Þjóðviljinn - 22.10.1981, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Síða 1
pwdvhhnn Fimmtudagur 22. október 1981 236. tbl. 46. árg. Stórsigur vinstri manna í Háskólanum Sjá baksíðu Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir 1982 lögð fram í gær 18% hækkun tfl íbúðalána Ummæli Reagans um atómstyrjöld 1 Evrópu vekja hörð viðbrögð: Er Reagan brjálaður? spyr E.P. Thompson Reagan-stjórnin hræðir Evrópuríkin út úr Nató, segir Walter Mondale fyrrum varaforseti Álfheiður Ingadóttir i Osló 21. okt. A forsíðum allra blaða hér i Noregi, og að þvi er mér virðist flestra evrópskra blaða, er í dag greint frá ummælum Reagans Bandarikjaforseta um tak- markaða kjarnorkustyrjöld i Evrópu án þátttöku stórveld- anna og hörðum viðbrögðum við þeim. Eftirleikurinn sem spunnist hefur Utaf þessum um- mælum er einnig aðalefni út- varps og sjónvarps. Gagnrýnin hefur verið mjög hörð i Banda- rikjunum og komið hafa upp efasemdirum að unntreynist aö halda NATÓ saman eftir þá óvissu sem nú er komin upp um stefnu Bandarikjastjórnar. Tilefni yfirlýsingar Reagans forseta voru þau orð eins þing- manna Sósialdemókrataflokks- J ins í Vestur-Þýskalandi, að að- I gerðir Reagans Bandarikjafor- seta hefðu vakið ótta manna um að Evrópa yrði vigvöllur svæðisbundins atómstriðs. A fundi með blaöamönnum lands- málablaða i Bandarikjunum kvaðst Reagan i fyrstu ekki geta sagt nokkuð um það hvört komið gæti til kjarnorkustriðs sem takmarkaðist viö Evrópu. En bætti siðan viö að hugsan- lega yrði barist með kjarnorku- vopnum iEvrópu án þess að það þyrfti endilega að leiða til þess að annaðhvort stórveldanna drægist inn i' þau átök. Sagði hann ekki það sem hann sagði? Þegar þessi ummæli spurðust út urðu viðbrögðin harkaleg. Walter Mondale fyrrum vara- forseti hefur sagt að með stefnu sinni sé Reagan-stjórnin að hræða Evrópurikin út úr NATO. Evrópskir st jórnmálamenn hafa bent á aö yfirlýsing Rea- gans brjóti i bága við grund- vallarreglu NATó um að árás á eittland jafngildi árásá þau öll. 1 gær hófst i Skotlandi reglu- legur fundur þrettán varnar- málaráðherra NATO og þar var „tungumissir” Reagans tekin fyrir utan dagskrár. Caspar Weinberger varnarmálaráð- herra róaði menn á fundinum með þvi að forsetinn heföi ekki sagt það sem hann sagði, og þó svo hefði verið þýddi það enga stefnubreytingu Bandarikja- stjórnar. Hún myndi koma Ev- rópu tilhjálpar, en aðsjálfsögðu jafnan reyna að halda átökum á sem „lægstu stigi” og væru um- mæli forsetans i samræmi við kenninguna um sveigjanlegt andsvar. Fréttaskýrendur eru sam- mála um að með yfirlýsingu sinni hafi Reagan sett Helmut Schmidtkanslara V-Þýskalands i mikinn vanda. Þar i landi er friöarhreyfingin og andóf gegn nýjum Evrópuatómvopnum og þýskir þingmenn hafa sagt að Reagan-yfirlýsingin boöi aukna striöshættu og Bandarikin þurfi að gera sér grein fyrir þvi að Evrópumenn muni ekki láta stórveldunum liðast að spila álf- una upp i styrjaldarástand. NAT ó-sinnar hafa mjög kvart- að yfir þvi’ að stefna Banda- rikjastjórnar sé að grafa undan Atlantshafsbandalaginu. Árás Rússa að hefjast? Núna um helgina verða stórir fundir i Lundúnum og Paris á vegum friðarhreyfinga og sömuleiðis i Osló I kvöld. Þar talar m.a. E.P. Thompson, breski sagnfræðingurinn og for- ystumaðurinn i bresku friðar- hreyfingunni. I viðtali við hann i Arbeiterbladet i morgun spyr hann i stórri fyrirsögn: ErRea- gan brjálaður? Og segir i viðtal- inu að þvi miður hafi það nú komið f ljós að það sem hann Framhald á síðu 14 bærileg tala verði á þessu ári 25,5% og hún var i fyrra 26%. Samkvæmt áætlun rikis- stjórnarinnar munu opinberar framkvæmdir dragast saman um 6.1% á næsta ári og er þaö fyrst og fremst vegna 15% samdráttar i orkuframkvæmdum, en þar er nú fyrir áramót verið að ljúka ýms- um stórum verkáföngum, svo sem við Hrauneyjarfossvirkjun, Hitaveitu Suöurnesja og Hita- veitu Borgarfjarðar og Akraness. — Hins vegar er gert ráð fyrir aö á næsta ári aukist fjármuna- myndun i skólum, sjúkrahúsum og fleiri slikum opinberum bygg- ingum um 6,8%. Ibúðabyggingar Fjárfestingaáætlunin gerir ráö fyrir að ibúðabyggingar verði á næsta ári álika miklar og verið hefur á þessu ári, og aö útlán hinna opinberu ibúðalánasjóða aukist á næsta ári um 18% að raungildi til viöbótar viö 8% aukningu á þessu ári. Atvinnuvegir Þá er gert ráð fyrir að fjármunamyndua hjá atvinnu- vegunum verði á næsta ári 9.1% minni en i ár, en hins vegar verður þessi samdráttur aðeins 2,8%, ef hreinsitækin hjá ísal eru ekki talin með. Gert er ráö fyrir 10% aukningu fjárfestinga hjá almennum iðn- aði, 7—8% samdrætti i fjárfest- ingu i fiskiskipum og 5% samdrætti i fjárfestingu hjá land- búnaðinum. —k. 6,4 miljarðar nýkróna til fjárfestinga 1 gær var lögð fram á Alþingi fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1982. í fjárfestingaráætluninni kem- ur fram að rikisstjórnin gerir ráð fyrir aö á næsta ári verði 6% sam- dráttur i heildarfjárfestingu hér á landi. Þessi tala lækkar þó niöur i 3,6% ef ekki eru taldar með fram- kvæmdir við uppsetningu hreinsi- tækja við álverið i Straumsvik, en þeim framkvæmdum lýkur fyrir næstu áramót. Gert er ráð fyrir aö á næsta ári nemi heildarfjárfestingin um 6,4 miljörðum nýkróna á verðlagi ársins 1982, og er þá reiknað með 33% veröhækkunum milli áranna 1981 og 1982. — Þetta þýðir að á næsta ári verði fjárfest fyrir 23,7% af áætiaðri þjóðarfram- leiðslu, emreiknað er með að sam- Velkomln Vigdís Hrópaði mann- fjöldinn fyrir utan konungshöllina í gærkvöldi hélt Óiafur Noregs- konungur veislu í konungshöllinni í Osló til heiðurs Vigdisi Finn- bogadóttur forseta Islands. Kon- ungurinn fjallaði m.a. um þau órof a bönd sem tengt hefðu Island og Noreg gegnum aldirnar, minntist á lausn Jan Mayen deil- unnar og kvaðst vona að hún boðaði að bandið milli landanna styrktist enn I framtiðinni. t ræðu sinni fjallaöi forseti tslands um sameiginlegan arf tslands og Noregs, vitnaði f Gunnlaugssögu Ormstungu, drap á vistir tslend- inga með Noregskonungum og lagði út af texta Björnstjerne Björnsons um eininn og furuna, scm tóku sér fyrir hendur að græða og klæða fjalliö. óskaði hún þess að Norðmenn og tslend- ingar gerðu það hlutverk að sam- eiginlegri gæfu f köldum heimi. Þjóðviljinn birtir ræðurnar f dag. Ólafur konungur, Haraldur krónprins og Sonja krónprinsessa tóku á móti forsetanum á Forne- bu-flugvelli igær. Þar voru einnig islenski sendiherrann i Osló og sendiherra Noregs á Islandi. Er Vigdis Finnbogadóttir hafði kannað heiðursvörð var haldið til konungshallarinnar og er Osló skrýdd i'slenskum og norskum fánum í tilefni heimsóknarinnar. A Karl Johan beið talsverður mannfjöldi og sömuleiðis við kon- ungshöllina, þar sem mannfjöld- inn hyllti forsetann og konunginn er þau komu út á svalir hallar- innar: Velkomin Vigdis, heyrðist kallað hvarvetna úr hópnum sem þar var samankominn. Forseti Islands lagði blómsveig á þjóðar- minnisvarða um fallna Norðmenn i Akerhus, og siðdegis tók hún á móti erlendum sendi- mönnum i konungshöllinni. Norskir fjölmiðlar hafa birt griðarlega mikið efni i tilefni af heimsókn forseta tslands og blöðin hafa fjallað um hana i forystugreinum. Viða i gluggum búða og sýningarsala má og sjá myndir af forsetanum. 1 forystu- greinum blaðanna er forseti Islands boðinn velkominn, og seg- ir t.d. Dagbladet i Osló að Vigdis Finnbogadóttirsé ákaflega góður sendiherra fyrir land sitt, og hafi komið íslandi á jákvæðan hátt I brennidepil. Opinber heimsókn islensks þjóðhöfðingja væri alltaf fagnaðarefni i Noregi vegna hinna sterku banda sem tengdu landið, en koma Vigdisar Finn- bogadóttur væri sérstakt ánægju- efni vegna hennar litriku persónu. Þá er rætt um að hún hafi verð kjörin i lýöræðislegum kosningum fyrst kvenna, og það sé staðfesting á að konur geti komist alveg upp á toppinn og staðið sig að minnsta kosti jafn vel og karlmenn i æðstu stöðum. — A.I./ekh. Sjá síðu 7 Vigdis Finnbogadóttir forseti tslands fékk hjartanlegar móttökur i Noregi I gær.A myndinni ganga þau fremst eftir rauða dreglinum á Fornebu-flugvelli forsetinn og Ólafur Noregskonungur létt á brún, og þvinæst Haraldur krónprins og Sonja krónprinsessa, — Ljósm.: A.I.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.