Þjóðviljinn - 23.05.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.05.1981, Blaðsíða 1
Ilclgin 23. — 24. mai 1981 — ÞJÓÐVILJINN fréiiir Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra um breytingar neðri deildar: Megin- áherslur frum- varpsins óhaggaðar Eg tel ekki óeölilegt að nokkrar breytingar séu gerðar á frumvarpinu i nefndum þings- ins og mér virðist að tillögur meirihluta iðnaðarnefndar neðri deildar séu flestar skyn- samlegar og breyta litlu um megináherslur frumvarpsins frá upphaflegum búningi, sagði Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra i gærdag. Mestu skiptir að hægt verði að nota sumarmánuðina til undirbún- ings framkvæmda við komandi virkjanir, en frumvarpið veitir heimild til 50 miljón króna fjár- veitingar i ár i þessu skyni, sagði Hjörleifur. Um tima leit út fyrir að ekki næðist að afgreiða frumvarpið á þessu þingi, en samkomulagið sem varð i iðnaðarnefnd neðri deildar tryggði framgang þess. Hjörleifur sagði ljóst að stjórnarandstaðan hefði lagt mikið kapp á að bregða fæti fyrir þetta stórmál þótt erfitt væri að sjá hvernig þeir ætluðu sér að axla þá ábyrgð sem af sliku óhappaverki hefði hlotist. Ég hef ekki viljað trúa þvi að alþingismenn ætluðu að ljúka þingi með þvi að stofna undir- búningi og framkvæmdum við raforkuöflun fyrir næsta ár i hættu, sagði Hjörleifur. Slikt væri i hrópandi mótsögn við þá áherslu sem stjórnarandstaðan leggur i orði á orkufram- kvæmdir. Umræðan undan- farna daga sýnir hins vegar glöggt þau óliku viðhorf sem eru milli rikisstjórnarinnar og tals- manna stjórnarandstæðinga varðandi orkunýtingu i iðnaði á komandi árum. Þá á ég við tals- menn erlendrar stóriðju sem hugsa sér uppbyggingu orku- freks iðnaðar sem sölumennsku til erlendra aðila i stað inn- lendrar iðnþróunar i krafti orkulindanna, sagði Hjörleifur að lokum. — Þig Visuðu frá kvörtun Jónasar Útvarpsráö tók fyrir á fundi sinum i gær kvörtun sem Jónas Guðmundsson hefur kynnt með nokkrum gusugangi vegna kynningar á málverkasýningu hans i sjónvarpi. Útvarpsráð gerði um málið stutta bókun þess efnis að það teldi að þarna hefðu orðið „mannleg mistök” sem þegar hafi verið bætt úr. Þing- lausnir Að öllum likindum verður að fresta þinglausnum 103. Iög- gjafarþingsins fram yfir helgi en áætlað var að þær gætu farið fram i' dag. Þessu veldur hið mikla annriki sem verið hefur á þinginu og hefur ekkisist bitnað á hinum ágætu konum sem hressa þingliðið á kaffi. — Ljósm. gel. Aðalfundur ABR Aðalfundur Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik verður hald- inn i dag kl. 14 stundvislega. i Lindarbæ. Þar verður m.a. rætt starfið i borgarmálum, hús- næðismál félagsins og kjörin ný stjórn. Félagareru hvattir til að fjölmenna og mæta stundvis- lega. Orkufrumvarpið fór í gegn í neðri deild Eggert Haukdal tryggði framgang þess Neðri deild afgreiddi i gær- kvöldi orkufrumvarp rikis- stjórnariunar með nokkrum minniháttar breytingum sem meirihluti iðnaðarnefndar lagði til. Eggert llaukdal studdi breytingar meirihlutans eftir að tillaga hans og stjórnarand- stæðinga hafði verið felld með 19 atkvæðum gegn 17. Við loka- afgreiðslu i neðri deild sat Eggert Haukdal hjá, en frum- varpið var afgreitt til efri deildar með 18 atkvæðum gegn 16. . Efri deild mun væntanlega afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglausnir. Helstu breytingar sem neðri deild gerði á frumvarpinu og Skúli Alexandersson, formaður iðnaðarnefndar mælti fyrir á fimmtudagskvöld, eru þær að meiri áhersla er lögð á stækkun Hrauneyjafoss- og Sigöldu- virkjana. Kom fram i máli Skúla að það væri i samræmi við fyrirhugaða stækkun miðlunar- lóns i Þórisvatni úr 1000 giga- litrum i 1765.Eftir stækkunina, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, verður Hrauneyjafossvirkjun 280 megawött og Sigölduvirkjun 200 megawött. Þá er i breytingum neðri deildar ákvæði um að aðeins þurfi að leita staðfestingar Alþingis vegna nýrra vatnsafls- virkjana eða virkjunaráfanga en ekki vegna smærri fram- kvæmda i virkjunarmálum. Sagði Skúli að samkvæmt þessu væri hægt án sérstakra heim- ilda þingsins að ráðast i gerð Kvislarveitu, stækkun Hrauneyjafoss- og Sigölduvirkj- unar, gerð stiflu við Sultar- tanga, uppsetningu jarðvarma- stöðva og varastöðva svo og nauðsynlegar framkvæmdir til aukningar og styrkingar i raf- orkuflutningskerfinu. Þá var bætt i frumvarpið ákvæði um að áður en ákvarðanataka fer fram, verði leitað álits Landsvirkjunar Orkustofnunar, Rafmagns- veitna rikisins og fleiri aðila um þjóðhagslega hagkvæmni og áhrif á raforkukerfið svo og að gerð verði grein fyrir notkun orkunnar til orkufreks iðnaðar og sparnaðar á innfluttu elds- neyti. Sagði Skúli Alexanders- son að hér væri ekki um að ræða nein fyrirmæli um ný eða breytt vinnubrögð heldur áréttingu á þeim sjónarmiðum sem eðlileg mættu teljast i þessu sambandi. — Þig. Hjólreiða- dagur / a sunnudag A morgun, sunnudag, verður svokallaður Iljólreiðadagur I Reykjavik og er búist við þvi að allir sem vettlingi geta valdið verði með. Hver þátttakandi safnar áheitum, sem renna til eflingar útivist og iþróttum fatl- aðra barna. Ætlunin er að leggja upp frá 9 skólum i höfuðborginni kl. 14, Hagaskóla, Hvassaleitisskóla, Hliðaskóla, Langholtsskóla, Ar- bæjarskóla, Seljaskóla, Fella- skóla, Laugarnesskóla og Réttarholtsskóla. Hóparnir halda siðan sem leið liggur niður á Laugardalsvöll. A Laugardalsvelli verður eitt og annað til skemmtunar. Einn frægasti hjólreiðamaður heims, Belgiumaðurinn Patrick Sercu mun etja kappi við islenska hjólreiðakappa, Texas-trióið slær á letta strengi, Eirikur Fjalar ávarpar þátttakendur og hljómsveitin Start rokkar af miklum móð. IIJÓLUM 1 ÞAGU ÞEIRRA, SEM EKKI GETA HJÓLAÐ. — IngH Albert er óvelkominn Mikið uppnám hefur verið rikjandi siðustu daga i þingliði flokkseigendafélags Sjálf- stæðisflokksins. Þegar ljóst varð i fyrradag að Eggert Haukdal myndi standa með rikisstjórninni að afgreiðslu virkjanafrumvarpsins keyrði um þverbak. Boðað var til þingflokks- fundar i skyndi, en rétt áður en fundurinn átti að hefjast kom Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem kallaður er framkvæmda- stjóri þingflokksins með þau til- mæli til Alberts Guðmunds- sonar að hann léti ekki sjá sig á þessum fundi! Hvorki Albert né Eggert Haukdal munu hafa setið fund- inn, enda ljóst að flokkseigenda- félagið telur þá ekki til sannra Sjálfstæðismanna, þótt svo eigi að heita að þeir séu i þing- flokknum. Séu launmál á ferðinni mega þeir Albert og Eggert hvergi vera nærstaddir. DC-flugvél skoðuð i Keflavik i gær: Skoðun fékkst ekki í USA Nýtt fyrirtæki hefur yfirtekið viðhaldið vestra Einokun bandariskra flug- virkja á viðhaldi DC-8 véla Flugleiða hf var rofin i gær þegar slik flugvél var f fyrsta skipti skoðuð hér á landi af is- lenskum flugvirkjum, en sem kunnugt er hefur það verið mikið baráttumál flugvirkjanna að fá viðhaldið heim. Kristján Friðjónsson, for- stöðumaður tæknideildar Flug- leiða sagði ástæðuna þá að ekki hefði fengist skoðun i Banda- rikjunum á þeim tíma sem hægt var að losa vélina. í fyrra sam- einaðist bandariska fyrirtækið Seaboard-Western sem annast hefur viðhaldið skv. samningi frá 1978, öðru fyrirtæki sem nefnist Flying Tigers og yfirtók nýja fyrirtækið, sem ber nafn þess siðarnefnda samninga Sea- board við Flugleiðir. Kristján sagði að samningurinn gilti til 1983 en aldrei hefði verið neinn vafi á þvi að islenskir flug- virkjar gætu annast viðhald DC-vélanna, og það ekki siður en þeir erlendu. Hins vegar er ekki útlit fyrir að framhald verði á skoðun þeirra hér meðan samningurinn er i gildi. Að sögn Ragnars Karlssonar, yfirflugvirkja Flugleiða, er þessi skoðun sem framkvæmd var i gær svokölluð B-skoðun, þ.e. skoðun, sem gerð er á 400 flugtima fresti og jafnframt þvi var framkvæmd svokölluð D-skoðun, sem miðast við 1700 flugtima. Ragnar sagðist telja óliklegt að flugvirkjar á Islandi fengju DC-8 til skoðunar framvegis þar sem Flugleiðir hefðu nýlega endurnýjað samning sinn við hið nýja fyrirtæki, Flying Tigers, um viðgerðir og viðhald á þeim. Útlit er þvi fyrir að áfram verði islenskir flug- virkjar afskiptir þegar um við- hald þessara flugvéla er að ræða, en rikisstjórnin lagði mikla áherslu á það i sambandi við f jármagnsfyrirgreiðsluna til Flugleiða að viðhaldið yrði flutt heim. —eg/AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.