Þjóðviljinn - 25.03.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.03.1981, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. mars 1981 Miövikudagur 25. mars 1981 þJóÐVILJINN — SIÐA 9 Stjórn hins nýja félags taliö frá vinstri: Einar I. Sigurösson, Kormákur Sigurösson og Valdimar Brynjólfsson. Heilbrigðisfulltrúar stofna með sér félag Stofnaö hefur veriö Heilbrigöisfulltrúafélag tslands og er um- dæmi félagsins landiö allt. Um 30 heilbrigöisfulltrúar eru nú starfandi á landinu og geröust 17 stofnfélagar. Tilgangur hins nýja félags er m.a. að sameina heilbrigðisfull- trúa um áhuga- og hagsmunamál stéttarinnar og auka gagn- kvæm kynni félagsmanna, — að viðhalda og auka menntun heil- brigöisfulltrúa, — að efla samvinnu þeirra um allt sem horfir til framfara i heilbrigðismálum þjóðarinnar og koma á samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir i landinu. Félagiö vinnur að markmiöum sinum m.a. með þvi að halda fundi um áhugamál félagsmanna, — að halda uppi fræöslustarf- semi, námskeiöum, skoðanaferðum og erindaflutningi, — að hafa tengsl við samtök heilbrigðisstétta, hérlendis og erlendis. Þeir hafa rétt til inngöngu i hið nýja félag sem eru sérmennt- aðir heilbrigðisfulltrúar eða hafa starfað i 5 ár sem heilbrigöis- fulltrúar i fullu starfi, enda hafi þeir tekið fullan þátt I nám- skeiðum Heilbrigðiseftirlits rikisins og námskeiði fyrir heil- brigðisfulltrúa erlendis. Aukafélagar geta þeir orðið sem starfa við heilbrigðiseftirlit i landinu en uppfylla ekki ofangreind skil- yrði um almenna félaga. 1 stiórn Heilbrigðisfulltrúafélags Islands eru: Kormákur Sig- urðsson, heilbrigðisfulltrúi, Rvk, formaður, Einar Ingi Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kópavogs, ritari, og Valdimar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Akureyrar, gjaldkeri. A stofnfundinum færði formaður Heil- brigðisnefndar Kópavogs, dr. Bragi Arnason, félaginu áritaða fundargerðarbók, og bæjarstjórinn i Kópavogi gaf félaginu fundahamar. — AI Sparnaðarsamþykkt útvarpsráðs: Hvað þýðir hreytingin? Vilhjálmur Hjálmarsson formaöur útvarpsráös hefur sent út fréttatilkynningu varöandi sparnaöarsamþykkt ráösins fyrir skemmstu,og segir þar, aö rétt þyki aö gera i samfelldu máli grein fyrir breytingunum sem samþykktin frá 17. þm. hefur i för meö sér. Alyktunin er i heild þannig: „Til þess að ná endum saman við dagskrárgerð i sjónvarpi, eins og fjárhag Rikisútvarpsins er nú háttað, samþykkir út- varpsráð fyrir sitt leyti: 1. Að lengjalokunartíma að sumri um eina viku i ágústmán- uði. 2. Síðdegissjónvarp á sunnudögum að vetrarlagi, kl. 16.00 ■ 18.00, verði takmarkað við þriggja mánaða timabil i skamm- deginu. Yrðu þá eingöngu endursýndar biómyndir, t.d. 13 af bestu myndum ársins. 3. Sjónvarp hætti eigi siðar en kl. 22.30 nema á föstudögum og laugardögum, þá kl. 23.30. 4. Stytt veröi timabil vetrardagskrár um hálfan annan mánuð. Vetrardagskrá yrði þá miðuð við timabilið 15. okt. til 1. mai. Jafnframt lýsir útvarpsráð þeim vilja sinum, að dregið veröi úr yfirvinnu almennt og itrasta aðhalds gætt i öllum rekstri”. Breytingar samkvæmt þessu yrðu sem hér segir: 1. 1 sumar mundi sjónvarp hefjast að nýju eftir sumarlokun laugardaginn 8. ágúst, þ.e. næsta laugardag eftir verslunar- mannahelgi. 2.1 fyrravetur stóð siðdegissjónvarp á sunnudögum I 5 mánuði og i vetur i 4 mánuði. Næsta vetur yrðu þetta 3mánuöir, nóv, des. og janúar. 3. A sunnudögum, mánudögum, þriðjudögum og miðvikudög- um styttist útsendingartimi sjónvarps hvert kvöld um 30 minútur að jafnaði. Ætla má að þessi stytting gangi fremur út yfir erlent efni en innlent. 4. Timabil vetrardagskrár styttist um 1 1/2 mánuð og timabil sumardagskrár lengist að sama skapi. Ætla má aö þessi breyt- ing bitni meira á innlendu efni, t.d. þannig að þættir eins og Fréttaspegill, Vaka og Stundin okkar yrðu aðeins i gangi I u.þ.b. 6 1/2 mánuð I stað 8 mánaða áður. Um Þjóðlif gegnir ööru máli-, þar var gengiöfrá ákveðnum fjölda þátta, I vetur sex, og breytist það ekki. Vakin er athygli á þvi að lokum að útvarpsráð á eftir að fjalla ^ um islenska dagskrárgerð á yfirstandandi ári, bæði hvað snertir fasta þætti og annað innlent efni. Til Listasafns Islands: Góðar tistuverkagjqfir Listasafni tslands hafa nýlega borist merkar listaverkagjafir. Aödragandi þeirra er sá aö safniö hélt sumariö 1977 sýningu á verkum danska myndlistarmannsins Robert Jacobsens. Viö þaö tækifæri gaf hann safninu stóra vatnslitamynd og hefur nú enn á ný sýntsafninu þá velviid aö gefa þvi 6 samstæöar grafikmyndir sem hann kallar Rúnir og eru nýgeröar. Jafnframt kom hann þvi til leiðar að annar Dani, listmálarinn Paul Gadegaard, gaf safninu 2 grafikmyndir. Þegar forstöðumaöur safnsins var i Kaupmannahöfn nú á dög- unum vegna Islensku myndlistarsýningarinnar sem Dansk-Is- landsk Samfund gekkst fyrir i tilefni af opinberri heimsókn for- seta Islands voru framangreind verk afhent forstöðumanninum. Ennfremur var þá afhent grafikmynd eftir Preben Hornung, sem hann hafði áöur gefiö safninu. Þessar veglegu gjafir eru nú til sýnis I forsal safnsins á venju- legum sýningartima, þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16.00. Enn getur stórra tið- inda verið að vænta frá Póllandi. I fyrradag kom brestur i forystu hinna óháðu verkalýðs- samtaka, Samstöðu, þegar ákveðið var að efna til allsherjarverk- falls til að mótmæla of- beldi lögreglu gegn verkamönnum i Byd- goszcz i fyrri viku. Þessi ákvörðun var tekin m.a. gegn vilja helsta for- ystumanns Samstöðu, Lechs Walesa, sem hef- ur áður lýst þeirri skoð- un sinni að framferði lögreglunnar i Bydgoszcz hafi verið ögrun við stjórn Januz- elskis, sem sé sú eina Af hverjuhorfiröu svona á mig? spuröi Walesa. Þú ert svo llkur Stalln, sagöi Oraina Fallaci. Sama nef, sama yfirskegg... hætti dregið fram ýmislegt i sál Pólverja sem væri af hinu góða: þeir mæltu gegn trúnni, en kirkj- urnar væru fullar, þeir vildu að menn væru efnishyggjumenn, en það erum við ekki, og erum t.d. duglegir við að færa fórnir, sagði Walesa. Þessir flokkar ykkar Ekki vildi Lech Walesa skrifa undir vestrænt frelsi ,,með alla þessa flokka sem ekki vita hvað þeir vilja”, sagði hann. Hér i Pól- landi, sagði hann látum við verkalýðsfélögin ráða, og ef okkur tekst vel upp, þá þjónum viö alþýðu betur en þessir flokkar ykkar sem eru sinartandi hver i annan og safnandi slúðri um það hver sefur hjá hverjum og þar fram eftirgötunum. Enhann vildi ekki að þessi trú sín á verka- lýðsfélögin þýddi að hann teldi þau geta komið i staðinn fyrir alla flokka, öllsamtök. Allir, hver ein- staklingur, hver hópur, ætti að hafa rétt til að tjá sig. En menn þyrftu ekki að likja eftir flokkum og nota orðiö flokkur. I versta tilfeDI verð ég að taka málin í mínar hendur sem fái við nokkuð ráðið i Póllandi. Walesa hafði reyndar sagt það fyrir skömmu i viðtali við hina frægu itölsku blaðakonu Ori- ana Fallaci, að ef stjórn Jaruzelskis mistækist, þá yrði hann sjálfur að taka málin i sinar hendur. En hann bætti þvi við að það væri harla óliklegt að til þess , kæmi. Öliklegt — einkum vegna þess að óliklegt væri að Sovétmenn myndu sætta sig við slik málalok ef stjórn Jaruzelskis mistækist að ráða við ástandið. Erum ekki hræddir Walesa sagði ennfremur i við- talinu að hann vissi að möguleik- ar Samstöðu væru takmarkaðir („við viljum bara tryggja að fá- tækt fólk hafi meira að bita og brenna og sé nokkuð ánægðara”) og hann berðist þvi gegn þeim óþolinmóðu i verkalýðssam - tökunum sem vilji breyta hinni hófsömu stefnu Samstöðu. En við, sagði Walesa ennfremur, getum ekki staðið i stað, við verð- um að halda áfram — með var- færni. Við viljum ekki greiða það verð sem vopnuð átök eru, en ef það er nauðsynlegt þá mun eng- inn geta sakað okkur um hug- leysi. Ég er persónulega meira en reiðubúinn til að lála lifið — en ég er ekki reiðubúinn til að drepa aðra menn. Lech Walesa lagði i þessu sam- hengi talsverða áherslu á það að Pólland væri ekki Tékkóslóvakia. Það hefði komið til átaka i Pól- landi 1956, 1968, 1970 og 1976 og alitaf hefðumenn sloppið við sov- éska skriðdreka. Hann trúði þvi að það mætti enn lukkast. Og hann aftók að hægt væri að fá pólska hermenn til að skjóta á pólska verkamenn. Enginn lestrarhestur Lech Walesa er nú 38 ára og hann er rafvirki. Hann var hand- tekinn eftir ósigra pólskra verka- manna 1968 og 1970 og segir að fangavistin hafi að þvi leyti verið honum góð að hann lærði að hugsa i einveru og kyrrð. Hann viðurkennir fúslega að sig skorti menntun, reyndar hafi hann aldr- ei lesið bók, hann verði þreyttur Ég hefi aldrei lesiö bók. En ég bý yfir mikilli reiöi... og gefist upp eftir fimm siður. Hann hafi heldur ekki haft neina kennara til að likja eftir, heldur hafi hann jafnan leyst vandamál- in á eigin spýtur. Það halda margir, sagði Wal- esa ennfremur, að atburðir sið- ustu mánaða hafi stigið mér til höfuðs, en það er rangt. En hann sé sannfærður um að nú um stundir hafi veriö þörf fyrir hann, þvi hann hafi ýmislegt til að bera til aö geta leyst málin af skyn- semi. Hinu leyndi hann heldur ekki, að siöustu mánuðir hefðu verið sér afskaplega erfiðir, hann mætti aldrei um frjálst höfuð strjúka, aldrei fengið sér i glas til dæmis, og hann væri þreyttur. Heilög reiði Ég er ekki stjórnmálamaður, sagöi Lech Walesa meðal annars i þessu viðtali. Ég er maður sem ber með sér mikla reiði, sem ég Páfinn þekkir manneskjurnar... hefi þekkt siðan ég var barnung- ur. Og þegar maður hefur safnað sér svo mikilli reiði þá kemur að þvi að meður getur stjórnað henni lika. Með heilanum. Og það skýr- ir hvers vegna ég get náð tökum á fjöldanum og verkföllunum. Mað- ur verður að vera mjög reiður til aö geta náð tökum á hinni heilögu reiði fólksins. Að vera foringi er að vera ákveðinn bæði inn á við og út á við, vera ákveðinn gegn sjálfum sér sem öðrum. Þannig hefi ég alltaf verið. Einnig þegar ég var strákur sem ætlaði að verða flug- maður. Engir stimplar Lech Walesa neitar með öllu til- raunum til að stimpla hann sem anarkista eða evrópukommún- ista, kristilegan demókrata eða sósialdemókrata. Hann segist bara vera manneskja sem vilji ofboölitið af réttlæti. Minar eink- unnir, segir hann, eru góður, ill- ur, betri eða verri. Hann vill að menn reyni að skapa það kerfi þar sem menn hafa bæði mat og frelsi, deila þvi sem til er. En hann færist umdan þvi að gefa sliku kerfi nafn. Oriana Fallaci spurði Lech Walesa að þvi hvort hann teldi að kommúnisminn hefði mistekist i Póllandi. Hann sagðiá þá leið, aö ef spurt væri hvað Pólverjar heföu fengið i vasann fyrir störf sin, þá hefðikommúnisminn orðið þeim til litilla hagsbóta. En svo hefðu kommúnistar með sinum Trú og heilagleiki Walesa hafði áður komist svo að orði eitt sinn, að efhannværi ekki trúaöur, þá væri hann hættu- legur maður. Hann kveðst i við- talinu við Oriana Fallaci hafa verið mjög trúaður alltaf nema á aldrinum 17—I9ára, þá hafi hann látið trúna lönd og leið og kastað sér út i kvennafar og brennivin. En svo hafi hann eins og endur- fæðst I kirkju og siðan fari hann til kirkju á hverjum morgni. Enda muni ekki af veita - 'jkki er ég neinn engill, segir Waiesa, miklu frekar likist ég Satan sjálf- um. Hann kveðst aðeins hafa drukkið sig fullan tvisvar á æv- inni. Hann ber mikið lof á konu sina (,,ef ég hefði átt aðra konu væri ég að likindum skilinn núna eða hefði kannski þegar veriö myrtur með búrhnif”) — en um leiö játaði hann að ekki væri hann heldur engill aö þvi er konur varðar, þegar hann væri einn á ferð eins og i bændaverkfallinu á dögunum. Við skulum vona að páfinn lesi þetta ekki, sagði Oriana Fallaci þá. En páfinn er greindur maður, sagði Lech Walesa þá, hann skil- ur manneskjurnar. Lætur ekki að stjórn Walesa fór fyrirlitningarorðum um þá sem hafa reynt að stýra honum og viðhorfum hans. Hann fór heldur hörðum höndum bæði um pólska bændur og mennta- menn, sem hefðu i baráttu sinni sýnt ýmis merki um sérgæsku eða skort á raunsæi. Hann sagði einnig, að valdhafarnir hefðu gert sér hin ótrúlegustu tilboð, en aldrei skyldi hann láta sig henda það að verða gleyptur af þeirri maskinu. Mannlegur virðuleiki er lifinu dýrmætari, sagði hann. Walesa kvaðst búast við þvi i viðtalinu við Oriönu Fallaci, að nú hlyti að halla undan fæti hjá sér i fleiri en einum skilningi. Hann væri úttaugaður, dauð- þreyttur, heilsu hans hefði verið gjörspillt i átökum siðustu mán- aða. Og ef að það versta kemur yfir Pólland, sagði hann, þá mun reiði fólksins snúast gegn mér og allir munu gleyma þvi sem ég gerði fyrir þá. Hann tók það einnig fram að „normaltimar” ættu ekki við sig, enda ætti hann erfitt með að beygja sig fyrir leikreglum. Nú i fyrrinótt varð hann að bita i það súra epli að vera ofurliði borinn i stjórn Samstöðu — boðað er verk- fall sem hann var andvigur sjálf- ur. Lech Walesa metur stöðuna í Póllandi og leysir frá skjóðunni um eigin persónu á dagshrá Bandarikin og Sovétrikin og forráðamenn þeirra eru svo talin boðberar þessara heilögu hugsjóna, sem þau vilji flest leggja í sölumar fyrir, Þetta er vanheilög einfeldni. Ó, vanheilaga einfeldni Það er sifellt undrunarefni af hve miklu skilningsleysi er rætt um hervæðingu og vigbúnaðar- kapphlaup. Gildir þá einu, hvort menn teljast til hægri, vinstri eða miðjumoös. öll umræða einkenn- ist af yfirborðsþekkingu. Og sú þekking er fengin úr kenningum, sem ýta undir aukinn vigbúnað og viðhalda með þvi framleiðslu og gróða hinna heljarmiklu her- gagnafyrirtækja, sem eru undir- rót hervæðingarinnar. Málunum er hinsvegar stillt þannig upp, að tvö meginöfl, tvö risaveldi séu að berjast um yfir- ráð heimsins. Annað reyni (af veikum mætti) að viöhalda þvi lýöræði og frelsi, sem við höfum vanist hér á Vesturlöndum. Hitt vilji fyrir hvern mun uppfylla ein- hverja draumsýn þess efnis að koma kommúnisku skipulagi á allan heiminn. Það er semsé um hugsjónabaráttu að ræða. Bandarikin og Sovétrikin og for- ráðamenn þeirra eru svo talin boðberar þessara heilögu hug- sjóna, sem þau vilji flest leggja i sölurnar fyrir. Þetta er vanheilög einfeldni. Hægri rússadindlar Þeireru enn margir,sem trúaá hiö stórbrotna verndarhlutverk Bandarikjanna. Angaskinnin. En þeir eru lika næstum hinir einu, sem enn trúa þvi, að einhver.hug- sjónaglóð brenni i brjóstum Sovétforystunnar. Allir hugsandi sósialistar, hvað þá marxistar, hafa löngu hætt að reikna með þeim sem einhverjum banda- manni. Og heföi þó fyrr mátt vera. Enda er enn fráleitara að tala um kommúnisma i Sovétrikj- unum en lýðræði hér. Sovétforystunni hefur a.m.k. siöustu hálfa öld verið skitsama, hverskonar stjórnarfar rikir i heiminum utan þeirra, svo framarlega sem það ógnar á eng- an hátt öryggi þeirra eigin vald- stéttar. En þá svifst hún heldur einskis. Og tvennt óttast valdstétt þeirra helst svo að minnir á bakteriuhræöslu. t fyrsta lagi sósialisma i marxiskum skilningi einsog reynt var að byrja á aö framkvæma i Tékkóslóvakiu 1968.1 öðru lagi hernaðarárás frá aðilum, sem mundu vilja komast yfir hinar miklu og vannýttu auð- lindir i hinum viðlendu Sovétrikj- um. Þessvegna t(fcu þeir Afgan- istan blygðunarlaust einsog Tékkóslóvakiu um árið og kölluðu fyrirbyggjandi aögerðir vegna ótryggs ástands við landamæri sin. Hvorugt hefur verið þeim út- látamikið hernaöarlega. Lögmál framleiðslunnar En hvernig stendur þá á hinu geggjaöa vigbúnaðarkapphlaupi? Stefna stjómendur risaveldanna virkilega að kjarnorkuárás hvors á annað? Slikt er fráleitt, nema þeir séu geðtruflaðir. Einsog margoft hefur verið rakiö eiga þau nægar birgðir til að eyða hvort öðru tiu sinnum a.m.k. og afganginum af heiminum með. Hversvegna er þá sifelit verið að eyöa peningum i að framleiða ný vopn? Fyrir tuttugu árum voru komn- ar á markað svo fullkomnar sjálf- virkar þvottavélar, að þær gætu dugaö okkur enn. Samt kemur nýtt afbrigöi á hverju ári. Sömu sögu um bila má rekja miklu iengra aftur i tímann. Nýju tækin eru þó að þvi leyti verri en þau gömlu, að nú eru þau beinlinis hönnuö með það fyrir augum að endast ekki nema 5-10 ár. Þá þarf að fá sér nýtt ellegar búa við rán- dýra viðgerðaþjónustu sama framleiöanda. Allt er þetta gert til að halda framleiöslunni gang- andi, svo aö starfsmenn haldi vinnunni — og svo aö eigendur fái gildisaukann. Nákvæmlega sömu lögmál gilda um hergagnaframleiðsluna, einungis i hrikalega stærri og af- skræmdari stll. Vopn verða að úr- eldast, svo að framleiðslan geti haldiöáfram. Hverjir kaupa her- gögn? Fyrst og fremst almenn- ingur I sjálfum framleiðslu- löndunum, þ.e.a.s. rikið. Til þess eins telja t.d. Reagan og Thatcher rikið nógu gott. Hverjir fá gildis- aukann af hergagnaframleiðsl- unni? Auðvitað eigendur verk- smiðjanna, sem eru einkaaðilar og oftast hinir sömu og framleiða þvottavélar og blla. Til þess aö almenningur sætti sig viö þessa gifurlegu skatt- heimtu til hernaðarútgjalda, veröur að sannfæra meirihluta hans um, aö sifellt hættuástand riki og yfirburðir gagnaðilans séu orðnir geigvænlegir. Hér eru svo gifurlegir framieiösluhagsmunir i veði, sem teygja sigum alla ver- öld, að hugsjónaglamriö um hemaðarþörfina er ekki annaö en nýju fötin keisarans, — sem er sjálft auðmagniö. Lögmál peninganna Ekki er jafnauðvelt að átta sig á efnahagslegum forsendum of- framláðslunnar iSovétrikjunum, þvi að þar hagnast einkafyrirtæki a.m.k. ekki beint eða opinskátt á hervæðingunni. Það er ósenni- legt, að þeir þurfi ævinlega aö svara hverri nýjung hjá Banda- rikjunum i svipaðri mynt, úr þvi þeirráða þegar yfir gereyöingar- vopnum, sem mundu hræða hvern vitiborinn mann frá árás. En það er þvi likast sem hernaðaryfirvöld botni ekkert I hreyfiafli sögunnar þar frekar en annarsstaðar. Enda virðast marxfsk þjóðfélagsvisindi og rök- visi i reynd vera bönnuð þar i landi, nema að nafninu til. Sú skýring hefur skotið upp kolli oftar en einu sinni, að það séu i raun sömu aöilar, sem hagn- ist á vigbúnaði i austri og vestri. Þetta sýnist i fyrstu fráleitt með öllu, þar til maöur áttar sig á þvi, aö lögmál peninganna em sið- blind og „ópólitisk”. Risabönkum og fyrirtækjum þykir best að skipta við riki, sem hafa sterka stjórn, miðstýringu og einokun. Nöfn á ráðandi stjórnmálaflokk- um skipta engu máli, né heldur framferði þeirra gagnvart lands- mönnum. Þá kemur i hug hið fræga dæmi frá skotgrafahernaðinum á Vest- urvigstöövunum í heimsstyrjöld- inni fyrri. Þá voru það sömu fyrirtækin, sem seldu franska og þýska hernum vopn til skiptis. Þannig gátu þeir látiö hvorn um sig sækja fram nokkur hundruð metra i senn svo mánuðum og ár- um skipti. Þetta var einkar ábatasöm verslun oghernaðurinn liktist að þvi leyti nifteinda- sprengjunni væntanlegu, að hann grandaði mannslifum fremur en hergögnum. Nú er það vitað, að vestræn fyrirtæki, einkum bandarisk, hafa allt frá stofnun Sovétrikj- anna selt þangaö leynt og ljóst tækninýjungar og ráðgjöf, sem nota má til hernaöarþarfa. Opin- berlega eru þær til að framleiöa trukka, landbúnaðarvélar og far- þegaflugvélar. ólögleg sala á beinum hertækjauppfinningum er skrifuð á reikning njósnara, þá sjaldan að opinbert verður. Fyrir utan þessi beinu viðskipti, sem eru miklu stórvægilegri en menn imynda sér, er það einmitt gjöful- asta gróðalind hergagnafram- leiðenda að halda uppi mátulegri spennu og vigbúnaðarkappi. Þá er komin upp svipuð staða og i skotgröfunum i Frakklandi forð- um daga. Sumir peningamenn óttast, aö Reagan sé enn of hættu- lega einfaldur til að skilja þetta. Þegar Henry gamli Ford heim- sótti Evrópu á 4. áratugnum, var hann eitt sinn spurður, hvaö hon- um fyndist um „rússneska vandamálið”. Ford svaraði að bragði: „Ég kannast ekki viö neitt rússneskt vandamál. Þeir borga alltaf á réttum tima.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.