Þjóðviljinn - 09.04.1981, Side 7

Þjóðviljinn - 09.04.1981, Side 7
Fimmtudagur 9. april 1981 ÞJÓDVILJINN•— SÍÐA 7 Fjarskalega skemmtilegt leikhúsverk Siguröur Hallmarsson og Anna Ragnarsdóttir I hlutverki Frúarinnar, eiginkonu B.P. forsetaefnis. farsa án þess aö biðja nokkurn af- sökunar á þvi og tala þá sjálfsagt þvert á skoðanir þeirra Islend- inga sem þykjast vita um leikhús og telja farsa eitthvað lftilmótlegt eða óæðra leikhúsverk. Ég heyri að þú ert á annarri skoöun? — Spurðu manninn á götunni um nafn á einhverjum heims- frægum leikritahöfundi og vittu til, hann nefnir Dario Fo. Ég veit ekki betur en þessi frægi farsa- höfundur sé vinsælasta leikrita- skáld i augum tslendinga um þessar mundir. Og hvaða nafn dettur fólki fyrst i hug þegar kvikmyndir eru nefndar; er það ekki snillingurinn Chaplin, sem samdi farsa alla tið. Nei, það er siöur en svo að farsi sé eitthvað lftilfjörlegt form á leikriti, þvert á móti eitt hið merkasta leikhús- form. Eftir aö þú hættir þingmennsku hlýtur þú að hafa haft betra næði til að skrifa en áöur, ertu ekki með fleiri verk i smiðum? — Við getum sagt að ég sé með tvö verk i smiðum, en þau eiga langt I land og það er alls ekkert ákveðið meö þau, hvar þau verða sýnd eða yfirleitt hvort þau verða til, við skulum ekki ræöa þaö mál neitt frekar. Ertu þá ekki með eitthvað annað en leikrit I huganum, skáldsögu til að mynda? — Nei, ég hugsa bara um leikrit eins og stendur, þaö er mér nóg, nema hvað ég ætla að fara að skemmta mér dálitið, ég er að hugsa um að fara vestur á Barða- strönd og dunda við grásleppu- veiði i vor með tengdasyni mínum Unnari Þór Böðvarssyni. —S.dór segir Sigurður Hallmarsson, sem leik- ur forsetaframbjóðandann í „Halelúja” Leyfi mér að kalla þetta farsa Rabbað við Jónas Áma son rithöfund um nýja leikritið hans sem framsýnt var á Húsavík um síðustu helgi Ekki var auðvelt að ná tali af Jónasi Arnasvni ríthöfundi i til- efni þess að frumsýnt var norður á Hiisavik nýtt verk eftir hann um siðustu helgi. Okkur var tjáð að Jónas væri á leið suður til Reykjavikur og að þar ætlaði hann engan stans að gera, heldur halda beint heim til sin að Kópa- reykjum i Borgarfirði. Það var þvi ekki um annað að gera en sitja fyrir honum á flugvellinum þegar Húsavikurvéiinn kom suður og við settum okkur niður við borð i kaffiteriu Flugleiða og frömdum stutt viðtal. Það fyrsta sem Jónas var spurður að var hvers vegna einn kunnasti leikritahöfundur þjóðar- innar léti litiö áhugamannaleik- félag Uti á landi frumsýna eftir sig verk; flestir mæna til atvinnu- leikhúsanna þegar slikt stendur til? — Ég skal segja þér, að ég valdi HUsavik vegna þess að ég vissi að Leikfélag HUsavikur hefur á að skipa mjög góðum hópi leikara og einnig vegna þess, að þetta leik- félag hefur alla tið sýnt minum verkum sérstakan áhuga, og sýnt öll min leikrit. Þessi áhugi þeirra fyrir þvi sem ég hef verið að semja hefur veitt mér móralskan stuðning, og þegar þetta fólk spurði mig hvort ég teldi Leik- félag HUsavikur ekki nógu merki- legt til að fá leikrit eftir mig til frumflutnings lét ég þau hafa þetta verk mitt. Það er alltaf talað um aö höf- undar gangi með verk sin i ,,mag- anum” svo og svo lengi, tæplega hefur þetta verk þitt haft langan meðgöngutima eftir efni þess að dæma? — Ég byrjaði að skrifa það um miöjan ágUst i fyrra. Mér þótti of snemmt að byrja strax eftir kjör- dag, en I ágUst var gerjunin kom- in á það stig að heppilegt var að hef jast handa eftir allan innblást- urinn. Ég sendi svo fyrstu drögin að leikritinu til Húsavikur i desember sl. Er það ekki alltaf svo að leik- ritahandritsem veriðer að frum- flytja breytast meira eða minna á æfingum? — JU, það er rétt, ég sagðist hafa sent drög i desember en siðan hefur handritið veriö lag- fært og þvi breytt nokkuð. Er það þá komið i endanlegan bUning eftir frumsýninguna á HUsavík? — Ég tel það vera, þó myndi ég taka tillit til óska leikstjóra um einhverjar tilfærslur eöa breyt- ingar ef fram kæmu og ég gæti sætt mig við þær. Sannleikurinn er nefnilega sá að þetta leikrit er mjög erfitt I flutningi tæknilega séö og það var fjölmargt sem erfitt var að leysa á litla sviðinu þeirra á HUsavik, en þeim tókst það meistaralega. Halelúja er gamanleikur ekki satt? . — Ég leyfi mér að kalla þetta gengiö og hvernig viðtökurnar hefðu veriö? — Þetta stykki Jónasar er fjarskalega skemmtilegt, hlægi- legt og viðtökurnar voru eins góö- ar og hugsast gat, stormandi lukka. NU hefur Leikfélag Húsavikur sýnt öllleikrit Jónasar Arnasonar og fær nú verk til frumflutnings, hvers vegna? — Það er rétt að við höfum fylgst vel með þvi sem Jónas hef- ur samið og sýnt öll hans leikrit og við höfum oft haft á orði við hann aöfá aö frumflytja verk eft- irhann og nU sem sagt hefur orðið af þvi. Ég vona bara að þetta gangi vel hjá okkur og við- tökurnar sem leikritið fékk á tveim fyrstu sýningunum lofa vissulega góöu. Það hefur verið svo hjá okkur og sennilega er það einnig viðar, að 2. sýning hefur veriðilla sótt. Nú brá aftur á móti svo við aö nærri lá húsfylli á 2. sýningu. ÞU hefur ekki svarað þvi hvers vegna þið hafiö sýnt verkum Jónasar svona mikinn áhuga? — Ja, ætli það sé ekki vegna þess aö okkur þykir Jónas höfða meira til fólksins i landinu en flestir aðrir. Það er staðreynd, sem aðsóknin að verkum hans hefur sannaö um allt land, að hann nær til áhorfenda og til aö mynda þykir mér Jónas mann- legri i sinu skopi en flestir aðrir. — S.dór. Það var mikið hlegið Helga Magnúsdótti r er formaður Leikfélags Húsavikur og við spurðum hana hvernig frumsýningin á „Halelúja” hefði gengið um helgina og hvernig fdlki hefði likað. — Frumsýningin gekk mjög vel og hvernig fólki likaði, ja, það var mikið hlegið. Þetta er gamanleikur og getur slikt verk fengið betri dóma en mikinn hlátur? Ég hef heyrt að þið hafið þurft að leysa mörg tæknileg vandamál við uppfærslu þessa verks? — Já, það er rétt, þau voru mörg og nokkuð erfið úrlausnar sum hver. Til að mynda er um sjónvarpsútsendingu að ræða og einnig er lyfta sem fólk fer með á milli hæöa. Og á þessu litla sviði okkar var nokkuð erfitt að koma þessu fyrir, en þaö tókst. Já, og segir Heiga Magnúsdóttir formaður LH um frumsýninguna á „Halelúja” ekki má gleyma þyrlupallinum á þaki hússins. Eru þessi tæknimál svo flókin að þið getiö ekki fariö með verkið Utum land? — Ég tel það. Ég fæ ekki séð aö nokkur möguleiki sé á að fara með verkið til sýningar út frá HUsavik nema meö ærinni fyr- irhöfn. Þar sem hér er um frumsýningu að ræða, sem sjálf- sagt er nokkuð dýr I uppfærslu, hvað getið þið átt von á mörgum sýningum á Húsavik? — Um það er ekki gott aö segja. Sýningar á þeim leikritum sem við höfum sýnt undanfarin ár hafa verið frá 13 minnst og uppi 38. i Oft hafa sýningar veriö rétt yfir 20. Og það er rétt þetta verk er nokkuð dýrt i uppfærslu, þannig að ég vona að sýninga- fjöldinn verði i hámarki. Viö þurftum til að mynda að taka upp videó band sem siðan er sýnt i sjónvarpi á sviðinu og á stóru tjaldi, nú og lyftan varð all dýr, svo eitthvaö sé nefnt. En við erum áhugaleikfélag og leikararfá ekki greitt fyrir sýningar, þaö léttir okkur róðurinn. Hafið þið áður frumsýnt verk eftir Islenskan höfund? — Nei, þetta er I fyrsta skipti, sem við ráöumst i slikt. Við höf- um aftur á móti frumsýnt hér á landi verk eftir erlendan höfund, „Heiðursborgarar” hét þaö. Hvað sýniö þið yfirleitt mörg leikrit á ári? — Við reynum yfirleitt að sýna tvö stykki á ári. 1 fyrra sýndum við „Vals” eftir Jón Hjartarson og „Fjalla-Eyvind” eftir Jóhann Sigurjónsson. Það hefur verið mikiö lif hjá LH og okkur hefur gengiö vel að fá fólk til starfa, hvort heldur það er leikarar eða aðstoðar fólk. Vissulega er um mikiö álag að ræða á þetta fólk, það eyöir I þetta öllum sinum fri- tima, jafnvel hluta af vinnutima lika, en áhuginn er mikill þannig aö við þurfum engu að kviða held ég. — S.dór. Frá vinstri: Siguröur Hallmarsson sem B.P. forsetaframbjóöandi, Ingimundur Jónsson sem Tony kosningastjóri og Guöný Þorgeirsdóttir sem Magister Matthildur. Hlutverkin I hinu nýja leikriti Jónasar Arnasonar „Halelúja” eru 17 en eitt af aöalhlutverkun- um er hlutverk B.P. forsetaefnis. Þetta hlutverk leikur Siguröur Hallmarsson og viö spuröum hann hvernig frumsýningin heföi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.