Þjóðviljinn - 22.10.1981, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1981 Samviskufangavika Amnesty International 1981 Mannréttindasamtökin Amn- esty International starfa aö þvi að fá leysta úr haldi rúmlega fjögur þúsund samviskufanga víða um heim. Það er talið að- eins litið brot allra samvisku- fanga I heiminum. t samvisku- fangaviku Amnesty er að þessu sinni vakin athygli á málum nokkurra samviskufanga. Orlög þeirra endurspegla örlög þús- unda annarra Samviskufangar eru þeir sem eru fangelsaðir, hafðir i haldi eða beittir þvingunum vegna stjórnmála- eða trúarskoðana sinna, kynþáttar eða kynferðis, litarháttar eða tungu, að þvi til- skildu að þeir hafi hvorki beitt ofbeldi né hvatt til þess. Hér verður greint frá indónes- ískum samviskufanga, SUD- JINAH. Fólk er hvatt til þess að skrifa yfirvöldum og skora á þau að láta samviskufangann lausan. I þessu tilviki ber að skrifa til: President SUHARTO Istana Negara Jalan Veteran Jakarta Indonesia Félagi kvennasamtaka í fangelsi í Indónesíu Sudjinah, fyrrum virkur félagi i Gerwani, fjölmennustu kvenna- samtökum Indónesiu, var i haldi i átta ár áður en hún var leidd fyrir rétt 1975 og dæmd i 18 ára fang- elsi. Hún var handtekin snemma árs 1967, ákærð fyrir undirróður i sambandi.: við atburðina i októ- ber 1965, þegar hópur foringja i hernum rændi sex hershöfðingj- um til þess að reyna að steypa herforingjastjórninni. Herinn bældi uppreisnartilraunina niður og sakaði Kommúnistaflokk Ind- ónesiu PKI um að hafa skipulagt hana. Hlutur PKI i valdaránstil- rauninni hefur aldrei verið sann- aður með skýrum hætti. Á næstu vikum og mánuðum var rösklega hálf milljón manna tekin af lifi án dóms og laga að sögn formælanada stjórnarinnar og i miklum hreinsunum voru handteknir mörg hundruð þúsund menn vegna tengsla við PKI og önnur samtök vinstri manna. Sumir voru handteknir eingöngu vegna tilviljunarkenndra sam- skipta við fólk sem vitað var eða talið að væri kommúnistar. Sudjinah fæddist á Mið-Jövu árið 1934. Hún lét að sér kveða i sjálfstæðisstriðinu gegn Hollend- ingum 1945 - 49. Hún fór til dæmis i njósnaferðir bak við viglinur óvinanna og sá um flutning skila- boða. Þegar Indónesia fékk sjálf- stæði 1949 lauk Sudjinah mennta- skólanámi og var siðan við há- skólanám i stjórnmálafræði og félagsfræði. Hún gekk i kvenna- samtökin Gerwani, skrifaði greinar i timarit sarntakanna og einnig i timarit og blöð sem PKI gaf út. Kvennasamtökin voru ekki formlega tengd PKI, en lýstu sér sem „samtök kommúnista- kvenna og annarra kvenna”. Arið 1965 var Sudjinah yfirmaður fræðslu- og menningardeildar Gerwani. , Eftir valdaránstilraunina varð Gerwani mjög fyrir barðinu á hreinsunarherferð yfirvalda á vinstri vængnum. Sudjinah komst undan handtöku þangað til sagt var til hennar og lögreglan hand- samaði hana snemma árs 1967. Henni var misþyrmt við yfir- heyrslur og missti mörgum sinn- um meðvitund. Eftir margra mánaða yfirheyrslur var hún flutt I kvennafangelsi I Jakarta. Hún var sett i klefa að gólffleti 3 sinn- um 4 metrar með þremur öðrum konum. Fæði var lélegt og heilsu þeirra hrakaði smám saman. 1 febrúar 1975 voru þær leiddar fyr- ir rétt i Jakarta. I ákæruskjalinu sagði að þær hefðu tekið þátt i uppreisnartilrauninni og hefðu siðan unnið að þvi að endurvekja PKI. Flestar ákærurnar visuðu til starfa kvennanna eftir uppreisn- artilraunina. Sudjinah var dæmd i 18 ára fangelsi, hinar fengu dóma frá 15 til 20 ára. I nóvember 1979 tilkynnti dómsmáiaráðu- neytið að stytting fangavistar Sudjinah var I haldi I átta ár áður en hún var dæmd 118 ára fangelsi 1975. skyldi vera með sama hætti fyrir pólitiska fanga og venjulega af- brotamenn. Talið er að Sudjinah verði látin laus árið 1983. Amnesty International tók Sudjinah að sér sem samvisku- fanga i október 1972. Minning:_________ Elísabet P. Malmberg hjúkrunarfræðingur Fœdd 7. april 1939 — Harmafregnin um lát Elisa- bethar P. Malmberg hljómaði i rikisútvarpinu að kvöldi þriðju- dagsins 13. október sl. „Hún Elisabeth er látin” sagði maður- inn minn, þegar ég kom’ heim þetta kvöld, án þess að hafa heyrt tilkynningarnar. Ég vildi helst ekki trúa þessum orðum, þó vissi ég aö þau voru sönn. A dánardegi hennar, 12. októ- ber, hafði ég setið á skrifstofu Hjúkrunarfélags Islands, og gert skrá yfir ritstjóra timaritsins okkar frá 1925 - ’81 og hún var ein þeirra. Ég var að gæla við þá hugmynd atvná þessum hópi sam- an og fá tekna heimildarmynd. . Elisabeth P. Malmberg var rit- stjóri Timarits Hjúkrunarfélags Islands frá 1967 - ’70 en þá tók ég við blaðinu. Það var þvi hún sem leiðbeindi mér, hughreysti og hvatti, þegar ég alls ókunnug slikum störfum tók þetta að mér. An stuðnings hennar og hvatning- ar hefði ég trúlega verið illa sett. A henni dundu ótrúlegustu spurn- ingar sem hún leysti skjótt úr og fylgdi jafnframt eftir með góðlát- legri glettni. Þegar Hjúkrunarfélag tslands þetta sama ár stóð fyrir 600 manna norrænu hjúkrunarfræð- ingaþingi var hún ennfremur betri en enginn. Hún var ætið boð- in og búin að rétta hjálpandi hönd og ekki nóg með það, fjölskylda hennar var líka reiðubúin til að- stoðar. Eiginmaður hennar Svend, lagði einnig sitt af mörk- um og móðir hennar Inger Helga- son aöstoðaöi við þýðingar i há- tlðarblaöiö sem gefið var út I til- efni 50 ára afmælis Samvinnu norrænna hjúkrunarfræðinga. Svo undarlega vildi til nokkrum árum siðar er ég gekk úr stjórn öldrunarfræðafélags íslands, að Dáin 12. október 1981 Elisabet tók þar við af mér. Tvi- vegis höfðum við þá tekið við störfum hvor af annarri. Mér er þvl nú efst I huga þakk- læti og hryggð. Þakklæti til henn- ar og fjölskyldunnar fyrir ómet- anlegan stuðning og samhryggð með eiginmanni, börnum og öðr- um ættingjum. Far þú i friði, friöur guös þig blessi. Hafðu þökk fyrir aiit og allt. Ég bið guð að styrkja fjölskyldu hennar á þessum erfiðu timamót- um, og blessa minningu hennar. Ingibjörg Arnadóttir. I dag kveðjum viö okkar kæru skólasystur Ellsabethu Pálsdótt- ur Malmberg. Fyrir 23 árum hitt- ist hópur alvörugefinna stúlkna i Hjúkrunarskóla íslands. Við vor- um að hefja hjúkrunarnám. Við sátum þarna og athuguöum hver aðra I laumi, en fljótlega fór hóp- urinn að kynnast og um leið fór námið að verða skemmtilegt. Stóran þátt i að gera þessi ár i H.S.t. ógleymanleg átti Elisa- beth. Hún var okkur skólasystr- um sinum ákaflega mikils virði. Hún bjó yfir óvenju mikilli kimni- gáfu og ljúfmannlegu viðmóti. Alls staðar birti til, þar sem hún var og gat hún laðað fram bros við óliklegustu aðstæður. Hún var reiðubúin að gera alla að vinum sinum jafnt sjúklinga sem starfs- fólk, en slikir hæfileikar koma sér mjög vel i okkar starfi, þar sem hjúkrunarkona þarf oft að létta erfiða sjúkdómsbyröi. Eitt bors getur dimmu I dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt, Aðgát skal höfð I nærveru sálar. Þessar ljóðlinur Einars Benediktssonar lýsa vel sam- skiptum Elisabetar við þá sem hún umgekkst. Elisabet giftist eftirlifandi manni sinum, Svend Aage Malm- berg, haffræðingi, 28. des. 1963. Þau stofnuðu fyrst heimili á Sel- tjarnarnesi, en fluttu siöar i Hafnarfjörð. Það var sama hvar þau bjuggu, alltaf var jafn skemmtilegt að heimsækja þau. Móttökurnar elskulegar og heimilið hlýlegt og fallegt, en þar komu listrænir hæfileikar Elisa- bethar og snyrtimennska vel fram, enda komin frá miklu menningarheimili, þar sem list var i hávegum höfð. Foreldrar hennar eru Inger Helgason, kenn- ari, og Páll Helgason, tæknifræð- ingur, sem er látinn. Elisabeth og Svend eignuöust 3 efnileg börn, Ingileifu sem er 17 ára, Kristinu List 15 ára og Pál Jakob 12 ára. Elisabeth starfaði alla tið við hjúkrun samhliða heimilisstörf- um og i 2 ár var hún ritstjóri Hjúkrunarblaðsins. Siðustu ár starfaði hún við heimilishjúkrun I Hafnarfirði, þrátt fyrir að hún ætti við vanheilsu að striða. Söknuður okkar er "niikill, viö kveðjum Elisabethu iangt um aldur fram. En ómetanlegar eru minningarnar um ótal gleði- stundir, sem hún gaf okkur. Elsku Svend, þér, börnunum, Inger og öðrum ástvinum sendum við okkar einlægustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur. Bekkjarsystur úr Hjúkrunarskóla tslands. Til Ellu öll erum við hluti af litilli ver- öld innan hinnar stóru. Þessi, litla veröld varð til með foreldrum okkar, systkinum, ættingjum og vinum á fyrstu árum okkar, þeg- ar við vorum að fóta okkur I stærri og flóknari veröld án þess að vita, hversu flókin hún I raun- inni er. Þá var leikið á fáa strengi en hreina. Þá var sorgin sorg og gleðin var gleði. Allt þar á milli kom miklu seinna og gerði okkur lífið erfiðara. Þess vegna eru æskudagarnir gjarnan gæddir þeim eiginleika að verða þvi bjartari I hugum okkar sem við verðum eldri. Dökku dagarnir vikja fyrir hinum ljósu i þessu einfalda litrófi. En vist er að allir þeir, sem voru hluti af þessari litlu veröld okkar og hinum ljósu dögum, eru okkur kærir alla ævi. Hver þeirra sem fer, á auðan sess við borðið, og við vitum að þeim fjölgareftir þvi sem okkur er lifið lengur gefið. En nýir dagar færa okkur önnur lif til að deila með okkur minningunni um þá sem fóru. Án þess væri lifið óbærilegt og langir lifdagar ekki eftirsókn- arverðir. Með þessum fáu linum viljum við systkinin nær og fjær, forddr- ar okkar og böm, deila minning- unni um góða vinkonu með þeim, sem mest hafa misst nú, þegar Elisabeth Pálsdóttir Malmberg er kvödd að sinni. I röð hinna ljósu daga er hún sifellt til staðar, falleg og glöðust allra. Þá var oft þröngt setið við stóra borðið á Jó- frBarstaðaveginum, þá var lifið einfalt og skammt milli hláturs og gráts. Fimmstirnið, Ingileif, Jóhanna, Olla, Guðrún og Ella piskruðust á_um leyndarmálin, sem oftast snérust um strákana I næstu húsum, Kjartan og Hrafn- kel og þá alla, og okkur Ingólfi fannst þau mál litið áhugaverð. Seinna urðu þær viðræðuhæfari og við tók vinna og próflestur. Við fylgdum þeim til skips I fyrstu ut- anlandsförina og sáum þær velja sér starfsbrautir. Þrjár vin- kvennanna kusu sér sömu braut, tvær fóm aðra leiö. 1 örfá ár naut ég dyggrar barnfóstruþjónustu þeirra, og tók þátt i' misþungum ástarraunum, en innan skamms voru þær engar orðnar og hinn eini sanni fundinn. t önn og amstri daganna skildust leiðir minar og þeirra, en þeirra leiðir skildust aldrei. Þær fylgja nú kærri vinkonu siðasta spölinn saman. Elisabeth Pálsdóttir Malmberg fæddist 7. april 1939, og voru for- eldrar hennar Inger F. Möller, kennari, og Páll Helgason, raf- fræðingur. Elisabeth var alin upp á góðu og traustu heimili, sem bar merki þess besta i danskri og Islenskri menningu. Afi hennar var Jón Helgason biskup, en kona hans var danskrar ættar eins og móðir hennar. Páll faðir Elfsa- bethar lést langt um aldur fram, en móðir hennar hefur verið Elisabethu og bræðrunum tveim- ur, tengdabörnum og barnabörn- um sú stoð, sem aldrei brást. Þau systkinin hafa alla tiðborið með sér þá háttvlsi og gleði, sem elskulegt og traust æskuheimili gæðirþau börn sem þess njóta, og einmitt þannig þekkja flestir hafnfirðingar frú Inger. Elisabeth lauk námi I hjúkrun- arfræði árið 1961 og starfaði siðan við sérgrein sina. Arið 1963 giftist hún bekkjarbróður mlnum úr menntaskóla, Svend Aage Malm- berg, haffræðingi, sem nú kveður konu sina eftir átján ára hjóna- band. En Svend gengur ekki einn þau spor. Þrjú börn þeirra, Ingi- leif ,f. 1964, Kristin, f. 1966 og Páll f. 1969 eru við hlið hans. Ég hygg ég geti talað fyrir mun okkar bekkjarsystkinanna, þegar ég sendi þeim hlýjar kveðjur okkar allra. Ekkert okkar óraði fyrir þviá siöasta stúdentsafmæli okk- ar, að Elisabeth væri svo veik sem raun reyndist, svo hraustleg og glöð og falleg sem hún var. Þannig varhún tilhinstu stundar, og þannig veit ég aö maðurinn hennar, börnin, móðir hennar og bræður og kær tengdamóðir muna hana. Þeirri minningu deil- um við með þeim öll hin. Litla veröldin okkar er fátæk- ari, en úti fyrir biður hin stóra með öllum sinum fyrirheitum. Megi ástvinir þinir, kæra vin- kona, ganga út I hana óhikað,' sterk i' minningunni um þá ham- ingju, sem þið áttuð saman og enginn getur tekiö frá ykkur. Guðrún Helgadóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.