Þjóðviljinn - 09.04.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.04.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fim,mtudagur 9. aprtl 1981 Ný happdrœttisskuldabréf i gær hófst sala á happ- drættisskuldabréfum ríkis- sjdös sem gefin hafa verið út til fjdröflunar vegna fram- kvæmda við Norðurveg og Austurveg. Samtals eru gefin út i þessum flokki skuldabréf að fjárhæð 5 milj. króna, en hvert bréf er að fjárhæð 100 krónur. Vinningar nema 15% af heildarútgáfunni og er dregið um þá einu sinni, 1. júni n.k.. Vinningar eru 933 talsins, samanlagt að upphæð 750 þús. kr., einn vinningur á 150 þús. kr., tveir á 20 þús. kr., tiu á 10 þús. kr. og 920 á 500 kr. Happdrættisskuldabréfin verða endurgreidd handhafa að 5 árum liðnum ásamt verð- bótum i samræmi við þá hækkun, sem kann að verða á lánskjaravisitölu á lánstiman- um. Þau eru undanþegin framtalsskyldu og vinningar svo og verðbætur eru skatt- frjálsar. Seðlabanki Islands sér um Utboð happdrættisláns- ins fyrir hönd rikissjóðs, en sölustaðir eru bankar, banka- útibú og sparisjóðir, um land allt. A árunum 1972—1977 voru gefnir Ut alls 10 flokkar happ- drættisskuldabréfa vegna vegagerðar, m.a. á Skeiðarár- sandi, sem opnaði hringveg um landið. Þau nutu mikilla vinsælda hjá almenningi og seldust flestir flokkarnir upp á mjög skömmum tima. Skulda- bréfin eru verðtryggð og heildarfjárhæð sem gefin var út nam 18.6 miljónum króna, en þau eru nú að verðgildi 178,2 miljónir króna. Æfa „Stalín er ekki hér” Leikfélag Seyðisfjarðar æfir nú af kappi verk Vésteins Lúðviks- sonar Stalin er ekki hér undir stjórn G. Margrétar óskarsdóttur. Leikendur eru sex, en alls taka þátt I sýningunni um fjórtán manns. Ráðgert er að frumsýna verkið um eða eftir páskana. Formaður Leikfélags Seyðfirðinga er Emil Emilsson, sem þarna sést á miðri mynd, en hinir leikararnir eru Ólafia Stefánsdóttir og Hermann Guðmundsson. Ein aukasýning á Ótemjunni Verkefnaskrá Leikfélags Reykjavlkur er orðin svo þétt setin um þessar mundir, að siðustu tvær vikur hefur verið nær ógerlegt að koma að öll- um þeim leikritum, sem félag- ið sýnir i Iðnó, reviunni Skorn- ir skammtar, Ofvitanum, Rommi og Ótemjúnni, en öll þessi leikrit hafa verið sýnd fyrirfullu húsi að undanförnu. A siðustu sýningu á gleðileik Shakespeare ótemjunni, sl. laugardag komust færri að en vildu og hefur verið ákveðið að hafa eina aukasýningu nú á föstudagskvöld kí. 20.30. Alls koma 15 leikarar fram i sýningunni. Aðalhlutverkin eru i höndum þeirra Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur og Þorsteins Gunnarssonar. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir og tónlistin eftir Eggert Þorleifsson, sem flytur hana á sýningum ásamt leik- urum. Fyrsta rokkplatan frá START Rokkhljómsveitin START hefur sent frá sér sina fyrstu hljómplötu, tveggjalaga plötu með „Seinna meir”, lagi og texta Jóhanns Helgasonar, og „Stína fina”, lagi eftir Jón Ölafsson við texta Eiriks Haukssonar. Start hefur starfað um eins árs skeið en hljómsveitina skipa Pétur Kristjánsson, Ei- rikur Hauksson, Sigurgeir Sigmundsson, Jón ólafsson, Nikulás Róbertsson og Davið Karlsson. Hljómsveitin hefur leikið mikið á dansleikjum og hafa lögin á plötunni verið á meðal þeirra vinsælustu á dansprógramminu. Þetta eru rokkarar en rokkið virðist hvarvetna eiga ört vaxandi fylgi að fagna þessa stundina. L Engar togveiðar á Fœtinum Að undanförnu hefur orðið vart við verulegt magn af smáþorski I afla togara á svæði úti fyrir Austurlandi, sem nefnt hefur verið Fótur- inn. Hefur af þessum sökum margoft oröið að gripa til skyndilokunar og hefur sjávarútvegsráðuneytið nú, að tillögu Hafrannsóknarstofn- unar, gefið út reglugerð, sem bannar um óákveðinn tima allar veiðar i botn- og flot- yörpu á Fætinum. J Frœðsluráð Reykjavíkur: Innritun í grunn- skólana hefst í dag Innritun skólaskyldra barna og unglinga fer fram I Fræðsluskrif- stofu Reykjavikur, Tjarnargötu 12 (s: 28544), i dag og á föstudag. Þetta gildir jafnt um nemendur, sem þurfa að flytjast milli skóla af ýmsum orsökum, og þá sem eru að setjast á skólabekk i fyrsta sinn. Innritun forskólabarna fer þó eigi fram fyrr en 27. og 28. april og þá I viðkomandi skólum. Þetta er nýjung, sem Fræðslu- ráð Reykjavikur gengst fyrir, en sem kunnugt er hefur innritun nemenda farið fram i skólunum sjálfum hingað til. Er þetta liður I betri nýtingu skólarýmis og sam- ræmingu grunnskólahalds i borg- inni. Einnig hyggst Fræðsluráð Reykjavikur koma á þeirri ný- breytni, frá og með næsta skóla- ári, að grunnskólanemendum gefist kostur á að velja milli skóla innan viðkomandi skólahverfis, en Reykjavik er skipt I eftirfar- andi átta skólahverfi: I. Vestur- bær; Hagaskóli, Melaskóli, Vest- urbæjarskóli. II. Austurbær; Austurbæ jarskóli, Hliðaskóli, Æfingarskóli K.H.I.. III. Norð- austurbær; Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugarnesskóli Vogaskóli. IV. Suðausturbær; Alftamýrarskóli, Breiðagerðis- skdli, Fossvogsskóli, Hvassa- leitisskóli, Réttarholtsskóli. V. Arbæjarhverfi; Arbæjarskóli. VI. Breiðholt I; Breiðholtsskóli. VII. Tækni- búnaður hf. er rétta nafnið Meinlegt nafnabrengl varð i fréttum Þjóðviljans I gær um framleiðslu á oliueyðslumælum. Var fyrirtækið sem i hlut á nefnt Tölvubúnaður h.f. á forsiðu en TæknibUnaður h.f. á baksiðu, og er þaðhið rétta nafn. Og fyrst far- ið er að skrifa leiðréttingu er rétt að fram komi að tölur þær sem koma fram i viðtali við formann atvinnumálanefndar um styrk- veitingu til Tæknibúnaðar h.f. á baksiðu orka tvimælis. Atvinnu- málanefnd hefur ekki tekið ákvörðun um fjárhæðir i þessu sambandi heldur er hér vitnað i minnisblað, sem lagt var fyrir borgarráð þegar samþykkt at- vinnumálanefndar um styrkinn var kynnt. Sem sagt: Tækni- búnaður h.f. fær styrk en upphæð hans hefur ekki verið ákveðin. Eru viðkomandi beðnir velvirð- ingar á þessum villum. —AI íbúðasamtök í Árbæ og Selási: Mótmæla iðnaðarlóðum á Bæjar- hálsinum Igærvarlagtfram i borgarráði bréf frá ibúasamtökum Seláss- og Arbæjarhverfis þar sem mótmælt er iðnaðarlóðum á svæðinu milli Bæjarháls og Hraunbæjarlóð- anna, en þar gerir nýja aðal- skipulagstillagan ráð fyrir at- vinnuhúsnæði á tveimur stöðum. Segir i samþykkt félaganna að þetta svæði eigi að vera fyrir ibúa hverfisins eina en uppi haf a verið hugmyndir bæði um útivistar- svæði svo og bilskúra á þessu svæði. Breiðholt II; Seljaskóli, öldusels- skóli. VIII. Breiðholt III; Fella- skóli, Hólabrekkuskóli. Þegar foreldri eða forráðamað- ur barns innritar það i skóla, skal merkt við hverfisskólana séu þeir fleiri en einn I forgangsröð, eftir þvi hvaða skóla er helst óskað eft- ir að barnið sæki. Fræðsluskrif- stofan mun svo verða við þeim óskum að svo miklu leyti sem fjöldi I bekksögnum viðtökuskól- ans leyfir. Mjög áriðandi er, vegna nauðsynlegrar undirbún- ingsvinnu, að innritun fari fram áðurnefnda daga, þvi að annars er hætt við að nemandi fái ekki inni i þeim skóla sem óskað er eft- ir. Að auki má geta þess, að kennslukostnaður sá, er rikið borgar, er miðaður við að meðal- tal nemenda i bekksögn sé ekki undirtuttugu og f jórum. Ef svo er ekki — og aukakostnaður hlýst af — greiðir borgin mismuninn. Jón frá Pálmholti i hlutverki prests. Kvikmyndin Sóley frumsýnd í sumar Lokið er töku kvikmyndarinnar Sóley, og um þessar mundir er unnið aö klippingu og lokafrá- gangi myndarinnar. Lesendur Þjóðviljans muna e.t.v. eftir handrit i Rósku að þessari mynd, en það var birt I Sunnudagsblað- inu á sinum tima. Vinna við gerð myndarinnar hdfsthaustið 1979, en siðustu sen- urnar voru teknar um siðustu áramót. Myndin er eins konar dæmisaga um ástina og frelsið, þar sem táknmálið er tekið úr is- lenskri þjóðtrú og þjóðsögum. Sögusvið myndarinnar er tsland á siðari hluta 18. aldar. t mynd- inni koma fram á milli 70 og 80 manns. Myndin er tekin á Rangárvöllum, undir Heklu, undirEyjafjöllum, i Landmanna- laugum og viðar á Suðurlandi og við Mývatn og i Laxárdal i S.- Þingeyjarsýslu og i nágrenni Reykjavikur. Leikstjórn myndar- innar önnuðust þau Róska og Manrico Pavolettoni. Aðalleik- arar i myndinni eru þau Rúnar Guðbrandsson og Tine Hagedorn Olsen. Kvikmyndatöku önnuðust þeir Charles Rose og Mario Gianni, en klippari er Guð- Tine Hagedorn Olsen frá Dan- mörku leikur huldukonuna Sóleyju. Hér riður hún hvítum fáki. mundur Bjartmarsson. Þess er vænst að myndin verði tilbúin til sýningar i islenskum kvikmynda- húsum i júlimánuði nk. APEX gjöldin gildi frá 1. maí Svokölluð APEX fargjöld, sem eru talsvert lægri en venjuleg, ganga igildi hjá Flugleiðum á ný 1. mai n.k. Þau voru I gildi I des. s.l. sem jólafargjöld milli Islands og Skandinaviu og reyndust vin- sæl þannig að ákveðið var að taka þau upp aftur. Farþegar á APEX eru háðir reglum um kaup á farmiðum og brottfarar- og komudaga. Þannig verður að kaupa far báðar leiðir, gera farbókun og greiða farseðil að fullu samtimis og ekki siðar en 14dögum fyrir brottför. Bókuðum ferðadögum er ekki hægt að breyta, farmiðinn gildir lengst i þrjá mánuði og dvöl erlendis má ekki vera skemmri en 7 dagar. Sé hætt við ferð eftir að miði er keyptur er um takmarkaða eða enga endurgreiðslu að ræða. * Sem dæmi um verð miðaö við gengisskráningu nú má nefna, að ferð fram og aítur til Kaup- mannahafnar kostar kr. 2.539, til Osló kr. 2.316, Stokkhólms kr. 2.896, Glasgow kr. 1.892, London kr. 2.189, New York kr. 3.830 og til Chicago kr. 4.096. Eingöngu er ferðast i dagflugi. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.