Þjóðviljinn - 02.07.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.07.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtúdagur 2. júli 1981. Gamla tjómabúiö opið í sumar Gamla rjómabúiö hjá Baugsstöðum, skammt frá Knarra- vita austanviö Stokkseyri, veröur opiö i sumar siödeúis á lauear- dögum og sunnudögum, í júli og ágústmánuöum. Gæslumaöur, Skúli Jónsson, sýnir gestum hús og vélar og hvernig yfirfallshjólið, það eina sinnar tegundar hér á landi, knýr smjörgeröarvélarnar, sem enn eru með sömu ummerkjum og fyrr á árum, þegar vélvæðingin var að hefjast i islenskum landbúnaði. Þau unnu í Sunnudagsgátunni 18. júni s.l. var dregið hjá Sunnudagsgátunni úr innsendum réttum lausnum að viðstöddum fulltrúa fógetaembættisins. Upp kömu eftirtalin nöfn: Kristin Ingólfsdóttir, Engjavegi 30 Selfossi, Sigurður Ananias- son, Koltröð 4 Egilsstöðum, Jórunn Jórmundsdóttir, Túngötu 25 Grindavik, Valgeir Helgason, Reykjanesv. 12 Njarðvik, Sigurður Ó. Kolbeinsson, Hrafnagilsstr. 37 Akureyri, Kristinn Björnsson, öngulsstöðum Eyjafirði, Inga Jónasdóttir, Hellubæ Reykjadal, Sveinbjörn Þ. Sveinbjörnsson, Kálfsá Ólafsfirði, Rannveig Helgadóttir, Smáragrund 2 Sauöárkróki, Kristrún Malmquist, Auðbrekku 3 Kópavogi, Friða Traustadóttir, Faxabraut 39 c Keflavik,og Ingibjörg Jones, Rjúpufelii 35 Reykjavik. Rétt svör við Sunnudagsgátunni voru eftirfarandi: 17. mai: Ármannsfell, 24. mai: Baula og 31. mai: Snæfellsjökull og sam- anlagður bókstafafjöldi þvi 30. Landssamtök um sjúkraflutninga Landssamtök áhugamanna um sjúkraflutninga voru stofnuö nýlega af sjúkraflutningamönnum viösvegar af landinu og ýms- . um aðilum, sem láta sig þessi mál varöa, en markmiöiö er aö I stuöia aöbættu skipulagiog framgangi þeirra um iand allt. Þessu hyggjast samtökin ná með aö beita sér yfir aukinni menntun og bættri starfsaðstöðu, stuðla að þvi að talstöövasam- bandi verði komið á milli sjúkrabila og móttökustööva og sam- ræmd kerfi sjúkraflutninga i lofti, á láöi og legi. Stofnskrá er opin til 1. sept. n.k. og geta félagar orðið þeir sem [ lokið hafa námskeiði i sjúkraflutningum, hafa kennsluréttindi i ' skyndihjálp eða eru starfandi við heilsugæslu og/eða löggæslu eöa tengjast þeirri þjónustu. Skráning er á skrifstofu Rauða- kross Islands, Nóatúni 21, Rvik. 1 stjórn samtakanna voru kosnir Jón Guðmundsson Seyðis- firði, form., Hjörleifur Ingólfsson Keflavik gjaldkeri, Birgir I Thomsen Rvik ritariog aðrir i stjórn Guðjón Petersen forstjóri Almannavarna, Kristinn Guðmundsson læknir og Sigurður Sveinsson og Viðar Þorleifsson brunaverðir. Seölabankinn í staö Sœnska llér kemur módel Seölabankans, sem risa mun á núverandi lóö Sænska frystihússins og þannig mun fjær Arnarhóli en upphaf- lega var ætlaö. Auk bilageymslu I kjallara veröur húsiö alls um 9.500 fermetrar og eru þaraf liölega 2.000 fermetrar fyrir Reikni- stofu bankanna, sem veröur i lágu byggingunni til vesturs (hægri á myndinni), en aöalbyggingin meöfram Inngólfsstræti veröur 5 hæðir frá Arnarhóliséö og 6 frá Skúlagötu. Einsog fram hefur komið i fréttum höföu Reykjavikurborg og Seölabankinn makaskipti á lóðum og veröur nú samtímis banka- húsinu byggð almenn bílageymsla fyrir nær 200 bíla i grunninum ■ sem tekinn var á hinni umdeildu fyrri lóð bankans við Sölvhóls- götu. Mun Seðlabankinn sjá um þær framkvæmdir, en um 100 bílastæði verða ikjallara og á jarðhæð bankans. — á dagskrá ...að ekki sé viðlit fyrir „konur” að reikna þetta út er fráleitt. Auðvitað þarf að vita á hverju útreikningurinn byggist og ekki má bregðast að fólkið fái réttar og fullnægjandi upplýsingar Um bónus Fimmtudaginn 25. júni er grein i Þjóðviljanum, sem ber nafniö „Hvað er Bónus? ÞREFÖLD AFKÖST - TVÖFALT KAUP”. Grein þessi er merkt stöfunum —hs og viröist það vera blaða- maður blaðsins bó að skamm- stöfunin hæfi ekki neunu þeirra nafna, sem annars staðar i blaö- inu eru greind sem nöfn blaða- manna þess. —hs hefur farið upp á Akranes vegna óánægju með bónus i iðn- fyrirtæki þar. Um þann þátt málsins verður ekki fjallað hér heldur einungis þaö sem i um- ræddri grein er f jallað um bónus i fiskiðnaði. Bæði er það að —hs spyr spurningar sem sjálfsagt er aö svara og eins^hitt að i raun heföi hann þurft að spyrja fleiri spurninga, en taka ekki allt fyrir sannleika, sem hann var upplýst- ur um. En það hefur lengi veriö vandamál hversu illa hefur kom- ist til skila á Akranesi um hvað hefur verið samið I kjarasamn- ingum og hvers vegna. Viröast þeir sem til þess hafa verið kjörn- ir aö koma þessu til skila annað hvort hafa vantað vilja eða getu til þess. Viðamiklir útreikningar 1 greininni segir: „Herdis Ölafsdóttir formaður kvenna- deildar Verkalýös- og sjómanna- félags Akraness sýndi mér út- reikning á nýtingu og afköstum einnar konu i einn dag i frysti- húsi. Sá reikningur fvllti briár A-fjórir arkir. Það sér hver mað- ur aö ekki er viðlit fyrir konur aö reikna út laun sin, nema hafa tölvu og dugar þó varla til”. Til þess að reikna út bónus þurfa að liggja fyrir ákveðnar forsendur, sem bónusinn er reiknaður út frá. Þessar forsend- ureru^meðal annarshversu mikiö er framleitt og i hvaða pakkning- ar, fiskstærð, gallafjöldi, nýting og notaður timi. A fyrstu árum bónussins fékk fólkið afhent i einni tölu árangur dagsins. Þetta þótti brátt ekki nógu gott og fyrir kröfu frá verkalýðsfélögunum var samið um aö fram kæmu allar þær tölur sem notaður eru við útreikningana, þannig aö hverjum manni væri i lófa lagið að ganga úr skugga um að allar upplýsingar væru réttar. Þetta er aö sjálfsögðu allmikill útreikn- ingur, en að ekki sé viðlit fyrir „konur” að reikna þetta út er frá- leitt. Auðvitað þarf að vita á hverju útreikningúrinn byggist og ekki má bregöast að fólkið fái réttar og fullnægjandi upplýsing- ar. Nú ef þetta bregst hafa verka- lýðsfélögin yfir að ráða fólki, sem getur yfirreiknað bónusútreikn- inga, og þarf þess vegna enginn að standa uppi ráðalaus. Til þrautavara má svo geta þess að ASI hefur á eigin vegum bónus- sérfræðinga, sem færir eru um aö reikna þetta. Breytilegir taxtar I greininni segir ennfremur: „Ekki vissi ég það áður að bónus I iönaði er ekki reiknaður á tima- kaupið heldur á lægra kaup. Þær konur sem ég talaði við vita ekki hvernig það er tilkomiö. 1 Akra- prjóni fá konurnar 24.18 á timann, en bónusinn sem þær fengu greitt eftir (og trúlega er það sama tal- an alls staðar á landinu) var reiknaöur ofan á kr. 23.42 á tim- ann. Furðulegt”. Og siðan beðið um upplýsingar. Þó að hér sé nefnt iðnaðarfyrir- tæki þá leyfi ég mér að fara um þetta nokkrum oröum, þar sem hiö sama á einnig við um fisk- vinnsluna. Þarna er notaður skemmtilegur blekkingaleikur með þvi aö stilla þvi upp að kon- urnar i Akraprjóni fái 24.18 á tim- an,, en svo sé notuð önnur tala lægri fyrir bónusinn. Konurnar i Akraprjóni geta nefnilega verið meö kr. 22.59, 23.43, 23.86 og 24.18 (Hér eru notaðar jafn gamlar töl- ur og i greininni). Þar að auki geta þeir taxtar sem féik i bónus vinnur eftir verið miklu fleiri. Þetta stafar af ýmsu, sem á mis- munandi mikinn rétt á sér. Þar er t.d. um að ræða aldurshækkanir og aðstöðu við vinnuna o.fl., sem ekki hefur bein áhrif á bónusaf- köstin. Þvi hefur það þótt rétt að miða bónusinn allan við einn grunn ántillits til launa fólks fyrir annað. T.d. fær tækjamaður, sem hefur meira en almenn laun vegna kalds vinnustaðar, ekki hærri bónusgrunn, þar sem kuldaálagið er komiö inn i laun hans á öðrum staö. Þaö fá þvi all- , ir sömu greiðslu fyrir sama auka- álag og virðist það eitt vera eðli- legt og réttlátt. Þar aö auki ein- faldar þetta mjög alla útreikn- inga, en fyrr i greininni er einmitt kvartaö yfir of flóknum útreikn- ingum. Þreföld afköst — tvöfalt kaup Og að lokum segir i greininni: „Annað dæmi. Það er úr frysti- húsi. Byrjað er að mæla bónus viö hraðatöluna 67. Þegar sú tala er komin uppi 210, þ.e. harðinn hefur meira en þrefaldast, þá hefur kaupiö aöeins tvöfaldast”. Hraöinn lop er sá vinnuhraði, sem eðlilegur er talinn i löndun- um hér i kringum okkur. Þessi viömiðun er að visu örlitið breyti- leg, t.d. töluvert hærri i Banda- rikjum Norður-Ameriku. Þegar byrjaö var að greiða samkvæmt bónuskerfi hér á landi var miðað við grunntöluna 100. Viö hraðatöl- una 200 greiöist nákvæmlega tvö- falt kaup, enda hefur hraöinn ná- kvæmlega tvöfaldast. Við þessar tölur hefði vafalaust verið eðli- legast aö halda sig og semja ekki um annaö. Þá hefði að minnsta kosti verið siglt framhjá ósvifn- um útúrsnúningum og blekking- um á borð við „þreföld afköst — tvöfalt kaup”. Nú er það hins vegar svo og er þaö ekkert leyndarmál, að áður en bónus var tekinn upp var al- gengt að vinnuhraði væri lægri en 100. Þetta hafði þau áhrif, þegar bónus var tekinn upp, aö fólk fékk enga greiðslu fyrir afkastaaukn- inguna upp að 100. Þessu vildi verkalýðshreyfingin ekki una og að lokum var samið um að byrja greiðsiu neðan viö 100, núna 67. Jafnframt þessu var sett upp launalína, sem var i jafnvægi við 200, en hærri á öllum afköstum neðan við 200. En að sjálfsögðu er mikill meirihluti fólks með afköst innan við 200 og fær þvi greiddan bónus, sem er hærri en svarar til beinna afkasta miöaö við eðlileg viömiðunarafköst. Timans og rúmsins vegna hafa hér einungis veriö nefnd þau aðalatriði, sem mestu máli skipta. Auðvitað hafa miklu fleiri sjónarmiö komið fram viö gerð kjarasamninga. Meö þökk fyrir birtinguna. Arni Benediktsson. Textiles by William Morris and Morris & Co. 1861-1940. Oliver Fairclough and Emmeline Leary. Introduction by Barbara Morris. Thames and Hudson 1981. William Morris var einn þeirra hagleiks og listamanna, sem gæddi þau viðfangsefni sem hann átti við, lifi. Hann er meöal fremstu hagleiksmanna á sviöi vefnaðar, uppdrættir hans að veggteppum og margskonar öör- um vefnaði vöktu heimsathygli á sinum tlma og hann var talinn meðal meistaranna I þessari list- grein. Fyrirmyndir hans voru liljur vallarins og öðrum þræði list siðmiðalda og Giotto og Botti- celli. Fyrirtækið „Morris and Co.” blómstraöi og aö honum látnum, 1896, var framleiöslunni haldið áfram i hans anda. Morris var frægt skáld á sinni tið og prentverk hans og þær bækur sem þar voru unnar eru meöal feg- urstu verka prentiðnaðarins. Stefna hans var að endurvekja listiðnaðinn á dögum vaxandi fjöldaframleiöslu og óvandaös varnings. Iönaður miðalda hlaut þvi að veröa honum fyrirmynd og þvi fylgdi dáleiki hans á bók- menntum miöalda og þar með á islenskum fornbókmenntum. Morris var meðal þeirra reiöu ungu manna, sem sá fátt upp- byggilegt i þvi samfélagi sem hófst með Iönbyltingunni á Eng- landi og ekki skánaði þaö þegar leið á öldina, svo aö Morris var reiður áfram og allt til loka og hann vissi nákvæmlega af hverju hann var reiður. Hann fyrirleit sýndarmennsku og sjáifsánægju uppskafninganna og millistétt- anna, smekkleysið og græðgina, arörán lágstéttanna og eyðilegg- ingu smekks og mensks gildis- mats. I þessari bók eru birt dæmi um vefnaðarlist Morris, teppi, vegg- teppi, prentun á lin og baðmull og fleira af þeim toga. Listiðnaður Morris stendur jafnfætis mörgum þeim verkum sem teljast sigild i málara og skreytilist og skoðanir hans á prangara samfélagi 19. aldar og arfleifð þess hafa vissu- legareynst réttar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.