Þjóðviljinn - 22.10.1981, Side 5

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Side 5
Fimmtudagur 22. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 LANDSSMKXiAIMI Þing breska íhaldsflokksins: lámfrúln er ósveigjanleg Mikilla umskipta von 1 breskum stjómmálum Breskir ihaldsmenn luku fiokksþingi sinu i Blackpool um siðustu helgi. Þar vantaði ekki áhyggjuraddir um hnignandi gengi flokksins, atvinnuleysi og uppþot i borgum. En Thatcher forsætisráðherra og hennar menn stóðu þetta allt af sér: járnfrúin lýsti því yfir, að engin stefna væri á boðstólum önnur en sú sem stjórnin fylgdi og mundi hún aldrei sveigja af sinni seðla- hyggju til að eitast við vinsældir kjósenda. Ráðherrar stjómarinnar tóku mjög i sama streng. Tebbit at- vinnumálaráðherra kvað Breta nú vera að súpa seyðið af þvi að hafa lifað um efni fram og spennt upp kaup með ábyrgðarlausum verkföllum. Hann itrekaöi áform stjórnarinnar um að breyta starfsháttum verkalýðshreyf- ingarinnar með löggjöf og m.a. takmarka möguleika félagsbund- inna manna á að stöðva vinnu ófélagsbunditma verkfallsbrjóta. Langt til hægri Edward Heath, fyrrum leiðtogi flokksins, gerði tilraun til upp- reisnar gegn stefnu frú Thatcher, hann varaði við afleiðingum núgildandi stefnu fyrir íhalds- flokkinn og þjóðina. En hann fékk miklu dræmari undirtektir en menn höfðu búist við. Þingið var mjög langt tii hægri og „leiftur- sóknarlegt”. Það sést meðal annars af þvi, að ein af tillögum forystunnar var felld — en hún var þess efnis að flokksþingið legði blessun sina yfir viðbrögð stjórnarinnar við óeirðunum sem urðu i breskum borgum i sumar leið. Tillagan féll á þvi að meiri- hluti fulltrúa vildi enn hörkulegri aðgerðir gegn þátttakendum i slikum óeirðum — og engum var meira fagnað á ihaldsþinginu, en fulltrúa sem mælti með þvi að dauðarefsing verði aftur upp tek- in! Margaret Thatcher var svo hyllt ákaflega á þinginu, meðan þúsundir atvinnuleysingja stóðu fyrir utan salarkynnin og æptu stjórnina feiga. Mikil lota Þá er lokið mikilli flokksþinga- lotu i Bretlandi, sem getur að lik- indum haft miklar og margvis- legar afleiðingar. Fyrst komu Frjálslyndir, sem hafa um langan aldur verið fórnarlömb kosningafyrirkomu- lags, sem verðlaunar tvo stærstu flokkana, en eyðileggur flesta aðra. Þeir tilkynntu með fögnuði miklum, að nú hefðu þeir samið um bandalag við Sósialdemó- krataflokkinn nyja og risi nú nyr dagur í breskum stjórnmálum. Þá kom Verkamannaflokkur- inn: i Brighton tókust á „hrein- ræktaðir” sósialistar og „venju- legir” málamiðlunarmenn. Vinstrimenn biðu nokkra ósigra i vali á forystumönnum, en stefnu- mál þeirra, ekki sist aö þvi er varðar afvopnunarmál, urðu ofan á. Michael Foot flokksforingi gat áður en lauk náö svona nokkurn- veginn utan um flokkinn með þvi að beina athyglinni sem mest að atvinnuleysinu og vaxandi heift almennings út af þvi. Þessu næst komu Sósialdemó- kratarnir nýju, flóttamenn úr Verkamannaflokknum. Þeir voru á ferð og flugi um landið með sitt stofnþing og tókst að halda vel at- hygli fjölmiðla. Allt bendir til þess að þeir séu að koma sér vel fyrir i miðju stjórnmálanna, þar sem er að finna verulega þreytu með gömlu flokkana tvo. Hitt er svo annað mál, að Só s í a ld e m ó k r a t a r og Frjálslyndir, bandamenn þeirra, eru ekki sammála i ýmsum greinum. Til að mynda tóku Frjálslyndir sig til og samþykktu stuðning við einhliða kjarnorku- afvopnun á sinu þingi — en það mega nýkratar ekki heyra. Breytingar Sem fyrr segir getur þessi flokksþingalota orðið afdrifarik. Enginnveithvað gerastkann inn- an þingsflokks ihaldsfldcksins ef Margaret Thatcher: Ekki ætla ég að fara að sækjast eftir vinsældum. fylgi hans heldur áfram að dala i skoðanakönnunum. Þá má búast við heiftarlegum árekstrum ef að ihaldsstjórnin gerir alvöru úr þvi að breyta stöðu verkalýðs- félaganna þvert ofan i vilja þeirra. Miðjubandalagið nýja getur i næstu kosningum sprengt tveggja flokka kerfið og upp úr þvi gæti gerst sú bylting i breskum stjórn- málum, að tekiö yrði upp nýtt kosningafyrirkomulag, sem tryggði flokkum þingsæti i samræmi við fylgi. Að þvi' er varðar utanriksimál, þá fer margt eftir þvi hver staða Verkamannaflokksins verður eft- ir næstu kosningar. Samþykktir flokksþings og alþýðusam- bandsþings setja flokknum það verkefni að gjörbreyta um stefnu i vigbúnaðarmálum og stiga sýni- leg skref til einhliða afvopnunar. Ef af þessu verður (og, sem fyrr segir, þá eru Frjálslyndir að nokkruleyti inn á þessari stefnu) þá mun það gjörbreyta Nató og þvi „sérstaka sambandi” við Bandarikin, sem breskir stjórn- málaforingjar vitna oft til. Sömu- leiðis er Verkamannaflokkurinn bundinn samþy kktum um úrsögn Bretlands úr Efnahagsbanda- laginu. En i bili mun umræðan um at- vinnuleysi þriggja miljóna manna i landinu verða sú staðreynd sem allar aðrar yfir- gnæfir. Og uppþot sumarsins eru mönnum enn i fersku minni — ekki sist vegna þess, að nýleg skoðanakönnun bendir til þess, að af 900 þúsund atvinnulausum ungmennum i Bretlandi sé helm- ingur reiðubúinn til að réttlæta ofbeldi —ef þaö aðeins hefur i för með sér pólitiskar breytingar. — ÁBtók saman. (mii) KEDJUR- TANNHJÓl Flestar stæröir og gerðir Einnig tengi og vara- hlutir Elite — kunn gæða- vara Einkaumboð á íslandi: LANDSSMIDJAN ÍX 20 6 80 Háskólatónleikar hefjast: Elnar Markússon leikur á morgun Einar Markússon við flygiiinn Siðasta dag sumars, föstu- daginn 23. október, verða fyrstu háskólatónleikar vetrarins kl. 12.30 i Norræna húsinu. Alls eru fyrirhugaðir 14 tónleikar i vet- ur, sjö fyrir og sjö eftir jól á sama stað og tima. 1 vetur er 8. starfsár háskóla- tónleika, — þeir voru fyrst háðir veturinn 1974 - 75. Það nýmæli er nú tekið upp að halda tónleikana i hádeginu á föstudögum, og eiga þeir að jafnaði ekki að standa lengur en liðlega hálfa klukkustund. Oll- um er auðvitað heimill aðgang- ur, en með þessari tima- og Heilög kirkja og saltpéturinn Um seinan varð ég fyrir hug- ljómun, þegar ég heyrði pistil Þóris Helgasonar læknis um saltpéturinn i hangiketinu og las siðan útleggingu Flosa um sama efni. Niðurstaða beggja er augljós: Annaðhvort neita menn sér um hangiketið eða halda sér frá þvi að gera „hitt” um jólaleytiö, ef þeir vilja ekki stofna afkvæmum sinum i hættu. Nú rankaði ég alltieinu við mér. Liklega er þessi vitneskja um háska saltpétursins ekki nein ný uppgötvun læknavisind- anna, heldur hefur hin heilaga almenna kirkja þekkt skaðsemi hans öldum saman. Bæði i forn- um lögum og kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar frá 1275 stendur nefnilega, að frá þvi laugardaginn fyrir jólaföstu þar til viku eftir þrettánda skuli ekki brullaup gera eða konu fá. Og i íslenskri prédikun frá þvi um 1300 i upphafi jólaföstu segir einnig: Nú skulu menn skilja rekkjur við konur sinar, uns lið- ur drottinsdag eftir 13. dag jóla. Þetta afnam Lúther i sinni villu, þvi hann hafði ekki beskyn á saltpéturinn. Ég hafði i einfeldni minni ályktað, að hér hefði kirkjan tekið upp einhverja alvisku frá Móður Náttúru, sem af veður- farslegum sökum væri þvi mót- fallin, að börn fæddust i heiminn hér á norðurslóðum að haust- eða vetrarlagi. Þvi að sömu hömlur gilda um langaföstu, og banntiminn frá jólaföstu til niu- viknaföstu rennur nær þvi sam- an. Og þá var reyndar lika bannað aö éta ket, sem auðvitað hlaut einkum að vera hangiket eins og geymsluaðferðum var háttað I fyrri tiðinni. Ég var m.a.s. búinn að setja þessar kolröngu kenningar i bók, sem kemur út innan skamms og fjallar m.a. um hömlur á „hinu”. En nú er hún vist komin i bókband, svo það er orðið of seint að bæta inn sann- indunum um saltpéturinn. Arni Björnsson staðsetninguer þó einkum reynt að gera nemendum og kennur- um háskólans sem þægilegast að sækja þá. Efnisskrá fyrra misseris verður sem hér segir: 23. okt. Einar Markússon pianóleikari: Verk eftir Samuel Ball, Joseph Hoffman, Leopold Godowsky, Frédéric Chopin og Hallgrim Helgason. 30. okt. Agústa Ágústsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson pianó: Sönglög eftir W.A. Mozart. 6. nóv. Anna Júliana Sveinsdóttir mezzósópran og Lára Rafns- dóttir pianó: Verk eftir Antonin Dvorsjak og Richard Wagner. 13. nóv. John E. Lewis pianóleikari: Verk eftir Charles Ives. 20. nóv. Blásarakvintett: Lárus gveins- son, Jón Sigurðsson, Joseph Ognibene, William Gregory og Bjarni Guömundsson: Verk eft- ir Victor Ewald og Morley Cal- vert. 27. nóv. Helga Ingólfsdóttir semballeik- ari: Andlát og útför Jakobs eftir Johann Kuhnau. 4. des. Halldór Haraldsson pianóleik- ari: Verk eftir Béla Bartók. Einar Markússon, sem fram kemur á fyrstu tónleikunum, er fæddur árið 1922. Hann nam pianóleik i Tónlistarskólanum i Reykjavik og siðan i Los Angel- es frá 1943 - 46. Hann var starf- andi tónlistarmaður með meiru erlendis urn riflega tveggja ára- tuga skeið, einkum i Ameriku, þ.á m. lengi i Hollywood. Sið- astliðinn áratug hefur hann hinsvegar kennt við Tónlistar- skóla Arnessýslu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.