Þjóðviljinn - 22.10.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Blaðsíða 12
12 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1981 Mjúkar plötur undir ÞREYTTA FÆTUR Teg. „Hamburg" Þolir olíu og sjó, rafeirt- angrandi, grípur vel fót og gólf, dregur úr titr- ingi, svört, 11,5 mm þykk, stæröir allt að 1x10 metrar. Notast í vélarrúmum og verksmiðjum þar sem fólk stendur tímum saman við verk sitt. Teg. „Rotterdam" Þolir sæmilega olíu og sjó, gripur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 23 mm á þykkt, stærðir 40x60 cm, 40x120 cm, 60x80 cm og 80x120 cm. Notast yf ir vélarrúmum og i brú og á brúar- vængjum. Vesturgötu 16, Reýkjavík, símar 13280/14680. Stýrimannafélag Islands heldur félagsfund að Borgartúni 18 fimmtudaginn 22. okt. kl. 20.30. Fundarefni: 1. uppsögn samninga, kjaramál. 2. kosning fulltrúa á þing F.F.S.Í. Stýrimannafélag íslands. ÚTBOÐ Tilboð óskast i sjúkrakallskerfi fyrir B- álmu Borgarspítalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 26. nóvember 1981 kl. 11 f. hád. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 2S800 §§ BH 9 m P* 'V ISnPR i m --v ■ ip| % r . .. : 'fflm o ? j I ■ Nýjung í þjónustu Hagvangs: Þeir kynna nýja þjónustu á 10 ára afmæli Hagvangs hf., hugbúnaö fyrir tölvur: Fulltrúar PF Data i Færeyjum, Hagtölu hf., Fjárfestingarfél- agsins, þe. Fasteignamarkaðarins og Veröbréfamarkaðarins og Raf- rásar í sýningarsalnum á Grensásvegi 13. — Ljósm.: — eik— Hugbúnaður fyrir tölvur Ráðgjafarfyrtækið Hagvangur hf. eða öllu heldur dótturfyrirtæki þess, tölvuvinnsiu- og bókhalds- fyrirtækið Hagtaia hf. hefur nú tekið upp nýja þjónustugrein, hugbúnaðarþjónustu, þe. gerð forrita og tölvukerfa, staðlaðra eða sérhannaðra eftir þörfum og ráðgjöf um hugbúnaö og tölvu- lausnir. Hagtala hf. hefur tekið upp samvinnu við innlend og erlend sérfræöifyrirtæki á sviði vél- og hugbúnaðar. Islensku samstarfs- aðilarnir eru að sjálfsögðu Hag- vangur með sina sérþekkingu á rekstri Islenskra fyrirtækja og stofnana og svo Rafrás hf. sem hefur sérhæft sig á sviði örtölvu- tækni og mun annast viðhald og úrlausn tæknilegu málanna. Er- lendu aðilarnir eru i Danmörku, Bandarikjunum og Kanada, en þó fyrst og fremst Færeyjum, {re. tölvufyrirtækið PF Data. Færey- eyingar eru mun framar okkur á þessu sviði, en hafa að mörgu leyti við svipuð vandamál að glima i fyrirtækjum sinum, enda eðli þeirra llkt þvi sem er hér á landi. Forráðamenn Hagvangs og Hagtölu hyggjast ganga útfrá þvi við þessa nýju þjónustu, að tölvan verði „betra stjórntæki til bætts rekstrar” eins og Ólafur örn Har- aldsson framkvæmdastjóri orð- aði það á fundi með blaðamönn- um og segjast ekki ætla að reka á- róður fyrir tölvuframleiðslufyrir- tækin. Fyrir þeim vakir að leita uppi erlendis tölvukerfi, unnin og profuð af viðurkenndum hugbún- aðarþjónustum i stað ósveigjan- legra tölvupakka og aðlaga siöan þessi kerfi islenskum aðstæðum, bæði hvað varðar kröfur um bók- haldsreglur, rekstrarlegar upp- lýsingar og Islenska stafi. Þeir ætla hinsvegar ekki að búa til ein- angraðan Islenskan hugbúnað. Næstu viku, þe. frá og með mánudeginum, verður haldin kynning i húsakynnum Hagvangs hf. á Grensásvegi 13 á þessari nýju hugbúnaðarþjónustu og eru þar til sýnis tölvur i notkun við mismunandi viðfangsefni, svo sem bókhald allskonar, þám. lager-, fjárhags- og viöskipta- mannabókhald, efnis- og fram- leiðsluútreikninga, útreikninga fyrir fasteignamarkað og fyrir verðbréfamarkað og ýmis önnur. — 'og Búnaðar- blaðið FREYR Freyr er læsilegur að venju. 1 18. tbl., sem okkur hefur nýlega borist, ritar ólafur R. Dýrmunds- son forystugreinina: „Höfðatölu- regian er úreltur mælikvarði”. Þar vekur hann athygli á þvi, að ýmislegt mæli með sérhæfingu I búskap. Hinsvegar beri margar jarðir ekki verðlagsgrundvallar- bú ef það er sérhæft sauðfjárbú þótt þær beri þá bústærð sé búið blandaö. Þeir, sem reka sauðf jár- bú geta hinsvegar styrkt aðstöðu sina með þvi að auka afurðir gripanna fremur en fjölga þeim. Af öðru efni ritsins má nefna: „Ræktunarsamböndin spara hinu opinbera mikil útgjöld”, viðtal við Skúla Gunnlaugsson i Miðfelli I Hrunamannahreppi, þar sem hann bendir m.a. á hversu hag- kvæmt það er fyrir hið opinbera að geta tekið á leigu jarðýtur ræktunarsambandanna. „Li'feyr- issjóður bænda 1971 - 1980”. Pétur Sigurðsson, framkvæmdastj. sjóðsins, gerir grein fyrir starf- seminni fyrsta áratuginn írekstri sjóðsins. „Óhefðbundið fóður”. Jón Arnason tilraunstj. á Möðru- völlum fjallar um mysu, slóg- mdtu, heilsæði og rótarávexti, (rófur, næpur), sem fóður. „JUgurbólgurannsóknir 1980”, Guðbrandur Hliðar gerir grein fyrir starfsemi Rannsóknarstofu Mjólkursamsölunnar 1980. „Ferð til Tékkóslóvakiu”. Haraldur Arnason segir frá ferö, sem Is- lensk-Tékkneska verslunarfélag- ið bauð hópi íslendinga í sept. 1980. „Loðdýrarækt er landbún- aður”. Brynjólfur Sæmundsson, héraðsráðunautur á Hólmavik rekur sögu loðdýraræktar hér á landi og bendir á að skilyrði fyrir þessa búgreinséu á margan hátt hagstæö hér. „Aburðarstokkur”, Óttar Geirsson segir frá „áburð- arstokki”, sem Aburðarverk- smiðja rikisins hefurlátið búa til i þvi skyni að auðvelda mönnum áburöarpantanir og áburð- aráætlanir. — mhg Auglýsinga- teiknun í 25 ár Félag islenskra auglýsinga- teiknara hefur gefið út rit i tilefni 25ára afmæli félagsins. Rit þetta er vandað I útliti, en um hönnun þeks sáu ýmsir félagar i FIT. 1 ritinu er gerð grein fyrir sögu fél- agsins, upphafsmanna stéttar- innar og stöðu þess i islenskri menningarsögu. Hörður Ágústsson, listmálari, skrifar grein um grafiska hönn- un, frumherja þeirrar starfs- greinar allt frá Sigurði málara fram til nútimans. Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri, segir frá prentfaginu eins og það gekk til áður en auglýsingastofur og auglýsingateiknarar fóru að vinna að undirbúningi á þvi sviði. I ritinu er einnig yfirlit verka 31 teiknara i FIT, sem unnin eru á árinu 1978 og fyrr. Að lokum er ískrá yfir þau fyrirtæki, sem veita þjónustu i auglýsingagerð og prentiðnaði nú. Þetta umferðarmerki táknar að innakstur er öilum bannaður ■ — einnig þeim sem hjólum aka. ||UMFERÐAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.