Þjóðviljinn - 08.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.09.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 8. september 1981 KÆRLEIKSHEIMlLIÐ VÍðtalíð — Ertu nokkuð að gefa gullfisknum of mik- inn mat? — Nei, nei, mamma! Þetta myndarlega fólk er gestir okkar þessa dagana. Þau eru frá Sovétlýftveldinu Grúsiu og heita Nuna Gabúnja, Nanuli Abesadze og Zurab Tsiskaridze. Grúsiska trlóift syngur á tónleikum sem haldnir verfta um landift meft dansflokknum alkunna. Auk þeirra koma fleiri tónlistarmenn fram á þessari grúslsku dagskrá. Rætt við Gunnar I. Guðjónsson, málara: „Hef alltaf átt nóg af peningum og skínandi fína bíla” Þjóftviljinn tók Gunnar tali i tilefni af opnun málverka- sýningar hans i Menningar- stofnun Bandarikjanna nii um helgina. Gunnar var fyrst spurftur um tilefni sýningar- innar og sýningarstaftarins — Þannig er nú málum háttað, að ég á afmæli á opnunardaginn laugardaginn 5. september og þá verð ég fertug- ur áö aldri. Þess vegna eru lika verkin á sýningunni fjörutiu aö tölu. Elsta myndin er landslags- mynd frá 1957 og er með fyrstu myndunum, sem mér tókst að fullklára.Hún varnú lengitýnd, en fannst loksins uppi I Háskóla Islands. Ég man nú reyndar ljóslega hvernig ég missti sjónar af henni. Ég léði hana vini minum, sem þá var að læra til prests, en hann var svo rauður I skoðunum, að hann hætti við guöfræöina og geröist kennari. Hvað varðar sýningarstaðinn, þá vildi svo vel til að Thomas Martin sem er hæstráðandi hér i Menningarstofnun Bandarikj- anna uppgötvaði mig og list mina og meö okkur tókst hinn ágætasti vinskapur. Thomas var siöan svo elskulegur að bjdða mér aö sýna verkin min hjá sér. Langfiest þessara verka sem hér eru á feröínni eru oliuverk og vatnslitamyndir málaðar á þessu ári. Og viðfangsefnin? Þú þarft ekki annað en rétt lfta á verkin til þess að sjá, að ég er nátúralisti. Ég óslt upp að Bjarnastööum I Grimsstaðaholti og var ungur mjög hrifinn af myndabókum, sem liklegast hafa kveikt I mér listamannseldmóðinn. Þeir Bstamenn, sem siðar höfðu mest áhrif á mig voru kannski Picasso og Jóhannes Geir. Að ööru leyti gef ég ekki baun fyrir alla heimsins isma, maöur á aö vinna sjálfur og einstaklingsbundið. Þó get ég sagt að mér sé ekkert gefið um abstrakt. Ég held ég beri ekkert skynbragö á hana ogég hef bara ekki lyst á aögera hlutiefég ber ekkert skynbragð á þá. Sjáðu bara Eirik Briem, hann málar orðiö realistisk't ög selur fyrir miljónir miljóna. Hvort það sé mælikvarði á hvort hann sé mikill listamaður? Auð- vitað. Þaö er ekki hægt aö selja almenningi hvað sem er. Al- menningur á alltaf siðasta orðiö I listmatinu en ekki einhverjir upphafnir sérfræöingar. Ég hef alltaf getað helgaðmig list minni, sem betur fer. Akveönir menn hafa alltaf Og ég sem hélt, aft þetta væri landskrift! V. © Bull's Gunnar I. Guftjónsson meftal verka sinna. —Ljósm. Eik keypt verkin min. Ég hef alltaf átt nóg af peningum og skinandi fina bila til þess að keyra i, nóg að bita og brenna og yfirleitt eitthvaö til þess að staupa migr- á. Og I gegnum lifsins ólgusjó hef ég alltaf getaö sótt minn kraft og mitt þrek i eitt: Astina. Viða hef ég drepið niöur fæti og stundaö mina list, allt frá Grænlandi til Barcelona. Ég bjó i eitt ár á Spáni og lærði tölu- veröa spænsku. Þegar Spán- verjarnir komu til min og báðu mig um að útskýra hvað ég væri aö gera, sagði ég gjaman: ,,No explica arte, solo trabájar”, (Ég útskýri ekki list, ég vinn bara.) Það fannst þeim ekki nóg og gott, þeir vildu ræða listina. Ég álit, að sú myndlist, sem ekki skýrir sig sjálf, eigi engan rétt á sér. Hann Jón Engiibers var allur i abstraktinni, en sá kunni nú á bankastjórana. Þó ég hafigengiö á listaskóla hef ég hreint enga trú á þeim . Þeir geta miðlaö ákveðinni tækni, það er allt og sumt. Það verður enginn skáld þótt hann læri aö lesa. Fyrir 7-8 árum átti ég marga málara fyrir vini. Ég sé ekki betur en aö i dag séu þeir allir horfnir eins og jörðin hafi gleypt þá, ef ekki steindauöir. Einn þessara vina minna kastaöi sér fyrir jámbrautar- lest, annar er á spitala og svo mæfti lengi telja. Ég held, að það hafi vantað eitthvað I þessa menn, sem ég hafði. Kannski er þaö þvi aö þakka, aö ég fór alltaf á grásleppuna á hverju vori. Þess má að lokum geta, að sýning Gunnars i Menningar- málastofnun Bandarikjanna stendur frá 5,—-19. september og er opin frá kl. 14—19 alla daga. Sýningin verður lokuð mánu- daginn 7. sept. sem er sérstakur fridagur Bandarikjamanna. Hver er hvurs og hvurs er hvaft? óttalegt rok er þetta alltleinu! ,Vaða allsnakinn” „Hollusta kaldra t einkum í sjóvatni, verðurl varla oflofuð ... og varlal mun svo kveifarlegur nél viðkvæmur maður til .. að ekki geti vanið sig á þaul og haft gott af. Maður skall — hvar engin orðulegl baðhús eru til — vaðal allsnakinn, nema í hempu, ef svo vill, utan um sig, útí I sjóinn, smáausa yfir höfuð sér vatninu, og þegar komið er vel í mitti, fleygja sér flötum, busla stundar- kom, ekki lengur en þan- gað til hætt er að súpa hveljur, flýta sér þá á þurrt, þurrka sig í hasti og fara í hreint næst sér, ganga síðan spölkorn á eftir, undir það maður svitni, velja til þessa logn og hlýtt veður á sumardag, og hafa ekki nýborðað." Liekninf’abók fvrir almúga. eflir Jón Pétursson o. f!.. bls. II}. úlf Kaupmannahöfn 1834 Þessa merku grein um sjóböft rákumst vift á i nýjasta frétta- bréfi um Heilbrigftismál. Það var á nýjársnótt klukkan að ganga fimm. Síminn hjá lækninum hringdi og rödd dagði: Þú verðurstrax að koma upp í Breiðholt, — ég er orðinn snarbrjálaður! — Hvers konar vitleysa er þetta, sagði læknirinn, sem nennti engan veginn upp úr rúminu. Þú ert ekkert brjálaður! — Auðvitað er ég brjál- aður, — heldurðu að ég myndi hringja í þig ef ég væri normal?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.