Þjóðviljinn - 22.10.1981, Page 4

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1981 DJODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis t'tgefandí: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhiidur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjon Friöriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . újósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: únnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsia, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Bláþrœðir og friðarflaugar • Þrír íslenskir NATO-þingmenn eru nýkomnir frá þingmannafundi í AAunchen og hafði Ölafur G. Einars- son orð f yrir þeim í útvarpsviðtali í fyrradag. Boðskapur hans var sá að jafnvel þótt ýmsir í friðarhreyfingunni væru vel meinandi mættu þeir ekki gleyma að hættan væri fólgin í sovéskum eldf laugum og atómvopnum. AAeð því að endurnýja atómvopn NATO væru Bandaríkja- menn fyrst. og f remst að svara fyrir sig, styrkja stöðu sína og neyða Sovétmenn að samaningaborði um af- vopnum í krafti yfirburða. • Vandamál „raunsæismanna" í vígbúnaðarmálum eru stór. Eitt þeirra er sú staðreynd að nýju Evrópu- atómvopnin sem Bandaríkjamenn vilja láta setja niður í V-Evrópuríkjum á næstu árum vekja ekki öryggiskennd meðal almennings heldur ótta. Þau vekja meiri ótta heldur en ógnun Sovétkerfisins við frelsi og mannrétt- indi i Vestur-Evrópu. • En því svarar „raunsæismaðurinn" Ólafur G. Einarsson með því að vitna til Hitlers. Höfðu friðar- sinnar ekki rangt fyrir sér á f jórða áratugnum? Gegn Hitler dugði ekki annað en hervald,og veikleiki á hern- aðarsviðinu í dag mun einungis þýða framrás Sovét- kerf isins um alla Evrópu. Það er dæmigert fyrir rökþrot „raunsæismanna" í rökræðu um vígbúnaðarmál, að „haukarnir" í Sovétríkjunum nota nákvæmlega sömu rök og formaður þingf lokks Sjálfstæðisf lokksins. Þar er Hitlersgrýlan notuð til þess að sætta almenning við auknar fórnir á altari vígbúnaðarkapphlaupsins. Hitlersgervið er sett á Reagan eða Bresjnev eftir því sem við á. Þannig hjálpar vofa Hitlers „haukunum" í Washington og AAoskvu. • Beggja vegna stórveldalínunnar segja „haukarnir" að engin afvopnun komi til greina nema með þvingun úr styrkleikastöðu. Þess vegna verði að gera það trúverð- ugt að stórveldin geti og muni beita atómvopnum kreppi að þeim. Og af þeim sökum er stöðugt unnið að því að gera kjarnorkuvopnin meðfærilegri, markvissari og not- hæfari. Höfuðröksemd „raunsæismanna" á borð við Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sú, að andstæðingurinn verði að vera í stöðugri óvissu um það hvort Bandaríkin geti eða ætli að beita atómvopnum ef með þarf. Vandi þeirra er sá, að sé þeim virkilega al- vara með það að beiting atómvopna sé nauðsyn við vissar aðstæður, eru þeir í raun orðnir miklu meiri brotamenn gagnvart mannkyni en Hitler nokkurntímann varð. Snúist leikurinn hinsvegar um sannfærandi blekk- ingu eru þeir ekki að f jalla um raunveruleikann, heldur að smíða loftkastala fyrir alla milljarðana sem svo sár- lega vantar í þróunaraðstoð og til friðsamlegra þarfa. I þessum bláþræði raunsæismanna hangir allur heimur- inn. • Allur heimurinn vegna þess að enda þótt einungis brot af þeim atómvopnum sem til eru verði notuð mun menning og lífríki heilla heimshluta líða undir lok. Og bláþráður raunsæismanna verður enn veikari þegar þess er gætt að í raun er engin vörn til gegn atómstríði eins og bandarískir ráðamenn viðurkenna í áróðurshléunum. • Ólaf ur G. Einarsson sveif laði sér í bláþræðinum líkt og Tarzan í trjánum. En um sama leyti og hann var að mæra friðarflaugar NATÓ missti Reagan Bandaríkja- forsetiþað út úrsérá blaðamannaf undi í Washington, að takmarkað kjarnorkustríð mætti hugsa sér í Evrópu án þess að stórveldin drægjust inn í það. Varnarmálaráð- herra hans Weinberger reyndi að milda ummæli forset- ans á skyndifundi með blaðamönnum í Evrópu á þann veg, að Bandaríkjamenn myndu að sjálfsögðu reyna að halda öllum stríðsátökum, jaf nvel þó um beitingu atóm- vopna væri að ræða, á sem lægstu stigi hverju sinni. Auðvitað myndu þeir hjálpa íbúum Vestur-Evrópu. En hvað stoðar sú hjálp ef atómsprengjunum hefur þegar rignt yfir Evrópu milli stórveldanna? • Krafa friðarhreyf ingarinnar í Evrópu gengur í tvær áttir: Að NATÓ og Bandaríkin hætti við nýju Evrópu- atómvopnin og Sovétmenn fækki SS-20 flaugum sínum niður á 1979 stigið. Einhverntímann verður að stöðva vopnakapphlaupið og hlaupa í öfuga hringi í átt til af- vopnunar. Nú er tækifærið. Á morgun getur það orðið of seint. Nái þessar kröf ur f ram að ganga er fyrsta skref ið stigið. — ekh Gáttir allar... Leyniþjónustur stórveldanna leggja viða snörur sinar og af- leiðingarnar eru sjaldan gamanmál. Þtí kemur þetta fyrir.Eitt dæmium þetta má sjá ibaksiðufrétt i Morgunblaðinu i gær. Þar segir frá svovéskum prófessor í norrænum málum, Vladimir JakUp — um hann hefur verið skrifuð grein I norskt blað, þar sem þvi er fram haldið, að JakUb sé KGB-maður ogþjálfi „útsendara ogáróðurs- menn sem sendir eru til Noregs”. t framhaldi af þessu rifjar blaðið upp að Jakúb hefur haft' töluvert samband við sendiráð íslands i Moskvu (Hannes Jónsson) og svo komið hingað til tslands og fengið greinar birtar i Morgunblaðinu. / báti með Hannesi Jónssyni Þarna er komið að spauginu. Morgunblaðið minnir á Guðmund ólafsson kennara (sem einhverra hluta vegna er kallaður Gunnar), sem hafi skýrt frá því, hvernig íslenskir stúdentar í Moskvu lögðu gildru fyrir Jakúb og tókst að góma kauða. Og eru nokkur ár siðan þetta var. íslenskir stúdentar þar i borg sáu semsagt i gegn um Jakúb — það hafa hinsvegar hvorki þeir Hannes Jónsson sendiherra né Morgunblaðið gert. Blaöið segir með nokkru samviskubiti: „Siðan Vladimir Jakúb stundaði nám við Háskóla Islands hefur hann komið i heimsókn hingað til lands. Honum hefur verið það töluvert kappsmál, að greinar eftir hann birtust hér iblaðinu, og ef til vill minnast einhverjir lesenda greina hans á siðum blaðsins. Skilgreiningin „ágengur og háll” kemur starfsmönnum á ritstjórn Morgunblaðsins ekki á óvart”... Blygðunarefni „Ef til vill minnast einhverjir lesendur”.. Æjá, þetta er hálf- gert blygðunarefni, sem ekki er nema von.En samt er nú Jakúb dreginn fram i dagsljósið, og það er náttúrlega af þeirri ástæðu að nauösyn brýtur lög: nú þarf vegna friðarhreyfinga og annarra óþæginda fyrir Nató að hamra á þvi að KGB-menn séu um alltog kippi i alla spotta. Meira að segja geti Morgun- blaðið ekki varast svo „ágengum mönnum og hálum” (þótt, eins og fyrr segir, náms- menn i Moskvu hefðu áttað sig á Jakúbi karlinum fyrir tveim áratugum eða meir). Allsstaðar eru Sovéskur prófessor í ísiensku: Þjálfar menn á vegum KGB segir í grein í Aftenposten þœr L Þetta er semsagt sú hin spaugilega hliðin. En umsvif leyniþjónustumanna eru yfir- leitt ekki hlátursefni. Sannleikurinn er sá,að það er oft reynt að afgreiða andófs- hreyfingarafýmsutagi, iaustri sem vestri, meö þvi að staðhæfa að I þeim séu á ferli erindrekar sovésku leyniþjónustunnar KGB eða hinnar bandarlsku, CIA. Til þeirra liggi allskonar dularfullir straumar, þaöan komi f jármagn osfrv. Þvl miður er oftast eitthvað til I þessu. Af einni mjög einfaldri ástæðu: þær leyniþjónustur, sem nú voru nefndar, eru slík stórveldi, aö þær reyna aö smeygja sér inn allsstaðar þar sem eitthvað er að gerast, sem geta skipt viðkomandi stórveldi máli til góðs eða ills. „í Sl'MAK var það upplýst, að Vladimir Jakúb, prófessor í íslensku og riorsku við háskólann í Moskvu, hefði forystu um það á vegum sovésku njósna- og leyniþjónustunnar KCíB að þjálfa útsendara og áróðursmenn, sem sendir eru til Noregs. Sjálfur kemur prófessorinn oft til Noregs, nú síðast í sumar, í boði utanríkisráðuneytisins á norskum styrk." Þannig kemst Odd Oyen yTirlæknir að orði í grein sem birtist í norska blaðinu Aflenposten síðastliðinn mánudag og fjallar um tilraunir Sovétmanna til að hafa áhrif á almenningsálitið í Noregi. Yfirlæknirinn segir, að þessi uppljóstrun hafi ekki vakiö mikla athygli, þegar fyrst var frá henni skýrt. Hins vegar hafi ha-ði hinn jiekkti vísindamaður frá Sovétrikjunum. Sjores Med- vedjev, og fvrrum fréttaritari Aftenposten í Moskvu. Per Egil I let'ge. staðfest. að þessi lýsing á 9 hlutverki Yladimir Jakúb væri rétt. Þá segir i grein Odd Oyen: „Fyrrum fréttaritari norska ríkisútvarpsins í Moskvu, núver- andi aðalritstjóri Dagbladet, Jahn Otto Johansen, hefur i sambandi við umræður um út- sendara og áróðursmenn lýst Jakúb prófessor með þessum hætti „hinn ágengi, háli norsku- Vladimir Jakúb ar á íslensku og þýðir bækur af islensku yfir á rússnesku. Að eigin sógn hefur hann ferðast um Sovétríkin þver og endilóng til að kynna Island og einnig annast’ landkynningarþætti í sjónvarpi. Tengsl hans við ís- lenska sendiráðið í Moskvu hafa verið toluverð og þá ekki síst meðan Hannes Jónsson var sendiherra i Moskvu. Gerir Jakúb sér mjog títt um íslend- inga í Moskvu. Gunnar Ólafsson kennari, sem dvaldist um tíma við nám í Moskvu, lýsti því yfir á opinberum fundi voriö 1978, að Vladimir Jakúb hefði njósnað um íslenska námsmenn i Sovét- ríkjunum og hefði þann starfa „að lesa íslensk bréf úti i Moskvu“, eins og Gunnar Ólafs- son orðaði það. Siöan Vladimir Jakúb stund- aði nám við Háskóla íslands hef- ur hann komið i heimsókn hingað til lands. Honum hefur verið það toluvert kappsmál, að Chile og Pólland Um daginn kom til min gamall kommi ágætur. Hann hafði sinar útskýringar á ástandinu I Póllandi. Þetta var eins og I Chile, sagði hann. Þar náði CIA tökum á verkalýðs- félögum og lét þaufara i verkfall til að steypa stjórn sósialistans ADendes. Þetta var röng samliking, en það var sannleikskorn f henni. Verkalýðshreyfingin i Chile studdi alþýðufylkingarstjórn Allendes. En CIA keypti i raun og veru eitt svokallað stéttar- félag, vörubilstjóra, til aö fara I hörkuverkfall, sem hafði geysi- leg truflunaráhrif og vöruskort i för með sér. En vörubilstjórar þessir voru svosem enginn fjöldi, né heldur voru þeir venjuleg alþýða. 1 landi eins og Chile voru þessir eigendur stórra vörubfla ofarlega i milli- stét t. Samstaða i Póllandi eru hins- vegar samtök tiu miljóna manna og meðal þeirra er þriðj- ungur þeirra launamanna sem eru I Kommúnistaflokknum. Það getur svo vel verið að ein- hverjir gaurar sem eru hoilir CIA séu á vappi i þeim sam- tökum. En: i fyrsta lagi munu þeir vart ráða ferðinni i slikum fjöidasamtökum. 1 öðru lagi: nærvera CIA-manna segir ekkerti sjálfu sér um rangmæti þeirra baráttumála sem Sam- staöa hefuruppi. Og I þriðja lagi getur eins verið, að KGB-menn séu einnig á ferð i Samstööu — kannski mundu þeir við vissar aðstæður vera einmitt þeir menn sem geröu hinar ýtrustu kröfur! Bandarísk dæmi Þetta er ekki út i bláinn sagt, þvi miður. Sem fyrr segir: leyniþjónusturnar eru allsstaðar þar sem eitthvað merkilegt er að gerast. Til að átta sig á hreyfingum, andófi, til að gera andstæöingnum eitthvaö til bölvunar. Þegar mikil andófshreyfing. reis i Bandarikjunum gegn Vietnamstriðinu hefur sjálfsagt verið um það skrifaö, að RUssar hefðu laumað mönnum inn i samtök sem tóku þátt i þessu andófi. Og það getur meira en verið. Hitt vita menn af fróð- legum skýrslum fyrrum agenta CIA og FBI, alrikislögreglunnar bandarisku, að lögreglan átti að sjálfsögðu sina erindreka i andófinu gegn Vietnam. Og þaö voru einmitt Utsendarar hennar, sem gjarna heimtuðu einhverjar „róttækar” að- gerðir, stilltu til átaka við lög- reglu, reyndu að freista manna til aö búa til bensinsprengjur osfrv. Þeirra hlutverk var að gera Vietnamhreyfinguna illa þokkaða i' augum hins „þögla meirihluta” og þetta voru auð- veldastar aðferðir til þess. (Sagan hermir, svo annað dæmi sé tekið, að I Kommúnistaflokki Bandarikj- anna sé þriðji hver maður á snærum FBI. Þessir menn greiða alltaf sin félagsgjöld sam viskusamlega. Og þeir passa vel upp á þaö, aö flokkur- inn hallist aldrei af Moskvulin- unni — til að hann sé sem áhrifaminnstur!) / vœndum Og þegar nú friöarhreyfing i Evrópu er mestur höfuðverkur ráöamanna I Washington, þá má við öllu búast. Það má búast við sovéskum erindrekum, sem munu reyna að koma sinni heimsmynd inn f málflutning friöarsinna. Þaö munu koma CIA-menn sem hafa það verk- efni að „sanna” aö friðar- sinnaðir prestar og sósialdemtí- kratar séu „handbendi” RUssa — eða fá einhverja unglinga i mámunda viö friðarhreyfingar út I einhverja vitleysu. Hugvit leyniþjónusta er mikiö. Það er margt að varast, þvi miður. ’ AB og shoríð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.