Þjóðviljinn - 01.08.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.08.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJóÐVILJlNSl Helgin 1. — 2. ágúst 1981 Torfi Þorsteinsson: Samkoma í Sandfellsskógi i bók minni ,,Töfrar liðins tíma", sem út var gefin af Setbergi fyrir síðustu jól, er frásögu- þáttur um dvöl verka- manna í vegagerð á Austurlandi sumarið 1927 og ber þátturinn heitið: ,,Seint gleymist sú sumar- vist". Þar er m.a. sagt frá framboðs- fundi við alþingiskosningar sem haldinn var á Egilsstöðum á Völlum og túlkun Arnfinns Jóns- sonar, skólastjóra, á jafnaðar- stefnunni. En Arnfinnur var þá i framboði fyrir Alþýðuflokkinn i Suður-Múlasýslu, sem þá bauð þar fram til þings i fyrsta sinn. Þótti það framboð nokkrum tiðindum sæta i Suður-Múlasýslu, svo að maður spurði mann á förn- um vegi: ,,Á annars þessi skratt- ans jafnaðarstefna nokkurt erindi til tslendinga?” A meðal áheyrenda á Egils- staöafundinum var höfundur þessa þáttar, sem enn býr að þessari framboösræðu og þvi leiftri mannréttindahugsjónar, sem Arnfinnur Jónsson hafði þá aðflytja kjósendum i Suður-Múla- sýslu. Kyndill sá, sem Arnfinnur Jónsson brá þá á loft, var svo leiflrandi, að ungur strákur úr Hornafirði hreifst af, og logar þessa kyndils hafa lýst mér æ siöan. Siðari hluti þessa þáttar naut ekki náðar bókaútgáfunnar og var felldur niður, en hann er enn til i handriti og kemur nú hér hluti af honum, nokkuð breyttur. Og hefur þá að segja frá vegavinn- unni sumarið 1927 og atviki i sambandi við hana. Leið okkar lá um Fagrada! og Fljótsdalshéraö, einnig um Valla- hrepp, þar sem nokkuð viða var tjaldað og dvalist um stundar- sakir. Nokkur kynni fengum við af mannlifinu i sveitum þeim, sem við fórum um þennan tima. Meðal annars keyptum við mjólk af bændum á bæjum umhverfis tjaldbúðir okkar, þótt viðskipti okkar væru i knappasta lagi þvi að vinnulaunin leyfðu naumast slikan munað sem nýmjólkin var. Siðasti áfangastaður okkar i Vallahreppi var við Gilsá, sem aðskilur Skriðdal og Vallahrepp. Þar stutt frá, vestan megin ár, eru bæirnir Litla-Sandfell og Stóra-Sandfell með Sandfellsskóg i næsta nágrenni. Þar er mjög sumarfagurt. Einhvern sunnu- dag, sem við dvöldum þarna i tjöldunum við Gilsá, efndi Ung- mennafélag Skriðdælinga til úti- samkomu þar i skóginum, með fjölbreyttri dagskrá, m.a. ræðu- höldum, lúðrablæstri og al- mennum söng. A þeirri samkomu minnir mig það vera, sem hinn almenni söngur endaði með þjóð- söng okkar, ,,Ó, guð vors lands”, Samkomugestir höfðu þyrpst þarna saman i hóp og ýmist sátu flötum beinum eða hölluðu sér makindalega aftur á bak og nutu veðurbliðunnar, skógarilmsins og skemmtiatriðanna ótruflaðir. Enginn hreyfðist minnstu vitund af grasfletinum, sem setiö var á, þótt þjóðsöngur okkar væri sung- inn. Ekki ég heldur, óvitastrákur- inn, alinn upp á afdalabænum Hvammi i Lóni. Ég var semsé ekki orðinn mikill burgeis i heimsmenningunni á þessum árum, nýbúinn að hleypa heim- draganum út i lifið. En þá allt i einu skeði undrið, likt og að sprengju hefði verið varpað niður þarna i Sandfellsskóg. Einn þeirra, sem mest lét þarna að sér kveða i almenna söngnum, kvaddi sér hljóðs og ávarpaði mannfjöldannn eitthvað á þessa leið: ,,Áheyrendur, við vorum að ljúka við að syngja þjóðsöng okkar, ,,Ö, guð vors lands”, sem er lofsöngur til guðs og af ýmsum dómbærum mönnum talinn vera fegursti þjóðsöngur sem nokkur þjóð hefufr eignast. Engin þjóð nema fslendingar mundu láta sér sæma að sitja niður knúsaðir i sætum sinum með derhúfur eða hatta á höfði undir þjóðsöng sinum I stað þess að risa úr sætum og drúpa höfði i lotningu fyrir honum. Og nú risum við öll úr sætum, berhöfðuð, og hlýðum á þjóðsönginn okkar”. Þetta var þörf áminning, sem allir hlýddu Sá, sem ávarpaði mannfjöldann, mun hafa verið Jón Vigfússon, smiður á Seyðis- firði, vel þekktur maöur þar um langt skeið. Þessi áminning hefur ávallt siðan tollað sæmilega i minni minu, og leitað á hugann þegar Torfi Þorsteinsson mér hefur fundist þjóðernisvitund minni misboðið. Meðal annars rifjaðist þetta atvik upp fyrir mér fyrir örfáum árum i sambandi við spurningakeppni skólafólks, ?em mig minnir að nefndist: „Skól- arnir keppa”. Þar var spurt um höfunda þjóðsöngsins, ljóðs og lags. En flestir keppendurnir urðu að gjalti og gátu ekki svarað spurningunni. Og nú spyr ég: Er ekki einhver brostinn hlekkur i skólakerfi okkar, að skólarnir skuli vanrækja að upplýsa æsku- fólk um höfunda ljóðs og lags þjóðsöngs okkar? Guðmundsson skrifar menn Nú er blessuð versiunar- mcinnahelgin skollin á. Hálf þjóðin þotin á fjöll i nafni versl- unarmanna og fridags þeirra. Sjómenn og iðnaðarmenn jafnt sem þeir er að verslun starfa og þjónustu. Um það er gott eitt að segja. Ein löng frihelgi er nauð- synleg á i'slensku sumri, svo skammt sem það er. Hve vitur- lega landslýður siðan notar sér þetta ákjósanlega tækifæri til útiveru er svo annað mál. Sú var tiðin að eingöngu verslunarmenn tóku sér fri á fridegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi i ágústmánuði. Smátt og smátt hefur þessi fridagur siðan orðin að almennum fri- degi. Jafnframt hefur það gerst að minna og minna er unnið á föstudeginum fyrir verslunar- mannahelgi. Þannig er verslun- armannahelgin i reynd orðin hartnær fjórir dagar, einkum hjá jmgra fólki. Þetta er auð- vitað ekki meö öllu vandræða- laust. Þannig hefur það stund- um viljað brenna við að fiskur liggur undir skemmdum fyrir þá sök að helmingur af starfsliði frystihúss er á brott þegar á föstudagsmorgni og kemur ekki aftur fyrr en á þriðjudag. Lik- lega er ekkertviðþessu aðgera, nema að innrétta gang fram- leiðslunnar svo að ekki hljótist skaði af lengd verslunarmanna- helgarinnar. — Allavega er ljóst að það þýðir ekkert fyrir at- vinnurekendur að halda, að hjólinu verði snúið við, og versl- unarmannahelgin færð á ný i hendur verslunarmanna einna. Enda væri það hreint ekki æski- legt. Það er að bera i bakkafullan lækinn að benda enn einu sinni á að verslun og þjónusta er sá þáttur atvinnulffs sem hefur vaxið mest á undanförnum ár- um og reyndaráratugum. En þó má á það benda, að nú er svo komið i þróun efnahagslifs, að um helmingur alls mannafla I atvinnulffinu vinnur við svo- nefndar þjónustugreinar. Til samanburðar má nefna að rétt liðlega 10% vinnuafls vinna við fiskveiðar og fiskvinnslu hér i til tölvuöldin. Textavinnsluvél- ar breyta störfum þeirra er við vélritunarstörf vinna, ódýrar smátölvur breyta störfum stórs hluta þeirra er vinna við bókhald, sjálfvirkir búðarkass- ar tengdir við lagerbókhald breyta störfum þeirra sem við afgreiðslustörf vinna o.s.frv. En hver verða áhrifin á at- vinnuhorfur i verslun og þjón- ustu? Þar ber mönnum alls ekki saman. t metsölubók sinni Endalok vinnunnar (The coll- apse of work) setja höfundarnir Clive Jenkins og Barrie Sher- man þá spá fram varðandi verslun í Englandi að á næstu 20 árum muni starfsmönnum fækka úr ca. 2.7miljónum i 1.6. Að skrifstofufólki, utan hins op- inbera, muni fækka um helming (þeir taka einkum dæmi af bönkum, tryggingafélögum og fjármálaumsvifafélögum ýms- um ). Hinsvegar muni f jöldi sér- fræðinga ýmissa, opinberra starfsmanna og fjöldi þeirra er vinna ýmsa persónulega þjón- ustu haldast nokkurn veginn óbreyttur. En i megindráttum spá þeir Jenkins og Sherman verulegum samdrætti i atvinnu hjá þjón- ustustéttum, einkum verslunar og skrifstofufólki. Aðrir telja þetta ekki rétt. Störfin muni breytast, en það sé ekki ástæða til að óttast atvinnuleysi. Máli sinu til stuðnings benda menn gjarna á að þegar tölvur komu fyrst fram á sjónarsviðið i at- vinnulifi, var þvi spáð að skrif- stofustúlkur yrðu horfnar sem stétt innan tiu ára. Ekki verður betur séð en að sú stétt sé ákaf- lega mikið á lifi, og hafi viðast hvar sloppið tiltölulega vel frá þeirri atvinnuleysisvofu sem nú grúfir yfir flestum iðnri'kjum I öllu falli má þó segja að ástæða sé fyrir stéttarfélög verslunarfólks að huga að at- vinnuhorfum stéttarinnar nú á timum óvenju örra breytinga, og að móta stefnu um það hvernig bregðast skal við áhrif- um tölvualdar á vinnuöryggi og vinnuhætti. Slikar vangaveltur væru verslunarmönnum hollar um þessa verslunarmanna- helgi, sem þeir vonandi fá notið igóðuveðri. —eng r itst Jór nargrei n Engilbert okkar mikla fiskveiöiþjóðfélagi. Það er lika timanna tákn að Dagsbrún er ekki lengur stærsta verkalýðsfélagið. Risinn meðal islensláa verkalýðsfélaga, að þvi er félagafjölda varöar, er Verslunarmannafélag Reykja - vikur. Ogþegarminnst er á Verslun- armannafélag Reykjavikur, þá hefðu það þótt lygileg ti'ðindi fyrir ekki ýkja mörgum árum siðan, að bæði forseti og vara- forseti ASl kæmu úr þvi' félagi. Ensvona örar eru oft breyting- arnar, þótt mönnum þyki flest standa kyrrt i daglegu amstri. Gefið mál er siðan það, að miklar breytingar eru framund- an á næstu árum i verslunar og skrifstofustörfum. Þar kemur atvinnunni? Halda verslunar-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.