Þjóðviljinn - 25.03.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.03.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Laddi sendir út fyrstu sólóplötuna Grinistinn og skemmtikraft- urinn Laddi hefur nú ýtt sinni fyrstu sólóplötu úr vör, tveggja laga plötu með lagi eftir Astralina J. Dolce og Mckenzie á framhlið, en i islenska búningnum nefnist lagið „Skammastu þin svo” og bregður Laddi sér i gervi Eiriks Fjalar sem flestir. landsmenn kannast við úr áramótaþætti sjónvarpsins. A bakhliðinni er frumsamið lag og texti eftir Ladda um „Stór pönkarann”. Hljóðfæraleik önnuðust As- geir Oskarsson — trommur, Tómas Tómasson — bassi, Þorgeir Astvaldsson — harmonikka og Gunnar Þórð- arson — gitar, mandólin og ýmis önnur hljóðfæri. Hljóð- ritun fór fram i Hljóðrita. Upptökumaður var Gunnar Smári Helgason og Gunnar Þórðarson annaðist upptöku- stjórn og útsetningar. Frið- þjófur hirðljósmyndari annað- ist myndatöku, Ernst Back- mann sá um hönnun og Prisma um filmuvinnu og prentun. Gunnar Þórðarson og Laddi eru nú að störfum i Hljóðrita og eru þeir að vinna efni á stóra plötu með Ladda sem koma mun út með vorinu. Þú og ég” á erlendan markaö 99 Komin er út fyrsta tveggja laga platan með ,,Þú og ég” hjá CBS útgáfunni i Sviþjóð og um leið á hinum Norðurlönd- unum. Þessi útgáfa hefur staðið fyrir dyrum um nokkurt skeið, en á plötunni syngja þau Jóhann Helgason og Helga Möller lag Jóhanns „My Home Town” á ensku og á bakhlið plötunnar er lagið i sinni upprunanlegu mynd á islensku. Einsog kunnugt er hétlagið „I Reykjavikurborg” þegar það kom út á plötunni „Ljúfa lif” en það nefnist ein- faldlega „Reykjavik” á erlendu útgáfunni. Það var Toby Herman sem samdi enska textann við „My Home Town”. Gunnar Þórðarson annaðist upptökustjórn og út- setningu og Geoff Calver var upptökumaður. Þetta er fyrsta platan sem „Þú og ég” senda frá sér á er- lendum markaði en til stendur að gefa út plötur með söng- parinu viðar um heiminn. Tvenn hjón: GIsli Alfreðsson, Kristbjörg Kjeld, Sigmundur örn Arngrimsson og Steinunn Jóhannesdóttir. Líkaminn — síðasta sýning Nú er aðeins ein sýning eftir á leikriti James Saunders, LIKAMINN — ANNAÐ EKKI, á Litla sviði Þjóðleikhússins. örnólfur Arnason hefur þýtt leikritið, en Benedikt Arnason er leik- stjóri og leikmyndin er eftir Jón Svan Pétursson. LÍKAMINN— annað ekki var frumsýnt i janúar s.l. og fékk þá mjög lofsamlega dóma allra þeirra sem um sýninguna fjölluðu. Einkum fengu leikararnir fjórir sem með hlutverkin fara mikið hrós fyrir frammistöðu sina, þ.e.: Gi'sli Alfreðsson, Krist- björg Kjeld, Steinunn Jóhannesdóttir og Sigmundur örn Arngrimsson. LIKAMINN — annað ekki fjallar um tvenn hjón sem hittast eina kvöldstund eftir niu ára aöskilnað, en á árum áður hafði verið mjög náinn vinskapur með þeim. A þessum niu árum hefur margt breyst og ekki sist fólkið sjálft. Siðasta sýningin á leikritinu verður miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Hver vill kaupa nýkrónur? Sala er níi aö hefjast á sér- sleginni mynt af nýkrónunni og fæst I sérstökum gjafaum- búðum. Þegar gamla krónan var kvödd voru gefin út 15000 sér- slegin sett af þeirri mynt og verður hiösama gert nú, enda rann gamla krónan út. Nýju settin bera ártalið 1981 og vekur Seölabankinn athygli á þvi að slik sérmynt verður ekki slegin aftur, nema breyt- ingar verði gerðar á krón- unum nyju. Upplagið nú verður einnig 15000 sett sem framleidderu hjá Royal Mint i , '^LAMD " Í381 0 <S> ce « ÍSHAHD a&tsuriítitiÝMYrtr mn rimv cxmaos of l . TME « fC 4 : . IAND London. Söluverð hefur veriö ákveðið kr. 215 hvert sett. Settin er hægt aö kaupa i af- greiðslu Seðlabankans, Hafnarstræti 10, hjá bönkum og sparisjóðum og hjá helstu myntsölum i' Reykjavik. Hver kaupandi fær ekki fleiri en fimm sett fyrstu tvær vik- umar. Tónleikar á Kjarvalsstöðum Tónlistarskólinn i Reykja- vik minnist um þessar mundir hálfrar aldar afmælis sins. Af þvi tilefni stendur nú yfir tón- leikaröð á Kjarvaldsstöðum, þar sem u.þ.b. fimmtiu nem- endur skólans koma fram á fernum tónleikum. Þessari tónleikaröö lýkur svo meö tön- leikum i Háteigskirkju á laugardaginn kl. 17. I kvöld og á föstudaginn verða tónleikar á Kjarvals- stöðum, og hefjast þeir kl. 21. Efnisskráin er mjög fjöl- breytt, i kvöld verða t.d. flutt 17 stutt verk eftir 15 tónskáld. Tónleikar þessireru hugsaðir sem kynning á starfi skólans, en sem áður segir er hann fimmtiu ára um þessar mundir. Samtök herstöðvaandstœðinga: Baráttuaðgerðir 29. og 30. mars 32 ár verða liðin frá inngöngu Islands i Norður-Atlantshafs- bandalagið þann 30. mars næstkomandi. Samtök herstöðvaand- stæðinga berjast gegn aðild íslands að Norður- Atlantshafsbandalaginu og munu þvi efna til baráttuaðgerða 29. og 30. mars. Efnt verður til baráttusam- komu i Háskólabiói sunnudaginn 29. mars og hefst hún klukkan tvö eftir hádegi. Dagskráin verður þessi: Visnasöngur — Böðvar Guð- mundsson. Upplestur — Pétur Gunnarsson. Ræða — Heimir Pálsson. Visnasöngur — Berg- þóra Ingólfsdóttir og Hjalti Jón Sveinsson. Upplestur — Birgir Svan Simonarson. Nemendaleik- húsið flytur atriði úr Islands- klukkunni. Upplestur — Ingibjörg Haraldsdóttir. Visnasöngur — Aðalsteinn Asberg Sigurðsson og Bergþóra Arnadóttir. Upplestur — Þorsteinn frá Hamri. Tónlist — Sigurður Rúnar Jónsson kynnir lög af væntanlegri hljómplötu herstöðvaandstæðinga. Kynnir verður Sólveig Hauks- dóttir. Mánudaginn 30. mars verður haldinn útifundur við Alþingis- húsið við Austurvöil. Fundurinn hefst klukkan 6 eftir hádegi, að loknum margvislegum uppákom- um viða um borgina. Vart liður sá dagur að ekki komi i' ljös hve gifurleg hernaðar- umsvif Norður-Atlantshafs- bandalagsins og Bandarikjanna eru hér á landi. Jafnframt reyna r Islenskur ullarfatnað- ur vekur athygli Þrefaldast útflutningur til Frakklands? A alþjóðlegri vörusýningu SIG I Grenoble i Frakklandi i byrjun þessa mánaðar vakti Islenskur ullarfatnaður mikla athygli. Fjögur islensk fyrirtæki sýndu þar framleiðslu sina: Alafoss, Hilda, Prjónastofan Iðunn og Röskva. Segir i frétt frá útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins að árang- ur sýningarinnar verði að teljast mjög góður og margar pantanir hafa borist á henni. Sýningin var fyrst og fremst tileinkuð vetrariþróttum en um 650 framleiðendur frá ýmsum löndum sýndu annarsvegar ýmiss konar vetrarlþróttafatnað og hins vegar alls konar útbúnað ætlaðan vetrarlþróttum. Sýningarsvæöið sem er hiö glæsilegasta stendur I miðju ólympluþorpinu sem byggt var vegna vetrarólympiu- leikanna i Grenoble 1968. Mikil aukning hefur orðið á eft- irspurn eftir islenskum ullarfatn- aöi á s.l. ári og gerir útflutnings- miðstöðin sér vonir um aö í ár megi þrefalda það magn sem flutt var út til Frakklands árið 1980. Fyrir u.þ.b. ári siðan stóð Útflutningsmiðstöö iðnaöarins, verslunarfulltrúi Islands i Frakklandi ásamt framleiðend- um islensks ullarfatnaðar íyr'ir kynningu á þessum vörum á nokkrum stöðum i Frakklandi. Arangur þessarar kynningar er nú aö koma i ljós, sem sést m.a. á þvi, að 1979 voru Islenskar vörur / úr ull seldar fyrir 14.6 miljónir gkr. en árið 1980 var þessi upphæð oröin 115.6 miljónir gkr. þessir hernaðarsinnar nú allt hvað tekuraðauka vigbúnað hér á landi. Herstöðvaandstæðingar — hvar i flokki sem þeir standa — þurfa að sýna festu og samhug og gefa hvergi eftir andspænis hernaðar- brölti vigbúnaðarsinna. Þessa samstöðu munum viö sýna á bar- Þann 18. mars s.l. var formlega stofnaður Handmenntaskóli ts- lands. Er það bréfaskóli og mun fyrst I stað veita kennslu I teiknun og málun. Stofnendur skólans eru þri'r: Einar Þorsteinn Asgeirsson, hönnuöur, Friðrik G. Friöriksson, félagsfræðingur.og er hann skóla- stjóri, og Haukur lialldórsson, teiknari. Allir eru þeir menntaðir i myndlistargreinum og hafa stundað kennslustörf. Að sögn stofnendanna er til- gangur skólans öðru fremur sá, að koma til móts við hina þjóð- legu handmenntaþörf, sem býr með mörgum Islendingnum. A ýmsum sviðum er þessari þörf að nokkru fullnægt, á öðrum sviðum eru möguleikar til náms mjög takmarkaðir. Þannig er þvi m.a. farið um þær greinar, sem skól- jnn byrjar með: teiknun og mál- un. Handmenntaskólinn á að geta ráðið hér á bót. Kennslusviö skólans gripur inn i fullorðinsfræðslu. Hann er fyrir þá, sem bundnir eru við vinnu, börn og bú og eiga þvi ekki ráð á löngum, samfelldum tima til náms. Það hentar einnig vel þeim, sem búsettir eru utan þétt- býiissvæðanna og hafa þvi ekki aöstöðu til þess að leggja stund á venjulegt nám. Þarna kemur bréfaskólaformið aö notum. Til hægðarauka þeim nemend- um, sem ekki eiga heimangengt, mun skólinn Utvega alla þá teiknivöru, sem til námsins þarf, á hagstæðu verði. Náminu verður að meginhluta skipt niður i þrjár annir, sem dreifast á eitt tii tvö ár. 1 fyrstu önn verða eftirtalin verefni: Upp- stilling — Ljós og skuggi — Linu- teikning — Skissun — Hlutateikn- ing — Umhverfisteikning. önn nr 2: Plöntuteikning — Höfuðteikning — Stafagerð — Skiltagerð — Mynduppbygging. önn nr 3: Litameðferð — Lita- fræði — Isómetria — Fjarviddar- teikning — Anatómia. önnur sérnámskeið, þar sem einstakir kennsluþættir verða teknir til sérstakrar meöferðar, veröa einnig þáttur i kennslunni. Tildæmis: Hvemig er auðveldast að gera skilti eða fyrirsagnir i upplýsinga- eða auglýsingaskyni. Hvernigá að koma teikningu yfir á útsaumsmynstur? Hvernig þarf að undirbúa teikningar til prent- unar? 1 sept. árlega verður haldin áttusamkomunni 29. mars og a útifundinum 30. mars. Stöndum saman gegn vfg- búnaðarkapphlaupinu, með þvi að leggja niður herstöðvar á lslandi! Islands úr NATO! Miðnefnd Samtaka herstöðvaandst æðinga. opinber sýning á bestu verkum nemenda Handmenntaskólans. Verða viðurkenndir myndlistar- menn fengnir til þess að velja myndirog verk til sýningarinnar. Ti! að byrja með verður sýningin haldin á Reykjavikursvæðinu en ef efni og ástæður leyfa verður seinna reynt að hafa meginhluta sýninganna farandsýningar. Einu sinni til tvisvar á ári verð- ur gefið út Fréttabréf Hand- menntaskólans. Verður þar sagt frá nemendum og skólastarfsem- inni. Bréfinu verður dreift ókeypis til nemenda og velunnara skólans. 1 framtiöinni er hugmyndin að stofna sérstakan styrktarsjóö fyrir þá nemendur, sem fram úr skara , til framhaldsnáms i við- komandi greinum. Skólinn mun einnig veita þeim nemendum, sem ljúka námi, þá fyrirgreiðslu sem hann getur innanlands sem utan. Þeir, sem áhuga hafa á starf- semi skólans, geta fengið sent, sér aö kostnaðarlausu, kynning- arritskólans með þvi að hringja i sima 28033 kl. 14—17 eða senda fyrirspurn i pósthólf Hand- menntaskólans 10340, 130 Reykja- vik. —mhg Þurfum áritun tll Tyrklands Akveðið hefur verið, að fella úr gildi til bráðabirgða og þar til annað v^rður ákveðið samning um 'afnám vegabréfsárita’na mdlli Islands og Tyrklands, frá og með 1. mai 1981. Frá þeim degi verður krafist vega- bréfsáritana ai-tyrkneskum rikisborgurum, sem ferðast til Islands. Þetta er gert vegna nauðsynjar á sam- ræmi i reglum Norðurlanda um vegabréfsáritanir sam- kvæmt gildandi samningi Norðurlanda um afnám vegabréfaskoðunar milli landanna. Frá og með 1. mai n.k. munu öll Norðurlöndin krefjast vegabréfsáritana af tyrkneskum rlkisborgurum. Tveiraf stofnendum Handmenntaskólans: Einar Þorsteinn Asgeirsson og Haukur Ilalldórsson. Mynd:—eik Handmenntaskóli íslands stofnaður: 77/ móts vió þjóðlega þörf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.