Þjóðviljinn - 22.10.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Síða 3
Fimmtudagur 22. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Frá æfingu L.R. á „Sögunni um litla krftarhringinn”. Soffia Jakobs- dóttir er bersýnilega aö leysa einhverja þrautina hér, og börnin fylgj- ast I ofvæni meö. Skólasýningar L.R. í vetur: Sagan um lítla krítarhringinn Börnin i Langholtsskóla eiga von á giaöningi i dag, en þá ætlar Leikfélag Reykjavikur aö sýna „SÖGUNA UM LITLA KRÍTARHRINGINN” i skólanum þeirra. Þessi sýning veröur væntanlega sýnd i öllum barna- skólum borgarinnar i vetur, og meiningin er jafnvel aö bjóöa ná- grannabyggöarlögunum aö fá sýningar i sina skóla. „Sagan um litla krltarhring- inn” er eftir Alfonso Sastre, þekktan, spánskan leikritahöf- und, en þetta er eina barnaleikrit- iö sem hann hefur samiö um æv- ina. Leikritið er um 20 ára gamalt og hefur veriö sýnt viöa um lönd. Þýöandi islensku leikgeröarinnar er Þórarinn Eldjárn.Þau Þórunn Siguröardóttir, Stefán Baldurs- son og Þorsteinn tjáöu blaöa- mönnum, aö Þórarinn heföi þýtt verkiö úr sænsku, en stuöst við spænska textann. 1 sænska textanum heföi verkiö veriö aölagaö sænskum aöstæöum. Islenska sýningin veröur frá- brugöin aö þvi leyti, aö þessari „aðlögun” er sleppt og börnunum boðið upp á eins ósvikiö spánskt andrúmsloft og hægt er að skapa i einni leiksýningu. Um verkiö aö ööru leyti er þaö aö segja, aö leikararnir leika allir fleiri en eitt hlutverk og leikmynd er meöfærileg og létt, þar sem sniöa þarf hana aö skólum borg- arinnar, sem fæstir gera ráð fyrir leiksýningum i sinum húsakynn- um. Lausnin er sú að hafa eitt aöalsviö og tengja 3 minni sviö viö meö gagnstigum á milli. Leikarar skipta um búninga i allra ásýnd og skapar þaö skemmtilega stemmningu. Leikstjóri verksins er Þórunn Sigurðardóttir, leikmynd og bún- inga gerir Magnús Pálsson, lýs- ingu annast Daniel Willamsson, og leikarar eru þau Aöalsteinn Bergdal, Hanna Maria Karlsdótt- ir, Jóhann Sigurösson og Soffia Jakobsdóttir. Sagan segir frá Möggu litlu, sem eignast bilaöa dúkku, sem Rósa hefur fleygt. Meö aöstoð nokkurra handverks- manna og eigin umhyggju gerir Magga úr eftirsóknarveröa brúöu, aö hún Rósa vill endilega fá hana aftur. Til þess aö skera úr um, hvor þeirra eigi rétt til dúkk- unnar, er beitt prófinu meö kritarhringinn — en hvernig þaö er, fá börnin aö sjá á sýningunni. Aöstandendur leiksýningarinn- ar hafa reynt aö staöfæra verkiö sem minnst og láta spánska andrúmsloftiö njóta sin sem mest. Þannig bregöur fyrir gerv- um, sem islensk börn hafa ekki daglega fyrir augunum, svo sem blöðrusala og skransala. Ekki kváöust þau vera hrædd viö aö höföa til imyndunarafls barnanna — þaö væri einmitt þeirra aöal aö geta beitt þvi á nær hvaöeina i daglegu lifi. Skólabörnin i Reykjavik eiga þvi von á skemmtilegri, fjörugri og, kannski umfram allt, ævintýra- legri sýningu i skólum sinum i vetur. Góöa skemmtun, krakkar! —ast j------ j Ólaf ur • fékk Skarðsbók Forseti Islands Vigdis Finn- bogadóttir færöi ólafi Noregskon- ungi ljósprentaöa útgáfu af Skarösbók aö gjöf, frá Islensku þjóöinni, i veislu sem konungur hélt Vigdisi til heiðurs i norsku konungshöllinni I gærkvöldi. ✓ Rauði krossinn á Islandi: Aðalfundur á Akureyri Helgi lagði 20 manns Helgi ólafsson skákmeistari kom viö i Vighólaskóla i Kópavogi á þriöjudagskvöld og tefldi fjöl- tefli. Andstæöingarnir voru tutt- ugu, bæöi kennarar og nemendur. Svo fór aö Helgi vann þá alla. Dagana 23. til 25. þ.m. verður aöalfundur Rauðakross Islands haldinn á Akureyri. Veröur þaö fertugasti aöalfundur RKt. Að undanförnu hafa aöalfundir verið haldnir annað hvert ár, en for- mannafundir milli aðalfunda. Upphaf stofnunar Rauða kross Islands má rekja til fundar Læknafélags íslands, sem hald- inn var á Akureyri sumarið 1924. Til þess fundar kom danskur yfir- læknir, Frants G.J. Svendsen. Hann fór þangaö á vegum Rauða- kross félaga i Parls til þess að kanna hvort hér væri ekki unnt að stofna Rauða-kross-deild. Aö loknu erindi Svendsens um starf- semi Rauða krossins ákvað Læknafélagið að kjósa nefnd til könnunar á stofnun Islandsdeild- ar. 1 framhaldi af undirbúnings- starfi Læknafélagsins var ákveð- iö að boða til stofnfundar Rauða kross íslands. Var hann haldinn 10. des. 1924 i Kaupþingssalnum i Reykjavi'k. Var Sveinn Björns- son, siðar forseti, kjörinn formaö- ur. Á Akureyri var fyrsta Rauða- krossdeildin stofnuð utan Reykja- vikur, að frumkvæði Steingrims Matthæiassonar, héraðslæknis. Var hann formaður deildarinnar frá stofnun hennar, 29. jan. 1925 og þar til hann flutti brott af land- inu 1938. Að þessu sinni veröa helstu viö- fangsefni Akureyrarfundarins, auk venjulegra aðalfundarstarfa, eftirgreind: Staöa RKI, fræðsla, útbreiðsla . Um þetta flytja fram- söguerindi þau Friörik Guðni Þórleifsson, kennari og Hólmfrið- ur Gfsladóttir, deildarstjóri. Fundurinn veröur haldinn að Möðruvöllum, húsakynnum Menntaskólans, og settur kl. 18.00 á föstudag af stjórnarformanni, Ólafi Mixa, lækni. Þá mun forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Sig- urður Jóhannesson, flytja ávarp. Að þvi loknu hefjast aðalfundar- störf. — Fundir veröa allan laug- ardaginn fram til kl. 19.00. Dag- inn eftir verður fundinum fram haldiö til hádegis. Fundinum lýk- ur svo með guðsþjónustu i Akur- eyrarkirkju kl. 14.00 á sunnudag. Þar mun sr. Birgir Snæbjörnsson prédika. Enda þótt störf þeirra, sem sátu Akurey rarfundinn með Svendsen lækni og áttu rikan þátt i stofnun RKI á Islandi, beri vott um stórhug og bjartsýni, þá hefur fundarmenn varla dreymt um að 57 árum siðar mundi fjölmennur hópur fulltrúa allt aö 19 þús. RKl- félaga eiga eftir að halda ársing sitt á Akureyri. Enn er ekki ljóst hvað margir koma til aðalfundar- ins á Akureyri, en rétt til þess eiga fulltrúar frá hinum 47 deild- um RKl, sem eru nú i öllum helstu þéttbýliskjörnum landsins. — mhg Sænsku myndirnar 362 Eru jafnvirði elns s j ónvarpsleikríts „Gæti ekki talist hagkvæmt að geta eftir svo sem 10 ár gengiö aö frægri sænskri kvikmynd til sýn- ingar án þess að þurfa á þeim tima svo mikið sem hugsa um greiðslu fyrir?” segir m.a. i til- kynningu sem útvarpsráð hefur sent frá sér „vegna siendurtek- innar rangtúlkunar á kaupum sjónvarpsins á rétti til sýningar sænskra kvikmynda, sem nýlega voru gerð.” Útvarpsráö tekur fram aö sjón- varpið geti samkvæmt samningi þessum á næstu 20 árum valið til sýningar úr 362 sænskum kvik- myndum frá timabiiinu frá 1907 - 1970 og má endursýna einstakar myndireins oftog óskaö er. Fyrir þennan sýningarrétt voru greidd- ar 600 þús. krónur. Þá segir aö samnirigur þessi sé jafnhagstæður innkaupum á hag- kvæmustu biómyndum, þótt ekki verði valdar til sýninga meira en 4—5 af myndunum á ári hverju. Heildarkaupveröið fyrir þessar 362 sænsku myndir sé svipað og kostar i dag aö framleiöa eitt meöaldýrt i'slenskt sjónvarpsleik- rit.Meöal þessara sænsku mynda megi f inna jafnt viðurkennd lista- verk frægustu kvikmyndaleik- stjóra Svia, sem og skemmti- myndir af ýmsu tagi og fræðslu- myndir. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.