Þjóðviljinn - 22.10.1981, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Síða 8
8 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1981 Fimmtudagur 22. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 'MÞÞ« ;»**S9*>*í Grétar Unnsteinsson tók við skólastjórn af fööur slnum önduóum. .yerðum sífellt aðvera leitandf’ —mhg ræðir við Grétar Unnsteinsson skólastjóra Garðyrkjuskólans á Reykjum og kennarana Sigurð Þráinsson og Þórhall Hróðmarsson um skólann og starfsemi þá sem þar fer fram Upphaf Garöyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í ölf- usi er að rekja til þess/ að á Alþingi 1935 voru flutt tvö frumvörp til laga um garð- yrkjuskóla. Annað frum- varpið flutti Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugarvatni en hitt þeir Sigurður Einarsson/ Emil Jónsson/ Stefán Jóhann Stefánsson og Héðinn Valdimarsson. Bæði frum- vörpin dagaði uppi. A næsta þingi/ 1936/ flutti Sigurður Einarsson enn frumvarp, sem var að mestu samhljóða því, sem hann hafði verið meðflutn- ingsmaður að, árið áður. Fór svo/ að frumvarp Sig- urðar var samþykkt, með allmiklum breytingum þó, og varð að lögum. Samkvæmt þeim skyldi stofna garðyrkjuskóla að Reykjum i ölf- usi, sjálfstæða stofnun, reka á ábyrgð rlkisins. Kennsla yrði bæöi bókleg og verkleg. Verklega kennslan færi fram á 3 - 4 mánaða námskeiöum, vor og sumar og svo tveggja til þriggja ára verk- námi fyrir þá, sem fullnema vildu sig I garðyrkju. Bóklegt nám yrði allt að einu ári. Nemendur fengju ókeypis húsnæði og kennslu. Þetta hefur nú aö sumu breyst. Hugsjón verður að veruleika Um þetta leyti var Jónas frá Hriflu á ferð i Danmörku. Þá var þar við nám I Landbúnaðarhá- skólanum I Kaupmannahöfn ung- ur Vestur-Húnvetningur, Unn- steinn Ólafsson frá Stóru-As- geirsá I Viöidal. Jónas var alls- staöar á höttum eftir ungum og efnilegum mönnum og nú bar saman fundum þeirra Unnsteins. Jónas hvatti hann mjög til þess að taka að sér stjórn hins væntan- lega garðyrkjuskóla, ef eftir þvi yröi leitaö. „En ég get ekkert boöið og engu lofað”, sagði Jónas. Kannski hefur hann nú samt haft einhverja hönd I bagga á bak viö tjöldin. Vist er um það, aö Unnsteinn var ráöinn að skólan- um og gegndi skólastjórastarfi þar til dauðadags, 22. nóv. 1966. Vann Unnsteinn þar mikið og merkt brautryöjendastarf viö að- stæður, sem um flest voru ákaf- lega öndverðar, lengi framan af. Skólinn var vigður af þáverandi landbúnaðarráðherra á sumar- daginn fyrsta 1939. Var hann þá þegar fullskipaður. Fyrstu sam- kennarar Unnsteins viö skólann voru þeir Sigurður Ingi Sigurðs- son, Stefán Þorsteinsson og Sig- uröur Sveinsson. Skólinn var i byrjun og lengi siðan til húsa i gamla timburskálanum, er reist- ur varupp úr 1930, sem heilsuhæli fyrir berklasjúklinga. En ,,nú er öldin önnur en er Gaukur bjó á Stöng”. Hin siðari árin hefur mjög skipt um til hins betra um hag skólans og aðbúnað allan. Þegar við, gamlir Garð- yrkruskólanemendur, sjáum heim aö Reykjum þá nemum við staðar og spyrjum: Er þetta sama stofnunin og sú, sem við þekktum? Jú, vist er þaö sami skólinn og þó allur annar. Margþætt menntastofnun Skólastjóri Garðyrkjuskólans nú er Grétar Unnsteinsson, sonur Unnsteins heitins Ólafssonar. Fastir kennarar eru tveir, Sig- urður Þráinsson og Þórhallur Hróðmarsson, auk stundakenn- ara. Blaðamaður Þjóðviljans hitti þá aö máli og frá þeim er kominn sá fróðleikur, sem hér fer á eftir. — Hver getum við sagt, I stuttu máli, að sé tilgangur skólans? — Þaö má kannski segja, að til- gangur skólans sé meö vissum hætti margþættur. Hann á að veita sérfræðslu i skrúögarð- yrkju, almennri útigarörækt og ylrækt. Hann á að gera athuganir og tilraunir bæði útivið og i gróð- urhúsum. Skólinn er nú, sam- kvæmt reglugerð um iðnfræöslu Nemendur fara nærfærnum höndum um ungviði. Mynd: eik Siðgurður Þráinsson, kennari. Mynd: —eik frá 1966, sériðnskóli fyrir skrúð- garðyrkju. Breytingar í tímanna rás — Hvað tekur það langan tima að ljúka námi við'skólann? — Það hefur nú breyst i tim- anna rás. Samkvæmt fyrstu Gamla skólahúsið til hægri, hið nýja til vinstri, Ibúðarhús skólastjóra á miðri mynd. Mynd: —eik Ahugaverðir nemendur I kennslustund hjá Sigurði Þráinssyni. Mynd —eik reglugerð skólans, frá 1938, skyldi námstiminn vara tvö ár, hann starfi I tveimur deildum og veiti nemendum bóklega og verklega sérfræðslu. Að fenginni reynslu var reglugerðinni breytt 1953. Skyldi námstiminn nú vera 4 ár, þriggja ára verknám, þar af 6 mánuðir i skólanum og 12 mán- aða bóknám i 3 vetur, fjóra mán- uöi I senn. Þegar skólinn var geröur að sériðnskóla fyrir skrúö- garðyrkju varð sú breyting á reglugeröinni, að upp voru tekin tvö kjörsvið, annarsvegar skrúð- garðyrkja og hinsvegar almenn útiræktun og ylrækt. _ Arið 1978 var ný námsbraut tekin upp við skólann, garöplönt- unámsbraut. Var það gert i sam- ráði vaið garðplöntuframleiðend- ur, skógræktarfélög og Skógrækt rikisins. Til þess að ljúka fullnað- arnámi við skólann nú þurfa nemendur að hafa notið bóklegr- ar kennslu i 3 vetur eða alls i 16 1/2 mánuð. Nemendur skulu og stunda verknám við skólann I 1 manuð eftir 1. og 2. bekk, eða alls i 2 mánuði. Að öðru leyti skulu yl- ræktarnemar og nemar i al- mennri garðyrkju vinna við skól- ann eöa á viðurkenndum garö- yrkjubúum og þá undir hand- leiöslu garðyrkjumanns. Nem- endur I skrúðgaröyrkju þurfa aö vera á verknámssamningi hjá skrúögarðyrkjumeistara. Náms- timinn er þannig alls 3 ár. Inntökuskilyrði — Hver eru inntökuskilyröi i skólann? — Til þess aö fá inngöngu i fyrsta bekk þarf umsækjandi að vera fuilrar 15 ára, hafa lokið grunnskólaprófi, hafa stundaö verknám i garðyrkju i a.m.k. 3 mánuði. Hafi nemendur góðan undirbúning, t.d. iönskólapróf, búfræðipróf, geta þeir gengið beint inn i 2. bekk. En þeir þurfa að hafa unnið viö garðyrkju til- skilinn tima, taka próf í þeim námsgreinum 1. bekkjar, sem þeir hafa ekki próf I og skila sömu verkefnum og aðrir nemendur skólans, t.d. plöntusafni. Viö upphaf annars skólaárs veröa nemendur aö ákveða hvort þeir ætla aö leggja fyrir sig skrúögarðyrkju, ylrækt eða garö- plöntufræði. Nýir nemendur hafa verið teknar inn i skólann annaö hvort ár. Aðsókn að skólanum hefur ávallt verið yfirdrifin. mætti segja hér „amen eftir efn- inu” svo maður taki sér i munn orð ekki minni manns, en sr. Sig- valda Jóns Thoroddsens. Þó lang- ar mig til að ljúka þessu rabbi okkar með þvi að vikja að tilraunastarfsemi þeirri, sem hér mun fara fram viö skólann. — Rétt er nú þaö. Hér fer fram ýmiss konar tilraunastarfsemi og leiðir þaö af sjálfu sér hjá svona stofnun. Hún veröur sifellt að vera leitandi, tileinka sér allar nýjungar á sviði garöyrkjunnar og leita nýrra úrræða, nýrra leiöa. Erlendar tilraunir og niöur- stöður þeirra henta okkur engan veginn alfarið. Aðstæður okkar eru á ýmsan hátt aörar en annarsstaöar gerist og þvi þurfum viö að verulegu leyti aö byggja á eigin rannsóknum. Með þetta fyrir augum hefur skólinn, ásamt garðyrkjubændum, beitt sér fyrir ýmsum tilraunum og at- hugunum um ræktun nýrra teg- unda skraut- og matjurta. I tengslum viö það er vert að geta þess, að um 1970 voru teknar hér upp sólgeislunarmælingar og komiö á fót veðurathugunarstöð, þar sem megináhersla er lögð á „búveöursmælingar”. Nú, hér við skólann hefur veriö byggt tilraunagróðurhús, þar sem fullkomin aðstaða er til lýs- ingartilrauna. Hafa þær farið hér fram siöan 1974. Til aö byrja með var einkum um aö ræöa tilraunir meö lýsingu chrys-anthem- um-móðurplantna og framleiöslu á græölingum af þeirri jurt. Niöurstööur hafa reynst mjög jákvæöar. Vöxtur chrysanthem- umplantnanna varö a.m.k. eins ör og reiknaö var með I áætlunum um ylræktarveriö. Tilraunir með áhrif lýsingar á vöxt tómata standa yfir. Spurningin gæti verið sú, hvort unnt er að rækta tómata á öllum árstimum með aðstoö lýsingar. Tilraunir eru og gerðar með áhrif upphitunar á jarðvegi og notkun á plasti. Jarðvegsupphitunin hefur gefið allt upp i 70% meiri vöxt, en ger- ist meö venjulegar aðstæður. — Gerðar hafa verið tilraunir með mismunandi afbrigði og stofna og út úr þeim hefur m.a. komiö það, aö við höfum fundið betri hvitkálsstofn en þá, sem hér hafa hingað til verið notaðir. Þá má nefna tilraunir með paprikuaf- brigöi, tómataafbrigði, ræktun við mismunandi jarövegsskilyröi o.fl. Við getum kannski slegið botn- inn i þetta spjall okkar með þvi aö segja, aö sú starfsemi, sem hér fer fram sé fjórþætt: 1 fyrsta lagi er hér garðyrkju- skóli, sem veitir sérfræöslu á hin- um ýmsu sviöum garðyrkjunnar. 1 ööru lagi tilraunastarfsemi. I þriðja lagi fræðslustofnun fyrir garðyrkjumenn og áhugafólk um garöyrkju, þar sem veitt er margháttuö fræösla meö fræðslu- fundum, námskeiðum og útgáfu „Garöyrkjufrétta” i lausblaða- formi. 1 fjórða lagi er svo garðyrkjustöö skólans, en starf- semi hennar tengist á marg- vislegan hátt öllum fyrri þáttun- um. 1 henni er lögö mikil áhersla á fjölbreytta ræktun og tilraunir, bæði vegna verklegu og bóklegu kennslunnar og annarrar fræðslustarfsemi. Og svo látum viö þessu spjalii lokið i dag, um þá stofnun, sem i öndverðu byggði öskustó, en hi f ur siöan fyrir ósérplægna for- göngu þeirra, sem þar hafa lönd- um ráðið, risið til þess að verða til fyrirmyndar, „um veröld alla og þótt viðar væri leitaö”, eins og minn gamli og góði grasafræöi- kennari, Ragnar Asgeirsson sagði eitt sinn, að öðru tilefni aö | visu. —mhg Það er auðvitað hægt aö fara mun ýtarlegar út I tilhögun kennslunnar en það yrði of langt mál enda hægurinn hjá að fá fyllri upplýsingar hjá skólanum fyrir þá, sem það vilja. Nýtt skólahús — Alltaf þykir mér nú vænt um gamla skólahúsiö þrátt fyrir alla þess annmarka og ekki vildi ég hafa fariö á mis viö þær minning- ar, sem tengdar eru dvölinni þar, en mikill munur hlýtur samt að vera fyrir alla, sem við skólann nema og starfa að vera i svona húsakynnum eins og hér eru nú, og sem mér finnst að einna helst muni likjast sjálfri Paradis, að þvi leyti sem ég hef reynt að gera mér grein fyrir húsakosti á þeim bæ. — Já, þessi bygging hefur nú veriö i smiðum i allmörg ár og henni er ekki lokið enn. Skólahús- ið á að geta rúmaö 50 - 60 nemend- ur. Við göngum um bygginguna en ég leiöi minn hest frá þvi að lýsa henni. Þess vil ég þó geta, að i miðju hússins er gróðurskáli. Hann tengir hinar ýmsu deildir skólans og úr honum er innan- gengt i borðstofu, setustofu, heimavistir, kennarastofu, skrif- stofu og aöra hluta hússins. Gróð- urskálinn er um 800 ferm og and- dyrið um 300 ferm, 1 gróöurskál- anum er töluvert úrval af ýmiss konar garðplöntum, sem notaðar eru við kennsluna og góö aöstaða er þar fyrir verklegar æfingar. — Það er nú komið svo að ég, sem taldi mig fyrir eina tiö all- kunnugann á þessum slóðum á i ærnum erfiðleikum með að finna gömlu gróöurhúsin og kannski eru sum þeirra heldur ekki lengur við liði. Hvað eru margir fer- metrar hér undir gleri nú? — Það er um hálfur hektari. Verulegur hluti gróöurhúsanna er byggöur upp úr 1950 og þurfa þau þvi orðið töluverðra endurbóta við. Námskeiðahald — Er það ekki rétt sem ég hef heyrt að töluvert sé um að nám- skeiö séu haldin hér við skólann? — Jú, viö höfum reynt aö gera nokkuð af þvi. Samkvæmt reglu- gerð skólans er ætlast til aö hér séu haldin námskeið, þar sem leiðbeint er um ræktun matjurta 1 gróðurskála Garðyrkjuskólans. Grétar skólastjóri ræðir við forseta tslands Vigdisi Finnbogadóttur og landstjóra Kanada. Gróðurhús Garöyrkjuskólans þekja nú hálfan ha. Hér sjáum við hiuta af þeim. Mynd: —eik »»***),t*M W **♦ •' * tt« iim#»»i>»i > »»#»«#«##» Unnsteinn ólafsson, skólastjóri Garðyrkjuskólans fyrstu 27 árin. Hann skapaði Garðyrkjuskólann nánast af engu og geröi hann að fyrirmyndar menntastofnun. og garöagróöurs. Er svo til ætl- ast, að þau námskeið séu bæði fyrir ófaglært fólk og garðyrkju- menn. Hér hafa t.d. verið haldin námskeiö fyrir unglinga þar sem áhersla er lögð á heimilisgarö- yrkju. Haldin hafa veriö 2 - 5 daga námskeið fyrir húsmæður og þá gjarnan úti I héruðunum i sam- vinnu við kvenfélagasamböndin. Slik námskeið hafa m.a. verið haldin á Laugum i S-Þingeyjar- sýslu, Löngumýri I Skagafiröi, Blönduósi, Skagaströnd, tsafirði og ólafsvik svo aö einhverjir staðir séu nefndir. A þessum námsskeiöum eru. veittar leiö- beiningar um ræktun grænmetis, hvernig komið skuli upp heimilis- gróðurhúsum, kenndar blóma- skreytingar, ræktun pottaplantna og meöferö afskorinna blóma, matreiösla á grænmeti o.s.frv. Farið hefur veriö til Vestmanna- eyja og tilsögn veitt þar fólki i námsflokkunum og rætt hefur veriö um aö veita búöarfólki til- sögn um geymslu grænmetis. Þá hafa og verið haldin námskeið um meðferö og notkun eiturefna i landbúnaði og garðyrkju i sam- vinnu við Eiturefnanefnd. Stefnt er aö þvi að koma á endurmennt- unarnámskeiöum fyrir garð- yrkjubændur og skrúðgaröyrkju- menn. Töluvert er um það, að hingaö komi erlendir ferðamenn tii þess að fá, þótt ekki séu nema skyndi- kynni, af þessari starfsemi, sem hér fer fram. Tilraunir — Jæja, félagar. Þetta efni veröurnú sjálfsagt seint tæmt, en einhversstaðar verðum við þó að setja lokapunktinn. Kannski

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.