Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 1
fréttír I Tíminn: Útgáfu- dögum fækkar Um næstu helgi veröa miklar breytingar á útgáfu Timans. Fækkar þá útgafudögum hans um einn og kemur úte»kt helgarblaö I staö laugardagsblaös óg sunnudagsblaös áöur. Samfara þessu veröa miklar útlitsbreytingar á blaöinu og hef- ur veriö ráöinn sérstakur útlits- teiknari viö þaö.en áöur hefur út- litsteiknun veriö hornreka á blaö- inu. Þeir sem standa fyrst og fremst fyrir þessu er hinn nýi rit- stjóri Elias Snæland Jónsson og það lið sem hann tók með sér frá Vísi, m.a. Illugi Jökulsson, sem veröur umsjónarmaöur helgar- blaösins og Gunnar Trausti Guö- björnsson útlitsteiknari. Er von þeirra aö þetta rétti hlut Timans en hann hefur verið I nokkrum öldudal um hriö. ,Svona litur hann þá út, heimurinn Borgin samdi vid fóstrur — ósamið hjá ríkinu Um klukkan 22.00 I gærkvöldi var gengið frá samningi fóstra i Reykjavik við Reykjavikurborg, en gert hafði veriö hlé á mara- þonfundi um skipulagsmál á meðan. Samkvæmt samningnum sem Starfsmannafélag Reykja- vikurborgar stóö einhuga aö, er grunnflokkur fóstra 12. launa- flokkur, en 13. launaflokkur fyrir þær sem starfað hafa I eitt ár, að nami loknu. 1 13. launaflokki eru lika eftirlitsfóstrur, fóstrur á Dal- braut og yfirfóstrur á vöggustof- um og skriödeild. I 14. launafiokki eru fóstrur á Dalbraut, yfirfóstr- ur á vöggustofum og skriö- deild sem starfað hafa sem fóstr ur i eitt ár, aö námi loknu. For- stöðumenn leikskóla, skóladag- heimila, og minni dagheimila svo og innritunarfóstrur viö dagvist- un eru i 15. flokki. t 16. launa- flokki eru svo forstööumenn stærri dagheimila, og i 17. flokki er forstöðumaður á Dalbraut, svo og mmsjónarfóstra hjá dagvistun barna. Björgvin Guömundsson for- maður launamálanefndar Reykjavikurborgar sagðist. i gær- kvöldi vera ánægður með að sam- komulag hefði náðst án þess að tilkokunar dagvistarstofnana'I Reykjavik kæmi. Björgviinsagöi að samningur af þessu tagi væri alltaf málamiölun en aðalatriöið væri aö lokun hefði verið afstýrt og hann vænti þess aö þessi samningur myndi ekki veröa til þess aö valda röskun hjá öörum hópum sem borgin hefði samiö viö. Samningar hafa tekist milli fóstra og systranna við St. Jósefs- spitala i Hafnarfirði en ósamið er við Hafnarfjaröarbæ, og sama er að segja um Garðabæ. Þá hafa einnig tekist samningar við fóstr- ur á Sauðárkróki. Siöustu fréttir i gærkvöldi voru svo þær að samningafundi rikis- ins með fóstrum haföi lokið án samkomulags. Búist var viö aö boðaöir yröu fundir i þeirri deilu um helgina. —AI Ingvar Gíslason menntamálaráðherra um MHÍ Andvígur hugmyndum Einars Ég tel þetta ekki vera ákvöröun sem skólastjóri Myndlista- og handiöaskólans hefur þarna látiö frá sér fara, um aö leggja niöur nýlistadeildina, heldur tillögu sem að visu hefur ekki komið formlega til min enn. Komi hún hins vegar frá skólastjóranum I þessu formi þá mun ég umsvifa- laust hafna henni. Þannig fórust Ingvari Gislasyni menntamálaráöherra orö er Þjóöviljinn innti hann eftir skob- Ingvar Gislason menntamáiaráö- herra un hans á þeirri deilu sem upp er risin milli nemenda og skóla- stjóra Myndlista- og handlöaskól- ans um yfirlýsingu hans aö hann hygðist leggja niður nýlistadeild skólans. Ingvar sagöi aö skólastjórinn, Einar Hákonarson heföi ekkert vald til aö taka ákvöröun um svona hluti. Hann gæti hins vegar gert ákveönar tillögur til skóla- stjórnar og menntamálaráðu- neytisins, en einráður um þetta væri hann alls ekki. Menntamálaráöherra vildi jafnframt aö þaö kæmi fram aö Myndlistaskólinn ætti i ákveönum erfiöleikum og ef til vill væri nauösynlegt aö gera einhverjar skipulagsbreytingar sem skref á þeirri leið aö leysa vandann, en þaö væri alveg hreint og klárt aö allar ákvaröanir um slikt yröi aö taka I fullu samráöi viö ráöu- neytið en slíkt heföi ekki veriö gert áö þessu sinni. Ég raunveru- lega las um þessi mál fyrst i dag- blöðunum,sagði Ingvar aö lokum. —Þig Borgarstjórn: Skipulagið samþykkt í gær Borgarstjórn Reykjavikur samþykkti i gær nýtt aðalskipu- lag framtiðarbyggingasvæða með 8 atkvæðum gegn 7. Tillaga Borgarskipulagsins, sem kynnt hefur verið undanfarnar vikur var samþykkt með nokkrum breytingum frá meirihiutanum, en tillögur Sjálfstæðisflokksins voru ýmist felldar eða visað frá. Þær breytingar sem meiri- hluti borgarstjórnar gerði við tillögu Borgarskipulagsins eru eftirfarandi: Núverandi mörk Golfvallarins verða óhreyfð. Ibúðasvæði, sem Borgarskipu- lag reiknaði með til framtiðar- nota norðan Stekkjarbakka var fellt niður. Tengibraut milli Hólahverfis og Seláss út á Suð- urlandsveg var felld niður, en i staðinn sett safngata sem verð- ur einungis millihverfatenging. Atvinnusvæði við Aburðarverk- smiðju sem Borgarskipulag reiknaði með til nýtingar eftir aldamót verður nýtt fyrr. At- vinnusvæði við Vesturlandsveg, austan Artúnshöfða var stækk- að til austurs að núverandi Gufunesvegi. Þá var samþykkt að við gerð deiliskipulags i Ar- túnsholti, og Selási skyldi haft fullt samráð við Arbæjarsafn, hestamenn og Ibúasamtök Ár- bæjar. Miklar umræður urðu um skipulagsmálin og var hart deilt, bæði um byggingasvæðin sjálf, staðsetningu bygginga- svæðanna og kostnaðarútreikn- inga sem gerðir hafa verið. Sig- urjón Pétursson sagði afstöðu Sjálfstæðisflokksins gegn skipu- laginu ekki koma á óvart, — þeirværuá móti tillögum meiri- hlutans og hefðu verið það þó tillögurnar hefðu verið aðrar. —Al Efnahagsirumvarp rikisstjórnarinnar afgreitt i gærkvöldi Fjárhags- nefnd þrí- klofnaði Fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar Al- þingis þríklofnaði í um- fjöliun sinni um frum- varp ríkisstjórnarinnar um verðlagsaðhald, lækkun vörugjalds og bindiskyldu innlánsstofn- ana, er hún fjallaði um það á löngum og ströng- um fundi í f yrrakvöld og i gærmorgun. Fundur hófst i neðri deild Al- þingis kl. 13 i gær og var aðeins eitt mál á dagskrá, frumvarp rikisstjórnarinnar um aðgerðir i efnahagsmálum. Ráðgert var að hægt yrði að hef ja aðra um- ræðu i fyrrakvöld en svo varð ekki þar sem fjárhags- og við- skiptanefnd hefði ekki lokið um- fjöllun sinni um frumvarpið. Er umræður hófust i gær, lágu þrjú nefndarálit fyrir. t fyrsta lagi frá Halldóri Asgrimssyni (F), Ingólfi Guðnasyni (F) og Guðmundi J. Guðmundssyni (AB). Þeir þremenningar lögöu til aö 5. gr. frumvarpsins yröi breytt, en hún fjallar um bindi- skyldu innlánsstofnana, i þá veru að bindiskyldan yrði sveigjanlegri þar sem staða bankanna væri svo mismun- andi, auk þess aö bindiskyidu- timabilið yröi lengt úr 7 mánuð- um eins og gert er ráö fyrir i frumvarpinu, i tvö ár. t öðru lagi kom fram nefndar álit frá Sighvati Björgvinssyni (A), en þaö fól ekki i sér neinar breytingartillögur við frum- varpiö, aðeins almenna gagn- rýni á efnahagsstefnu rikis- stjórnarinnar. 1 þriðja lagi kom svo fram nefndarálit frá sjálfstæðis- mönnunum i nefndinni, þeim Matthiasi A. Matthiesen. Matthiasi Bjarnasyni og Alberti Guðmundssyni. Þeir lögðu til ákveðnar breytingar á 1. gr. frumvarpsins, sem fjallar um áframhaldandi verðstöðvun og vildu ihaldsmennirnir að inn i frumvarpið yrðu tekin ákvæöi laga um verölag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti frá 1978, þau ákvæði sem vinstri stjórnin felldi út og f jalla um frjálsa verðmyndun. Loks lögðu þeir til smávægilegar orðalagsbreytingar á 5. gr frumvarpsins, er fjallar um heimild fyrir rikisstjórnina tL að lækka rikisútgjöld. Siðdegis i gær var orðið nokk- uð ljóst að hægt yrði aö afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþihgi i gærkvöldi, en þá átti frumvarp- ið eftir að fara til 3ju umræðu i neðri deild og siöan fyrir 3 um- ræöur i efri deild. -Þif

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.