Mér er ekkert gefið um þessi klikuverkföll, sem aldrei er lát á. Ég sé ekki betur en þaö sé farið að bera á nokkru ættar- móti með þeim og sumum vinnuaðferðum, sem Mafian i Suðurlöndum er sögð ástunda. Mér er nefnilega spurn hvort al- þýöusamtökin eru ekki orðin alveg áttavillt siöferðilega fyrst þau eru farin að fitla við að vekja upp stigamennskudraug- inn, sem lá i launsátri viö þjóö- vegi fyrri alda? Er þjóöin aö heykjast á að búa við mennilega samfélagshætti? Svo er annaö ennþá voðalegra á ferðinni, enn válegra teikn um siðlaust þjóðlif. Það eru fóstur- eyðingarnar. Þær eru langtum grimmilegri en heiðni siðurinn þegar börnin voru borin út. Þá gat hugsast, að útburöurinn fyndist og fengi lif. Nú hefur þjóðin hálærða lækna i háu kaupi viö að deyða börn i móöurlifi. Það er djöfulskapur fullkominiiar siðblindu og sam- viskuleysis. Irrrdann, bíttann Mér hefur orðið hugsað til þess i vetur að hvorki getur vel- megun né kristni bætt samlifs- hættina. Mannúðin er likust sjónhverfingu og kristnin er eins og það vatn, sem skvetter á gæs. Ég styðst við einföld dæmi fyrr og nú og ber þau saman: Fyrir tveimur og hálfri öld var unglingsstúlku úthýst hér I Reykhólasveit. Hún varö úti I kafaldsbyl og hefur verib á sveimi til skamms tima þar sem hún dó. Nýlega fann ég hana i kirkjubókum, nafn, ætt, heimili, allt. Sagan um hana var með þvi fyrsta, sem barnshugur minn nam, þar sem efni og andi, ein- staklingur og samfélag, grimmd eða mannúð lentu i órofa sambandi og innbyrðis af- staða þessara hugtaka fékk á sig ódauðlega mynd. Þegar ég var ungfulloröinn sá ég hundum sigað á gest, hvort sem þú trúir þvi eða ekki. Þessi dæmi tvö héðan úr Reykhóla- sveit, stóðu mér ljóslifandi'fyrir hugskotssjónum i vetur. Þau voru nefnilega bæði endurtekin i Reykjavik við hann Patrek. Ég man glöggt pörupiltana, sem siguðu hundunum. Þeir sögðu: „Irrrrdann, bittann.” Og smá- pjakkurinn I hópnum sagði: „Iðöðda, bida”. Og hvað sögöu þeir svo sem annaö I Stýrimannaskólanum og fleiri? Nú var þó hitt og þetta breytt. Aöur ráku gjamm- andi og glefsandi hundar gest- ina i lengsta lagi út úr landar- eigninni. Nú var sigað borða- •lögðum mannhundum, sem létu ekki staöar numið fyrr en i næsta landi (i myrkrastofu þar). Timarnir og tæknin breytast en grimmd mannskepnunnar er nákvæmlega söm viö sig. Þó eru 1000 ár frá þvi fariö var að boða kristni hjá þessari þjóð. Já, og hver er æðsti arftaki. Krists i stjórn tslands? Hvernig heföu móttökur hans og Stýri- mannaskólans oröið ef Jesú frá Nasaret hefði komiö passalaus frá Danmörku meö Smyrli? Spyr sá, sem ekki veit, en hann Patrekur úr Frans gæti kannski helst getiö sér til um það. Hann varð reynslunni rikari við kynn- in af æðsta yfirvaldi, já, sjálfum einvalda þjóðkirkjunnar is- lensku, kirkjuráðherranum. Ófagurt um að litast Þú spurðir um þjóðmál al- mennt. Ekki er nema von að þér finnist ég svara nokkuö út i hött aö svara svona. Þetta séu ekki beint þjóðmál. Ekki kjaramál. Ekki atvinnumál. Ekki fjármál. Ekki menntamál. Ekki orku- mál. Ekki sjálfstæðismál. Ég gæti rætt öll þessi mál og mörg fleiri. Helst af öllu þá varúðina Síðari hluti samtals þeirra mhg og Játvarðar Jökuls gagnvarterlendum auöhringum og erlendum herveldum. Ég drep á meðferðina á hon- um Patreki af þvi að þar gaf innsýn inn i sjálf hugarfylgsni Islensks hugarheims. Og þar var ekki of fagurt um að litast. Sé talað i likingum um þetta þjóðarheimili, þessa þjóðarfjöl- skyldu hér yst úti á Norður- hjara, þá er staðreyndin ein- faldlega sú, að alein vinnukonu- kind á húsbóndaheimilinu hafði hjartað á réttum stað og hug til að rifa kjaft og kunngera rödd samvisku sinnar. Hærra var risiö nú reyndar ekkj og haföu þaö. ( inhg "I i J á daaskrá Sllikar tillögur veröa ad byggjast á sömu grunnhugmyndum og áramótatillögurnar, þ.e. hægri hjöðnun verðbólgu, óbreyttum kaupmætti, a.m.k. rupp fyrir miðjan launastiga og fullri atvinnu Boðar á siglingaleið Sósialistar una hlut sinum þokkalega i pólitikinni um þessar mundir, og hafa kannski full efni á. Aliavega telur Mogginn lands- stjórnina með öllu i höndum kommúnista, jafnt i efnahags-, skattpiningar- og félagspakka- málum, sem utanrikis- og rússa- dindlamálum. Og Gunnar Thor orðinn Lenin Islandus. Hinn pólitiski stjórnarsjór er reyndar það lygn að undirrituð- um (og ýmsum fleirum músar- hjörtum) stendur ekki alveg á ’sama og þykjumst eygjaboða undir lygnu yfirborðinu, boða sem gætu orðið Alþýðubandalag- inu skeinuhættir, og valdið skaða á starfsgrunni sósialiskrar hreyf- ingar. Skal hér vikið að nokkrum þeirra: Efnahagsmál Þær fóru vel af stað efnahags- ráðstafanir rikisstjórnarinnar nú um áramótin. Verðhækkanir ekki nema 1.6% i janúar, sem á máli Moggans hefði verið kallað 23% ársverðbólga ef „flokksbrotið” Tiefði verið i stjórn. En við skulum ekki gleðjast of snemma. Það er engin hætta á að verðbólgan fari niður i 25% á ár- inu. Það er ekki einu sinni tryggt að hún hafi farið niður fyrir 50% þegar upp verður staðið. En vafa- laust verða þessar ráðstafanir til þess að draga verulega úr verð- bólgu, frá þvi sem ella hefði orðið. Það er þó engin hætta á þvi, að við fáum að hafa frið með þessar ráðstafanir út árið. Krafa um við- bótarráðstafanir mun koma fram i sumar, fyrir 1. september. Og við þeirri kröfu verður að bregð- ast. Framsóknarmenn munu þá vafalaust krefjast þess, að Ólafs- lagaskerðingin á visitölubótum verði sett inn i lög að nýju. Þvi er ekki að neita, að Fram- sóknarmenn munu meðréttu geta á það bent, þegar fram á sumarið kemur, að verðbólga fari vaxandi á ný, og mikilvægt sé að bregðast viðsem fyrst. Þarmunu þeir hafa rétt fyrir sér, þótt þær leiðir sem þeir benda á verði vafalaust ótækar með öllu. — Þeir munu einnig með réttu geta bent á að um áramótin 1981—82 verði, i siðasta iagi, nauðsynlegt að gera enn einar ráðstafanirnar til að draga úr verðbólgunni, sem þá verður á ný komin i 50—70% á ársgrundvelli (afsakið stofnana- fnykinn af máifarinu). Það sem sósialistar þurfa þvi að velta fyrir sér nú þegar er, hvernig bregðastskuli við kröfum Framsóknarmanna i sumar, um það að visitölubætur á laun verði skertar 1. sept. Um tvær leiðir er að ræða. Sú fyrri er að þumbast við, segja að nóg sé gert, og reyna þannig að koma i veg fyrir kjaraskerð- ingardrauma „niöurteljar- anna”. Þessi leið er vond, hún endar i uppgjöf um áramót, nýrri Ólafslagamartröð. Sú seinni er i þvi falin að Al- þýðubandalagið reyni að halda þvi frumkvæði i stjórn efnahags- mála sem það hefur haft á undan- förnum mánuðum. Þetta kallar á öflugt stefnumótunarstarf það sem eftir er vetrar þannig að mótaðartillögur um viðnám gegn verðbólgu liggi fyrir i sumar- byrjun. Slikar tillögur verða i meginatriðum að byggjast á sömu grunnhugmyndum og ára- mótatillögurnar, þ.e. hægri hjöðnun verðbólgu, óbreyttum kaupmætti, a.m.k. upp fyrir miðjan launastiga og fullri at- vinnu. Þessi leið er hinsvegar vart fær nema með áframhald- andi millifærslum, og tillögur um þær ber að móta nú þegar. I þvi sambandi er full ástæða til að skoða betur þá aðferð að mót- reikna liði visitöluhringsins hvern gegn öðrum: visitölubætur á laun, fiskverð, búvöru, gengi og vexti. Tæknileg vandkvæði og pólitisk eru veruleg i sambandj við þessa aðferð, en þarna er þó um það at- hyglisverðan möguleika að ræða að hann ber að skoða mjög vel. Það sem mestu máli skiptir þó, er að Alþýðubandalagið má aldr- ei láta það gerast aftur, sem gerðist með Ólafslögunum, að vera króað úti i horni og stimplað „kjaraskerðingaflokkur” á ennið, og það af krötum, þessum end- emis idiótum! Við verðum að halda frumkvæðinu i gerð efna- hagstillagna. Annars er ekkert að gera nema að taka i pokann og kveðja. Alætumáliö Svo erfið sem efnahagsmálin kunna að verða, þá gætu utan- rikismálin þó orðið enn skeinu- hættari. Þar er við að eiga utan- rikisráðherra sem vart virðist vera i rikisstjórninni og spilar sóló með flugstöðvarbyggingu, Helguvikurtanka og flugskýli. Allt framkvæmdir sem Alþýðu- bandalagið getur ekki- sætt sig við. Ef utanrikisráðherra heldur áfram að tuddast i þessum mál- um er ekki um annað að ræða fyr- ir Alþýðubandalagið en áð kveðja þetta stjórnarstarf. Slikt kann smumum að þykja barnalegt og draumórakennt að æða úr rikisstjórn út af nokkrum oliutönkum og 3 flugskýlum. Þessi atriði ásamt þeim hern- aðarlega bakgrunni, sem þessar framkvæmdir eru grundaðar á, þykja mér þó fyllilega tilefni stjórnarslita. En hvort sem herstöðin er mönnum mikið hjartans mál eða ekki þá veröur Alþýðubandalagið að spyrna fast við fótum gegn of- riki utanrikisráðherra. Það staf- ar ekki hvað sist af ,,alætu”-yfir- lýsingu ráðherrans. Það orð virðist vera að komast á flokkinn að hann éti allt ofan i sig, jafnt i utanrikismálum sem efnahagsmálum. Flokkurinn á þaö siðan við sjáifan sig hvort hann gerir þennan áburð að sann- mæli. Það er þvi orðin spurning um manndóm flokksins aö spyrna við fótum. Þroskasaga Alþýðuflokks- ins ætti að vera mönnum áminn- ing um mikilvægi þess að vera marktækur. Forsætisráðherra Það sem einkum einkennir stöðuna i stjórnmálunum eru miklar vinsældir forsætisráð- herra, svo miklar að þær breiða yfir áhrif klofningsins i Sjálf- stæðisflokknum. Þvi verður ekki neitað að okkar flokkur og okkar blað hafa lagt sitt af mörkum til að byggja upp vinsældir forsætis- ráðherra. Og hvaða hætta er nú fólgin i þvi? Kann einhver að spyrja. Jú, inæstu kosningum verður forsætisráðherra andstæðingur okkar, og hvi skyldum við taka þátt i þvi að gera dýrling úr póli- tiskum andstæðingi? Jafnvel þótt það skemmi eitthvað fyrir Geirs- armi ihaldsins. Tökum nærtækt dæmi: Eftir rúmt ár fara fram borgarstjórn- arkosningar i Reykjavik. Þá verður gaman fyrir okkar menn, eða hitt þó heldur, að berjast bæði við litt klofinn Sjálfstæðisflokk i borgarmáium og við hlið þeirra vinsælasta stjórnmáiamann þjóð- arinnar. Slikt gæti auðveldlega ráðið baggamuninn um meiri- hluta i borgarstjórn. Þvi ber að hætta að mæra ihaldskurfinn gamla, þótt leiðir liggi nú saman um stund. Orkumál Sé hinn landskunni Jón Jónsson spurðurum orsakir orkuvandans, er hann fljótur til svara: „Orku- skorturinn er Hjörleifi Guttorms- syni að kenna, hann tafði Hraun- eyjarfossvirkjun um ár”. Fólk trúir þessu, hér er ekki ýkt. Ég hef meira að segja lent i stælum við vel upplýst fólk, sem hefur stabfastlega trúað þessum áróðri Moggans. Það er þvi þörf á átaki til að létta þessum áburðiaf. Beina ber spjótunum að hinum orkufreku stóriðjufyrirtækjum útlendinga, og þá fyrst og fremst álverinu. Þar hefur nú gefist gott tilefni i tengslum við svindl Isal með hækkun súráls i hafi (reyndar er slikt regla en ekki undantekning i viðskiptavenjum fjölþjóðafyrir- tækja). Þessu máli verður að fylgja vel á eftir. Þaðmá alls ekki gerast að við förum að leysa súrálsmálið i einhverju leynimakki við ísal. Slikt er álfurstum einum til fram- dráttar, og við eigum engar skyldur við þann hóp. Og lýkur þar með samtiningu um dag og veg. erlendar bækur Alfred Döblin: Hamlet oder Die lange Nachtnimmt ein Ende. Dcutscher Taschenbuch Verlag 1980. Alfred Döblin er meðal merk- ustu rithöfunda á Þýskalandi frá þvi að Berlin Alexanderplatz og November 1918 koma út. Hann var af gyðingaættum, var geð- læknir i Berlin, en flúði land 1933 og hélt siðan til Bandarikjanna 1940. Hann hvarf aftur til Þýska- lands eftir styrjöldina, en flutti þaðan aftur 1953 og settisf að i Paris. Hamlet er meðal meiri háttar verka Döblins og eins og titillinn ber með sér er hér rakin nútima- saga Hamlets i gervi Edwards Allisons, sem kemur heim úr styrjöldinni, andiega og likam- lega bæklaður, þjáður af sektar- kennd og illum grun um að margt hafi dularfullt gerst i húsi feðra sinna. Barátta hans verður bar- áttan við lygina og þótt allir hjálpist að þvi, að svæfa grun hans, þá fær hann að lokum fulla vitneskju um sannleikann. Sagan er vel skrifuð og i föstu formi, frásögnin er lipur og sagan er mjög skemmtileg aflestrar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.