Þjóðviljinn - 09.04.1981, Page 8

Þjóðviljinn - 09.04.1981, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 9. aprll 1981 Fimmtudagur 9. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Paö er nákvæmisvinna aö sniöa leöriö til. Mynd Eik Tréskór voru ,,i móö” fyrir nokkrum árum, en nti hefur framleiösla þeirra dregist mjög saman. Mynd Eik, Skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri heimsótt: Eins og menn muna var greint frá þvi á dögunum aö horfur væru á að skóverksmiðjan Iöunn á Akureyri yröi lögö niöur og þar meö yröi lokið skóframleiöslu hér á landi. Iöunn er rekin af Iön- aöardeild Sambandsins og höföu stjórnendur komist aö þeirri niöurstööu aö ef riki og bær geröu ekki sinar ráöstafanir til bjargar verksmiöjunni væru dagar hennar taidir. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti fyrir sitt leyti að leggja fé til uppbyggingar verksmiðjunnar ef á móti kæmi aðstoð ríkisins. Iðja félag verksmiðjufólks álykt- aði um málið og lagði mikla áherslu á að fundin yrði leið til að halda rekstrinum áfram og tryggja atvinnuöryggi þess fólks sem hjá Iðunni starfar NU liggur boltinn hjá rikinu ef svo má segja og hefur stjórn iðnaðardeildar verið falið að leita eftir þvi hver hlutur rikisins hugsanlega gæti orðið við endurskipulagningu verksmiðjunnar. A dögunum var blaðamaður Þjóðviljans staddur fyrir norðan og heimsótti þá Iðunni og ræddi við verksmiðjustjórann Richard Þórólfsson. „Aðurfyrr var rekstur þessarar verksmiðju i miklum blóma og i kringum 1960 var framleitt hér skótau fyrir annan hvern mann i landinu”, sagði Richard. Þá starfaði hér eitt hundrað rnanns, en nú eru starfsmenn komnir niður i 50. Arið 1968 brann verk- smiðjan og var endurbyggð i þeirri mynd sem hún er I dag. Það var gert ráð fyrir 500 para fram- leiðslugetu á dag, en nú fram- leiðum við um 300 pör daglega. Hverjar eru ástæðurnar fyrir þeim erfiðleikum sem nú er við að glima? tJr verksmiöjusal Iöunnar. Mynd Eik. Gætum fjölgað starismönnum ef reksturinn vrði tryggður Richard Þórólfsson verksmiöjustjóri sýnir Kristinn Bergsson meö sérhannaöan vinnuskó blaöamönnum skó sem var prufusmiöaöir fyrir frá Iöunni. Mynd Eik Tékkana Mynd Eik Tel að Iðunn geti annað allt að 20% af því skótaui sem Islendingar þurfa, segir Richard Þórólfsson verksmiðjustjóri Þær eru margar. 1 fyrsta lagi eigum við I æ harðnandi sam- keppni við innflutninginn og það má raunar geta þess að skó- iðnaður á öllum norðurlöndunum á við mikla erfiðleika að striða. Það er flutt inn skótau frá austur og suður Evrópu, Brasiliu og austur Asiu svo að dæmi sé tekið. Auk þess er skóiönaður okkar i sér aðstöðu vegna hinnar miklu verðbólgu sem hér rikir og vegna hinna gifurlega háu vaxta. sem við lýöi eru hér á landi. Allt þetta gerir að verkum að samkeppnis- aðstaða okkar við láglaunalöndin er afar slæm. Hvaðan fáið þið hráefnið? Aður fyrr var öll okkar fram- leiðsla úr innlendu leðri en nú hefur orðið breyting á. Nú verðum við að flytja allt leður inn. Þegar verksmiðjan brann fór sútunaraðstaðan veg allrar ver-, aldar ofe hún var aldrei endur- byggð. Leðrið er flutt inn frá ýmsum löndum og við þurfum alltaf að liggja með stóran hrá- efnislager. Við seljum alla okkar framleiðslu fyrirfram, fram- leiðum upp i pantanir. Nú er að koma sá timi þegar þarf að fara að taka ákvarðanir varðandi haustframleiðsluna. Skókaup- menn fara árlega á mikla kaup- stefnu sem haldin er I Dlisseldorf og gera þar sinar pantanir. Þessi kaupstefna er nú nýlega afstaðin. Þeir skókaupmenn sem ég hef talað við gera ráð fyrir þvi að við höldum áfram okkar framleiðslu þvi að ég veit að þeir hafa pantað mjög litið af til dæmis kulda- skóm. Það er sama sagan með þá og okkur að þeir eiga erfitt með að liggja með stóra lagera og við getum afgreitt okkar vörur til þeirra með styttri fyrirvara en til dæmis verksmiðjur suður á Spáni. Ef ákveðið verður að halda rekstrinum hérna áfram þá er ljóst að viö komum til með að hafa næg verkefni og getum bætt við okkur fólki. Sérhæfiö þið ykkur i ákveðnum verkefnum eða framleiðið þið allar gerðir skófatnaðar? Við erum með mjög margar tegundir i framleiðslu, þó höfum við ekki treyst okkur til að fram- leiða tiskuskófatnað kveiina, þar er samkeppnin of hörð ’ fyrir , okkur. Þaö er hins vegar almennt talið að t.d. vetrarskófatnaður okkar sé afburða vara og yfirleitt eru gæðin á framleiðslu okkar talið standast samjöfnuð viö besta sem framleitt er annars staðar. Það er sem sé mikil fjölbreytni i framleiöslu Iöunnar en við erum Jika i sérhönnuðu skótaui. Við 'höfum t.d. hafið framleiðslu á sérstökum vinnuskófatnaði, fyrir fólk sem vinnur innan húss og þarf að standa mikið við vinnu sina. Sólinn er þykkur, skórinn breiður og mikið opinn. Hann er úr mjúku leðri sem er sveigjan- legt og fellur vel að fætinum. Þessi sérfræðingur hefur látið hafa það eftir sér að mikil eftirsjá verði að verksmiðjunni ef hún lokar og telur að erfitt verði að fá jafngóða skó erlendis frá. Það er nú einu sinni þannig að menn virðast hirðusamari um það að hafa góða h jólbarða undir bilnum sinum, heldur en það hafa á fót- unum skótau sem er gott og ' heilsusamlegt og fer vel með fæt- urna. Annars er það staðreynd að Is- líwdingar efu með sérstakt fótlag og þeir eru iirargif með háa rist. Við þurfufn að panta mikið af mjög stórum skóleistum. Við sér- smiöum liKa íriitaf dálitið af stór- um skóm á fólk sem á i erfið- leikum með að fá skó við sitt hæfi I verslunum”. Það hefur komið fram að um- leitanireru i gangi varöandi sam- vinnu við tékkneska fyrirtækið „Exaco” Hvað er um það mál að segja? Fjölmiðlar hafa verið að spyrja út i' það mál og ég hef sagt það að ég sé ekki bjartsýnn á að samn- ingar geti tekist á milli okkar og Tékkanna, ég óttastað þeim muni þykja tilboð okkar of hátt. Þetta stendur eins og menn vita um það hvortviðséum tilbúnir til að setja saman fyrir þá um 40 þúsund pör af skóm sem eiga að seljast á Amerikumarkað. Við höfum gert prufu fyrir þá og eigum von á sendingu frá þeim til frekari at- hugunar. Þeim leist vel á verk- smiðjuna og voru ánægðir með þessa prufu sem við gerðum. Tæknilega er okkur ekkert að vanbúnaði, ai þetta er spurning um það verö sem við getum boöið. Ef hins vegar af þessu yrði þá hugsa ég mér mjög gott til glóðarinnar varðandi samvinnu við Tékkana. Tékkar eru frá alda öðli ein hæfasta skóframleiðslu- þjóð Evrópu og þvi gæti sam- vinna viö þá og aðstoð þeirra oröiö okkur mikil lyftistöng. Við höfum keypt frá þeim vélar til skóframleiöslu sem hafa reynst okkur mjög vel. Nú er starfandi hjá ykkur fólk sem hefur verið hér mjög lengi. Þýðir það ekki að Iðunn hefur á að skipta mjög hæfu starfsfólki? Jú, það fólk sem hér starfar er mjög vel þjálfað og langreynt starfsfólk. Þeir sem lengst hafa unnið við Iöunni hafa verið hér i 40 ár. Þetta ersérhæfð vinna og mikið um vandasamt handverk. Ég tel að starfsfólkið hér sé afburðafólk I þessari grein en það er jafnljóst aö það yrði erfitt fyrir það að fá vinnu á almennum vinnumarkaði ef svo færi að verksmiðjunni yrði lokað. Fólkinu hrýs hugur við þeim málalokum og veit ekki hvað þvi yrði mögulegt að taka sér fyrir hendur. Raunar þurfum við á þvi að halda að nokkur endurnýjun eigi sér stað, það er litið um yngra fólk i vinnu hér. En I þessari stöðu þýðir nú litiðaðhugsa um það. En væru verkefni næg gætum við bætt við fleira fólki, það er langt i frá að afkastageta verksmiðj- unnaf sé nýtt. Það er sagt að til þess að halda rekstri verksmiðjunnar áfram þurfi að koma til hagræðing og áætlanagerð nokkur ár fram i timann og það er lika talað um að verksmiðjan þurfi að halda áfram til þess að fólkið geti haldi áfram að vinna þau störf sem það hefur áratugaþjálfun i. Veröur þá ekki niðurstaðan að sú að verk- smiöjan verður tæknivædd með aukna framleiðni að leiðarljósi og fólkið missi vinnuna hvort eð er þareðekki verði lengur þörf fyrir handverk þess? „Ég tel það af og frá. Skó- iðnaður verður alltaf sérhæft handverk, það er einfaldlega ekki hægt að vélvæða hann að sama marki og margar aðrar iðn- greinar. Það yrði þvi enginn hlekkur i framleiðslunni sem myndi hverfa úr sögunni. Þvert á móti, við myndum verða að bæta við fólki”. En á þessu stigi málsins er litið hægt að tala um framtiðina, við vitum ekki hvort verksmiðjan verður lögð niður á næstunni eða hvort framtið hennar veröur tryggð. Ég tel að þetta sé nú undir iðnaðarráðherra komiö. For- dæmisins vegna má gera ráð fyrir að hann sé tregur til, þótt hann sé áhugasamur um að efla islenskan iðnað. Núna framleiðir Iðunn 8% af þvi skótaui sem islendingar þurfa á að halda, en ég held þvi fram að það hlutfall gæti orðið mun hærra eða a.m.k. 20%. Við höfum aö undanförnu fengið mjög góð orð frá almenningi, það virðast flestir vera á þeirri skoðun að ófært sé að leggja niður þessa einu skó- verksmiðju sem starfrækt er i landinu og gera þar með að engu þá uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað og þá starfsreynslu sem hér er fyrir hendi. j á dagskrá Það er hrikalegt að mannkynið skuli á blómatíma þróunar sinnar vera fært um að tortíma sjálfu sér — ekki aðeins einu sinni — heldur margsinnis Berqþora Einarsdottir „Vopnin kvödd” og „Friður á jörðu” Ef fréttamaður tæki vegfar- endur tali i Moskvu og spyrði þá, hvort þeir hefðu hug á þvi að varpa kjarnorkusprengjum á Bandarikin af einhverju ákveðnu tilefni eða e.t.v. tilefnislaust, mundu þeir sennilegast krossa sig og biðja Guð að hjálpa sér. Sama yrði upp á teningnum ef fólk I Washington væri spurt þess sama. Almenningur i þessum löndum og öðrum kjarnorku- veldum léti sér aldrei detta i hug að taka ábyrgð á beitingu slikra vopna. Fólk féllist þó e.t.v. á það, að kjarnorkuvopn yrðu notuð I varnarskyni eða algerri neyð. Yfirlýsingar valdhafa og hers- höfðingja ganga I svipaða átt. Asetningur um að beita ekki kjarnorkuvopnum nema I varnarskyni eða i neyð er fyrst og frémst tryggður með vitneskjunni um ógnunarlegan eyöingarmátt þeirra. Sá skelfilegi eyðingar- máttur er öllum kunnur, ekki sist hershöfðingjum og stjórnmála- mönnum, sem hafa yfir þeim að ráða, enda gera þeir sér senni- lega besta grein fyrir þvi, að verðikjarnorkuvopn notuð I hern- aði, kemur notkun þeirra, þeim sem nota þau engu að siður i koll, en þeim er vopnunum er beitt gegn. Erþá nokkur ástæða til þess að óttast kjarnorkuvopnin, þó að þau séu til og eru nokkur likindi fyrir þvi, að þeim verði beitt á næst- unni eða i framtiðinni? Frá lokum siðari heimsstyrj- aldarinnar, þegar fyrstu kjarn- orkusprengjurnar voru smiðaðar og notaðar á Hirósima og Naga- saki, hafa kjarnorkuvopn ekki verið notuð i hernaði. A þvi tima- bili hefur verið stöðugur ófriður i heiminum og ekki liðið svo ár, að ekki væru hernaðarátök einhvers staðar og oft viða i heiminum i einu. Enginn vafi leikur á þvi, að notkun kjarnorkuvopna hefur oft- sinnis verið ihuguð og sennilega oft ekki munað miklu, að þeim yrði beitt, eins og t.d. i Viet-Nam striðinu og Kóreu á sinum tima. Þrátt fyrir tilraunir kjarnorku- veldanna tilþess að stemma stigu við Utbreiðslu kjarnorkuvopna i heiminum vex útbreiðsla þeirra sifellt og fleiri og fleiri lönd eign- ast þau. Jafnframt hafa komið fram meðfærilegri kjarnorku- sprengjur, sem bjóða hættunni heím á þvi, að þeim sé stolið eða þær herteknar og komist þar með I hendur samtaka eða jafnvel ein- staklinga. Magn kjarnorkuvopna i heiminum vex stöðugt og kjarn- orkuvopn,sem tileruidag, nægja til að gereyða honum 15 sinnum. Svarið við þvi, hvort hætta sé á þvi, að kjarnorkuvopnum verði beitt er einfalt — á meðan kjarn- orkuvopn eru til, er hætta á þvi að þeim verði beitt. Við erum þvi aðeinsóhultfyrir þeim, ef þau eru ekki öl. Með aukinni útbreiðslu þeirra og fjölbreyttari vopnum, vex hættan á þvi, að þau verði - notuð af ásettu ráði eða af slysni. Friðarvilji almennings og hræðsla stjórnmálamanna við notkun kjarnorkuvopna er ekki næg trygging fyrir þvi, að þau verði ekki notuð. Eyðing þeirra er ein næg trygging. Óttinn við kjarnorkuvopnin var mestur eftir heimsstyrjöldina siðari á timum kalda striðsins, meðan harmleikurinn i Hirósima og Nagasaki var enn i fersku minni og á meðan Sovétmenn og Bandarikjamenn voru að gera til- raunir með kjarnorkuvopn og vart varð við geislavirkt úrfelli viða um heim. Á siðari timum virðist hafa gætt nokkurs áhyggjuleysis út af kjarnorkuvopnum. Megin- ástæðurnar eru sennilegast þær, að á meðal kjarnorkuvopnaand- stæðinga hefur málinu verið drepið á dreif með heitri umræðu, sem orðið hefur viða um kjarn- orkuver og aðra friðsamlega notkun kjarnorku, auk þess að vera bein afleiðing slökunar spennu iheiminum á siðari árum. Enn eitt atriði mættinefna i þessu sambandi: Við minnkandi kalt strið milli austurs og vesturs hefur þungamiðja spennu flust frá Evrópu og Vesturlöndum til Mið-Austurlanda, Afriku, Indó- kina og viðar. Spennan og ógnun- in af kjarnorkuvopnum hafa þvi til skamms tima ekki brunnið eins heitt og áður á Vesturlanda- búum, sem ákafast andmæltu kjarnorkuvopnum á sinum tima. En áhyggjuleysi út af kjarn- orkuvopnum er i raun andvara- leysi gegn hættunni af þeim i ljósi þeirra staðreynda, að nú eru kjarnorkuvopnin útbreiddari, fleiri og fjölbreyttari og þau þvi margföld ógnun á við það, sem þau hafa verið áður. A sfðast liðnu ári hafa verið gerðar tilraunir til að magna upp nýtt kalt strið og herða vig- búnaöarkapphlaupið. Umræða um kjarnorkustrið hefur hafist á ný, m.a. i sambandi við kólnandi sambúð risaveldanna og fyrir- hugaða staðsetningu bandariskra vopna og hergagnabúnaðar i ýmsum löndum Evrópu, en hver gerð i þessu efni eykur hættuna á styrjöld og fari svo, að til hern- aðarátaka komi I Evrópu, verða ekki dregnar upp neinar leik- fangabyssur, heldur þau hræði- legustu og ógnvænlegustu vopn, semtileru. Vopn, sem munu hafa geigvænlegar afleiðingar. Það er ekki almenningur i 'kjarnorkuveldunum, sem stjórnar hér. örfáir menn slá striðsstefið á vigbúnaðartrumb- una: þeir, sem tala máli her- gagnaframleiðenda. Það eru þeir menn, sem geta leitt heiminn til glötunar, til tortimingar. Eina örugga vörnin gegn kjarn- orkuvopnum er útrýming þeirra. öll önnur vörn er blekkíng. Þaö vita allír, að fáu sem engu verður bjargað á svæði, þar sem til slikra átaka kemur og aðrar varnir en útrýming eyðingar- vopnanna eru litils sem einskis megnugar. En þvi miður virðist sem margir séu farnir aö lita á kjarnorkustyrjöld eða takmark- aða kjarnorkustyrjöld sem óhjá- kvæmilega. Það er hrikalegt, að mannkynið skuli á blómatima þróunar sinnar vera fært um að tortima sjálfu sér, ekki aðeins einu sinni, heldur margsinnis. En það er enn hrikalegra, að hluti þess virðist hafa sætt sig við slik örlög og þetta fólk spyr i litillæti sinu, hvert það eigi að fara, þegar stundin renni upp. Eitt svar við slikri spurningu var svohljóðandi og hefur sennilega fremur verið sagt i gamni en alvöru: „Sveip- aðu um þig hvitu laki og flýttu þér út i kirkjugarð, svo að þú náir i pláss þar”. Þetta eru ábyggilega ekki vitlausari viðbrögð en mörg önnur, en það er til raunhæft ráð, raunhæf vörn. Það er að berjast gegn vopnaframleiðslunni, berj- ast gegn þvi að svimandi háum peningaupphæðum sé varið til framleiðslu vopna, sem nota á til að eyða okkur sjálfum. Það er að berjast fyrir útrýmingu vopn- anna, fyrir friði. Berg'þóra Einarsdóttir. Kynning Fiskiðnar: Tölvuþjónustá fyrir fiskiðnað Fiskiön, fagfélag fiskiðnaöar- ins, gengst fyrir kynningu á rekstrarráögjöf og tölvuþjónustu fyrir fiskiönaö, í ráöstefnusal Hótel Loftleiöa, föstudaginn 10. april n.k. kl. 9.15. Þessi kynning er sérstaklega ætluö stjórnendum fiskvinnsluf yrirtækja, en er öllum opin sem áhuga hafa. Hefur Fisk- iðu fengiö fyrirtækiö Rekstrar- tækni sf. til aö leggja til megin hluta efnis á kynningunni. Fjallað veröur m.a. um bónus i frystingu, saltfisk og skreiðar- verkun og ýmsar nýjungar tengd- um þvi. Einnig verður sérstak- lega fjallað um fræðsJustarfsemi fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrir- tækja. Ýmsar nýjungar við tölvu- þjónustu verða kynntar, s.s. tölvuunnið gallaeftirlitskerfi i frystihúsum, útreikningar fyrir fiskveiðar, aflabókhald fyrir veiðiskip og birgðabókhald fyrir frystihús. Einnig veröur flutt erindi um tölvunotkun i fiskiðnaði i nútið og framtiö. Að kynningunni lokinni veröa pallborðsumræður um ráðgjafa- og tölvuþjónustu og hlutverk þjónust uf yri rt æk j a.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.