Þjóðviljinn - 05.05.1981, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 05.05.1981, Qupperneq 16
DWÐViUINN Þriöjudagur 5. mai 1981 Timburgeymslur Dvergs hf. í Hafnarfirði Mjög mikið tjón Mikill bruni varb i gær i timburgeymslum Dvergs hf. i Hafnarf irði. Hcilu timburstafl- arnir fuöruðu upp á skömmum tima. Sá sem fyrstur varð brun- ans var sagöi að allt hefði orðið alelda á svipstundu, likt og um sprcngingu hefði verið að ræða. Slökkviliðið Hafnarfjarðar var kallað á vettvang og tók um tvo tima að ráða niðurlögum eldsins. Ekki vildu talsmenn slökkviliðs- ins tjá sig um hversu mikill skað- inn væri, en sögðu þó ljóst að hér væri um gifurlegt tjón að ræða. Bó Nýlistadeildin: Akvörðun skólastjóra til nánari skoðunar Menntamálaráðherra hefur ritað skólastjóra Myndlista- og handíðaskólans bréf, þar sem fram kemur að hann telur að sú ákvörður.ihans að leggja nýlista- deiliina niöur þurfi frekari at- hugunar við. Einar Hákonar- son. skólastjóri sagði i samtali við bjóöviljann i gær að málið yrði skoðaö að nýju en trúlega hefði nóg verið fjallað um það i fjölmiðlum i bili. — AI Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 Hér eru hendur látnar standa fram úr ermum. Heimir Þór tók myndina er verið var aðlanda á Höfn. iHöfn í Hornafirði Gegndarlaus vinna síðasta mánuð Síðasta mánuð hefur verið ' landburður af fiski á Höfn. i I Hornafirði og gegndarlaus I vinna. Að sögn Heimis Hávarðs- • sonar framleiðslustjóra Fisk- ’ iðjuversins Krosseyjar hefur I verið unnið 10 tima hvern dag I I frystingunni en i saltfisk og I skreiðarverkuninni hefur verið I' unnið til kl. 11 á kvöldin og byrjað aftur kl. 4 á morgnana. „Fólk heldur þetta út þvi að það veit aö þetta tekur enda”, sagði j Heiinir þegar Þjóðviljinn ræddi við hann i gær. 1 gær hafði borist á land á Höfn 11.540.185 tonn af fiski, en i fyrra fengust um 10 þúsund tonn á allri vertiöinni. Meira en helmingur aflans á Höfn hefur fengist nú i april. Heimir sagöi að það hefði valdið vandræðum hve seint ákvörðunin um framlengingu vertiðarinnar hefði verið tekin, all margir hefðu verið búnir að segja upp og hefði þvl þurft að auglýsa eftir mannskap til vinnu i siöustu hrotunni. Hann taldi þó að framlengingin hefði átt fullan rétt á sér. Nú er fariö að draga úr aflan- um og sumir bátar farnir að búa sig undir aö hætta. Einhverjir hafa i hyggju að fara á troll strax og vertiðinni lýkur en væntanlega verður uppihald hjá flestum þar til humarvertið hefst upp úr 20. mai. j „Uppákoma” á aðalfundi V.S.I. Atviitmi- rekendur á móti ríkis- stjórninni Geirsklíkan notar VSÍ gegn Gunnari A aðalfundi Vinnuvcitenda- sambands tslands, sem hófst i gær, komu fram mjög haröorö mótmæli gegn efnahagsað- gerðuin riki sst jórnarinnar . Gunnar Thoroddsen, sem flutti ræðu i upphafi fundarins fékk mjög kuldalegar móttökur, fá- einir klöppuðu og flestir sátu með hendur i skauti. Engar fyrir- spurnir bárust, þótt þær væru auglýstar á dagskrá fundarins. Þannig er Ijóst að Geirsarmurinn i Sjá Ifistæðisflokknum notar VSt i baráttunni gegn Gunnari Thoroddsen. Páll Sigurjónsson, formaður VSl sagði m.a. i ræðu sinni: ,,Frá 1. mai býr atvinnureksturinn við hörðustu og afturhaldssömustu verðlagshaftalöggjöf sem um getur”. Atvinnurekendasamtökin hafa ekki i langan tima sýnt rikis- stjórn sh'ka afstöðu, eins og kom fram á fundinum i gær. D‘0 Sigurður Harðarson um aðalskipulagið: Breytingar borgarstjórnar eðlilegar og réttar Tillögur íhaldsins sýndarmennska Aðalskipulag austursvæða, sent til Skipulagsstjórnar rikisins Svavar Gestsson, ráðhcrra, tók á laugardaginn fyrstu skóflu- stungu að Iðjuhúsi Kópavogshælisins. Stefnt er að þvf að auka verulega þjálfun og meðferð vistmanna á hælinu. Bygging iðju- húss á Kópavogshæli hef ur verið lengi á döfinni, en ráðgert er aö reyna að gera húsið fokhelt á árinu. og óskað heimildar til að auglýsa þaö. Samkvæmt lögum á aðal- skipulagstillaga að auglýsast al- menningi og hagsmunaaðilum i a.m.k. sex vikur en eftir þann tima metur borgarstjórn þær at- hugasemdir sem kunna að berast og tekur ákvörðun um hvort ástæða sé til að breyta skipulag- inu vegna þeirra. Er skipulagið siðan sent að nýju til Skipulags- stjórnar rikisins með ósk um að Eins og skýrt var frá i Þjóð- viljanum 1. mai geröi borgar- stjórn nokkrar breytingar á skipulaginu að tillögu meiri- hlutans og sagði Sigurður Harðarson formaður skipulags- nefndar I gær aö þær hefðu veriö gerðar I samráði við meirihluta skipulagsnefndar, sem væri þeim fyllilega sammála. Aö okkar mati eru þetta breytingar, sem i ljósi umræðunnar eru eðlilegar og réttar, sagði Siguröur. Helstu breytingarnar eru þær aö svæði norðan Stekkjarbakka sem ætlað var undir ibúða- og stofnanabyggö eftir aldamót var fellt niður; aö núverandi af- mörkun Golfvallarins verður óbreytt og aö tengibraut sem ætluö var yfir Elliðaárnar um Selás út á Suðurlandsveg verður felld niöur. Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá viö allar breytingartillög- ur meirihlutans nema tvær, þe. Stekkjarbakkasvæðiö og atvinnu- svæði við Aburðarverksmiöju sem ætlaö er til byggingar fyrir aldamót. Hins vegar greiddu þeir atkvæði gegn skipulaginu sem sliku og i umræðunum upplýsti Davlö Oddsson, oddviti ihalds- ins, að valkostur þeirra væri gamla skipulagið frá 1977. Siguröur Haröarson sagði að hvorki á þessum borgarstjórnar- fundi né I umræðum fram aö honum hefðu Sjálfstæðismenn fengist til þess að ræöa grund- vallaratriði nýja skipulagsins, og þeir heföu annan timann sneitt hjá þvi að taka afstöðu til mann- fjöldaspár og spár um ibúðaþörí. A siðustu stundu drógu þeir siöan fram tillögu um að bjóða gamla aðalskipulagiö sem valkost, en þaö höfðu þeir ekki gert áöur, sagði Sigurður. Þvert á móti voru þeir samþykkir okkar skipulagi I grófum dráttum nema hvað þeir vildu aðra framkvæmdaröðun, þ.e. byrja á Keldnasvæðinu I staö Rauðavatns. Þessi tilkynning Daviðs kom þvi býsna flatt upp á menn, sagði Sigurður. Aðrar til- lögur Sjálfstæðisflokksins voru sýndartillögur sem komnar voru fram hjá meirihluta borgarráðs eins og t.d. tillagan um Golfvöll- inn og eölilegt var þvi að fella þær eða visa frá, sagði Sigurður að lokum. —AI Laugardalur: Nýtt skipulag kynnt Hámarksþörf íþróttamannvirkja fullnægt I gær var til kynningar i skipu- lagsnefnd Reykjavikur tillaga Ingimundar Sveinssonar, arki- tekts, að skipuiagi Laugardals. Veröur tillagan kynnt borgarráði á næstunni svo og öðrum nefndum borgarinnar og almenningi. Tillagan gerir m.a. ráð fyrirþvi að hámarksþörf fyrir iþrótta- mannvirki sé fullnægt, aö fram- hald Grensásvegar upp á Lang- holtsveg verði fellt niður og að næst Alfheimablokkunum komi 2ja—4ra hæða f jölbýlishús en ein- býli og raðhús á stofnanasvæði meðfram Suðurlandsbraut. Sam- talser gert ráð fyrir 125 ibúöum á þessu austasta svæði dalsins. — AI Útifundur við bandaríska sendiráðið fimmtudaginn 7. mai kl. 18.00. Samtök herstöðvaandstæðinga

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.