Þjóðviljinn - 22.10.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1981 S t j óraarf rumvarp: Efling brunavarna Lagt hefur veriö fram stjörnar- frumvarp um brunavarnir og brunamál. Frumvarpiö er byggt á störfum nefndar sem félags- máiaráöherra skipaöi til aö endurskoöa lög og reglugeröir um brunavarnir og brunamál. For- maöur þeirrar nefndar var Guö- mundur Magnússon verkfræö- ingur. Helstu breytingar sem frumvarpiö felur f sér eru eftir- farandi: 1. ^lánar verði kveðið á um hlutverk brunamálastofnunar varðandi kynningu og fræðslu, svo og réttindi og skyldur slökkvi- liðsmanna. 2. öll sveitarfélög verði skylduð til að halda uppi brunavörnum, nema ráðherra veiti sérstaka undanþágu. 3. Brunamálanefndir sveitar- félaga verði afnumdar sem ákvörðunaraðili um meðferð brota á lögum og reglugerð um brunavarnir og brunamál, en vald og skyldur slökkviliðsstjóra aukin i þessum efnum. Jafnframt komiskýrari ákvæði um meðferð slikra mála. 4. Tekjustofn brunamálastofn- unar verði styrktir með hækkun brunavarnagjalds og breyttum reglum um álagningu þess. — óg Hvers vegna færri laxar? Nýveriö var lögö fram þings- ályktunartillaga um rannsókn á orsökum minnkandi laxagengdar i ár á Austurlaf.di. Flutnings- maöur tillögunnar er Guömundur Gislason kaupfélagsstjóri, en hann situr á þingi fyrir Halldór Asgrimsson. 1 greinargerð með frumvarpinu segir aö meðalveiði áranna 1946—1950 hafi verið 17.373 laxar árin 1951—1955 19.604 laxar, 1956—1960 26.913 árin 1961 til 1965 36.234. Arin 1966 til 1970 40.208 og árin 1971 til 1975 64.135 laxar. Veiði næstu ára var sem hér segir: 1976 .................... 59.633 1977 ......................64,575 1978 .....................80.578 1979 .....................64.228 1980 .................... 52,137 A árinu 1981 er áætlað að veiðin verði um 45.000 laxar. Þannig er ljóst að um verulega minnkun veiöa er að ræða frá 1978. Auknar laxveiðar i hafinu um- hverfis Færeyjar undanfarin ár gefa tilefni til ótta um áhrif á nefnda þróun hér á landi. Veiðar Dana og Færeyinga við Færeyjar frá 1976 hafa verið þessar mælt i tonnum: Danir Færeyingar Samtals 1976....... 0 40 40 1977 ........ 0 40 40 1978 ....... 14 37 51 1979 ....... 75 119 194 1980 .......150 568 718 Aætlaðar veiðar þessara þjóða 1981 eru um 1000 tonn. Gera má ráð fyrir að um 250 til 260 fiskar séu í hverju tonni. Er þvi heildar- veiði Dana og Færeyinga við Færeyjar nálægt sex sinnum meiri en veiði Islendinga 1981 og hefur um tuttugufaldast frá 1978. A siðustu árum hefur mönnum á íslandi orðið æ ljósari nauðsyn aukinnar f jölbreytni i landbúnaði. Hefur áhugi á fiskirækt og efna- hagslegt gildi laxveiða farið vax- andi. Er þvi knýjandi að leita skýringar á minnkandi afrakstri laxveiöa undanfarin ár og leita úrræða til bóta. — óg F erðakostnaður sjúklinga greiddur t gær var lagt fram frumvarp i efri deild um breytingu á lögum um almannatryggingar i þá veru aö feröakostnaöur veröi greiddur sjúklingum utan af landi. Fiutn- ingsmaöur Kjartan Jóhannsson fylgdi málinu úr hlaði. Helgi Seljan tók undir megin- hugsun frumvarpsins og taldi ástæðu til rækilegri skoðunar á aðstöðumun fólks hvað varðaði sjúkrahús og tryggingar. Þyrfti að draga fleiri þætti inni málið. Helgi minntist einnig baráttu Stefáns Jónssonar á þinginu fyrir meira réttlæti i þessum efnum. Stefán Jónsson tók undir þá skoðun að hér væri mikið réttlæt- ismál á ferðinni. Lagði hann sér- staka áherslu á aö ýmsum ákvæðum þyrfti við aö bæta til úr- bóta á núverandi ástandi. Til dæmis væru málefni „ambul- ant”-sjúklinga útá landi aldeilis i ólestri og viða óþolandi ranglæti i þessum málum. Sagði Stefán ýmsar dæmisögur um þetta mál. Auk áöurnefndra tóku Davið Að- alsteinsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir og Niels A. Lund til máls og lýstu yfir stuöningi sinum viö frumvarpið. Frumvarpinu var visað til annarrar umræðu og heilbrigðis- og tryggingarnefnd- ar. — óg Orlofsbúðir fyrir allan almenning 1 fyrradag urðu á þingi nokkrar umræður um þingsályktunartil- lögu um Orlofsbúöir fyrir al- menning, sem Sighvatur Björg- vinsson mælti fyrir. Helgi Seijan vakti athygli á skyldleika þessar- ar tillögu viö frumvarp hans og fleiri Alþýöubandalagsmanna um nýtingu bújaröa fyrir aldraöa, en þaö mál var einnig á dagskrá sama dag. Lagði Helgi áherslu á að nýting rlkisjarða yrði könnuð með tilliti tilþessarahugmynda um nýtingu fyrir almenning i landinu. Alex- ander Stefánsson lýsti yfir stuðn- ingi sinum við þessa hugmynd f.h. Framsóknarflokksins. Ann- ars spunnust nokkur orðaskipti milli þingmanna um ýmsar full- yrðingar Sighvats Björgvinsson- ar um til dæmis að ekki væri hægt að komast að þvi hversu margar rikisjaröir væru, hverjir hefðu þær á leigu og hve mikið væri fyr- ir þær borgað. Stefán Valgeirsson sagöiþetta ekki vera rétt-, i leigu væri 3% af fasteignamati jarðar- innar. Að öðru leyti lýsti hann sig samþykkanhugmyndinnien „það er ekki nóg að gaspra um það hér,- það þarf að gera eitthvað i mál- inu”. Steinþór Gestsson og fleiri þingmenn bentu á það að þessi hugmynd væri að hluta til þegar komin i framkvæmcU ýmis: sam- tök hefðu fengið rikisjarðir til byggingar orlofsheimila. Stefán Jónsson vakti athygli á þvi að almannaréttur á landi hefði veriðdreginn af fólki á löng- um tima. Stöðugt hefði verið gengið á rétt fólksins til landsins. Þetta hefði gerst við búferlaflutn- inga fólks, t.d. þegar flutt var á mölina úr sveitinni. Sagði Stefán það vera verðugt viðfangsefni að endurheimta þennan rétt til landsins aftur fyrir almenning i landinu. Það þyrfti að setja lög- gjöf um almannarétt i landinu. Auk þeirra tók Ingólfur Guðnason til máls. Sumir töluðu tvisvar. — óg Fyrirspurn á þingi: Gjaldtaka tannlækna Auk fyrirspurnar Baldurs Óskarssonar um bankagróöann sem sagt er frá á forsiðu I dag voru eftirtaldar fyrirspurnir lagöar fram á Alþingi i gær: Til heilbrigðis og trygginga- málaráðherra frá Þorvaldi Garð- ari Kristjánssyni um tölvustýrð sneiðmyndatæki. Frá Alexander Stefánssyni til heilbrigðis. og tryggingamálaráðherra varðandi eftirlitsskyldu Tryggingastofn- unar rikisins með gjaldtöku tann- lækna. Og frá sama þingmanni til sama ráðherra varðandi fram- kvæmd laga um heilbrigðisþjón- ustu (um útgáfu gjaldskrár, um eftirlit með launagreiðslum ofl.). Frá Birgi ísl. Gunnarssyni til samgönguráðherra um útboð verklegra framkvæmda nokk- urra rikisstofnana. — óg Heima í héraði Auglýsingaútvarp t gær talaöi Benedikt Gröndal fyrir frumvarpi um héraösútvarp einsog þaö er nefnt. Tillagan gengurútá stofnun staöbundinna útvarpsstööva. Hins vegarer aöal fjármögnun hugsuð meö auglýs- ingum og 10% á söluskattstofn myndbandatækja. Gert er ráö fyrir aö f leiri enein stöö geti veriö á einu svæöi. Friörik Sophusson og Vil- mundur Gylfason töldu að til- lagan gengi ekki nógu langt en Páll Pétursson dró heldur úr og kvað athyglisvert að leggja gjöld á myndbandafarganið „Menn virðast ekki horfa i aurinn þegar videoæðið er annars vegar”. Hann var frekar inná hugmynd- inni um héraðsútvarp en benti sérstaklega á að fréttamenn út- varpsins væru bara ágætir. — óg Adda Bára Sigfúsdóttir: Skipta borgarstjórnarstörfum I 7 valda- sviö og formenn þeirra myndi borgarráö. / Hallgrlmur Guðmundsson: A- hrifamesta leiöin aö auka áhrif borgarfulltrúanna. Fundur ABR um stjóm- kerfi borgarinnar: Brýn þörf á endurskoðun Á félagsfundi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík þann 14. þ.m. var sfjórn- kerfi borgarinnar til um- ræðu. Þótti fundurinn í alla staði gagnlegur og kom fram í máli manna, að um- ræðum þessum bæri að halda áfram í vetur. Hall- grímur Guðmundsson, stjórnmálaf ræðingur, og Adda Bára Sigf úsdóttir, borgarfulltrúi AB, höfðu framsögu á f undinum. Hér á eftir fer úfdráttur úr máli þeirra. Haiigrimur Guömundsson kvað ekki vanþörf á að endurskoða stjórnkerfi borgarinnar. Það hefði aö stofni til haldist óbreytt frá fyrstu tið, en lagaö sig stig af stigi að breyttum aðstæðum. Hann taldi, aö þótt landslög sniði stjórnkerfi sveitarfélaganna nokkuð þröngan stakk, væri ólíklegt að Alþingi brygðist illa við tillögum um úrbætur, ef þær kæmu fram. Ahuginn á stjórnsýslu sveitar- félaga væri hins vegar litill — menn heföu miklu meiri áhuga á Þá gerði Hallgrimur að umtals- efni núgildandi sveitarstjórnar- lög. Sagði hann ma., að áriö 1972, þegar tilskipun um bæjarstjórn I kaupstaðnum Reykjavfk gekk i gildi, hefðu veriö um 300 ibúar á bak viö hvern bæjarstjórnar- fulltrúa, en þeir voru þá 9 I Reykjavik. Arið 1908 var þeim fjölgaö 115 og kom þá 1 fulltrúi á hverja 670 Ibúa. Þetta ekki ósvipað hlutfall og gerist nú I öðrum kaupstöðum landsins. Arið 1978 var hins vegar svo komið, að 5.560 ibúar voru á bak viö hvern fulltrúa i Reykjavik. Ef svipað hlutfall ætti aö vera i Reykjavik og i öörum kaupstöðum, þyrftu borgarfulltrúar aö vera u.þ.b. 140! Þá sagði Hallgrimur að ein leiðin til að auka áhrif borgarbúa á stjórn borgarmálefna væri sú, aö fjölga fulltrúum aö miklum mun. Ahrifamesta leiðin væri hins vegar sú að auka áhrif borgarfulltrúanna. Það væri vægast sagt hæpið að halda þvi fram, að fjölgun borgarfulltrúa leiddi sjálfkrafa til þess að áhrif borgarbúa ykjust. Hér þyrfti margt fleira að koma til. Miklu brýnna væri e.t.v. að gera ýmsar skipulagsbreytingar, og þá öllu heldur breytingar á starfshátt- um. Hallgrimur taldi helsta gallann á núverandi fyrirkomulagi felast i samskiptum rikisvalds og sveitarstjórna. Sveitarfélögin þyrftu oft að beita sér sem hags- munasamtök gagnvart rikisvald- inu, og ýmis lög þyrfti að endur- skoða. Þá taldi Hallgrimur aö auka þyrfti upplýsingastreymið, t.d. með þvi að gefa út ágrip af borgarstjórnarfundum, og brýn þörf væri á að opna stjórnkerfið öllu fólki — nefndir mættu t.d. vera stærri og fara meö viðtækara starfssvið. Vel mætti hugsa sér n.k. hverfanefndir. Al- menningur þyrfti að eiga greiðan aögang aö upplýsingum — og upplýsingastreymið þyrfti lika að batna upp á við eftir stjórn- kerfinu. Adda Bára Sigfúsdóttirhafði framsögu á eftir Hallgrimi. Hún gerði nokkra grein fyrir valdaþróuninni i borgarkerfinu og likti ástandinu núna við pýra- mida, þar sem toppurinn dinglaöi nokkuð i lausu lofti. Hér á árum áður réði Sjálf- stæðisflokkurinn og embættis- menn hans svo til öllu, en einkum þó borgarstjóri og embættis- menn, sagöi Adda Bára. Aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins heföu haft litið annað aö gera en rétta upp hendur á borgarstjórnarfundum og minni- hlutinn rifist fyrir daufum eyrum. Embættismenn voru mikiö i nefndum á vegum borgarinnar og gjarnan formenn þeirra, þannig að mikið vald fylgdi þeirra embættum. Arið 1974 var hins vegar gerð sú breyting, að embættismönnum var kippt út úr nefndunum og fengu borgar- fulltrúar við þaö aukin áhrif. Nú fara þrir flokkar með meiri- hlutastjórn I borginni og veldur þvi að umfjöllun verður seinlegri. Taldi Adda Bára að gera mætti bragarbót á, þannig að pýramid- inn færðist I gott lag og nefndi dæmi: hægt væri að skipta borgarstjórnarstörfunum i 7 valdasvið og formenn i hverri nefnd mynduðu borgarráð. Formennirnir þægju full laun fyr- ir störf sin. 1 nefndirnar yröi kosið frá bæöi meirihluta og minni- hluta, eins og dæmi eru um frá Noregi og Danmörku. Taldi Adda Bára, að þetta yrði tvimælalaust til aö auka samhæfingu i borgar- stjórnarstörfum, auk þess sem þarna fengjust menn sem gætu sinnt málum af fullum krafti, sem nokkuð skorti nú. Þá sagði Adda Bára frá störf- um þeirrar nefndar, sem á aö vinna að þvi að gera tillögur til breytinga á stjórnkerfi borgar- innar. Sagðist hún ekki ýkja bjartsýn á, að samkomulag myndi nást um annaö en fjölgun borgarfulltrúa, og gæti það tæp- lega kallast veruleg endurskoðun. Þá sagði hún, að borgarmálaráð ÁBR heföi fengiö Hallgrim Guð- mundsson til liðs við sig til aö fjalla nánar um þær hugmyndir, sem uppi væri i ABR um þessi mál og kvaðst vænta góðrar sam- vinnu. — ast

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.