Þjóðviljinn - 05.05.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.05.1981, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 5. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Undirbúningur borgarstjórnarkosninga 1982 Fulltrúaráð Alþýðubandalagsins i Reykjavik Fulltrúaráð ABR er boðað til fundar miðvikudaginn 6. mai kl. 20:30 i fundarsal Sóknar að Freyjugötu 27. Dagskrá: 1) Undirbúningur Alþýðubandalagsins i Reykjavik fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982. Fundur Verkalýðsmálaráðs AB Alþýðubandalags- ins Fundi Verkalýðsráðs Alþýðubandalagsins sem auglýstur var 10. mai verður frestað þar til 16. og 17. mai. Nánar auglýst i blaðinu á morgun. Aðalfundur VI. deildar ABR (Árbær) Aðalfundur VI. deildar Alþýðubandalagsins i Reykjavik veröur haldinn fimjntud.aginn 7. mai kl. 20:30 að Grettisgötu 3. Dagskrá: Auglýst siðar. Félagar fjölmennið Stjórnin Kapprœðufundir milli Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins og Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Umræðuefni: Hvert stefnir á Islandi? Hverju þarf að breyta? Ilafnarfirði i kvöld klukkan 20.30 IGafi-inum við Reykjanesbraut Ræðumenn ÆnAb: Skúli Thoroddsen, Ragnar Arnason og Sig- urður G. Tómasson. RæðumennSuS: Gústaf Nielsson, Björn Hermannsson Fundarstjórar: Ólafur Ólafsson og Sigurður Þorleifsson Siguröur Ragnar Skúli M Starfsmaður óskast nú þegar á skrifstofu bæjarstjórans i Kópavogi, til starfa hálfan daginn. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 8. mai. Umsókn- areyðublöð fást á bæjarskrifstofunni. Bæjarritari Kvenstúdentar — Kvenstúdentar Við höldum árshátið fimmtudaginn 7. mai kl. 19.30 i Lækjarhvammi. 25 ára stú- diur sjá um skemmtiatriðin að vanda. Girnilegur kvöldverður — glæsilegt happdrætti. Aðgöngumiðar verða aðeins seldir i gestamóttöku Hótel Sögu mið- vikudaginn6. mai kl. 16—19. Verð kr. 150, hver miði gildir sem happdrættismiði. Takið bekkjarsysturnar með! Stjórnin. Þroskaþjálfar Aðalfundur Félags þroskaþjálfa verður haldinn miðvikudaginn 6. mai kl. 8,30 að Grettisgötu 89. Mætum öll. Stjórnin erlendar bækur James l of England. Caroline Bingham. Weidenfeld and Nicolson 1981. Jakob VII Skotakonungur 1566 til 1603 og konungur Skotlands og Englands frá 1603-1625 hefur fengið misjöfn eftirmæli; mat hvers tíma mismunandi. Hann átti heldur dapurlega æsku, móðir hans i fangelsi og faðir hans myrtur. Höfundurinn, Caroline Bingham hefur skrifað talsvert um Stuartana og er þetta siðasta bók hennar. Hún endurmetur Jakob samkvæmt eigin heimildarannsóknum og annarra og niöurstaðan verður sú að konungur hafi átt mikinn þátt i að milda hinar fornu andstæður milli Skota og Englendinga og i þvi að efla verslunaráhrif Eng- lendinga og treysta lög og reglu innanlands. HUn fjallar um einkalif konungs, samband hans við eigin- konuna önnu, dóttur Kristjáns IV Danakonungs og við vini sina, en konungur var haldinn kynvillu og átti oft i stappi við fyrrverandi elskhuga sina. Kynvilla og sára- sótt mótuðu á ýmsan hátt stjórn- mál 17. aldar og ýmsar einkenni- legar ákvarðanir stjórnvalda mátti rekja til þessa. Bingham dregur upp mynd aldarfarsins, trúarbragðadeilur; mútuþægni, hlægileg fordild og skelfingin við myrk öfl, sem kom m.a. fram i ótta konungs við galdur, en hann skrifaði ritum nornir og samband þeirra við djöfulinn, sem varð frægt á sinni tið. Höfundurinn fjallar talsvert um hagsögu Englands á þessu tlmabili, en það var einmitt á stjórnarárum Jakobs I. sem áhrif og völd Eng- lendinga efldust mjög i nýlendunum og gróöi þeirra margfaldaðist eftir að grund- völlurinn var lagður að þræla- versluninni og hún hafin I stórum stil. Visinn aö hinum mikla þjóðarauð Englendinga má hik- laust rekja til þrælasölunnar fyrr á öldum, og landsstjórnarmenn á Englandi áttu sinn þátt i að tryggja þá ábatasömu verslun á siðari hluta 16. og á 17. öld; meðal þeirra var Jakob I. Aesthetics and Politics. Ernst Bloch — Georg Lukács — Bertolt Brecht — Waltcr Benja- min — Theodor Adorno. After- word by Fredrich Jameson. Ncw Left Books 1978. Umræður um fagurfræði, incl. bókmenntaumræður og lista, hafa óviða verið frjósamari en á Þýskalandi bæði fyrr og siðar, auðvitað að undanskildu þvi tima- biíi, þegar pöpullinn náði völdum ilandinuá fjórða áratug þessarar aldar. Allt frá dögum Winckelmanns hafa umræður og deilur staðið um fagurfræði með þeim, sem lifað hafa I heimum andans, manna sem hafa lifað i evrópskum menningararfi og aukiö við hann hver með sinum hætti. I þessari bók er safnað saman greinum um þessi efni, þar sem nokkrir þeirra sem aðhylltust maxistiska heimspeki að miklu eða nokkru leyti, fjalía um f agur- fræði i viðari merkingu orosins og tengsl lista og bókmennta við pólitiska meðvitund á hverjum tima, og þá einkum þeirra tima sem þeir lifðu. Skoðanir þeirra voru mjög skiptar um þessi efni. Block og Lukács deildu um inntak og eöli expressionsmans. Brecht taldi Lukács vera haldinn formalisma i bókmenntamati sinu og Walter Benjamin var mjög fjarri kenn- ingum Brechts um klassiska list, hvaö þá núti'ma list. Adorno haföi nokkra sérstöðu, hann átaldi mjög kenningar Brechts um skáldskap, taldi margt i kenning- um Walters Benjamins um listir vera svo langt sótt að vart væri skiljanlegt aö Lukács nálgaðist að vera tviátta i útlistunum sin- um á listum og marxisma, þó að hann (Adorno) væri sjálfur e.t.v. fjarlægastur marxisma. [GNBOGI Frumsýnir: SATURN 3 Afar spennandi og dularfull kvikmynd um voveiflega at- burði langt úti i geimnum, á Titan, þriðja tungli Satúrn- usar. KIRK DOUGLASog FARRAH FAWCETT. Leikstjóri: STANLEY DONEN. íslenskur texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Dvöl í orlofshúsum Iðju Iðjufélagar, sem óska eftir að dvelja i or- lofshúsum félagsins i Svignaskarði, sum- arið 1981, verða að hafa sótt um hús eigi síðar en föstudaginn 15. mai n.k. kl. 16.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins Skólavörðustig 16. Dregið verður úr umsóknum, sem borist hafa, á skrifstofu félagsins 16. mai n.k. kl. 17.00 og hafa umsækjendur rétt á að vera viðstaddir. Þeir félagar, sem dvalið hafa i húsunum á 3 undanförnum árum, koma aðeins til greina ef ekki er fullbókað. Leigugjald verður kr. 400.00 á viku. Sjukrasjóður Iðju Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt orlofshús til ráðstöfunar handa Iðjufélögum, sem eru frá vinnu vegna veikinda eða fötlunar og verður það endurgjaldslaust, gegn fram- visun læknisvottorðs. Stjórn Iðju. ÚTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum i lagningu 7. áfanga aðveituæðar. 7. áfangi er um 4 km langur og liggur beggja megin vegamóta Norðurlands- vegar og Akranesvegar. Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum gegn 500 kr. skilatryggingu: í Reykjavik á verkfræðistofunni Fjarhit- un h.f. Álftamýri 9. Á Akranesi á Verkfræði- og teiknistofunni s.f. Heiðarbraut 40. í Borgarnesi á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Berugötu 12. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar Heiðar- braut 40 Akranesi, þriðjudaginn 19. mai kl. 11.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.