Þjóðviljinn - 09.04.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 09.04.1981, Page 2
2 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 9. aprll 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ Þetta var gaman! Opnum dyrnar og hleypum annarri inn. Arnarstofninn enn í hættu Keldu- svínið aldauða? 17 til 19 'arnarungar komust upp hjá tólf pörum sumarið 1980 og um áramótin 1980—1981 voru 105 ernir á iandinu öllu. 1 frétt frá Fuglaverndarfélagi tslands kemur fram að fordómar gagn- vart erninum hafi farið minnk- andi, bændur sem btia i námd við arnarvarp hafa gætt varps- ins eftir megni og nær hvergi hefur verið kvartað um tjón af völdum arna þótt þeir hafi viöa orpið nálægt æðavarpi. Þá segir I fréttinni að þangskurðarmenn hafi sýnt frábæra tillitssemi við að skera ekki þang á viðkvæm- um timum. Arnarstofninn er ennþá I mik- illi hættu að deyja út og má i engu til slaka næstu áratugi svo stofninn náist upp fyrir hættumörk. Tveir ernir fundust dauðir á siðasta ári. Höfðu þeir fengið i sig grút af hnisuhræjum og vesluðust upp. Undanfarin ár hafa helsingjar og margæsir verpt á íslandi og Helgi gegn lesendum gæti það að mati Fuglaverndar- félagsins stafað af kólandi lofts- lagi. Þá er mikil hætta á þvi að keldusvin sé horfið eða að hverfa Ur Islenskri náttúru og á minkurinn svo og mikil framræsla mýrlendis sök á þvi. Stjórn Fuglaverndarfélagsins hefur áhyggjur af vaxandi aðsókn erlendra fugla- og eggjaþjdfa og hvetur hún landsmenn til að sýna fulla varúð og tortryggni gagnvart útlaidingum og reyndar öllum, og gefa ekki upplýsingar um sjaldgæfa fugla eða varpstaði þeirra. Vitað er að árlega er rænt hér fálkaungum. A aðalfundi félagsins sem haldinn var 31. mars voru samþykktar nokkrar ályktanir m.a. áskorun á valdhafa að banna að kasta fiskúrgangi sem er eina raunhæfa leiðin til að minnka svartbaksstofninn. Ennfremur er skorað á vald- hafa að gæta ýtrustu varkárni við að sökkva stórum svæðum undir vatn án könnunar á öllum mögulegum afleiðingum sem slikt gæti haft á lifriki nærliggjandi svæða. Þá skoraði aðalfundur Fugla- verndarfélags tslands á vald- hafa að taka til alvarlegrar endurskoðunar leyfi til hval- veiða við Island. Formaður félagsins er Magnús Magnús- son, prófessor. — AI Lesendur eru enn á sama máli, þ.e. leikurinn 3. ,..-e5xd4 hlaut yfirgnæfandi tilnefninu. Ekki vill Helgi vera peði undir og leikur þvi 4. Rf3xd4 og er þá staðan svona: abcdefgh Þið eigið leikinn. Siminn er 81333, milli kl. 9 og 18 i dag. Nokkur óánægja er meðal lesenda Uti á landi, sem ekki fá- blaðiö fyrr en of seint til aö vera með í leiknum. Þvi hefur sú ákvörðun veriö tekin aö skákin skuli tefld annan hvern dag, og byrjum við þaö fyrirkomulag eftir helgina. — eik — vidtalid Rætt við franska organistann André Isoir Þetta fjall var ekki hér r 1 gær! Kennarinn og nemandi hans: André Isoir (t.v.) og Antonio Corveir- as, —Ljósm.: — Ella. — Organisti verður að þekkja hljóðfærið sitt út og inn, vita hvernig það er smiðað og kunna að stilla það og lagfæra, segir André Isoir, frægur franskur orgelsnillingur, sem staddur er hér á landi. Ég hitti hann að máli heima hjá Antonio Cor- veiras, organista í Hallgrlms- kirkju, i gærmorgun. Daginn áður höfðu þeir félagar tekið orgelið I Landakotskirkju til bæna og eytt 5 og hálfri klukku- stund f að stilia það og hreinsa. 1 gærkvöldi hélt Isoir sina siðustu tonleika hér á landi, en I dag kl. 17 heldur hann fyrirlestur I Ffla- delfiukirkjunni um tónskáldið César Franck. André Isoir er einn þekktasti organisti Frakklands. Hann hefur leikið inn á rúmlega 30 hljómplötur og haldið tónleika i mörgum löndum, auk þess sem hann er organisti við Saint- Germain des Prés kirkjuna frægu i Latinuhverfinu i Paris og kennir orgelleik bæöi I einka- timum og i tónlistarskóla i Paris. En hvernig stendur á þessari ferð hans til íslands? Þvi svarar Antonio: — Ég þekki Isoir frá þvi hann var kennari minn I Paris fyrir u.þ.b. 10 árum. Fyrir 2 árum heimsótti ég hann og orðai þá við hann þessa hugmynd, að hann kæmi hingað. Ég fylgdi henni svo eftir með bréfaskrift- um, þangað til hann gafst upp og samþykkti að koma — senni- lega bara til að losna við kvabbið i mér! — Já, en ég sé ekkert eftir þvi, segir Isoir, mér hefur fund- ist þetta skemmtileg ferð, og mig langar til að koma hingað aftur, að sumarlagi. Þá ætla ég að hafa konuna mina með og skoða landið betur. Mér finnst afskaplega gaman að heim- sækja Skálholt, bæði er staður- inn fallegur og orgeliö gott. A leiðinni heimsóttum við Ólaf Sigurjónsson, trésmið i Forsæti i Viliingaholtshreppi, og ég fékk að spila á orgeliö, sem hann hef- ur sett upp heima hjá sér. Það var áður i kirkju i Vestmanna- eyjum. Þetta er ágætt 16 radda pípuorgel. Mér þótti mjög skemmtilegt aö kynnast ólafi og fjölskyldu hans, og mér gekk ágædega að impróvisera kring- um Islensk sálmalög á orgelið. Reykjavik hefur lika komið Isoir á óvart, Antonio segir að hann hafi allt i einu tekið eftir Esjunni og sagt: Þetta fjall var ekki hér i gær! Liklega hefur verið þoka daginn áður. Talið berst aftur að tónlist- inni. Isoir er að leika inn á plöt- ur öll verk Bachs, og eru plöt- urnar þegar orðnar 13. Þetta er mikið verkefni og timafrekt, plöturnar eru gerðar með löng- um hléum og hann býst við að siðasta platan, sú 24., verði unn- in 1984. — Þaðertvenntólikt, að spila inn á plötueða á tónleikum, seg- ir Isoir. — Munurinn er senni- lega álika mikill og hjá leikur- um að leika á sviði eða i kvik- mynd. A tónleikunum skiptir öllu máli að ná til áheyrandans, það myndast bein tengsl milli hans og tónlistarmannsins. En plötu er hægt að spila aftur og aftur og þegar leikið er inn á plötu þarf að taka tillit til þess, það þarf að vera eitthvað falið, sem hlustandinn uppgötvar kannski ekki fyrr en I 10. sinn sem hann heyrir plötuna. Það skiptir lika miklu máli hvernig efnisskrá tónleika er sett saman. Isoir vill helst blanda saman verkum sem höfða fyrst og fremst til sér- fræðinga og aðgengilegri verk- um, til þess að engum leiðist. Tjáningin er honum aðalatriðið, og þau verk sem hann kann best eru þau sem byggjast aö veru- legu leyti á spuna — impró- visasjón. — Spuninn einkennir einmitt þá gömlu, frönsku tónlist, sem ég hef fengist mikið við aö spila. En ég vil ekki loka mig inni I neinum dilk, ég vil spila alls- kyns tónlist. 19. aldar tónskáldið César Franck er viðfangsefni Isoir á fyriríestrinum i dag. Elias Daviðsson mun túlka fyrirlest- urinn á islensku, og þarna gefst jafnframt siðasta tækifærið til að heyra André Isoir leika á orgel að þessu sinni. — ih Hér áöur var maður laus við alla afskiptasemi, en nú rífast tvö embætti um hvort eigi eftir- litið með vinnustöðunum........ • Skyldi hún vera að spá I mig? —Ljósm < Q O ^ Kæru vinir, haf iðþiðspurt: ) hvaðerlífið? —' im ^ Semsagt, lífiðereins og f I jót! Einsog allir skilji vatnsaflsfræði! m _ gjll

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.