Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 1
Helgin 17,—18. október 1981 — ÞJÓÐVILJINN komast upp me6 að fullyrða að rikissjóður sé á hvolfi, þegar hann er i fyrsta sinn um langt skeið i viðunandi jafnvægi, þá er hætt viö að ráðherrar i siðari rikisstjórnum láti sig engu skipta, hvort sameiginlegur sjóður landsmanna erá hvolfi eða ekki.” Ragnar benti og á að mun skýr- ari mörk væru nú en oft áöur á milli A- og B-hluta fjárlaga og sú leiö að færa útgjöld yfir á lántök- ur rikisstofnana sem heyra undir B-hluta f járlaga væri þvi ekki til i dæminu. Þvert á móti hefðu flug- málastjórn og f jármagnskostnaö- ur vegna framkvæmda Raf- magnsveitna rikisins verið flutt af B-hluta yfir i A-hluta. Eina dæmiö um hiö gagnstæöa væri Kröfluvirkjun, en henni væri nú á ný ætlað að standa undir fjár- magnskostnaöi enda eðlilegt miö- að við horfur á meiri orkuvinnslu. Þá heföi rikisstjórnin nú ákveðið að afla tekna i raforkukerfinu vegna byggðalina, en fimm fjár-l málaráðherrar hefðu skotið sér undan þvi nógu lengi að leysa þann vanda. „Málflutningur Kjartans er hrein endaleysa og honum hefur farist i þessu máli eins og verk- fræðingnum sem pissaöi upp i vindinn.” —ekh Nýtt síldar- verð ákveðið: Hækkar um 30% frá því í fyrra Yfimefnd verðlagsráðs sjávar- lítvegsins ákvað f fyrradag að endurskoða sildarverðið með tilliti til rangra upplýsinga um fiokkastærð sem verðiö á dögun- um var ákveðið eftir. Og i gær var svo nýtt verð ákveöið og er þar um 30% hækkun að ræða frá þvi i fyrra, en fyrra verðið geröi ráð fyrir 18.5% hækkun. I fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanum barst i gær segir ma.: Samkomulag varð um eftirfar- andi lágmarksverð á sild til sölt- unar er gildir frá byrjun sildar- vertlöar til 31. desember 1981. 1. Sild, 32 cm og stærri, hvertkg.......... kr. 2.52 2. Sild, 29 cm að 32 cm hvert kg ........ kr. 1.71 3. SHd, 27 cm að 29 cm hvert kg.............. kr. 1.21 4. Sild, 25 cm að 27 cm hvert kg........... kr. 1.04 Stærðarflokkun og gæðamat framkvæmist af framleiöslueftir- liti sjávarafurða. Verðiö er miðað viö sildina komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Sildin skal vegin is- laus. Vegna breyttrar stærðarflokk- unar skal sú sild, sem lögð hefur verið á land frá upphafi sfldar^ vertiðar til 16. október greiðast þannig, aö l/3hluti þeirrar sildar, sem fállið hefur i 2. stærðarflokk greiðist á verði 1. stærðarflokks og 1/3 hluti af 3. stæröarflokki greiöist á verði 2. stærðarflokks. Ragnar Arnalds um falsásakanir Kjartans Jóhannssonar Guðmundur J. Guðmundsson formaöur VMSI setur 10. þing sambandsins I gær (Ljósm. gel—) Þing Verkamannasambandsins hófst í gær Mörg vandamál bíða úrlausnar á þlnglnu — og með störfum okkar verður fylgst um allt land, sagði Guðmundur J. Guðmundsson í setningarræðu 10. þing Verkamanna- sambands islands hófst aö Hótel Loftleiðum kl. 16.00 í gær með setningarræðu formanns sambandsins Guðmundar J. Guðmunds- sonar. Til þings voru mætt- ir 125 fulltrúar af þeim 135 sem rétt eiga til þingsetu. Tveir gestir ávörpuðu þingið í gær, Göran Ohlin, formaður samtaka verk- smiðjufólks á Norðurlönd- um, en VMSI er aðili að því sambandi óg Asmundur Stefánsson, forseti ASI. I setningarræðu sinni sagði Guömundur J. Guðmundsson ma. að mörg vandamál biðu úrlausn- ar á þessu þingi. Hann sagði að kjaramálin yrðu aðalmál þingsins, sem myndi móta þær kröfur sem VMSl setti fram i komandi kjarasamningum. Hann minnti einnig á það að VMSI væri nú eins og hingað til leiðandi afl i kjarabaráttunni og eftir störfum þingsins yröi tekið og grannt fylgst meö þvi sem þar myndi gerast. Björgvin Sigurösson frá Stokkseyri átti 70 ára afmæli i gær en hann er fulltrúi á þinginu. Guðmundur minntist þessa merkisafm ælis Björgvins og þingheimur hyllti hann með lang- varandi lófaklappi. Forseti 10. þings VMSI var kjörinn Jón Helgason frá Sauöár- króki, en ritari Jón Eggertsson úr Borgarnesi. —S.dór Kortsnoj vann Anatoly Karpov sá ekki ástæðu tii að halda áfram taflmennsku i 6. einvigisskákinni um heims- meistaratitilinn. Staða hans var , með öllu óverjandi og 1 klst áöur en skákin átti að tcflast barst dómurum einvigisins tilkynning frá Karpov þess efnis að hann gæfi skákina. Skákin fór i bið eftir 41. leik Karpovs, Be3 — f4. HREIN ENDI- LEYSA „Það eru gróf ósannindi sem Kjartan Jóhannsson hefur fullyrt í útvarpi, sjónvarpi og blöðum, að unnt sé að greiða rekstrar- útgjöld ríkissjóðs með ián- um og þannig sé hægt að leyna útgjöldum og falsa afkomu ríkissjóðs", sagði Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra i samtali við blaðið í gær. „Sannleikurinn er sá, að engu breytir,'hvort útgjöld rikissjóðs eru greidd meö framlagi eða láni. I báðum tilvikum eru þau færð til útgjalda, hvort heldur i fjárlaga- frumvarpi, fjárlögum eða rikis- Kjartani ferst eins og verkfræð- ingnum sem piss- aði upp í vindinn reikningi. Rekstraratkoma rikis- sjóös versnar þvl að sama skapi hvort heldur gert er.” Ragnar sagði að þaö hefði kom- ið sér mjög að óvörum þegar for- maöur Alþýðuflokksins hafi full- yrt að fjárlagafrumvarpiö fyrir árið 1982 væri brenglaö, og þar væri I raun enginn rekstrarat- gangur þrátt fyrir niðurstööutöl- ur frumvarpsins, þvi aö bókhald- ið væri falsað. Sér hafi brugöið viö aö heyra þá óvæntu fullyrð- ingu Kjartans aö rekstrargjöld væru flutt yfir I lánsfjáráætlun og fjármögnuö þar meö lánum til aö geta sýnt jákvæða útkomu á yfir- borðinu. „Það er sem betur fer afar sjaldgæft að settar séu fram stóryrtar fullyrðingar um fölsun, þótt ýmisleg glfuryrði fjúki milli manna I stjórnmálum. Kjartan gerir að sjálfsögðu enga tilraun til þess að rökstyðja fullyröingar sinar eöa setja fram dæmi, en engu aö siöur liggur fyrir ásökun um fölsun, og meira að segja krafa um afsögn ráðherra.” Ragnar sagöi ennfremur að vont væri aö svara rakalausum þvættingi, en þó væri það svo aö ef við ættum að búa viö þolanlegt lýðræöi I landinu yrði fólk að hafa möguleika til aö vita, hvað sé hvitt og hvað svart. „Ef menn Ragnar Arnalds: Gtgjöld eru og verða færö sem útgjöld hvernig sem þau eru greidd. abcdefgh — Biðleikur Kortsnojs reyndist vera 41. — Bxg2 i Staðan: Karpov 3 (4) Kortsnoj 1 (2) 7. einvigisskákin verður tefld I dag ef áætlun stenst. Kortsnoj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.