Þjóðviljinn - 09.04.1981, Page 16

Þjóðviljinn - 09.04.1981, Page 16
DIOÐVILIINN Fimmtudagur 9. april 1981 Aðalsimi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsinsi þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aft ná Iafgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Slæmt ástand valla víða um Það er ljóst að ástand flug- valla er viða mjög slæmt um landið, þrátt fyrir þá staðreynd að mestan hiuta ársins eru flug- vélar einu samgöngutækin sem fólk getur treyst á i ýmsum landshlutum. Eins og fram kemur i Þjóðviljanum i gær er kostnaður við flugstöð I Kefla- vik áætlaður jafngilda kostnaði við að koma upp fullkomnum flugvölium i öllum landshlutum og varavelli fyrir millilandaflug að auki. Þjóðvilj- inn hafði samband við tvo gæslumenn flugvalla á lands- byggðinni og innti þá eftir ástandi þeirra. Flugvellir í fjármagnssvelti Bragi Dýrfjörð á Vopnafirði sagði brýna þörf á miklum úrbótum flugvallarins þar. Bragi tiltók fyrst lengingu flug- brautar og byggja þyrfti nýtt farþegaskýli. Það sem fyrir er er 30—40 ára gamalt og flutt þangað frá Kópaskeri. Heldur það hvorki vindi né vatni. Tilfinnanlega vantar aðflugs- vita og að sjálfsögðu væri mjög þýðingarmikið að fá bundið slit- lag á völlinn. Þverbraut væri fjarlægari draumur. Bragi sagði að Vopnfirðingar byggðu nær allar sinar sam- göngur á flugi, enda innilokaðir mestan hluta ársins. Nú eru fimm áætlunarferðir á viku til Akureyrar og fjórar til Egils- staða. Mjög erfitt hefur reynst að fá fjárveitingar til flug- vallarins og yfirleitt kæmu aðeins smá upphæðir hverju sinni. Bragi tók fram að flugmálin hefðu alltaf verið i fjármagns- svelti hér á landi og eins konar olnbogabarn þjóðarinnar. Gestur Fanndal er umboðsmaður Arnarflugs á Siglufirði, en þangað er áætlunarflug reglulega sex sinnum i viku. Hann kvað mest liggja á að koma upp steyptum stæðum i kring um flugstöðvar- húsið, þvi þar væri nú allt i skit og hvorki bjóðandi farþegum, eða hægt að leggja frá sér frakt i drulluna. Steyptum ramma um húsið hefur verið lofað i fjögur ár, en ennþá ekki fengist. Þetta væri ekki dýr framkvæmd, og vildi hann kenna um þver- » móðsku. Ariðandi væri lika að I setja bundið slitlag.á brautina, en þegar blautt er slettist upp á | skrúfur vélanna, sagði Gestur. ■ _______________________ Slippstödin Yfir- vinna dregst saman Akveðið hefur verið að draga mjög saman yfirvinnu við Slipp- stöðina á Akureyri og er ástæðan stí að sögn Gunnars Ragnars for- stjóra, að framundan er dauður timi, afhending togara tii Húsa- vikur stendur fyrir dyrum i mán- uðinum og stálsmiði i togara Skagstrendinga er að mestu lok- iö. Gunnar sagði að samið hefði verið um ýmis verkefni, en staðfestingar væru ekki komnar. Stæði þar á samþykki þeirra aðila sem annast lánafyrirgreiöslu. Til dæmis hefur verið beðið i eitt ár eftir að gefið yrði grænt ljós á togara sem samið hefur verið um fyrir Þingeyri. Tvö fiskiskip sem Slippstöðin hefur samið um smiði á við Vestmannaeyinga eru á teikniborðinu og vart hægt að búast við að smiöi þeirra hefjist fyrr en i fyrsta lagi um mánaða- mótin jUni-júli. — 3- Frá Slippstöðinni. —Ljósm.: Eik Hekla á Akureyri Engln vlnnaá föstu- dögum i fataverskmiðjunni Heklu á Akureyri hefur veriðákveðiðað fella niður einn vinnudag í viku í apríl og maí vegna sölutregðu á vörum verksmiðjunnar og lagersöfnun sem fylgt hef- ur í kjölfarið. Borgþór Konráðsson hjá Iðnaðar- deild SIS á Akureyri sagði í samtali við Þjóðviljann að hann vonaðist til að fólkið gæti unnið fulla vinnuviku. Borgþör sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin i > samráði við starfsfólk verksmiðj- unnar svo og stéttarfélag þeSs og sagði að það væri mjög ánægju- legt að samstaða hefði náðst um þessa leið og þannig tekist að kom al veg fyrir uppsagnir þjálfaðs starfsfólks. Hann sagði að með vorinu mætti búast við vaxandi sölu; vorið og sumarið væri yfir- leitt góður sölutími fyrir Heklu, sem framleiðir vinnu- og sport- klæðnað. Hann væri þvi vongóður um að allt yrði komið i eðlilegt horf áður en langt um liði. — 3- Flugmannadeilan: Flugleidir bíða eftir aðgerðum ríkisYaldsins Siðdegis i gær lauk sáttafundi hjá rikissáttasemjara i flug- mannadeilunni, án þess að nokk- ur minnsti árangur næðist. Annar fundur hefur verið boðaður f dag kl. 16. Aö sögn Guðlaugs Þor- valdssonar, rikissáttasemjara, er það fyrst og fremst deilan um hver fljúga eigi Fokkervélunum, sem er angi af starfsaldurslista- deilunni, sem allt snýst um. Flugmenn létu hafa það eftir sér i gær að ljóst væri að Flugleiðir h.f. ætluðu ekki að aðhafast neitt i deilunni, heldur biða þess að rikisstjórnin gripi inni málið og setji það i gerðardóm, en sam- gönguráðherra hefur látið hafa það eftir sér að gripið verði i taumana ef til verkfalls kemur. Af eðlilegúm ástæðum eru flug- menn óánægðir með þessa yfir- lýsingu ráöherra þar sem ljóst mátti vera að Flugleiðir myndu skáka i þessu skjóli. Félagar i FIA hafa sem kunnugt er boðað til verkfalls, sem hefjast mun á miðnætti annað kvöld hafi ekki samist fyrir þann tima. — S.dór. Sjöfn á Akureyri reisir nýtt verksmiðjuhús 2000 tonn af málningu til Sovét fyrir aprfllok Með vorinu munu hefjast framkvæmdir við nýja verk- smiðjubyggingu Sjafnar á Akureyri en Sjöfn er sem kunnugt er málningar. og hreinlætisvöru- verksmiðja i eigu KEA. Aðal- steinn Jónsson verksmiðjustjóri sagði I samtali við Þjóöviljann að lóö væri fengin og teikningar til- búnar og gæti jarðvinnsla hafist strax og klaka ieysti úr jörð I vor. Hin nýja verksmiöja mun standa við Austursiðu sem er nyrst f útjaðri bæjarins. Lóðin er 3.6 ha að stærð og sagöi Aöalsteinn að hugsað væri fyrir möguleikum til riflegrar stækkunar verksmiðj- unnar ef til kæmi. I hinni nýju byggingu mun auk mötuneytis og annarrar aðstöðu fyrir starfsfólk verða til húsa málingarframleiðslan, hreiniæt- isvörudeildin og svarpmfram- leiðsla til húsgagnaiðnaðar. Auk þess verða þar rannsóknastofur og skrifstofur. Bullukollurinn Svarthöfði „Or þvi ég er að ræða við fjölmiöla um málefni Sjafnar, finnst mér ég ekki geta látið hjá liða að fara nokkrum orðum um grein sem bullukollurinn Svarthöföi skrifaði i Visi 27. mars s.l. og kallaöi ,,Tvær verksmiðjur — tveir milljarðar”, sagði Aðalsteinn. „Það er skemmst frá því að segja að þar er farið með svo staðlausa stafi að það hlýtur að teljast með endemum. Þar fjallar hann um skóverksmiðjuna Iðunni af mikilli samúð og segir að ef striö skellur á verðum við að vera sjálfum okkur nægir með skóframleiðslu. A hinn bóginn fjargviðrast hann svo út i Sjöfn og samning upp á 2 milljarða gamla sem við gerðum við Sovétmenn um sölu á málningu til þeirra. Svarthöfði heldur þvi fram að Sjöfn sé alls ekki i stakk búin til aö standa við þessa samninga og hafi beðiö aðrar verksmiðjur um hjálp við að fylla upp i þá. Loks kveinkar hann sér undan þvi, að sem skattborgari muni hann þurfa að leggja út fé vegna 300 milljóna taps sem hann þykist Aðalsteinn Jónsson. hafa heimildir fyrir að verði á sölunni. Allt er þetta argasta kjaftæði og úr lausu lofti gripið. Við erum þegar búnir að afgreiða 700 tonn upp i samninginn, i dag er verið aö lesta 800 tonn og afgangurinn, 500 tonn. verða tilbúin til afgreiðslu um miöjan april. Við þurfum enga hjálp til þessarar framleiðslu. Hér hefur verið unniö á vöktum siðan i janúar vegna þessa samn- ings svo að þetta hefur skapaö mikla atvinnu og ég get huggað Svarthöfða með þvi að hann mun ekki þurfa að greiða eina krónu vegna þessara viðskipta. Þvert á móti mun þetta létta skattbyrði hans ef eitthvað er. Sjöfn hefur veitt mörgu fólki atvinnu hér um áratugi og greitt há gjöld til hins opinbera. Það kom hér samninganefnd til landsins i haust og bauð upp á þennan samning sem lokaboð. Við fórum mjög nákvæmlega ofan i saumana á þeim möguleik- um sem við höfðum i sambandi við hráefnakaup og ákváöum siðan að ganga að tilboðinu, enda hefði ella ekki verið um nein viöskipti við Sovétmennina að ræða.” Aðalsteinn sagði að lokum aö hann væri mjög bjartsýnn á að framhald gæti orðið á viöskiptun- um við Sovétmennina. Málning er eina varan sem Sjöfn flytur út i einhverjum mæli, og sagði Aðalsteinn að það gæti e.t.v. að einhverju leyti stafað af þvi aö hreinlætisvörurnar væru ekki nægilega kynntar erlendis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.